Þjóðviljinn - 14.07.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 14.07.1988, Blaðsíða 17
ÖRFRÉTTTIR ERLENDAR FRETTIR Franska ríkisstjórnin minnihlutastjórn sósíalistans Michels Rocards, hyggst standa viö kosningaloforð sín um að leggja sérstakan auðlegðarskatt á forríka Frakka. í tilkynningu stjórnarinnar segir að brátt verði frumvarp lagt fram á þingi sem kveði á um að allir sem hafi meira en fjórar miljónir franka í árstekjur (29 miljónir fsl. króna) greiði þennan aukaskatt. Tekjum þess- um á að verja til þess að bæta hag atvinnulausra manna. Talið er að 110 þúsund manns verði gert að greiða þennan skatt, alls um fjóra miljarða franka á ári hverju. Skynsemi Dukakisar demókrata eru lítil tak- mörk sett segja leiðarahöfundar bandarískra dagblaða. Þeir telja hann hafa sýnt hyggjuvit með því að velja Lloyd Bentsen, öldunga- deildarþingmann frá Texas, í varaforsetaframboð. En ekki verði Bentsen til þess að auka „sjarma framboðsins". Hann er orðinn 67 ára gamall og þótt hann hafi verið í broddi fylkingar þingmanna um árabil er hann fremur lítt þekktur í guðs eigin landi. Rætnar sálir staðhæfa að Dukakis sé kominn með Kenne- dykomplex. Ætt og óðul beggja eru í Massachusetts og á sínum tíma sótti Kennedy varaforseta- efni sitt til Texas einsog „hertog- inn“; það var enginn annar en Lyndon B. Johnson. Þekktur vísindamaður sovéskur fer þess á leit við Kremlverja að þeir sæmi Andrei Sakharov á ný nafnbótum sínum og heiðursmerkjum en hann var sviptur öllu slíku á áttunda ára- tugnum. Roald Sagdejev er for- stöðumaður geimrannsókna- stofnunar Sovétríkjanna. Hann segir í spjalli við blaðamann „Moskvufrétta" að allur heimur- inn hafi fagnað „sigri frjálsrar hugsunar" þegar Sakharov fékk að snúa heim til Moskvu í hitti- fyrra. „Akademíunni var skilað félaga sínum. En nafnbæturnar hefur hann ekki fengið.“ Áður en Sakharov hóf baráttu fyrir al- mennum mannréttindum á heimaslóðum var hann mjög mikils metinn af ráðamönnum. Það sést best á þvi að eigi sjaldn- ar en þrisvar var hann útnefndur „hetjasósíalískrar vinnu“ og oftar en einu sinni var Lenínorðan fest á jakka hans. Ingmar Bergman er sjötugur í dag. Málsvari Kon- unglega leikhússins í Stokkhólmi tjáði fréttamönnum að meistarinn hygðist fagna þessum tíma- mótum í faðmi fjölskyldu og ná- inna vina á eynni Farö en þar á hann sumarbústað. Þótt „Fanny og Alexander" hafi verið svana- söngur kvikmyndaleikstjórans Ingmars Bergmans er sviðsleik- stjórinn Ingmar Bergman í fullu fjöri. (fyrra vakti uppfærsla hans á „Hamlet" stormandi lukku við- svegar í Evrópu og í Bandaríkjun- um. I apríl var útgáfa Bergmans á meistaraverki Eugenes O'Neills, „Dagleiðinni löngu inní nótt,“ frumsýnd í Stokkhólmi og hafa ganrýnendur lokið miklu lofsorði á þá sýningu. Fyrir nokkru kom út safnritið „Bergman sjötugur". Meðal höfunda eru Woody Allen, Federico Fellini og Akiro Kuros- awa. Þeim ber öllum saman um að afmælisbarnið standi sér feti framar í kvikmyndalist. Grikkland Herinn burt 1990 Viðrœður valdhafa íAþenu og Washington um bandarískar herstöðvar í Grikklandi hafa engan árangur borið. Núgildandi samningur rennur út íárslok Grískir ráðamenn hafa tjáð bandarískum kollegum sínum að hersveitir þeirra verði að hverfa frá Grikklandi með allt sitt hafurtask um miðbik ársins 1990. í bréfi frá ríkisstjórn Grikk- lands, sem bandaríski sendiherr- ann fékk í hendur í gær, er mælt svo fyrir að fjórar megin her- stöðvar og 20 smærri bækistöðvar Bandaríkjamanna á Grikklandi verði lagðar niður frá og með júnímánuði árið 1990. Bandaríkjamenn hafa haft hernaðarbækistöðvar á Grikk- landi allar götur frá því á önd- verðum sjötta áratugnum. Nú eru 3.700 dátar Reagans á grískri grund. Helstu stöðvar Banda- ríkjamanna eru hreiður flughers- ins steinsnar frá Aþenu og hafn- armannvirki flotans á eynni Krít. í Washington tóku menn frétt- um þessum með jafnaðargeði. Ónefndir embættismenn sögðu yfirlýsingu Grikklandsstjórnar ekki skjóta loku fyrir möguleika á nýjum herstöðvasamningi; hús- bændur sínir væru áfram unt að viðræður hæfust hið fyrsta. Nú er í gildi fimm ára samning- ur ríkjanna sem rennur út þann 31.desember næstkomandi. Sam- kvæmt ákvæðum hans verða bandarísku hersveitirnar að taka saman föggur sínar og hypja sig næstu 17 mánuði eftir að hann fellur úr gildi. Því má vera ljóst að yfirlýsing grísku stjórnarinnar í gær hefur trauðla komið banda- rískum stjórnvöldum í opna skjöldu. Þegar sósíalistinn Andreas Papandreou hófst til valda árið 1981 lýsti hann því yfir að banda- rískur her yrði gerður brottrækur frá Grikklandi. Ekki hafði hann setið lengi í stól forsætisráðherra Árið 1990 munu allir bandarískir hermenn hverta úr „vöggu vestrænn- ar menningar." Sovétríkin 14 Tsjemóbýlslys? Byggingargallar íöllum sovéskum kjarnorkuverum. Sovéskur kjarneðlisfrœðingur fyrirfór sér eftir að hafa greintfrá mikilli slysahœttu í sovéskum kjarnorkuverum Sovétmenn eiga 14 kjarnorku- ver af svipaðri gerð og Tsjernóbýlverið. Til byggingar allra þeirra var kastað höndum og í hverju og einu þeirra getur á hverri stundu orðið „Tsjernó- býlslys“. Þetta eru skilaboð sov- éska kjarneðlisfræðingsins Val- erys Legasovs til landa sinna. Legasov fyrirfór sér í apríl síð- astliðnum. Vikuritið „Moskvufréttir“ birti í gær viðtal blaðamanns við rit- höfund nokkurn, Ales Adamo- vitsj að nafni. Hann kveðst hafa hitt Legasov að máli í fyrra en þá lá vísindamaðurinn á sjúkrahúsi. Þar var hann rannsakaður hátt og lágt vegna geislunar sem hann varð fyrir í Tsjernóbýl í hittið- fyrra. „Hann greindi mér frá því að ný ógæfa vofði yfir okkur; Tsjernóbýl hafi ekki verið nein undantekning frá reglunni. Við eigum 14 kjarnorkuver sem öll eru einsog verið í Tsjernóbýl," sagði Adamovitsj. Legasov var í hópi sérfræðinga sem voru snimmhendis sendir til Tsjernóbýl þegar fréttir bárust af slysinu þar. Hann vann óeigin- gjarnt starf við erfiðar aðstæður, að sögn Adamovitsj, og varð fyrir mikilli geislun. Hin opinbera skýring á sjálfsmorði hans er sú að hann hafi þjáðst af þunglyndi og sektarkennd í kjölfar kjarn- orkuslyssins; talið sjálfan sig bera hluta ábyrgðar á ógæfunni. „Höfuðorsök Tsjernóbýlslyss- ins er enn fyrir hendi og verður ætíð fyrir hendi; því fær enginn mannlegur náttur breytt,“ hefur Adamovitsj eftir Legasov. „Or- sök ógæfunnar var sú að kjarn- orkuverið er hrákasmíð. Við höf- um aldrei getað og munum aldrei geta hannað öryggisbúnað fyrir orkuver af þessari gerð,“ á Leg- asov ennfremur að hafa sagt. í maí birti Pravda útdrætti úr minnispunktum er Legasov skráði hjá sér skömmu fyrir dauða sinn. Þar vekur hann at- hygli á margskonar hönnunar- göllum í sovéskum kjarnorkuver- um og telur upp ýmislegt sem bet- ur megi fara í öryggisbúnaði þeirra. Hann rekur ennfremur deilur sínar við skriffinna sem skelltu skollaeyrum við aðvörun- um hans. Reuter/-ks. Enní Greint var frá því í sovéska sjónvarpinu í gær að lögregla hefði lagt hald á vopn í héraðinu Fjalla-Karabakh. Yfirlýsingu stjórnráðs héraðsins um að það segði sig úr lögum við Azerbaid- sjan var vísað á bug og hún sögð brjóta í bága við ákvæði stjórn- skipunarlaga. Einsog kunnugt er kom stjórnráð Fjalla-Karabakhs sam- Fjalla-Karabakh/Artsakh Azerbaidsjan an til neyðarfundar í fyrradag, sagði sig úr lögum við valdsmenn í Bakú, höfuðborg Azerbaidsjan, og sór ráðamönnum í Armeníu hollustu sína. Ennfremur var nafni héraðsins breytt; Fjalla- Karabakh hvarf og Artsakh leit dagsins ljós. En strax og neyðarfundi stjórnar „Artsakhs" lauk kom stjórn Azerbaidjans saman til íran neyðarfundar og lýsti ákvarðanir hreppsnefndarinnar dauðar og ómerkar. Ríkissaksóknari Fjalla- Karabaks kom fram í fréttum sjónvarps í gær og skýrði út fyrir alþýðu manna hverskonar stjórn- arskrárbrot stjórnráð Fjalla- Karabakhs hefði framið. í frétt- um var einnig greint frá því að lögregla hefði lagt hald á fjölda drápstóla í hinu umbitna héraði. -------------------Reuter/-ks. Hörfa að yfírlögðu ráði Nýskipaður yfirmaður írans- hers, sjálfur Ali Akbar Has- hemi Rafsanjani, lét í gær svo um- mælt að undanhald hersveita sinna að undanförnu væri með ráðum gert og ætti að færa sönn- ur á að írakar væru árásarsegg- irnir í maraþonstríði þjóðanna. Rafsanjani skýrði frá þessu í sjónvarpsávarpi, daginn eftir að íranir hörfuðu frá tveimur víg- stöðva sinna í írak, Halabja í norðri og Zubeidat í suðri. íraks- her hefur mjög vaxið ásmegin að undanförnu og hefur nú frum- kvæði á öllum vígstöðvum. Rafsanjani hefur skýringar á reiðum höndum á undanhaldi manna sinna. „Eftir að hafa grandskoðað stöðu mála var ljóst að gera yrði ýmsar breytingar á vígstöðunni. Ein þeirra var brotthvarf frá Halabja. Aðrar breytingar hafa verið gerðar og frekari herflutningar eru fram- undan.“ Rafsanjani hamraði á því að fjendur íslömsku byltingarinnar ólmuðust nú sem trylltir væru og leggðu meira kapp en nokkru sinni fyrr á að koma henni fyrir kattarnef. Því hefði brýna nauð- syn borið til þess að taka alla her- stjórnarlist til rækilegrar endur- skoðunar. „Markmið okkar hef- ur aldrei verið að vinna land- svæði.“! Reuter/-ks. þegar hann söðlaði um í her- stöðvamálinu. Árið 1985 samdi hann við Bandaríkjamenn um herbækistöðvar og í nóvember í fyrra hófust viðræður stjórnar hans og valdhafa í Washington um nýjan samning. Þær fóru út um þúfur því Grikkir vildu að í honum væru ákvæði sem jafngilti því að Bandaríkjamenn tækju af- stöðu með þeim í eilífðarrimm- unni við Tyrki. Slíkt og þvílíkt tóku Kanar ekki í mál enda hafa þeir einnig herbækistöðvar í Tyrklandi! Reuter/-ks. Frambjóðendur vestra Hvonigur vinsæll Bandarískir kjósendur virðast ekki mjög áhugasamir um forsetakosningar þær sem fram fara í landi þeirra 8. nóvember næstkomandi. Ef marka má nýja viðhorfskönnun. Af þeim sem áhuga hafa styðja 47 af hundraði fylkisstjórann í Massachusetts, demókratann Michael Dukakis, en 39 af hundr- aði hyggjast greiða George Bush atkvæði. Hann er sem kunnugt er repúblikani og staðgengill núver- andi forseta, hins nafntogaða Ronalds Reagans. Þetta eru sára- litlar breytingar frá því snoðlík könnun var gerð í maímánuði síð- astliðnum. Þá voru 49 af hundr- aði á bandi Dukakisar en 39 af hundraði völdu Bush. En það sem vekur mesta eftir- tekt við þessa nýju könnun er að færri en áður hafa trú á stjórnvisku og hæfileikum keppi- nautanna. Aðeins sárafáir telja Bush og Dukakis réttum hæfi- leikum búna til þess að sigla bandarískri þjóðarskútu klakk- laust um ólgusjó heimsmálanna. Aðeins 26 af hundraði kjós- enda bera virðingu fyrir Bush og kváðu þetta vera minnstu vin- sældir varaforsetans í manna minnum. Dukakis virðist njóta agnarögn meira álits vestra því 28 af hundraði landa hans telja eitthvað í hann spunnið ef marka má könnunina. Reuter/-ks. Fimmtudagur 14. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.