Þjóðviljinn - 05.08.1988, Side 4
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Stöðvum
gjald-
eyrisviðskipti
Gengisfelling er á dagskrá eina ferðina enn. Enginn spyr
lengur hvort gengið verði fellt, en ekki hafa enn fengist svör
við því hvenær það verði gert eða hversu mikil gengisfel-
lingin verður.
Gengisfellingu fylgir óhemju mikil eignatilfærsla og þegar
gripið er til hennar í þeim löndum sem við viljum gjarnan
miða okkur við, er það gert án nokkurs fyrirvara. Þar er reynt
að búa svo um hnútana að sem fæstir viti hvað yfir vofir.
Sumir eru nefnilega í þeirri aðstöðu að geta hagnast á
vitneskju um yfirvofandi gengisfellingu. Einfaldasta aðferðin
er að sjálfsögðu að kaupa erlendan gjaldeyri fyrir gengisfell-
ingu og selja síðan þegar verð á honum hefur hækkað. Þetta
er sú aðferð sem íslenskum bankastofnunum gagnaðist vel í
vor og færði þeim miljónir á silfurfati.
Á íslandi virðist hins vegar vera regla að auglýsa gengis-
fellingar rækilega fyrirfram. Þeir, sem flytja út vörur, geta þá
stílað upp á að fresta frágangi á skilagreinum og uppgjöri
þar til eftir gengisfellingu, jafnvel dregið að senda frá sér
vörur og safnað tímabundnum birgðum. Þeir, sem flytja inn
varning, reyna aftur á móti að fá bankaafgreiðslu á sem
mestu magni sem fyrst. Eftir gengisfellingu er síðan unnt að
ákvarða útsöluverðið með tilliti til nýs og hærra verðs á
gjaldeyri.
Því hærri sem gengisfellingin er, þeim mun meiri verður
gróði þeirra sem hafa verið svo lánsamir að geta notfært sér
tilkynningafrest stjórnvalda. Það fer vart milli mála að engin
verðmæti verða til við gengisfellingu, þannig að Ijóst er að
gróði spákaupmanna fæst með tapi almennings. Það er
alþýða manna sem þarf að borga brúsann. Sú hækkun
verðlags, sem sjálfkrafa fylgir gengisfellingu, er þungbær
almenningi en við hana bætast hér á landi framlög í það
gróðabrall sem efnt er til þegar stjórnvöld auglýsa fyrirfram
að fella eigi gengið.
Launafólk mun ekki fá verðlagshækkanir bættar með
hækkun launa. Bráðabrigðalög ríkisstjórnarinnar tryggja að
launin haldist að mestu leyti óbreytt fram á næsta vor.
Stjórnarflokkarnir hafa drjúgan meirihluta á alþingi og ekki
er nein ástæða til að ætla annað en bráðabrigðalögin verði
staðfest þar.
En það er einhver blygðunarsemi ráðherra sem veldur því
að gengið verður ekki fellt fyrr en eftir nokkra daga. Forsæt-
isráðherra hefur komið á legg nefnd sérfræðinga sem eru
reyndar allir framkvæmdastjórar í ýmsum fyrirtækjum og
hafa margir hverjir látið hafa eftir sér að fella þurfi gengi
krónunnar - og það svo að um muni. Nefndin á að gera
tillögur til ríkisstjórnarinnar og mun víst fáum öðrum en
ráðherrunum koma á óvart ef þar verður ekki nefnd gengis-
felling. En þá verður búið að taka frá þeim þann kaleik að
þurfa að fyrrabragði að nefna gengisfellingu. Þeir munu að
sjálfsögðu fella gengið en undirstrika kröftuglega að það sé
ekki gert samkvæmt þeirra hugmyndum.
Ráðherrarnir eru að sinna allt öðrum hlutum en að stjórna
landinu. Þeir grípa aldrei til aðgerða fyrr en það er orðið allt
of seint, þess vegna hafa þeir í reynd aldrei neitt svigrúm og
lausnirnar verða alltaf keimlíkar: gengisfelling og kaupmátt-
arskerðing.
Haldi fram sem horfir, skellur innan tíðar aftur yfir okkur
„svartur miðvikudagur" og gert verður nýtt áhlaup á gjald-
eyrisvaraforðann. Þá munu ráðherrarnir líta upp mjög undr-
andi og segja að líklega þýði bara ekki annað en að lækka
gengið.
En fólk fer að verða þreytt á þessari vitleysu. Sífellt fleiri
spyrja hvers vegna gjaldeyrisdeildum bankanna sé ekki
lokað strax og þær ekki opnaðar fyrr en ráðherrarnir eru
búnir að gera upp hug sinn.
ÓP
Beðið um Karlalista
Það er mjög algengur söngur í
fjölmiðlum að stjórnmálaflokk-
arnir séu úrelt þing og allir orðnir
leiðir á þeim og þeirra vesaldómi
og væri best að kasta þeim fyrir
borð á framfaraskútunni.
Stjórnmálamenn, sem sýna vilja
að þeir hafi bein í nefi, svara því
kannski til að fjölmiðlar (einkum
ljósvakafjölmiðlar) séu að kjafta
sig í hel um ekki neitt. Og hefur
svo hver til síns ágætis nokkuð.
Jónas Kristjánsson, ritstjóri
DV, skrifar leiðara í blað sitt nú
um daginn um flokkakerfið og
setur þá niðurstöðu í fyrirsögn að
„Við þurfum Karlalistann".
Hann leggur dæmið upp þannig
að „gömlu“ flokkarnir stundi
ekki annað en „hin spilltu gildi“ -
og á þá við að þeir sinni ekki öðru
en því „hverjir verða banka-
stjórar Landsbankans eðá hvort
Samband íslenskra samvinnufé-
laga getur fengið ríkisstjórnina til
að lækka vaxtabyrðina" og þar
fram eftir götum. Hinsvegar sé
svo til Kvennalisti sem leggi rækt
við hin „mjúku gildi" og finnur
Jónas honum allt til ágætis:
„Þar er ekki spillingunni fyrir
að fara, en hins vegar mikið af
hugsjónamálum sem kosta mikla
peninga. Hjá Kvennalistanum er
fjallað um það hvernig dreifa
megi lífsgæðum á réttlátan hátt...
Kvennalistinn vill að stjórnmál
snúist um að hjálpa lítilmagnan-
um fremur en aflóga fyrirtækj-
um.“
Við erum ekki
fædd í gær
Nú mætti vitanlega nema hér
staðar og benda Jónasi ritstjóra á
það að hin mjúku gildi eru ekki
fædd í gær; eða hvað hafa sósíal-
ískar hreyfingar verið að sýsla við
í heila öld með leyfi að spyrja?
Nógu oft hafa kratar, og þó eink-
um kommar, fengið að heyra það
frá íhaldinu, að þeir sýndu enga
ábyrgð gagnvart fyrirtækjunum
og þeirra brýna þjóðarhag, held-
ur vildu barasta slá sig til riddara
með yfirboðum um ráðstafanir til
að „hjálpa lítilmagnanum" (sem í
þann tíð er íhaldið var hreinskilið
hét að „hlaða undir þá sem ekki
nenntu að bjarga sér“). Kvenna-
listinn fann ekki upp vel-
ferðarkerfið með kostum þess og
göllum og gerir ekki tilkall til
þess, þótt Jónas hafi sér til hægri
verka gleymt svo sjálfsagðri
sögulegri vitneskju. Kannski er
honum vorkunn: við lifum á sjón-
varpsöld sem virðist leika minni
manna svo óhugnanlega grátt að
allt sem gerðist fyrir einu ári eða
tveim er grá forneskja eða eins og
hafi aldrei gerst.
Grjótharði flokkurinn
En látum svo vera. Þetta
skiptir ekki höfuðmáli heldur
það, hvernig Jónas vill breyta
flokkakerfinu. Hann vill fá
„karlalista gegn kvennalista,
flokk hinna hörðu gilda til mót-
vægis mjúku gildunum“. Hann
segir ennfremur:
„Flokkur hinna hörðu gilda
ætti að stefna að strangri mark-
aðshyggju og gróðahyggju með
miskunnarlausu úrvali fyrir-
tækja, sem hafa næga rekstrar-
lega þjálfun til að standast sam-
keppni við umheiminn, meira
eða minna frjáls af fjötrum
embættis- og stjórnmálamanna.
Flokkur hinna hörðu gilda á að
geta sagt með töluverðum rétti,
að afrakstur hans aðferða sé
meðal annars besta leiðin til að
útvega fjármagn til að kosta hin
mjúku gildi...
Flokkur hinna hörðu gilda
mun hafna gæludýrum flokka
hinna spilltu gilda. Hann hafnar
hins vegar ekki gæludýrum flokks
hinna mjúku gilda, en bendir á að
þau gæludýr (einstæðar mæður
og börn) eru dýr í rekstri eins og
önnur. Heppilegt sé að framleiða
verðmæti upp í kostnaðinn við
þau.
Næsta krefið er að þjóðin upp-
götvi að hún þurfi einnig alvöru-
flokk hinna hörðu gilda, eins
konar Karlalista sem geti verið
hentugt mótvægi við Kvennalist-
ann.“
Jónas vill semsagt taka upp
einskonar tvíflokkakerfi byggt á
kynferði: þá gæti ræst hans fram-
tíðardraumur fagur um hrein-
ræktaðan íhaldsflokk Karla, sem
byggir á nýfrjálshyggjunni óm-
engaðri. Hann ætti sér svo einn
mótleikara aðeins - einskonar
Sósíalistaflokk Kvenna, sem tæki
að sér að gera afleiðingar
„strangrar markaðshyggju og
gróðahyggju" pínulítið mann-
eskjulegri með því að rukka
Karlalistann um peninga handa
lítilmagnanum.
Feðraveldið
endurborið
Menn halda kannski að þessi
draumsýn Jónasar Kristjáns-
sonar sé í anda jafnréttis ein-
hverskonar, en það er mikill mis-
skilningur. Hér er á ferð tiltölu-
lega gagnsæ óskhyggja íhalds-
manns, sem vill losna við öll átök
um stéttaskiptingu og eignarhald
með því að skipuleggja pólitíkina
á sama hátt og fjölskyldan var
meðan feðraveldið var og hét.
Þar yrði forystuaflið karlinn,
fyrirvinnan, sem öllu ræður og
gengur fram af hörku í misk-
unnarlausri samkeppni, en rétt-
lætir svo sína tilveru og fram-
göngu alla með því að skaffa kon-
unni peninga til að ala önn fyrir
börnum og gamalmennum („út-
vegar fjármagn til að kosta hin
mjúku gildi“). Síðan una allir
glaðir við sitt að því er best verð-
ur séð. Eins og Steinn kvað:
Svo leysist Iífsins galdur
laus við allt þref og maldur.
Amen. í einni sæng...
ÁB
Þjóðviljinn
Síðumúla 6-108 Reykjavík
Sími 681333
Kvöldsími 681348
litg«fandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé.
Fréttaatjórl: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hiörleifur
Sveinbjömsson, KristóferSvavarsson, Magnfríour Júlíusdóttir,
Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar
Karlsson, Siguröur Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar
Guðbjömsson, Tómas Tómasson, Þorfmnur Ómarsson (íþr.).
Handrlta- og prófarfcalaatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljóamyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
litlltatalknarar: Kristján Kris^ánsson, KristbergurÓ.Pótursson
Framkvæmdaatjórl: Hallur Páll Jónsson.
Skrifatofuatjórl: Jóhanna Leópoldsdóttir.
Skrifatofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglýaingaatjóri: OlgaClausen.
Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur
Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir.
Símavarala: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bílatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Utbreiðslu-og afgreiðaluatjóri: Bjöm Ingi Rafnsson
Afgraiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innhelmtumenn: Katrín Bárðardóttir, ÓlafurBjörnsson
Útkeyrsla, afgraiðsla, ritatjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog satning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Varð (lausaaölu: 70 kr.
Helgarblöð: 80 kr
Áskrlftarvarð á mánuði: 800 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN - NÝTT HELGARBLAÐ