Þjóðviljinn - 14.07.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.07.1988, Blaðsíða 7
- Nú hefur maður tækifæri til að gera ýmislegt sem mann hefur dreymt um alla ævi að gera en aldrei haft tíma til að sinna, segir Kári Ingvars- son sem nýkominn er úr Færeyjaför og hugar að frekari ferðalögum í sumar. Mynd Ari. getu til að ferðast en þeir sem yngri eru. - Við ferðumst kann- ski á annan máta en áður, förum okkur hægt og höldum hópinn og það er lítið um áfengi með í för og síður en svo að sjá að það komi niður á fjörinu. Verkefnin framundan Að sögn Ægis er eitt brýnasta verkefni félagsins í dag að eignast húsnæði undir starfsemi sína. Hingað til höfum við verið í leigu- húsnæði á ýmsum stöðum í bæn- um en ekki haft fastan samastað. Núna hefur félagið farið af stað með fjársöfnun innan raða fé- lagsmanna en ætlunin er að leita einnig til fyrirtækja og stofnana utan þess. Fjáröflunin hefurfarið rólega af stað en ef vel gengur er hugsanlegt að fest verði kaup á húsnæði eftir u.þ.b. eitt ár. Urbætur í húsnæðismálum aldraðra eru líka brýnt verkefni en treglega hefur gengið að fá fé til bygginga húsnæðis. Félag eldri borgara hefur gert samning við byggingarfélagið BYGG um forkaupsrétt félagsmanna að 72 íbúðum í fjölbýlishúsi við Grand- aveg 47. Þar sem engin lán hafa fengist til þessara húsnæðiskaupa munu íbúðirnar verða nokkuð dýrar og því á fárra færi að festa kaup á þeim. f undirbúningi er hjá félaginu umfangsmikil könnun á högum eldra fólks á höfuðborgarsvæð- inu þar sem gerð verður ítarleg útekt á húsnæðismálum aldraðra. Kannað verður hve margir telji sig þurfa að skipta um húsnæði næstu 6 árin, hverjir geti keypt, hverjir þurfi félagslega aðstoð við kaupin og hverjir þurfi leiguhús- næði. Með könnun sem þessa í höndunum telja félagsmenn sig eiga góða möguleika á að hafa áhrif á opinbera aðila og aðra þá sem fást við íbúðarbyggingar fyrir aldraða. Ég var undrandi á því að sjá grasi vaxin fjöll alveg upp í topp... og svo eru mörg hús með grasi á þökunum. Svanþor Jonsson, ánægður með vel heppnaða Færeyjaferð sem hann þakkaði ekki síst fjörugum fararst- joranum og svo auðvitað góða veðrinu. Mynd Ari. í bakaleiðinni var komið við á Sauðárkróki þar sem eldri búar staðarins héldu ferðalöngum veislu ... ... og svo var stiginh dans fram eftir nóttu. Myndir úr safni FEB. Fimmtudagur 14. júli 1988 ÞJÓÐVILJINN — SíÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.