Þjóðviljinn - 29.06.1988, Síða 2
FRETTIR
Slippstöðin
Hluthafafundurínn í dag
Óvíst um sölu og verð
Idag verður haldinn fundur
hluthafa í Slippstöðinni á Ak-
ureyri og þar verður væntanlega
samþykkt tillaga fjármálaráð-
herra um að hluthafar afsali sér
forkaupsrétti á hlutabréfum
fyrirtækisins, en Akureyrarbær
hefur samþykkt það fyrir sitt
leyti.
Að sögn Jóns Baldvins Hanni-
balssonar fjármálaráðherra hefur
ekki verið tekin endanleg
ákvörðun um það hvort hlutabréf
ríkisins í fyrirtækinu verða seld
eður ei. Þá liggur heldur ekki
fyrir mat á eignarhluta ríkisins og
þar af leiðandi ekki heldur hvað
ríkið telur sig þurfa að fá fyrir
sinn hlut ef af sölu verður.
-grh
SUF
Þolinmæðin þratin
Miðstjórnarfundur ungraframsóknarmanna: tekistáum
stjórnarsamvinnuna. Gissur Pétursson, form. SUF: Kratar
komiðfram ístjórninni sem dulbúið íhald. Ungir
framsóknarmenn aflandsbyggðinni óánægðir með
stjórnarbrölt Framsóknar
Samstarfsviljinn innan ríkis-
stjórnarinnar virðist vera
gjörsamlega þrotinn. Það er stór
hópur ungra framsóknarmanna
sem hefur fengið sig fullsaddan á
stjórnarbröltinu, sagði Gissur
Pétursson, formaður Sambands
ungra framsóknarmanna, en
miðstjórnarfundur sambandsins
verður haldinn á föstudag, þar
sem búast má við fjörugum um-
ræðum um ágæti ríkisstjórnar-
innar.
Með fundarboðinu fengu mið-
stjórnarmenn send drög að
stjórnmálaályktun þar sem er
m.a. farið hörðum orðum um
ríkisstjórnarsamvinnuna, en
Gissur sagði að umræður á mið-
stjórnarfundinum myndu að
öllum líkindum snúast mest um
afstöðuna til ríkisstjórnarinnar
og þátt framsóknarmanna í
henni.
- Ég hef löngum verið hrifinn
af krötum og talið þá til félags-
hyggjuflokks. í stjórnarsamstarf-
inu hafa þeir í reynd ekki reynst
annað en dulbúið íhald sem er
snöggtum verra en það opinbera,
sagði Gissur.
Gissur sagðist engu vilja spá
um það hvort miðstjómin myndi
álykta gegn ríkisstjórninni.
- Andstaðan er einna hörðust
sýnist mér hjá ungu fólki á lands-
byggðinni og það eru þá einkum
vaxta- og lánamálin sem tröllríða
atvinnnuvegunum sem þessu
fólki verður starsýnt á.
Samband ungra framsóknar-
manna er í ár 50 ára. Á afmælis-
þingið eru ungliðarnir búnir að
bjóða einum oddvita græningja í
Vestur-Þýskalandi, Petru Kelly,
og hefur hún að sögn þekkst boð-
ið. -rk
Borgarmálaráð
Skákmóti norrænna atvinnubílstjóra var haldið áfram í Hreyfilshúsinu í gær en mótið var sett í
fyrradag. Fjöldi þátttakenda er á mótinu sem haldið er til skiptis á Norðurlöndunum. Tvær umferðir eru
tefldar á dag en mótinu lýkur síðar í vikunni. Mynd-Ari.
Fundað um
Fossvogsdalinn
fundi Borgarmálaráðs Al-
i þýðubandalagsins í dag verð-
Barnavernd
Norrænt þing
Sautjánda norræna barna-
verndarþingið var sett í Háskóla-
bíói í gær, og hófst með fyrirlestri
Sigurjóns Björnssonar prófess-
ors.
Þingið stendur í fjóra daga og
er dagskráin mjög viðamikil:
æskan og þjóðfélagsbreytingar;
barnavernd í ljósi sögunnar;
formleg og óformleg úrræði;
böm og skilnaðir; réttur barn-
anna og skyldur foreldranna; og
börn þeirra foreldra sem neyta
vímuefna.
HS
Dagvistun
Hnifurinn enn í slíðrum
Afundi borgarráðs í gær var
Iögð fram tillaga frá stjórn
Dagvistar barna um verulegar
breytingar á gildandi reglum um
styrki borgarinnar til barnaheim-
ila sem rekin eru af öðrum en op-
inberum aðilum. Ekki var tekin
afstaða til tillögunnar og málinu
frestað til næsta borgarráðsfund-
ar eftir viku.
Að sögn Kristínar Á. Ólafs-
dóttur borgarfulltrúa, sem sæti á í
stjórn Dagvistar, felur tillaga
meirihluta stjórnarinnar, veru-
legan niðurskurð til viðkomandi
barnaheimila og þá sýnu mest til
barnaheimilisins Óss sem for-
eldrar viðkomandi barna hafa
rekið í 15 ár. Sem dæmi um hvað
tillaga meirihlutans í Dagvist
barna hefðu þýtt fyrir þetta ár ef
hún hefði verið samþykkt fyrir
ári, hefði barnaheimilið Ós að-
eins fengið tæpar 768 þúsund
krónur en fékk samkvæmt núg-
ildandi reglum tæpar 2,5 miljónir
króna.
t bréfi frá barnaheimilinu Ósi
sem lá fyrir stjórnarfundi Dag-
vistar barna þegar tillagan um
breytingarnar var keyrð í gegn
gegn atkvæðum fulltrúa Alþýðu-
bandalagsins og Framsóknar, er
bent á að rekstrargrundvöllur
heimilisins sé brostinn, nái til-
lagan fram að ganga. í dag þurfa
foreldrar sem eiga börn á Ósi að
greiða 16 þúsund krónur fyrir
daginn en ef breyting meirihlut-
ans tæki gildi um næstu áramót
hækkaði daggjaldið í rúmar 24
þúsund krónur. -grh
ur fjallað um framtíð Fossvogs-
dalsins en sérstakir gestir og
frummælendur á fundinum eru
þeir Valþór Hlöðversson bæjar-
fulltrúi AB í Kópavogi og Yngvi
Þór Loftsson landslagsarkitekt
sem unnið hefur sérstakt skipulag
að útivistarsvæði í Fossvogsdaln-
um.
Þá mun Guðrún Ágústsdóttir
fulltrúi í skipulagsnefnd Reykja-
víkur flytja erindi á fundinum.
Tryggvi Þór Aðalsteinsson
framkstj. borgarmálaráðs sagði í
samtali við Þjóðviljann í gær að
að ástæða væri til að hvetja félaga
til að mæta á fundinn og kynna
sér stöðu mála og möguleika
varðandi uppbyggingu dalsins.
Fundurinn verður haldinn að
Hverfisgötu 105 og hefst kl.
17.00.
Rœkja
Aðeins þrjár stöðvar famar
Félag rækju-og hörpudiskframleiðenda: Klofningurinn
verulega ýktur. Kusum samstarfvið sjávarútvegsráðuneytið
fremur en að sitja hjá. Meðalkvóti á verksmiðju umþúsund tonn
essar óánægjuraddir sc.u upp
hafa komið vegna vinnslu-
kvótans koma mér ekkert sér-
staklega á óvart. En ég trúi því
ekki fyrr en ég tek á því að 16
vinnslustöðvar séu á leiðinni út úr
félagi rækju- og hörpudiskfram-
leiðenda. Nær væri að tala um
þrjár stöðvar, þe. Skelver í
Garði, Rækjuverksmiðjuna á
Bfldudal og Dögun á Sauðar-
króki, sagði Jón Alfreðsson,
kaupfélagsstjóri á Hólmavík og
nýkjörinn formaður Félags
rækju- og hörpudiskframleið-
enda, í samtali við Þjóðviljann.
Eiríkur Böðvarsson, fram-
kvæmdastjóri Niðursuðuverk-
smiðjunnar hf. á ísafirði, taldi
einnig fráleitt að 16 vinnslustöðv-
ar væru á leiðinni út úr félaginu
vegna óánægju með nýsettan
vinnslukvóta. Hann sagði að í
fyrstu drögum að reglugerðinni
hefði verið gert ráð fyrir 200
tonna lágmarkskvóta á verk-
smiðjur og þá hefðu nokkrir
verksmiðjueigendur lýst yfir ó-
ánægju sinni en þeir hefðu þagn-
að um leið og lágmarkskvótinn
hefði verið hækkaður upp í 500
tonn.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. júní 1988
Óttar Yngvason hjá íslensku
útflutningsmiðstöðinni staðhæfði
við Þjóðviljann í gær að 16 rækju-
vinnslustöðvar væru búnar að
stofna með sér ný hagsmuna-
samtök, Félag rækjuvinnslu-
stöðva, vegna óánægju með
framgang stjórnar Félags rækju-
og hörpudiskframleiðenda varð-
andi reglugerð sjávarútvegsráðu-
neytisins um vinnslukvóta á rækj-
uverksmiðjur vegna vinnslu á út-
hafsrækju.
Jón Alfreðsson sagði það vera
rétt að samþykkt hefði verið á
félagsfundi að mótmæla fyrirhug-
aðri kvótasetningu en sagði jafn-
framt að þegar ráðherra hefði til-
kynnt þáverandi stjórn í byrjun
árs að ætlunin væri að setja á
vinnslukvóta hefði stjórnin metið
það svo að betra væri að hafa
samstarf um hann við ráðuneytið
heldur en að gera það ekki. Jón
sagði enga launung vera á því að
kvótinn hefði verið og væri deilu-
mál innan félagsins og að hann
skerti athafnafrelsi manna, en við
því væri ekkert að gera að svo
stöddu; sjálfur hefði hann ekki
vanist öðru en kvóta á innfjarð-
arrækju og menn hefðu mátt bú-
ast við því einnig að kvóti yrði
settur á vinnslu úthafsrækju sem
og annað sem viðkemur vinnslu
sjávarafurða.
Samkvæmt reglugerð sjávarút-
vegsráðuneytisins hefur 41
rækjuverksmiðju með samtals 89
pillunarvélar verið úthlutað
vinnslukvóta uppá 39.325 tonn
sem er um 3.325 tonnum hærri
kvóti en rækjukvóti veiðiskip-
anna en hann er sem kunnugt er
36 þúsund tonn. Meðalkvóti á
verksmiðju er því rúm þúsund
tonn en 19 verksmiðjur fá 500
tonna kvóta hver. -grh