Þjóðviljinn - 05.08.1988, Síða 7
Einsog sjá má á myndinni munaði mjóu að flugvélin brotlenti á Hringbrautinni þegar umferðin var hvaö þyngst um fimmleytið sl. þriðjudag. Mynd. E. Öl.
Á AD FLYTJA HANN?
Deilur hafa staðið um Reykjavíkurflugvöllfrá byrjun. 37 dauðaslys. Stórslys yfirvofandi. Flugvöllurinn óhagkvœmur.
Einteinungur til Keflavíkur
Frá því að Reykjavíkurflug-
völlur var byggður af Bretum,
hafa staðið um hann deilur. Þær
deilur hafa nær einvörðungu snú-
ist um staðsetningu vallarins og
varð bæjarstjóm Reykjavíkur
fyrst til að mótmæla byggingu
flugvallarins í Vatnsmýrinni.
Mótbárurnar þá, eins og æ síðan
vom að flugvöllur svo nálægt
byggð skapaði borgarbúum og
eignum þeirra hættu. Efir því sem
borgin hefur stækkað í áranna rás
og byggð í nágrenni vallarins
þéttst hefur þyngd þessara rök-
semda að sjálfsögðu aukist.
En að auki hafa komið til ný
sjónarmið um það hvernig heppi-
legast væri að borgarskipulagi
væri fyrir komið. Reykjavíkur-
flugvöllur stendur á rúmlega 140
hektumm lands, sem augljóslega
væri hagkvæmt til íbúðabyggðar
og hefði það svæði verið tekið í
notkun hefði mátt koma í veg
fyrir að borgin teygði sig svo langt
í austur sem hún hefur gert, með
æmum tilkostnaði borgarsjóðs
og borgaranna sjálfra. Þá hafa
mengunarmál blandast í um-
ræðuna, bæði vegna útblásturs og
hávaða.
Rökin sem oftast heyrast gegn
brottfluttningi flugvallarins hafa
hins vegar verið þau að nýr flug-
völlur væri óhemju dýr. Þar á
ofan skapaðist óhagræði notend-
um vallarins og er þá landsbyggð-
arfólk sérstaklega tiltekið, ef
völlurinn yrði fluttur út fyrir
Reykjavík. Þá hefur komið fram
að Reykjavíkurborg tapaði bæði
tekjum og ákveðinni virðingu
yrði völlurinn fluttur á brott.
Loks er því haldið fram að slysa-
tíðni við völlinn sé óvenjulega
lág, aðeins hafi orðið sex slys við
völlinn og allur ótti þar að lútandi
ástæðulaus.
Ef reynt er að meta þessi rök
með og á móti, þá er það vissum
vandkvæðum háð þar sem
gagngerar úttektir á því hvað
flutningur flugvallarins myndi
hafa í för með sér, hafa ekki farið
fram nýlega, né hafa verið gerðar
úttektir á því áhættumati sem
fylgir flugvellinum. Áhuga borg-
aryfirvalda virðist hafa skort.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarfulltrúi Kvennalistans
flutti til að mynda tillögu í borg-
arráði 1985 um að óvilhallir aðil-
ar yrðu fengnir til að meta þá
hættu sem væri samfara þessum
flugrekstri. Sagði Ingibjörg Sól-
rún að tillagan hafi verið send
flugamálayfirvöldum til umsagn-
ar, en þar hefði hún legið mánuð-
um saman og ekkert hafi orðið úr
þegar henni var skilað til baka.
Sagði Ingibjörg Sólrún að hún
hefði einnig borið fram tillögu
1982 þar sem beðið var um að
möguleikar á flutningi flugvallar-
ins væru kannaðir. Sú beiðni
hefði engar undirtektir fengið.
Þó hættan á slysum sem flug-
farþegum sjálfum stafi af legu
flugvallarins sé ef til vill ekki
mikil, að þá kemur fram hér í
blaðinu í viðtali við Guðjón Pet-
ersen, framkvæmdastjóra Al-
mannavama ríkisins að afleiðing-
ar fyrir borgarbúa gætu orðið
hrikalegar. Flugstefnan frá
norður-suðurbraut er beint yfir
miðbæ Reykjavíkur og gæti flug-
slys þar haft dauða fjölda manns í
för með sér, auk þess sem hætta
væri á að símkerfi landsins yrði
óvirkt. Er þá ekki hugsað til af-
leiðinga þess ef flugvél hrapaði á
Alþingishúsið eða nýja ráðhúsið.
Slys í tengslum við flugrekstur
á Reykjavíkurflugvelli em
reyndar ekki svo fátíð. Frá árinu
1946 hafa 37 einstaklingar beðið
bana í flugslysum á, við eða í ná-
grenni vallarins. Stærsta slysið
varð 1951 þegar flugvél Flugfé-
lags íslands hf fórst út af Flekku-
vík á Vatnsleysuströnd í aðflugi
að vellinum. Þá er eflaust flestum
minnisstætt er Fokkervél Flug-
leiða rann út af brautarenda og
yfir Suðurgötuna, eftir að flug-
stjóri hafði hætt við flugtak. Alls
voru 45 farþegar með vélinni en
engan sakaði. Alls hafa rúmlega
50 slys og óhöpp átt sér stað við
flugvöllinn og eru þá ekki talin
upp flugslys og óhöpp sem urðu á
herflugvélum á stríðsárunum, né
minniháttar óhöpp sem orðið
hafa í akstri og á athafnasvæðum
flugvéla.
Þróunarstofnun Reykjavíkur-
borgar lét framkvæma athugun á
staðsetningu innanlandsflugvall-
ar árið 1979. Þar kemur fram að
helstu tillögur um staðsetningu
flugvallar hafa verið á Álftanesi, í
Kapelluhrauni og Garðahrauni
norðan Hafnarfjarðar, auk
Keflavíkurflugvallar. Þar kemur
m.a. fram að samkvæmt hávaða-
mælingum sé hávaði „víða óbæri-
legur “ í borginni, en hins vegar
að engar mengunarmælingar hafi
farið fram. Áhrif á nærliggjandi
útivistarsvæði, fyrst og firemt í
Öskjuhlíð og nágrenni Tjarnar-
innar eru talin óæskileg, sökum
„hávaða og ljótleika" og sökum
þess hve flugvöllurinn er stór og
opinn, „myndast einn versti
vindstrengur í borginni í gegnum
hann og umhverfi Tjamarinnar.“
Um slysahættu segir að „nokkur
slysahætta fylgi flugvellinum," og
„ef um slys yrði að ræða í flugtaki
til norðurs, gæti það haft mjög
alvarlegar afleiðingar.“ Um flug-
völlinn og byggðaþróun segir svo
að „aukning samgöngukostnaðar
við það að færa flugvöll fjær borg-
armiðju er ekki nema brot af
þeim sparnaði samgönguk-
ostnaðar, sem fylgir því að bygga
íbúðir á sama landi.“ í skýrslunni
segir að hæglega megi reisa
10.000 manna hverfi, án þess að
byggt verði mjög þétt. I niður-
stöðum skýrslunnar segir loks, að
við samanburð á byggingu nýs
innanlandsflugvallar í Kapellu-
hrauni eða flutnings innanlands-
flugs til Keflavíkur, verði með
engu móti sagt að það sé hag-
kvæmt fyrir Reykjavíkurborg að
hafa flugvöllinn á sama stað.
í dag munu aðrir möguleikar á
færslu innanlandsflugs utan til
Keflavíkur, hins vegar vart koma
til greina. Byggð á Álftanesi og í
nágrenni Kapelluhrauns hefur
séð fyrir því. Á hinn bóginn hafa
verið settar fram hugmyndir um
að settur verði upp svokallaður
„einteinungur“ sem er nokkurs
konar járnbraut á milli Reykja-
víkur og Keflavíkur. Stjómar-
andstaðan í borgarstjóm hefur
lagt þessa hugmynd fram og telur
að ef af henni yrði, mætti komast
hjá þeim óþægindum sem hefð-
bundnar samgöngur til Keflavík-
ur geta haft í för með sér. Við
samþykkt aðalskipulags Reykja-
víkur, sem ráðherra undirritaði í
síðustu viku til næstu 20 ára, mót-
mælti stjórnarandstaðan stað-
setningu innanlandsflugvallar í
Reykjavík og mælti með að inn-
anlandsflug yrði tekið upp í
Reykjavík. í þeim efnum verður
einnig að hafa í huga að verði
innanlandsflug áfram í Reykja-
vík, verður von bráðar að reisa
nýja flugstöð við Reykjavíkur-
flugvöll. Minnugir þess hvemig
tókst til vegið flugstöðvarbygg-
inguna í Keflavík er von til að
menn hugsi sig tvisvar um, auk
þess sem flugstöðin í Keflavík er
það rúmgóð að hún ætti með litl-
um breytingum að geta sinnt inn-
anlandsflugi einnig.
10. mars 1986 rann Fokker-vól fram af flugbrautinni og beint yfir Suðurgötuna og var mikil mildi að ekki
hlaust stórslys af.
I
1
NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7