Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.06.1988, Blaðsíða 13
EYLANDSPÓSTURINN Oni Jónsson WAkXA ö.Upim'ib Prince aödándur muna ef til vill eftir plötu sem hann ætlaði að gefa út í desember á síð- asta ári og átti ekki að heita neitt, og koma á markaðinn í svörtu umslagi með engum nánari upplýsingum um flytj- andann eða efnisinnihald. Vegna umslagsins hlaut platan fljótlega viðurnefnið „The Black Album“ eða „Svarta albúmið“. Ástæðan fyrir því að platan fékk aldrei að líta dagsins ljós er mjög óljós og eru menn ekki á sömu skoðun um það mál. Sumir segja að Prince hafi ætlað að gefa plötuna út án þess að almenning- ur fengi neitt að vita um hver flytjandinn væri, til þess að at- huga hve margir af aðdáendum hans keyptu plötur hans vegna tónlistarinnar, og hve margir keyptu þær út á nafnið hans. Þessir sömu segja að útgáfufyrir- tækið Warner Brothers, en það sér um dreifinguna á plötum kappans, hafi selt bandaríska blaðinu Billboard fréttina um hver hinn raunverulegi flytjandi væri og að Prince hafi orðið svo illur að hann dró útgáfuna til baka. Önnur s^ga segir að Warn- er Bros. hafi frestað dreifingunni á plötunni vegna þess hve þeir voru hræddir um að það bitnaði á sölu Madonnu-plötunnar Dance Mix, og að Prince hafi þá sagt þeim að ef hann ætti að verða í öðru sæti við Madonnu þá skyldi hann sko ekki gefa plötuna út. Sjálfur segir Prince að hann hafi verið búinn að semja svo mikið af nýju efni að hann hafi ákveðið að gefa það frekar út en að senda frá sér eldra efni sem hann hafi sjálf- ur ekki verið nógu ánægður með. En engin af þessum ástæðum breytir neinu um gæði plötunnar, en þau eru jú auðvitað aðalat- riðið og það sem ég ætla að fjalla um hér. Svarta albúmið er öllu villtari plata en fyrri plötur Prince og er þá mikið sagt. Hann leggur meiri stund á tilraunastarfsemi í laga- smíðum og hikar ekki við að teyma rödd sína nokkrar áttundir til eða frá. Á plötunni má finna hin hefðbundnu soul-lög kappans en einnig prýða þessa skífu rap- lög, melódískar ballöður og jafnvel má heyra vott af blústón- list undir rafmögnuðum og popp- uðum hljóðfæraleiknum. En sér- Það er vel við hæfi að fara nokkrum orðum um þessa plötu núna þar sem Leonard Cohen er á leið hingað til lands, en The Daintees er einmitt gott dæmi um sveit sem er undir þónokkrum áhrifum frá meistara Cohen. Ljúft og fágað trúbatorpopp með einum skemmtilegasta söngvara sem komið hefur fram lengi í far- arbroddi. Textagerð Marteins er einnig mjög áhugaverð, ljóðræn- ir og ljúfir textar hans fjalla á skemmtilegan og stundum spaugilegan hátt um ýmsar þær stakasta lagið á plötunni er án efa lag sem heitir „George" (Djords), en í því lagi beitir Prince rödd sinni eins og hann hefur aldrei gert áður (a.m.k. ekki svo ég viti). Helst líkist hún rödd manns sem lifað hefur á viskí og vindlum undanfarin 30 ár eða svo, og hef ég aldrei heyrt prinsinn syngja svona djúpradd- aðan fyrr. „The Black Album“ er reyndar ekki söm að gæðum og nýjasta plata prinsins „Lovesexy“, en hin áðurnefnda tilraunastarfsemi gæjans gerir hana mjög skemmti- lega og ólíka öðrum verka hans, sem hafa oft á tíðum verið hin vönduðustu listaverk. hugsanir sem herja á flestar mennskar verur einhverntímann á lífsleiðinni, og gjarnan yrkir hann hughreystandi til vina og vandamanna þegar einhver vandamál herja á. Eins og tónlist Cohens er þessi vel til þess fallin að hlýða á á köldum vetrarkvöid- um yfir kertaljósi og kannski ein- hverju öðru. Ef einhver kannast við fyrri plötu sveitarinnar, „Boat to Bolivia", er þeim sama bent á að þessi gefur henni ekkert eftir, nema síður sé. Martin Stephenson and the Daintees: Gladsome, Humour and Blue Smá LP-dómar Sunnudagur 19. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 ISLENSK GÆÐATÓNLIST □ IVIegas-Höfuðlausnir LP, KA&CD „Lengi gelur gott batnad.“ „Höfudlausnir er mögnuð plata hvar sem á hana er litið og skyldu einhverjir efast um að Megas bœri meistaranafnbótina með rentu ættu þeir aö hlusta á piötuna og sannfærast." -SÞS-DV □ Súld - Bukoliki LP Metnaðarfull og einstök plata sem hljómsveitin Súld hefur sent frá sér í samvinnu við Gramm. Hljómsveltin er á teiö til Kanada þar sem hún mun m.a. koma tram á helstu jasshátið þar i landi. □ Sykurmolarnir Life's too Good LP, KA & CD Við minnum á sniildarverk Sykurmoianna, „Life’s too Good". „.. .timamótaverk i is- ienskri rokktónlist. Lögin eru flest hver melódisk, kraftmikil og umfram allt skemmti- leg." -Ásgeir Sverrisson-Mbl. NYKOMIÐ: nPere Ubu - Tenement Years LP & C0 HJesus & Mary Chain - Barbed Wire Kisses LP & CO nThrowing Muses ~ House Tomado LP nBHIy Bragg - Help Save tbe Youth of America £P TThe Men They Couldn't Hang - Waiting for Bonaparte LP nia Mystere des Voix Bulgares Vol 1 & 2 LP r Godfathers - Birth School Work Death LP & CD r Replacements - Please To Meet Me LP J lThe Meteors - Pure Psychobilly LP HEric Clapton - Crossroads LP & C0 iMartin Stephenson & The Daintees - Glad- some LP & CD I Chuck Berry - Hail Hail Rock'n'Roll LP i IPeter Murphy - Love Hysteria LP & CD i Midnight Oil - Disel & Dust LP { Luxuria - Unaswerable Lust LP i The Clash - The Story of The Clash LP & CD I Talking Heads - Naked LP & CD l The Fall - The Frenz Experience LP i Pogues - If I Should Fall from Grace with God LP * niMeil Young & The Blue Notes - The Note's for You LP & CD nimperiet - Imperiet LP & CD riThe Wedding Present - George Best LP flPrefab Sprout - From Langley Park to Memp- his LP & C0 I ISinead O'Connor-The Lion and the Cobra LP (~lThe Mission - Children LP & CD 1 IThomas Dolby- Aliens Ate My Buick LP& CD (□Leonard Cohen - Flestar LP & CD riPrince- Lovesexy LP & CD I 110.000 Manics - In My Tribe LP & CD I ITimbuk 3 - Eden Alley LP & CD □ Fairground Attraction - The First of a Million Kisses LP & CD I lAswad - Distant Thunder LP I IVan Halen - 04812 LP I iPoison - Open up and Say . . .Ahh Scorpions - Savage Amusement LP Kingdom Come - Kingdom Come LP Creedence Clearwater Revival - Flestar LP & CD Velvet Underground - Flestar LP & CD I IJimi Hendrix - Flestar LP & CD Sendum í póstkröfu samdægurs. „Gæðatónlist á góðum stað." gramrw laugavegi 17 101 Reyk|avik Símí91-12040

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.