Þjóðviljinn - 05.08.1988, Síða 11

Þjóðviljinn - 05.08.1988, Síða 11
FÖSTUDAGSFRÉTTIR Loðna Háttverð en dauður sjór Hólmaborg SU11 œtlaði á miðin um síðustu helgi en hœtti við. Norðmenn á heimleið Afurðaverð fyrir loðnumjöl og lýsi er enn mjög hátt þó svo að lýsistonnið hafi lækkað úr 470 dollurum þegar það var hvað hæst fyrr í sumar í 400 dollara í dag. Fyrir hverja próteineiningu af loðnumjöli fást nú um 9 dollar- ar en um 70 próteineiningar eru í hverju tonni. Þegar hafa verið gerðir fyrirframsamningar um sölu á loðnuafurðum en það sem skyggir á er að engin loðna fyrir- finnst á miðunum enn sem komið er. Að sögn Jóns Ólafssonar fram- kvæmdastjóra Félags íslenskara fiskimjölsframleiðenda eru loðn- uverksmiðjur þegar tilbúnar til að taka á móti loðnu. Jón sagði ennfremur að til að fá sem hæst verð fyrir loðuafurðirnar væri náttúrlega best að sem mest af henni veiddist fyrir áramót því þá væri hún best til vinnslu og gæfi einnig mest af sér. Hólmaborg SU 11 frá Eskifirði var tilbúin að leggja í hann um síðustu helgi en að sögn Magnús- ar Bjarnasonar framkvæmda- stjóra hjá Hraðfrystihúsi Eskfirð- inga hættu menn við þegar það fréttist að Norðmenn væru á heimleið út úr íslensku landhelg- inni þar sem enga loðnu væri að fá. En þeir fengu heimild fyrir 54 loðnuskipum sem máttu veiða alls um 40 þúsund tonn. Af þeim er aðeins eitt skip eftir og heildaraflinn tæp 4 þúsund tonn. Að sögn Jónasar Haraldssonar skrifstofustjóra hjá Landssam- bandi íslenskra útvegsmanna er loðnuflotinn enn á rækjuveiðum fyrir Norðurlandi og bjóst hann ekki við að neinn mundi hreyfa sig á loðnumiðin neitt á næstunni að öllu óbreyttu. „Það fylgir því mikil áhætta og kostnaður að leggja af stað í dag þegar ljóst er af tilraunum Norð- manna að enga loðnu er enn að hafa,“ sagði Jónas Haraldsson. -grh Gengið í rigningu. í gær efndi Æskulýðs- og íþróttaráð Reykjavíkur til hátíðahalda í tengslum við félagsmiðstöðvar í borginni. Börn og unglingar söfnuðust saman á Klambratúni, sem nú heitir opinberlega Miklatún, og gengu fylktu liði vestur í Hljómskálagarð. Ekki viðraði allt of vel til hátíðahalda en þátttakendur létu það ekkert á sig fá. Þeir höfðu líka margir hverjir skrýðst sérhönnuðum hátíðabúningum og töldu enga ástæðu til að láta regnskúrir trufla vel undirbúna skemmtun. Bolungarvík Þagað um afkomuna Kristinn H. Gunnarsson: Bæjarfulltrúum synjað um upplýsingar um afkomu íshúsfélagsins EG skuldar bœjarsjóði 20 miljónir. Bœjarstjór- inn: Ber fullt traust til stjórnenda fyrirtœkisins Það hafa verið serðar ítrekað- ar tilraunir tif að fá upplýs- ingar um afkomu íshúsfélags Bol- ungarvíkur, en alltaf bænum hef- ur verið synjað um þær án nokk- urra skýringa, þótt bæjarsjóður sé hluthafi í fyrirtækinu, sagði Kristinn H. Gunnarsson bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins í Bolungarvík við Þjóðviljann. í nýrri álagningarskrá kemur fram að Einari Guðfinnssyni hf. í Bolungarvík er hvorki gert að greiða tekju- né eignaskatt vegna þess að skuldir eru meiri en eignir. Jafnframt hefur fyrirtækið nýverið fengið 30 miljóna króna lán frá Byggðastofnun til endur- skipulagningar. Að sögn Kristins skuldar fyrir- tækið hátt í 20 miljónir króna í bæjarsjóð og munar um minna í ekki stærra bæjarfélagi en Bol- ungarvík er. Ólafur Kristjánsson bæjar- stjóri sagði að vissulega væri staða EG áhyggjuefni fyrir bæjarfélagið enda væri fyrirtækið eitt af máttarstólpum atvinnulífs- ins í bænum, en þetta ástand væri trúlega aðeins tímabundið, enda svipað umhorfs víðar í sjávarút- vegi í landinu. Ólafur sagðist ekki þekkja stjórnendur fyrirtækisins nema af góðu og bæri hann fullt traust til þeirra. Kristinn H. sagði að slæm af- koma Einars Guðfinnssonar hf. um þessar mundir væri vissulega áhyggjuefni fyrir bæjarbúa en endurspeglaði einnig þá erfiðu stöðu sem er um þessar mundir hjá sjávarútvegsfyrirtækjum út um allt land. Kristinn sagði að færi svo illa að fyrirtækið rúllaði væri mest um vert að halda í tog- arana til að missa ekki kvótann burt, en trúlega yrði hægt að halda rekstrinum áfram með nýj- um eigendum ef til kæmi. -grh Landakot Halli vegna vanefnda ríkis Stjórn Landakots: Hallarekstur stafar af mistökum viðfjárlagagerð. At- hugasemdir Hagsýslustofnunar ekki ísamræmi við niðurstöður Ríkis- endurskoðunar Stjórn Landakotsspítala segir orsakir hallareksturs spítal- ans stafa af mistökum við fjár- lagagerð. Stjórnin vísar því á bug að fjárfestingar Landakots og rekstur rannsóknastofu valdi því að farið sé fram úr fjárlögum, þvert á móti hafi Landakot haft fjárhagslegan ávinning af hvoru tveggja. Stjórnin er ekki tilbúin að ganga að samkomulagi Jóns Baldvins Hannibalssonar fjár- málaráðherra og Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðisráðherra án frekari skýringa og hefur ósk- að eftir fundi með þeim. Á biaðamannafundi sem stjórn Landakots boðaði til í gær sagði Logi Guðbrandsson fram- kvæmdastjóri spítalans að það sem fram kæmi í minnisblaði Fjárlaga- og hagsýslustofnunar til fjármálaráðherra ætti sér fáar stoðir í skýrslu Ríkisendurskoð- unar. En stofnunin tók saman það sem hún sagði „helstu niður- stöður“ skýrslu Ríkisendurskoð- unar. „En mér segir svo hugur að þetta séu þær upplýsingar sem fjármálaráðherra byggir sínar skoðanir á,“ sagði Logi. Enda væru hugmyndir þær sem fram kæmu í samkomulagi ráðherr- anna svo til þær sömu og Fjárlaga- og hagsýslustofnun leggur til. Að sögn Loga stafar halli Landakots af því að áætlanir spítalans hefðu verið skomar nið- ur á fjárlögum. Ekki væri sam- ræmi á milli þeirra krafna sem heilbrigðisyfirvöld gerðu til starf- semi Landakots og þess sem starfseminni væri ætlað á fjár- lögum. Þegar Landakot hefði ætlað að draga saman seglin með lokun deilda til að falla inn í ramma fjárlaga, hefði heilbrigðs- ráðherra beint þeim tilmælum til spítalans að hætta við þær að- gerðir. Logi sagði hallann allan stafa af launagreiðslum vegna yfirvinnu og álagshlutfalls og ætti þetta einnig við flestar sjúkra- stofnanir aðrar. Eitt af því sem Hagsýslustofn- un gagnrýnir í rekstri Landakots eru kaup á Marargötu 2 sem farið hefðu fram án heimildar í fjár- lögum. Logi sagði Landakot ekki hafa þurft heimild til þeirra kaupa þar sem þau fóru fram árið 1982 en þá var Landakot ekki inni á fjárlögum. Þá sé það rangt að spítalinn hefði tapað á þessum kaupum. Þau hefðu verið fjár- mögnuð með lánum og leigutekj- ur af þremur fjórðu hlutum húss- ins stæðu undir greiðslum þeirra. í athugasemdum Landakots við skýrslu Ríkisendurskoðunar segir síðan „að enda þótt ríkið hafi ekki nein útgjöld af öflun þessarar eignar, mun það fyrir- sjáanlega eignast hana fyrir ekki neitt innan fárra ára“. En ríkið tekur yfir rekstur Landakots 1996. Stefán Ingólfsson verkfræðing- ur sá um hluta úttektar á rekstri Landakots fyrir Ríkisendur- skoðun. Stjórn Landakots er sér- staklega óánægð með hlut Stef- áns í málinu og segir niðurstöður hans byggðar á misskilningi sem hefði verið hægt að eyða ef samráð hefði verið haft við spítal- ann. Ólafur Örn Arnarson yfir- læknir Landakots telur gagnrýni Stefáns á kaupum á krabba- meinsleitartæki td. sýna fákunn- áttu Stefáns sem leiði hann á vill- igötur. -hmp ísafjörður Ástæða til bjartsýni Grœnlenskir rœkjutogar- arsnúaaftur. Óvíst hversu margir. Haraldur L. Haraldsson bæjar- stjóri: Gáfu enga hald- bæra skýringu afhverju þeirsneru viðskiptum sínum til Hafnarfjarðar á sínum tíma „Eftir viðræður okkar við Grænlendinga er full ástæða til að vera bjartsýnn að einhverjir af rækjutogurum þeirra landi afla sínum hér í vetur og notfæri sér þá þjónustu sem við höfum upp á að bjóða. Hversu margir togarar það verða vitum við ekki en aðai- atriðið er þó það að þeir ætla sér að hafa viðkomu hér sem er ánægjuefni fyrir bæjarfélagið,“ sagði Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri á ísafírði. I síðustu viku héldu fulltrúar fjögurra ísfirskra fyrirtækja og hafnarsjóðs ísafjarðar til Græn- lands þar sem haldin var fjölþjóð- leg sjávarútvegssýning og þá var tækifærið notað til að fá úr því skorið hvort vænta mætti þess að rækjutogarar þeirra mundu hafa viðkomu á ísafirði í vetur eða ekki og þá afhverju. En nýverið heimilaði sjávarútvegsráðuneyt- ið um 30 grænlenskum rækjutog- urum að hafa viðkomu í hér- Iendum höfnum til uppskipunar á afla og til að hafa áhafnaskipti. í bréfi ráðuneytisins var Græn- lendingum vinsamlega bent á þá staðreynd að ísafjarðarhöfn hefði verið uppskipunarhöfn þeirra í upphafi án þess þó að ráðuneytið setti það sem skilyrði fyrir löndunarleyfi að þeir færu eingöngu þangað. Það urðu ísfirðingum mikil vonbrigði sl. vetur þegar græn- lensku rækjutogararnir hættu að hafa viðkomu á ísafirði og sneru viðskiptum sínum til Hafnar- fjarðar. Þá var talað um að bæjar- sjóður og ýmis þjónustufyrirtæki yrðu af allt að 100 miljónum króna vegna missis þessara við- skipta við Grænlendinganna. Að sögn Haraldar bæjarstjóra var ekki hægt að fá neina hald- bæra skýringu á því afhverju við- skiptunum var snúið til Hafnar- fjarðar á sínum tíma. í það minnsta höfðu þeir ekkert við þá þjónustu að athuga sem þeim stendur til boða þar vestra, held- ur lofuðu hana upp í hástert. -grh NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.