Þjóðviljinn - 29.06.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.06.1988, Blaðsíða 4
LEIRARI KLIPPT OG SKORIÐ Rækjukvóti Á íslandi er furöanlega algeng sú aðferð við að stjórna landinu að láta allt reka á reiðanum eins lengi og unnt er. Þótt öllum sé auðsætt að eitthvað verði að gera, að við svo búið geti ekki staðið öllu lengur, þá láta stjórnendur hlutina dankast þar til allt er komið í óefni. Þá er rokið upp með andfælum og sá rembihnútur, sem hefur smám saman verið að herpast saman, er gjarnan notaður sem tilefni til að gera grundvallarbreytingar á skipan mála. En sökum þess að allt er komið í hnút verða viðbrögð öll heldur fálmkennd og innan tíðar steðja vandræðin að á ný. Nú hefur sjávarútvegsráðherra sett reglugerð um kvóta á rækjuvinnslustöðvar. Miðað við fyrri reglur um kvóta í sjávarút- vegi er hér um þá grundvallarbreytingu að ræða að nú er settur kvóti á vinnsluna. Kvótasetningin hefur til þessa verið miðuð við skip. HalldórÁsgrímsson varð sjávarútvegsráðherra 1983 og hef- ur gegnt því embætti síðan. Einmitt á þessum tíma hefur orðið gífurleg aukning í sókn á rækjumið. Rækjuveiðar, sem voru fyrirsvo sem eins og tveim áratugum nær eingöngu stundaðar inni á fjörðum og flóum og lítillega við Eldey, eru orðnar stór hluti af sjávarafla okkar. Fjöldi skipa sækir á djúprækjumið fyrir norðan landið og fundist hefur rækja djúpt út af Austurlandi. Vinnsla á rækju hefur og tekið stakkaskiptum. í stað örfárra lítilla niðursuðuverksmiðja hafa komið fjölmargar vinnslu- stöðvar þar sem rækjan er pilluð og fryst. Og nýjar verksmiðjur hafa margar hverjar risið á hinum ólíklegustu stöðum. Nálægð við helstu djúprækjumiðin virðist ekki hafa ráðið úrslitum í þeim efnum. Stjórnendur verksmiðj- anna hafa svo slegist innbyrðis um að fá báta í viðskipti og ekki vílað fyrir sér að láta aka með aflann á milli landshluta því að sjómenn hafa viljað landa sem næst miðunum. Það er einmitt hinn mikli fjöldi nýrra verksmiðja sem gerir það að verkum að nú er settur kvóti á vinnsluna. Vinnslugeta allra rækjuverksmiðja er samanlögð það mikil að stóraukinn rækju- afli dugar ekki til að halda pillunarvélunum gangandi nema brot af eðlilegum tíma. Víða standa verksmiðjurnar lokaðar drjúgan hluta af hverju ári. Afkoman er eftir því: ekki hefst undan að greiða niður fjárfestingarkostnað. Vextir hlaðast upp ofan á lánin. Fjárfestingar í rækjuvinnslu hafa verið allt of miklar. Hvað veldur? Ástæðurnar geta verið breytilegar frá einum stað til annars, og sé hvert einstakt tilfelli skoðað má ugglaust finna ýmisleg rök sem mælt hafa með því að koma á legg rækju- vinnslu. En heildarmyndin sýniroffjárfestingu sem ekki stendur undir sér. Einn er sá aðili sem á undanförnum árum hefði átt að hafa glögga sýn yfir ástandið í þessum efnum. Það er sjávarútvegs- ráðuneytið. Enginn hefur mátt hefja vinnslu á rækju nema til kæmi leyfi frá Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráðherra. Það furðulega er að Halldór veitti stöðugt ný leyfi þótt menn keppt- ust við að benda honum á að hömlulaus fjölgun á rækjuverks- miðjum hlyti að leiða til almenns tapreksturs í greininni. Og nú á loksins að fara að gera eitthvað í málinu. Aðferðin er sú að setja kvóta á verksmiðjurnar. Hætt er við að sú læknisað- gerð muni innan tíðar kalla á enn frekari aðgerðir. Ekki benda á mig Landsvirkjun hækkar verð á rafmagni þótt ráðherrar hafi með bráðabirgðalögum ákveðið að allar hækkanir á gjald- skrám ríkisfyrirtækja skuli háðar samþykki ríkisstjórnarinnar. Utanríkisráðherra telur þetta mjög alvarlegt því að verið sé að brjóta niður efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Aftur á móti séu einhverjir hinna ráðherranna á því að þetta sé nú ekki mjög alvarlegt mál, því að hækkunin sé svo hógvær. Steingrímur Hermannsson hefur sýnt fram á að hann er ekki eins og hinir ráðherrarnir. Athygli almennings hefur verið vakin á því að, hvað sem öllu líður, þá komi Steingrímur auga á það sem betur má fara hjá landsfeðrunum. Það er svo allt annað mál og líklega alls ekki til umræðu hvort hann ætlar að gera eítthvað í málinu. ÓP Vigdís Pinn- bogadóttir for- seti endurkjörín: n Éger djúpt snortin“ VJGBÍS. hismt Sigrún 1‘orsteinsdóttir forsetaframbjóðandi ássunt eíginmanní sfnum, Sigarúi fíiíassyní, er úrsiií lágn fyrír. „Þeir sem sátu heima vilja virkari forseta - segir Sigrún Þorsteinsdóttir að loknum forsetakosningum u Sigursæld í forsetakosningum Þá er lokið forsetakosn- ingum og svo gat virst sem allirværuglaðir. Stuðnings- menn Vigdísar forseta fögnuðu því að þjóðin hafði veitt henni mikinn stuðning ogótvíræðan. Stuðnings- menn Sigrúnar Þor- steinsdóttur voru yfir sig kátir yfir því, að hún hafði fengið fleiri atkvæði en skoðanakannanir bentu til. Allar líkur bentu sem sagt til þess að allir gætu kysst alla fyrir allt í þessu besta landi allralanda. En það er eins og fyrri daginn: Adam fær ekki að ráfa lengi glaður í Paradís. Sigrún og félagar hennar í Flokki mannsins hafa lagt út í furðulega túlkunarherferð til að reyna að sýna fram á það að þau hafi unnið feiki- legan sigur. Aðferðin er sú að Sigrún og hennar fólk gerir sér lítið fyrir og eignar sér atkvæði þeirra sem heimasátu-og kemurþetta viðhorfm.a. framíviðtali við Sigrúnu í Morgunblað- inu í gær. Þar er það ítrekað hvað eftir annað að þeir sem heima sátu hafi viljað „virk- ari forseta" eins og það heitir og þar með í rauninni verið sammála hennar mál- flutningi. Sá sem ekki er á móti mér Þetta er meira en hláleg röksemdafærsla og opnar óendanlegar pólitískar túlk- unarvíddir; hugsið ykkur t.d alla þá stórkostlegu sigra sem smáflokkaframbjóð- endur í forsetakosningum í Bandaríkjunum gætu unnið með því að slá eign sinni á þann helming allra kjósenda (eða þar um bil) sem situr heima í hverjum kosning- um! Reyndar er það svo, að Flokkur mannsins hefur um árabil háð sína undarlegu baráttu undir þessari sér- stæðu formúlu hér: Sá sem ekki tekur það sérstaklega fram að hann sé á móti mér, hann er með mér. Eins og menn muna fór þessi hreyf- ing af stað með því að liðs- menn hans söfnuðu undir- skriftum gegn atvinnuleysi. Vitanlega var auðvelt að fá menn til að skrifa undir slíkt plagg - eða er kannski ein- hver tilbúinn til að lýsa sig fylgjandi atvinnuleysi? Svo þegar menn höfðu gert ungu fólki, m j ög j ák væðu í fasi, þann greiða að skrifa undir (voru það 20 þúsundir eða 40 þúsundir?), þá loks kom það fram til hvers leikurinn vargerður. Flokksformað- urinn lýsti því yfir hátfðlega, að fædd væri mikil hreyfing í landinu og nú var mál til komið að bjóða fram til þings. En eins og menn vita gekk það ekki eftir, hreyf- ingin komst ekki á blað í þingsögunni. Ekki hreyfing Og nú á bersýnilega að nota forsetakosningarnar til túlkunaræfinga sem eiga að sanna að ný hreyfing sé orð- in til. Það er vitanlega rangt. Ekki svo að skilja: oft hafa menn lagt upp í mikla pólit- íska langferð með minna en fimm prósent atkvæða. En þessi fimm prósent sem mót- frambjóðandi Vigdísar fors- eta fékk eiga sér ekki þann samnefnara sem er vísir að hreyfingu. Innan þeirra rúmast bæði sá hópur sem trúir á Flokk mannsins og ýmsir þeirra sem aldrei gátu sætt sig við kjör Vigdísar Finnbogadóttur og svo eitthvað af því fólki sem er svosem hvorki með eða á móti forsetaefnunum tveim, heldur lifir í nokkuð svo ó- skilgreindri óánægju með „Kerfið“ og „Þá þarna uppi“. Og kemur þá ekki mikið í hluta hvers hóps. Sá hópur sem nú síðast var nefndur, þeir sem á nokkuð svo óákveðinn og lítt skuldbindandi hátt eru óánægðir með „Kerfið“ - þeir eru hinsvegar miklu fjölmennari en svarar til fimm prósenta kjörfylgis. Þeir hafa á liðnum árum stutt til lengri eða skemmri velgengni ný framboð sem hafa hlotið 8-10 prósent at- kvæða (Samtök frjáls- lyndra, Bandalagjafnaðar- manna, Borgaraflokk)-og nú allra síðast hefur þessi hópur stækkað verulega eins og kemurm.a. framímiklu fylgi Kvennalistans. Gleymum því ekki heldur, að „óánægja með kerfið“ sem leitar út fyrir almennt nöldur og reynir að finna svör til lengri tíma er vita- skuld ein helsta forsenda þess að vinstriflokkar eins og Alþýðubandalagið eru til.En hvort sem við nú rekj- um það lengur eða skemur: það er ljóst að Sigrúnar- mönnum tókst ekki að gera sér hreyfingu úr þessu liði öllu. Og er þó ljóst að skip- uleggj andi framboðsins kunni vel að flétta saman ýmislegt sem hefur í raun- inni hljómgrunn meðal fólks. Til dæmis hugmyndir um góðan landsföður sem vasast í pólitík en er eins og fyrir ofan pólitík og bjargar þér fyrir horn þegar harðnar á dalnum (þetta er mj ög í ætt við hugmyndaheim Alberts og Borgaraflokksins). í ann- an stað: hugmyndir um að Ieysa megi flestan pólitískan vanda með einhverju til- teknu stjórnarfarslegu „fiffi“ (hér minnir trúin á syn j unarvald forsetans hj á Sigrúnarmönnum furðu mikið á trú Bandalags jafn- aðarmanna á þjóðkjörinn forsætisráðherra). Oghver er ekki á móti bráðabirgða- lögum sem fela í sér kjara- skerðingu? En semsagt: úr þessu varð ekki hreyfing. Sumpart vegna þess, að nógu margir sáu hve vanhugsaður og þverstæðufullur málflutn- ingur Sigrúnar og hennar manna í rauninni var. En það liggur vitanlega í augum uppi að ástæðan er fyrst og fremst sú, að eitt af því fáa sem menn eru nokk- urnveginn sammála um á ísa landi köldu er það, að Vig- dís Finnbogadóttir gegni embætti sínu með sóma. ÁB þJÓÐVILJINH Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, óttar Proppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjðrleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð:70 kr. Áskrlftarverð ó mónuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.