Þjóðviljinn - 05.08.1988, Page 3
Þó fyrr
hefði verið
Hlutskipti starfsmanna við-
skiptadeildar utanríkisráðu-
neytisins er ekki öfundsvert
þessa dagana. Nýlega var
settur kvóti á sölu fisks úr
skipum og gámum á fisk-
mörkuðum í Þýskalandi og
Bretlandi en útvegsmenn og
gámaútflytjendur hafa gefið
kvótanum langt nef og flutt út
mun meira magn en leyft hef-
ur verið. Skipin hafa fiskað
meira í sölutúrum og gámar
hafa verið troðfylltir af fiski. Til
að bregðast við þessari
ósvinnu útflytjenda eru starfs-
menn ráðuneytisins í óða önn
að útbúa kvótareglurnar á
þann veg að þær verði á ein-
hvern hátt vitrænni en áður og
taki tillit til aflaklóa og stærðar
gáma. Þessu hafa útflytjendur
fagnað mjög en ótti hefurgrip-
ið um sig í öðrum ráðu-
neytum, þar sem forsvars-
menn sjá fram á ómælda
vinnu starfsmanna sinna við
að endurskoða lög og reglu-
gerðir hins opinbera og koma
þeim í vitrænna horf en nú er,
enda af nógu að taka.B
Bjórkjallari
í Bolungarvík
Á síðasta ári var tveggja
miljóna króna tap á rekstri
Félagsheimilisins í Bolungar-
vík og hefur bæjarstjórnin
þess vegna ákveðiö að yfir-
taka rekstur þess en húsið er í
eigu ýmissa félagssamtaka
þar í bæ. Hefur verið ákveðið
að gera ýmsar breytingar á
húsinu og ma. á að koma þar
upp matsölu og vínstúku. En
það sem Víkarar eru hvað
hrifnastir af er sú hugmynd
bæjaryfirvalda að láta innrétta
í húsinu bjórkjallara sem á að
vera tilbúinn fyrir 1. mars nk.
þegar neysla og bruggun
bjórs verður lögleg á ný eftir
hátt í aldarlangt hlé.B
Sitthvað er karfi
eða rauðmagi
Það fór heldur betur titring-
ur um stjórnendur fiskvinnslu-
fyrirtækis norður í landi einn
góðan veðurdag fyrir
skömmu. Togari fyrirtækisins
var nýkominn inn til löndunar
og var fyrsti bíllinn í þann veg-
inn að leggja að fiskmóttök-
unni til losunar þegar ungur
starfsmaður fyrirtækisins, bú-
settur fyrir sunnan kemur
móður upp á skrifstofuna þar
sem framkvæmdastjórinn og
verkstjórinn voru í kaffi og
hrópar: „Það er kominn fullur
bíll af rauðmaga! Hvað eigum
við að gera við farminn?"
Aumingja mönnum dauðbrá
við tíðindin enda ekki á hverj-
um degi sem togari kemur
með heilan bílfarm af rauð-
maga. En þegar þeir komu út
og athuguðu bílfarminn kom í
Ijós að hér var á ferðinni fullur
bíll af karfa en ekki rauðmaga.
Síðustu fréttir herma, að ungi
maðurinn hafi ekki litið upp úr
fiskabókinni síðan þá til að
koma í veg fyrir að jafn hrika-
leg mistök endurtækju sig í
framtíðinni ■
íslenska landsliðið eins og það er skipað í dag. Myndin er tekin í Austur-Þýskalandi fyrir skömmu þar sem
liðið hafnaði í þriðja sæti á sterku handknattleiksmóti.
Strangara ert ólympíuleikar
íslenska handboltalandsliðið tekur nú þátt í gífurlega erfiðu móti á Spáni. Ekki
ólíklegt að landinn vermi botnsætið
Eins og flestum er kunnugt
eru handboltahetjur okkar nú
á Spáni, þar sem þeir leika
gegn sterkustu þjóðum heims
í fimm landa undirbúnings-
móti fyrir ólympíuleikana. Lið-
in sem eigast þar við eru
gestgjafarnir Spánverjar,
Austur-Þjóðverjar, Sovét-
menn og Svíar, auk íslend-
inga. Öll liðin leika á ólympíu-
leikunum í Seoul og eru því í
miðjum lokaundirbúningi fyrir
hina hörðu keppni þar.
Fimm sterkustu
þjóðir heims?
Mót þetta á Spáni er skipað
það sterkum handknattleikslið-
um að riðlarnir í Seoul eru í tals-
vert lægri klassa, sem sést á því að
á Spáni eru engin slök lið, aðeins
fremstu þjóðir heims. Það er
kannski óþarfi að tíunda frekar
um andstæðinga íslendinga þar
syðra, en þó verður ekki hjá því
komist að gera örlitla grein fyrir
styrkleika þessara þjóða.
Ef Sovétríkin eru undanskilin
þá etjum við þarna kappi við
þjóðir sem lentu í 3.-5. sæti í síð-
ustu heimsmeistarakeppni, en
Rússarnir voru í nokkurri lægð á
þeim tíma. Þá féllu þeir niður í
B-flokk en unnu síðan keppni B-
þjóða með yfirburðum og hafa
áunnið sér A-stimpil á nýjan leik.
Uppbygging þeirra að undan-
fömu hefur verið slík að í dag
teljast þeir sigurstranglegastir í
Seoul.
„Tvær sterkustu handknatt-
leiksþjóðir heims“, ef marka má
síðustu heimsmeistarakeppni,
Júgóslavar og Ungverjar, em því
miður ekki meðal þátttakanda á
Spáni en erfitt er að ákveða getu
þeirra í dag. Ungverjar voru ein-
faldlega nokkuð heppnir með að
komast í úrslitaleikinn í Sviss og
Júgóslavar hafa misst lykilmenn
úr liði sínu og munu vafalaust
eiga erfitt með að verja titil sinn í
Seoul (þeir em einnig núverandi
ólympíumeistarar). Það er því
allt eins líklegt að þjóðirnar fimm
á Spáni raði sér í fimm efstu sætin
á ólympíuleikunum í Seoul.
Úrslitin
aukaatriöi
Bogdan Kowalczyck landsliðs-
þjálfari hefur oftar en ekki minnt
á að úrslit æfingamóta skipti engu
máli. Um árangur er eingöngu
spurt á stórmótum og það eru að-
eins heimsmeistarakeppnin og
ólympíuleikamir sem ákvarða
styrkleika þjóðanna. Þetta er allt
gott og blessað og vitanlega
þjóna mót eins og fimm landa
keppnin þeim tilgangi að slípa
leik liðanna og laga það sem laga
þarf fyrir „alvöru lífsins“.
Þá hefur hinn sami Bodgan
einnig ítrekað að enda þótt yið
töpum fyrir þessum þjóðum í dag
getum við vel unnið þær í Seoul.
Islenska liðið hefur ekki náð
toppformi en kúnstin er að sjálf-
sögðu sú að liðið nái hámarks-
getu á réttum tíma. í þessari um-
ræðu virðist oft gleymast sú staðr-
eynd að mótherjar okkar hafa ef-
laust ekki náð toppnum heldur.
Þeir haga sínum undirbúningi á
svipaðan hátt og notast við sama
dagatal og við. Ef þeir eru betri
en við nú, því skyldu þeir ekki
verða betri í Seoul líka?
Þetta er kannski ekki sann-
gjörn spurning því önnur lið gætu
vel farið að dala þegar að ólym-
píuleikum kemur. Auk þess er
það hluti af herkænsku Bogdans
að sýna ekki öll trompin fyrir-
fram og engan skyldi undra þótt
hann geymdi nokkra ása uppi í
erminni þar til alvaran hefst.
En að sjálfsögðu sækjast allir
eftir sem bestu gengi landsliðsins
á Spáni þó að lsland gæti vermt
botnsætið á mótinu. Eg held að
margir taki það undir með mér að
mikilvægasti leikur mótsins sé
gegn Svíum því okkur hefur verið
alveg fyrirmunað að vinna þá í
gegnum tíðina. Það er því nú eða
aldrei, ef þessi Svíagrýla á að
hverfa fyrir ólympíuleika. Áfram
ísland!
-þóm
NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3