Þjóðviljinn - 14.07.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.07.1988, Blaðsíða 5
Milljarðamistök í ríkisfiármálum Þegar ríkisstjórnin hefur setið í eitt ár sýnir ný þjóðhagsspá að öli efnahagsleg markmið ríkisstjórn- arinnar eru hrunin og afleiðingar óbreyttrar stjórnarstefnu verða á næstu mánuðum: - vaxandi verðbólga og veru- legar vaxtahœkkanir - hrikaleg mistök og milljarðagat í ríkisfjármálum - þriðja gengisfelling ársins er á leiðinni - viðskiptahalli eykst um 30% og erlendar skuldir fara yfir 100 milljarða - alda nýrra skattahœkkana og enn frekari kjaraskerðing verða innan tíðar dagskrárefni ríkis- stjómarinnar Á undanförnum áratugum er ekki hægt aö finna hliðstæðu slíkrar óstjórnar í efna- hagsmálum. Þessi niðurstaða er enn dapurlegri fyrir þá sök að áfram ríkja óvenjulega hagstæð ytri skilyrði í efnahagslífi íslend- inga. Aflaverðmæti og útflutn- ingsframleiðsla sjávarafurða verða um 15% meiri að raungildi en árið 1985 og útflutningsfram- leiðsla í heild verður meiri en á síðasta ári. Rýrnun viðskipta- kjara nemur aðeins 1% og efna- hagsþróun i helstu viðskipta- löndum okkar er hagstæð. Það eru því ekki óhagstæð ytri skilyrði sem skapa hinn mikla efnahagsvanda. Þau eru áfram ís- Iendingum í hag. Vandinn er al- gerlega heimatilbúinn. Hann er afleiðing rangrar stjórnarstefnu. Þegar ríkisstjórnin var mynduð voru helstu markmið hennar í efnahagsmálum: minnkandi verðbólga, stöðugt gengi, lækk- andi vextir, hallalaus ríkisbú- skapur, jafnvægi í viðskiptum við útlönd og minni erlend skulda- söfnun, traustur rekstrargrund- völlur atvinnuveganna og batn- andi lífskjör almennings. Greinargerð frá Ólafi Ragnari Grímssyniformanni Alþýðubandalagsins vegna niðurstaðna ínýrriþjóðhagsspá Hin nýja þjóðhagsspá sýnir að í öllum þessum höfuðþáttum efna- hagsstjórnarinnar blasa við þver- öfugar niðurstöður. Markmið ríkisstjórnarinnar var að ná verðbólgunni niður fyrir 10% strax á fyrsta árinu. í síðustu þjóðhagsspá var talið að verðbólgan yrði 16% á árinu 1988 en nú hefur sú spá verið hækkuð í 25%. Miðað við að verðbólgu- hraðinn er um þessar mundir mun meiri, eða 50-60%, og þjóð- hagsspáin gefur til kynna áfram- haldandi óstöðugleika í gengis- málum og veruleg þensluáhrif vegna hinna hrikalegu mistaka í stjórn ríkisfjármála, þá eru veru- legar líkur á þvf að verðbólgan haldi enn áfram að vaxa og árs- hraðinn geti orðið 35-45% eða jafnvel enn meiri. Við afgreiðslu fjárlaga og hvað eftir annað í allan vetur tilkynnti fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að hallalaus rekstur ríkissjóðs væri kjarnaat- riðið í efnahagsstefnu ríkisstjórn- arinnar. Þessi rök voru notuð til að réttlæta hinn illræmda matar- skatt og stórfellda hækkun al- mennra skatta. Hlutfall skatta af landsframleiðslu óx í 25.3% og ný þjóðhagsspá sýnir að skatta- tekjur ríkissjóðs verði auk þess 4.4 milljörðum meiri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu almennra skatta greinir Þjóðhagsstofnun nú frá því að hrikaleg mistök hafa orðið í stjórn ríkisfjármála og milljarðagat blasir við. Þjóð- hagsstofnun upplýsir að á fyrstu fimm mánuðum ársins hafi tekju- halli A-hluta ríkissjóðs verið um 3.7 milljarðar króna sem er 1.3 milljörðum meira en hann var á sama tíma í fyrra. Þessum halla ríkissjóðs hefur verið mætt með yfirdrætti í Seðla- bankanum sem nemur tæpum 4.3 milljörðum króna. Tekjuhalli ríkissjóðs í maílok var um 3.2 milljörðum króna umfram það sem áætlað var að hann yrði í árs- lok og fyrstu fimm mánuði ársins hefur ríkissjóður aukið eftir- spurnina í hagkerfinu um 2.9 milljarða króna og þar með orðið verulegur verðbólguvaldur. í áætlunum ríkisstjórnarinnar var hins vegar stefnt að því að ríkis- sjóður dragi úr eftirspurninni á árinu um rúmlega 4 milljarða króna. Þjóðhagsstofnun bendir síðan á það . með kurteislegu orðalagi að „veruleg umskipti þurfa því að verða á síðari hluta ársins til þess að áætlanir stand- ist“!! Það er því ljóst að hrikaleg mis- tök sem nema mörgum milljörðum hafa orðið í meðferð og stjórn ríkisfjármála. Grund- völlur fjárlaganna er hruninn og óbreytt stefna mun leiða til þess að í árslok verður stórt gat í fjármálum ríkisins. I stað þess að ríkissjóður væri tæki til að draga úr verðbólgunni hefur hann í höndum núverandi fjármálaráð- herra orðið hreinn verðbólgu- valdur. Hinn mikli hallarekstur frá fjármálaráðherratíð Þorsteins Pálssonar heldur áfram hjá nýj- um fjármálaráðherra. Þrátt fyrir yfirlýsingar ríkis- stjórnarinnE' um vaxtalækkun og jafnvægi í stjórn peningamála þegar efnahagsaðgerðirnar í maí voru tilkynntar sýnir Þjóðhags- stofnun að verulegar vaxtahækk- anir blasa við á síðari hluta ársins. Hallarekstur ríkissjóðs er að dómi Þjóðhagsstofnunar ein helsta orsök hækkandi raunvaxta á næstu mánuðum. Nafnvextir útlána hafa hækkað um 8% á síð- ustu sjö vikum. Raunvextir óverðtryggðra skuldabréfalána voru að meðaltali 8.4% á fyrstu aex mánuðum ársins og 9.5% af verðtryggðum skuldabréfalán- um. Samsvarandi tölur í fyrra voru 4.7% og 7.7%. Það er nán- ast óhugnanleg þróun að raun- vextir sem þegar eru orðnir um 10% skuli halda áfram að hækka á næstu mánuðum vegna óstjórn- arinnar í ríkisfjármálum og pen- ingamálum. Erlend skuldasöfnun mun halda áfram. Samkvæmt endur- skoðaðri lánsfjáráætlun eiga er- lendar lántökur að nema 12 milljörðum króna og vantar þá 5 milljarða til að fjármagna hinn mikla viðskiptahalla. Þjóðhags- stofnun bendir á að það verði ekki gert nema ganga á gjald- eyrisforðann - er hann þó orðinn ærið rýr - eða með nýjum skammtíma lánum erlendis. Það er því ljóst að skuldastaðan gagnvart útlöndum fer á árinu yfir 100 milljarða og nálgast nú óðum mörk sem ógna efnahags- legu sjálfstæði þjóðarinnar. Þjóðhagsstofnun vekur athygli á því að kaupmáttur ráðstöfunar- tekna muni minnka á árinu. í þjóðhagsspánni og viðbrögðum forsætisráðherra við henni er látið í það skína að enn frekari kjaraskerðing komi til greina á næstu mánuðum. Einnig er ljóst að þjóðhagsspáin gefur vísbend- ingar um að til viðbótar við hinar miklu skattahækkanir sem orðið hafa á fyrsta ári þessarar ríkis- stjórnar verði enn frekari skatta- hækkanir á dagskrá ríkisstjórnar- innar á næstu mánuðum. f þjóðhagsspánni er að finna ítarlegar upplýsingar um horf- urnar í afkomu útflutnings- og samkeppnisgreinanna og er niðurstaða Þjóðhagsstofnunar að hún fari versnandi á árinu. Á grundvelli þessara upplýsinga og umfjöllunar um gengismálin í þjóðhagsspánni er ljóst að fæð- ingarhríðir þriðju gengisfellingar ríkisstjórnarinnar eru þegar hafnar. Líkur benda til að hún verði knúin fram fyrir lok ársins eða í síðasta Iagi í upphafi næsta árs. Engin ríkisstjórn hefur þá fellt jafn oft gengið á jafn skömmum tíma og var þó „fastgengisstefnan hornsteinn stjórnarsamstarfsins“ að sögn forsætisráðherra í þing- byrjun 1987. Hin nýja þjóðhagsspá sýnir því glögglega mikið öngþveiti á öllum sviðum. Á undanförnum vikum hefur vöxtur verðbólgunn- ar, vaxtahækkanir, viðskiptahalli og aukning erlendra skulda verið að koma æ skýrar í ljós. Nú bætir Þjóðhagsstofnun milljarðamis- tökum í meðferð ríkisfjármála inn í þessa mynd. Þar með er brostin síðasta réttlæting ríkis- stjórnarinnar. Það er því ljóst að ríkisstjórnin hefur misst öll tök á stjórn efna- hagslífsins og er þó ekki tekið mið af vaxandi deilum og sífelld- um ágreiningi innan ríkisstjórn- arinnar í þeirri niðurstöðu. Sú ófriðarsaga er efni í sérstaka frá- sögn. í greinargerð Þjóðhags- stofnunar birtast hins vegar hinar köldu staðreyndir efnahagslífsins og þær fela í sér ótvíræðan dóm. Það er því nauðsynlegt að ráð- herrarnir horfist í augu við veru- leikann. Ríkisstjórnin á að biðj- ast lausnar og síðan þarf að efna til kosninga svo að þjóðin geti veitt nýrri ríkisstjórn umboð til að hefja hið mikilvæga endur- reisnarstarf. Kvikmyndir Þúsund ára þriller Leiðsögumaðurínn, spennandi mynd um átök Sama við blóðþyrsta innrásarmenn I kvöld verður norska kvik- myndin Leiðsögumaðurinn frumsýnd í Regnboganum, og er myndin ein af fimm erlendum myndum sem var útnefnd til Ósk- arsverðlauna síðastliðið ár. Leiðsögumaðurinn byggir á um þúsund ára gamalli samískri þjóðsögu og segir frá átökum Sama við innrásarmennina Tju- dena, sem fara með ránum og morðum um byggðarlagið. Aðalpersónan Aigin (Mikkel Gaup), er ungur piltur sem Tju- denarnir taka til fanga og þvinga til að vísa sér leið til Samabyggð- ar við ströndina, en leiðin er tor- sótt og erfið, og Aigin hyggur á hefndir, því Tjudenarnir hafa myrt fjölskyldu hans og vini. Myndin er fyrsta kvikmynd leikstjórans Nils Gaup, sem einn- ig skrifaði handritið. - Ég er leikari, og var með leikflokki sem ég vildi fá til að taka fyrir eitthvert efni sem væri um Sama, - segir hann. - Þeirri hugmynd var illa tekið, svo ég sagði upp, og byrjaði síðan á eigin spýtur að kynna mér sam- ískar þjóðsögur. Þegar ég las sög- una um leiðsögumanninn rifjað- ist upp fyrir mér að afi minn hafði sagt mér þessa sögu. Ég skrifaði síðan handritið, og síðan hófst , leitin að einhverjum sem væri til- búinn til að fjármagna kvikmynd- ina. Menn voru yfirleitt þeirrar skoðunar að það væri lítið vit í að fjármagna mynd, sem átti ekki einungis að fjalla um Sama, held- ur átti líka að vera með samísku tali. Það var ekki fyrr en Jacob- sen fékk áhuga á handritinu að við gátum hafist handa. - Þessi saga er eins og perla, - segir John M. Jacobsen fram- leiðandi myndarinnar. - Hún hefur sama gildi og ævaforn skartgripur sem allir geta dáðst að, hver sem saga þeirra eða menning er. Þjóðsagan hefur borist mann fram af manni og slípast til í meðförum sagnaþul- anna, því það gefur auga leið að ef sagan hefði verið illa sögð eða ekkert í hana varið, hefði fólk ekki nennt að hlusta á hana. Með því að kvikmynda hana gerumst við sagnaþulir nútímans, við ber- um söguna áfram til næstu kyn- slóðar og komum þannig í veg fyrir að hún gleymist. Leikendur í myndinni eru Samar og norðmenn, auk Helga Skúlasonar sem leikur einn hinna illskeyttu Tsjudena. Þar sem eng- ar heimildir eru til um tungumál Tsjudenanna var gripið til þess ráðs að fá tungumálasérfræðinga til að búa til tungumál sem væri svipað því sem þeir töluðu af öllum líkindum. LG Sagnaþulir nútímans: Helgi Skúlason, Nils Gaup og John M. Jacobsen. Mynd - Ari. Fimmtudagur 14. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.