Þjóðviljinn - 05.08.1988, Page 6

Þjóðviljinn - 05.08.1988, Page 6
Það má færa að því haldbær rök að tilkoma Dagblaðsins hafi verið ótímabær viðbót á síðdegis- blaðamarkaði þar sem Vísir var fyrir einn um hituna. Þrátt fyrir mikla upplags- aukningu Dagblaðsins fyrstu árin, dróst heildarupplagið svo til stöðugt saman frá 1980 er það vart hæst rúm 29000 eintök þar til yfirlauk 1983 eða í 25000 eintök. Á sama tíma hélt Vísir svo til óbreyttu upplagi, eða um 25000. Skammvinnt landvinningaæv- intýri Tímans sem síðdegisblað og með tilheyrandi útlitslyftingu og nýju heiti Nútíminn, stendur sjálfsagt flestum enn í fersku minni svo aðeins eitt dæmi sé nefnt. Þau blöð sem hvað höllustum fæti standa í samkeppninni, hafa gripið til margvíslegra ráðstafana og freista þess að rétta sinn hlut. Miklum útbreiðslusamdrætti Alþýðublaðsins á sjöunda ára- tugnum var mætt með fækkun út- gáfudaga og niðurskurði á blað- síðufjölda blaðsins laust fyrir 1970. Þótt Tíminn og Þjóðviljinn hafí ekki orðið fyrir sömu skakkaföllum og Alþýðublaðið, var útgáfudögum í viku fækkað um einn um miðjan síðasta ára- tug og tekin upp útgáfa sérstakra helgarblaða. A sama hátt má líta á samvinnu þessara þriggja blaða um rekstur sameiginlegrar prentsmiðju - Blaðaprents hf., sem staðfestingu þess að blöðin hafa verið nauðbeygð til að draga saman seglin. Kreppa blaðanna var enn frekar undirstrikuð síðla árs 1985 er rætt var um samein- ingu blaðanna í eitt. Skipting auglýsinga- kökunnar Margvíslegum erfiðleikum er bundið að draga upp skýra mynd af þýðingu auglýsingatekna fýrir fjölmiðlana og heildarupphæð auglýsingaútgjalda. Flestir fjöl- miðlanna liggja sem ormur á gulli þar sem rekstrarreikningar þeirra eru, og nær engar opinberar tölur liggja á glámbekk um auglýsing- amarkaðinn. Þó má benda á að hlutfall aug- lýsingatekna af heildatekjum Þjóðviljans hefur aukist úr 32% 1980 í 45% á síðasta ári. Fram undir 1986 jókst hlutfall auglýs- ingatekna af heildartekjum Ríkisútvarpsins svo til jafnt og stöðugt, en frá og með þeim tíma hafa auglýsingatekjurnar dregist saman frá því að vera 49,3% af heildartekjum 1985 í að vera 33,8% 1987, en samfara sam- drætti í auglýsingatekjum hefur rekstrartap Ríkisútvarpsins farið úr 7 miljónum króna 1985 í 100,2 miljónir á síðasta ári. Samkvæmt lauslegri áætlun Sambands danskra auglýsinga- stofa er talið að heildarútgjöld til birtingar auglýsinga í fjölmiðlum 1981 hafí numið um 738 miljón- um króna, sem jafngildir rúmlega 3% af þjóðarframleiðslunni það árið. Samkvæmt sömu áætlun og samantekt Miðlunar hf. á auglýs- ingamarkaðnum 1986 jókst hlutur dagblaðanna nokkuð, sem og sjónvarps í heildarauglýsing- aútgjöldunum eins og sést á með- fylgjandi töflu, eða fram til þess tíma er nýir ljósvakafjölmiðlar komu til skjalanna. Sjá töflu... Telja má líklegt að hlutur auglýsingaútgjalda til dagblað- anna hafi minnkað frá þeim tíma, eins og reyndar hefur gerst víðast hvar í nágrannalöndum okkar í kjölfar tilkomu aukinnar tímarit- aútgáfu og fjölgunar útvarps- og sjónvarpsstöðva. Þessu til staðfestingar má geta að auglýsingamagn í dagblöðu- num, mælt í dálksentimetrum, minnkaði á rúmu hálfu ár um 18% frá því í nóvember 1984 til apríl 1986, eða svo hefur Miðlun hf. reiknast til. Auglýsingar - lykillinn að velgengninni Það er sammerkt fjölmiðlum á Vesturlöndum, öðrum en þeim sem gerðir eru út á almannafé, að útgerð þeirra verður í æ meira mæli háð auglýsingatekjum, sam- fara harðari samkeppni ólíkra miðla um hylli notenda og aukins stofn- og rekstrarkostnaðar. Viðbúið er að íslenskir fjöl- miðlar séu enn frekar háðir auglýsingatekjum, en kollegar þeirra í nágrannalöndunum, sökum fámennis og smæðar markaðarins. Á sama tíma og samkeppni fjölmiðla um hylli auglýsenda hefur harðnað, hefur auglýsing- amarkaðurinn í heild tekið veigamiklum breytingum. Mark- aðssetning vöru og þjónustu er miklum mun markvissari en áður og sífellt stærri hluti auglýsenda felur auglýsingastofum að annast gerð auglýsinga fyrir sig og velja úr þá fjölmiðla sem taldir eru áhrifamestir sem auglýsingamiðl- ar með tilliti til útbreiðslu og sam- setningar notendahópsins. Þetta leiðir enn frekar til þess að þeir fjölmiðlar sem mesta út- breiðsluna hafa og heppilegustu samsetningu notendahópsins að mati augiýsenda, hremma nær sjálfkrafa stærri hluta auglýsing- akökunnar og koma tvíefldir út úr samkeppninni: Þeir geta boðið uppá meira efni og vandaðra, lengri útsendingartíma, meiri blaðsíðufjölda o.s.frv. Eins dauði er annars brauð Það er ljóst að fjölmiðlarnir eru margir hverjir viðbúnir al- mennum samdrætti og kappkosta því að reyna að auka markaðs- hlutdeild sína með öllum til- tækum ráðum. Þannig er Morg- unblaðið með í bígerð að hefja útgáfu á mánudögum og bæði Þjóðviljinn og Alþýðublaðið hugsa sér gott til glóðarinnar í kjölfar skipbrots Helgarpóstsins. Þjóðviljinn breytti útgáfutil- högun á helgarblaðinu og Alþýð- ublaðið er einnig með í undirbún- ingi útgáfu nýs og betra helgar- blaðs sem einnig á að koma út á föstudögum og er samkvæmt heimildum Þjóðviljans hugsað sem arftaki Helgarpóstsins sá- 1986 Auglýsingaútgjöld til fjölmiðla 1981 og 1986. Hlutfallsleg skipting 1981 Dagblöð 42,3 54,9 Önnurblöðogtímarit 16,1 4,8 Útvarp 21,6 13,4 Sjónvarp 17,2 23,9 Annað 2,8 - Samtals............................. 100,0 100,0 EinkakapHalið í lið með Stöð 2 Ríkisútvarp - Sjónvarp fryst úti meðan Stöð 2 skaut rótum - Á tíma hafði maður það á tilfinningunni að það væru samantekin ráð auglýsingastofa og auglýsenda að auglýsa á Stöð 2 meðan hún var að slíta barns- skónum, fremur en hjá Sjónvarp- inu, sagði viðmælandi Þjóðvilj- ans sem er sjálfur nátengdur auglýsingiðnaðinum. - Auglýsingastofurnar fóru þá ekki aldeilis eftir því sem þær halda dags daglega á lofti um val á auglýsingamiðlum. Það virtist litlu máli gegna þó að notenda- kannanir sýndu ljóslega fram á að Sjónvarpið hefði alla yfírburði hvað varðaði áhorfendafjölda. Aðspurður um hvort ekki hefði skýringanna á auglýsingafl- óttanum frá Sjónvarpinu yfir á Stöð 2 verið fremur að leita til þess að stöðin hefði undirboðið Sjónvarpið, sagðist hann telja að svo hefði verið í ýmsum tilvikum, en ekki nándar nærri öllum. Þjóðviljinn bar þetta undir forsvarsmenn auglýsingastofa og sögðu þeir að þetta væri algerlega úr Iausu lofti gripið. -rk Grisjun fjölmiðla óhjákvæmileg - Við höfum orðið varir við heldur minna peningamagn í um- ferð hjá okkar viðskiptavinum. Það virðist ekki sama góðærið og verið hefur, en það hefur ekki komið fram hjá okkur í samdrætti hvað varðar auglýsingar, sagði Halldór Guðmundsson, hjá aug- lýsingastofu GBB og formaður Sambands íslenskra auglýsinga- stofa. Að sögn Gísla Blöndals, fram- kvæmdastjóra Ólafs Stephensen Auglýsingastofu - ÓSA, hefur aukinn fjöldi fjölmiðla leitt til þess að auglýsingastofurnar vanda frekar val auglýsingamiðla en áður. - Við þessa breytingu höfum við þurft að Ieggja okkur mun meira fram um val auglýs- ingamiðla eftir því hvað er verið að auglýsa og fyrir hverja, sagði Gísli. Halldór sagði að hann ætti ekki von á því að auglýsingamarkað- urinn bæri alla þá fjölmiðla sem væru um hituna núna. - Eitthvað hefur heildar auglýsingapottur- inn stækkað með fjölgun miðla, en ég held að það sé engin spurn- ing um að eitthvað muni grisjast meðal fjölmiðlanna, sagði Hall- dór. Halldór sagðist ekki vilja kveða uppúr með það hvar grisj- unin byrjaði. - Þó held ég að það sé varla grundvöllur fyrir alla ljósvakamiðlana og ég er einnig sannfærður um að það er varla grundvöllur fyrir öll þau tímarit sem gefin eru út. En hverjir verði fyrstir til að heltast úr lestinni það vil ég ekki segja til um. Gísli sagði að það væri bæði/og hvort reikna mætti með sam- drætti í auglýsingum samfara lægð í efnahagslífinu. - Hins veg- ar finnur maður fyrir ákveðinni lægð núna sem vafalaust má rekja að einhverju leyti til efnahags- ástandsins. Maður verður reyndar meira var við umtal um lægð heldur en að hún sé áþrei- fanleg, sagði Gísli. Gísli sagði að það væri erfitt að segja til um það hvort undirboð fjölmiðla á birtingu auglýsinga hefðu færst í vöxt í kjölfar harðari samkeppni milli fjölmiðlanna. Aftur á móti kvað hann að auglýsingastofurnar yrðu mikið varar við hvers kyns boð frá fjöl- miðlunum. -rk Kemur ekki á óvart að einhverjir heltist úr lestinni - Þegar þessar nýju útvarps- stöðvar fóru af stað þá höfðu ýmsir tilhneigingu til að spá ansi illa fyrir þeim. Hins vegar hefur þeim gengið mun betur en flesta óraði fyrir. Núna aftur á móti er eins og það sé að nálgast dálítið að þessir spádómar rætist, sagði Þorbjörn Broddason, lektor í Félagsvísindadeild Háskóla ís- iands í samtali við Þjóðviljann. Þorbjöm sagði að sér kæmi ekki á óvart að einhverjir fjöl- miðlanna færu að heltast úr lest- inni, bæði á útvarpsmarkaðnum og tímaritamarkaðnum. - Þessar stöðvar eru algerlega háðar auglýsingum og tímaritin að mestu leyti einnig. Þegar efna- hagsástand í landinu versnar þá dregur náttúrulega úr umsvifum og fyrr eða síðar einnig auglýsing- um, sagði Þorbjörn. Þorbjöm sagðist ekki álíta að slíkur samdráttur bitnaði svo mjög á dagblöðunum, nema hann yrði þeim mun meiri. Þau hefðu staðið af sér stærri sjó en þennan. -rk Einar Sigurðsson - Það er alveg ljóst að fjölmiðl- amarkaðurinn er mettaður núna og sennilega meira en það ef mið- að er við möguleika fjölmiðlanna til að afla rekstrarfjár í gegnum auglýsingar, sagði Einar Sigurðs- son, fyrrverandi útvarpsstjóri Bylgjunnar í samtali við Þjóðvilj- ann. Einar sagði að hann reiknaði ekki með að auglýsingafjármagn kæmi til með aukast á markaðn- um í bráð. - Allir þeir miðlar sem hugsanlega koma til með að bætast í hóp þeirra sem fyrir eru Fleiri f jölmiðl- ar klípaaf hlut þeirra sem fyrir eru og gera út á auglýsingar að tals- verðu eða öllu leyti, munu því verða að taka sínar tekjur frá þeim fjölmiðlum sem eru fyrir Verði samdráttur á markaðn- um, þá geri ég ráð fýrir að það verði tekist á um það sem eftir er til skiptanna af meiri hörku held- ur en hefur nokkum tíma þekkst hérna áður, sagði Einar, en hann sagðist ekki vilja spá neinu um það hvort það gerðist með undir- boðum á birtingarverði auglýs- inga eða með einhverjum öðrum 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ -

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.