Þjóðviljinn - 05.08.1988, Side 8

Þjóðviljinn - 05.08.1988, Side 8
9s tf. A BEININU Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna, rœðir um hversu hörmulegar afleiðingar flugslyss í Kvos- inni gœtu orðið. Fjarskiptakerfið myndi lamast og alþingi, dómkirkja og vœnt- anlegt ráðhús vœru í stórri hættu Vamarlausir gegn flugslysi í Kvosinni Enn á ný hefur blossað upp umræða um hversu heppi- lega Reykjavíkurflugvöllur er staðsettur, nú í kjölfar hörmu- legs flugslyss. Staðsetningu flugvallarins og hugsanlega breytingu á henni má ræða út frá mörgum forsendum, fag- urfræðilegum, fjárhagsleg- um, út frá uppbyggingu borg- arinnar og kannski ekki síst út frá öryggissjónarmiði. Al- mannavarnir ríkisins er sú stofnun sem kannski öðrum fremur á að vaka yfir örygg- ismálum þegnanna í breiðum skilningi og því þótti vel við hæfi að ræða við fram- kvæmdastjóra þeirrar stofn- unar, Guðjón Petersen. Guð- jón var fyrst spurður að því hvort hann teldi Reykjavíkur- fiugvöll vel staðsettan út frá öryggissjónarmiði. „Það eru tvö horn á því máli, flugvöllurinn er talinn þokkalega vel staðsettur ef öryggi flugfar- þega er haft í huga. Hins vegar er ekki því að neita að völlurinn er í jaðri byggðar og ein brautanna - norður-suðurbraut liggur yfir miðbæjarkvosina. Og einmitt í þeirri brautarstefnu erum við með mjög mikilvæg mannvirki og mikinn mannfjölda oft. í fyrsta Iagi liggur í þessari brautarstefnu væntanlegt ráðhús Reykjavíkur, í öðru lagi Alþingishúsið og vænt- anlegar skrifstofur þess, þriðja lagi Dómkirkjan, í fjórða lagi að- alsímstöð landsins auk mjög margra annarra mjög mikilvægra fyrirtækja og mannfrekra. Hins vegar eru aðrar aðflugsstefnur yfir sjó eða yfir Fossvoginn. Reyndar er Borgarspítalinn ekki langt frá þeirri aðflugstefnunni. Ef á því að svara þeirri spurn- ingu hvort flugvöllurinn sé vel staðsettur frá öryggi borgaranna, þá held ég að það sé ekki hægt að segja það. Hins vegar ef á að ræða hvort eigi að fjarlægja flug- völlinn vegna slysahættu, að þá vil ég sjá aðrar hættur fjarlægðar fyrr, sem eru meiri. Þá er ég að tala um stórar eldsneytisstöðvar, gasbirgðastöðvar sem ég tel að borgarbúum stafi mun meiri hætta af en af flugvellinum." En nú eru einmitt eldsneytis- tankar ekki fjarri flugvellinum í Skerjafirði. Það yrði ekki félegt ef að flugvél færi þar niður. „Nei. En versta tilfelli sem ég get séð fyrir mér og hef mikið velt fyrir mér í sambandi við aðflug og brottflug frá Reykjavík, það er miðbæjarkvosin. Hún er krítísk." Hafa Almannavarnir gert ráð- stafanir um aðgerðir ef svo illa færi að flugvél hrapaði í Kvosina? Það er í gildi svokölluð stór- slysaáætlun vegna Reykjavíkurf- lugvallar, sem og stórslysaáætlun fyrir Reykjavíkurborg. Stórslysa- áætlun Reykjavíkurflugvallar tekur aðeins til atburða innan girðingar vallarins, en áætlun Reykjavíkurborgar tæki til kvos- arínnar. En hafa Almannavarnir reynt að meta hverjar líkurnar á því eru að flugvél færi þarna niður?“ Nei, það höfum við ekki gert, Almannavörnum hefur ekki ver- ið fengið það hlutverk að hættu- meta svæði vegna samgangna eða atviniiulífs. Það er aðeins gert gagnvart náttúruhamförum. En hvað máqímynda sér að gerist ef t.d. Fokker-vél fer niður yfir miðbænum? Það alsvakalegasta væri ef að slík vél færi t.d. á Landsímahús- ið, því ég geri ráð fyrir að við það misstum við Landssímahúsið, Al- þingishúsið, Dómkirkjuna og jafnvel fleiri hús þar suður af. Brot og logandi eldsneyti dreifðust mjög víða og gætu sem sagt valdið stórbruna í miðbæn- um í mörgum húsum. Ef slíkt gerðist þegar mikið væri af fólki í bænum yrði manntjón eflaust mjög mikið og gífurlegt slys. Þar að auki yrðu afleiðingar miklar fyrir þjóðfélagið, þarna er aðals- ímstöðin, ög færi hún gæti það valdið meiri háttrar samskipta- örðugleikum við landið, nú Al- þingishúsið og ráðhúsið. Þannig að afleiðingarnar yrðu mjög víð- tækar og alvarlegar af því að fá flugvél þarna niður. Þannig að út frá þessu sjónar- horni yrði mikið öryggisatriði að flytja Reykjavíkurflugvöllinn? Já, eða að lengja austur- vesturbrautina og skekkja hana aðeins til og gera hana að aðalb- raut í stað suður-norðurbrautar. En nú kom fram í skýrslu Þró- unarstofnunar Reykjavíkurborg- ar frá 1979 að slysahætta væri þrátt fyrir allt mest við austur- vestur braut vegna nálægðar við Öskjuhlíð. Já, þess vegna þyrfti að skekkja brautina lfka. Ef hægt væri að lengja vesturbrautina verulega yrðu vélar auðvitað komnar í verulega hæð yfir Ös- kjuhlíð. En vissulega er Öskju- hlíðin hindrun nema að brautin sé skekkt, en þá væri um leið búið að beina flugumferðinni nokkuð yfir innanverðan Kópavog á móti. En ef við höldum okkur við flugslys í Kvosinni: Er til nægi- legur tækjabúnaður til að ráða við þær afleiðingar sem þú lýstir hér áðan? Ég leyfi mér nú að efast um að við réðum við slíkt í Kvosinni, með því slökkviliði sem við höf- um hér í borginni. Það er reyndar gert ráð fyrir að ef stóreldar verða í borginni sem ekki ræðst við að slökkvilið frá nágranna- sveitarfélögum komi til hjálpar. Það ætti því að vera búið að fá mikið af aukaliði innan næstu 50- 60 mínútna. Auk þess yrði reynt að fá mikið af öðrum mannskap en slökkviliði til aðstoðar. En það má gera ráð fyrir að mikill hluti af því sem yrði að logum myndi brenna niður. En þá vil ég líka benda á olíubirgðastöðvarn- ar sem að myndu sýna svipaða mynd eða jafnvel verri. Ölíu- birgðirnar í Skerjafirði eru reyndar ekki í beinni aðflugss- tefnu, en hins vegar fer flugið beint yfir olíubirgðastöðvarnar í Örfirisey, þó þær séu einang- raðri. Við höfum bent Almanna- varnanefnd Reykjavíkur á að gasbirgðir í Reykjavík séu sér- staklega hættulegar gagnvart byggðinni. Það er geymt gas í Skerjafirðinum og í Holtagörð- unum og sprengingar þar gætu valdið gífurlegu tjóni og eru allt of nálægt byggð að mínu mati. En gætir þú svarað þeirri spurningu, hvort þú vildir mæla með því frá öryggissjónarmiði að Reykjavíkurflugvöllur yrði færð- ur? Ég treysti mér nú ekki til að svara því. Áhættumat þyrfti að fram og það eru bæði rök með og á móti. Hver ætti að framkvæma slíkt áhættumat? Ég tel að það ættu að vera borgaryfirvöld. Það væri hugsan- legt að láta sér detta í hug að Al- mannavarnanefnd Reykjavíkur sem slík, fagnefnd borgarinnar á þessu sviði beitti sér fyrir að láta slíkt áhættumat fara fram. Hver er formaður þeirrar nefndar? Það er Davíð Oddsson, borg- arstjóri. phh 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.