Þjóðviljinn - 14.07.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.07.1988, Blaðsíða 13
Umhverfi Blýlaust bensín betri kostur Salan á super-bensíni hefur aukist um 30% frá því að blýiausa bensínið kom, þráttfyrirþað að blýlausa bensínið hafi verið töluvert ódýrara. Stærsti hluti bílaflota íslendinga er gerðurfyrir blýlaust bensín Það ótrúlega gerist hér á landi að sala á súperbensíni tók stóran kipp eftir að innflutningur á blý- lausu bensíni hófst. AIls staðar í nágrannalöndunum hefur sala á blýlausu bensíni verið í stórsókn. Enn undarlegra verður málið þegar tekið er tillit til þess að lítr- inn af blýlausu bensíni hefur fram að þessu verið næstum fjórum krónum ódýrari en af súperbens- íni. - Ég held að þetta stafi af van- þekkingu. Fólk hlýtur að átta sig á því að blýlaust bensín er betri kostur fyrir okkur öll, sagði Guð- rún Helgadóttir alþingismaður þegar hún var spurð álits á þess- um tíðindum, en hún fékk sam- þykkta þingsályktunartillögu á sl. þingi um að skipuð yrði nefnd til Blýmengun frá bílum sem ekki nota blýlaust bensín er víða gífurleg. þess að undirbúa komu blýlauss bensíns hingað til lands. Eftir að blýlausa bensínið kom öllum á óvart nýverið var hlutverki nefndarinnar breytt. Á nefndin nú að fjalla meira almennt um mengun frá ökutækjum. Guðrún sagði að við mættum ekki halda að loftið hér á landi yrði ómengað um ókomna framtíð og bætti við að mælingar við fjölfarnar um- ferðarleiðir sýndu að hér væri þegar umtalsverð loftmengun vegna útblásturs frá bílum. BÍLAR Sala á súperbensíni hefur aukist frá því að vera um 20% upp í rúmlega 50% eftir að blýlausa bensínið kom á markaðinn hér. Mynd: Sig. Blýlaust bensín framtíðin Ástæða þess að nú er víða búið að samþykkja að einungis skuli notast við blýlaust bensín í fram- tíðinni, er sú að draga úr blý- mengun. En hún á stóran þátt í því að eyða skógum og öðrum gróðri. Talið er að mengun vegna útblásturs bíla eigi sök á því að nú þegar er búið að eyðileggja lA alls skóglendis í Suður-Þýskalandi. Stjórnvöld þar hafa brugðist við þessum vanda með þeim hætti að lækka verð blýlausa bensínsins. Lönd Evrópubandalagsins, og Svíar og Norðmenn stefna að því að þegar á næsta ári verði nær eingöngu notað blýlaust bensín. Nýir bílar sem framleiddir eru í Bandaríkjunum og Japan eru nú búnir tækjum sem hreinsa út- blástur eiturefna en sá útbúnaður krefst notkunar á blýlausu bens- íni. í nýútkomnu blaði FÍB kemur fram að % hlutar bílaflotans geta notað blýlaust bensín hér á landi. Mælingar frá systurfélagi FÍB í V-Þýskalandi sýna að bílar sem nota blýlaust bensín eyða að meðaltali um 2% meira af elds- neyti. Að sögn bifvélavirkja sem Þjóðviljinn hafði samband við er mikið um það að fólk haldi að bílar þess þoli ekki blýlaust bens- ín. í raun hafa margir bílar sér- staklega þeir amerísku orðið „vangæfir" af súperbensíninu, sögðu þeir. -sg BIFREIÐAEIGENDUR ATHUGIÐ! Aðeins það besta ernógugott fyrir þig! FX-05V HS-200 Vegna breytinga á rekstri fyrirtækis okkar, verðum við að rýma vörugeymslur. Næstu daga munum við því selja takmarkaðar birgðir af sumar- hjólbörðum á verði sem slær öllu við. 155 x 12 kr. 1.950 165x13 kr. 2.200 187/70 x 13 kr. 2.250 175x14 kr. 165x15 kr. 185/70 x 14 kr. 2.650 3.000 3.250 OHTSU - FALKEN eru japanskir hágæða hjólbarðar þar sem öryggi, gott grip og frábær ending haldast íhendur. - Staðgreiðsluafsláttur - VISA - EURO H tP iíA imP6\ Sf. - Básendar sf. Iðavöllum 10b, Keflavík, símar: 92-14344, 92-14345 og 92-11099. Söluumboð á íslandi fyrir OHTSU - FALKEN Sumitomo-hjólbarða.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.