Þjóðviljinn - 05.08.1988, Page 12

Þjóðviljinn - 05.08.1988, Page 12
Frá bókasafni Kennaraháskóla íslands Óskum eftir að ráða bókasafnsfræðing í fullt starf. Um er að ræða starf samkvæmt ráðning- arsamningi til óákveðins tíma. Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila í bókasafnið fyrir 20. ágúst. Nánari upplýsingar veitir yfirbókavörður í síma 688700. Iþróttakennarar Grenivíkurskóla vantar íþróttakennara sem einn- ig getur tekið að sér kennslu í öðrum greinum. Frítt húsnæði í boði. Upplýsingurgefur Björn Ing- ólfsson skólastjóri í síma 96-33131 eða 96- 33118. Hjúkrunarforstjóri Hjúkrunarforstjóri óskast til afleysinga til sjúkra- hússins á Patreksfirði frá 15. sept. n.k. til maíloka á næsta ári. Allar frekari upplýsingar veita Sig- ríður Karlsdóttir hjúkrunarforstjóri eða Eyvindur Bjarnason framkvæmdastjóri í síma 94-1110. Sjúkrahúsið á Patreksfirði Aðalfundur Aðalfundur Vörubílastjórafélagsins Þróttar verð- ur haldinn í húsi félagsins, Borgartúni 33, fimmtudaginn 11. ágúst kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Atvinna - dagvistarheimili Forstöðumaður óskast við dagheimilið Sólvelli, Neskaupstað, frá 1. september n.k. Húsnæðis- fyrirgreiðsla ef óskað er. Við sama heimili eru einnig lausar stöður fóstru og ófaglærðs starfs- manns nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Heimiliö er deildaskipt, 5 leikskóladeildir og 1 dagheimilisdeild þar sem dvelja um 100 börn að jafnaði. Nánari upplýsingar veita for- stöðumaður í síma 97-71774 eða félagsmálastjóri í síma 97-71700. VEISTU ... að aftursætið fer jafnhratt og framsætið. SPENNUM BELTIN hvar sem við sitjum í bílnum. UMFERÐAR RÁÐ SKAÐI SKRIFAR: eins og menn vita, til þess að draga mátt og þor og afl úr körlum og flýta fyrir eigin valdatöku. Hvaða rugl er þetta, sagði ég. Er ekki bjórkráin vígi karlmannsins, þar sem hann hittir góða menn og ræður ráðum sínum og engar konur komast að? Nei, sagði Guðjón. Bjórkráin ereinmitt skelfing- in sjálf. Þar sitja menn ekki til að ráða ráðum sínum heldur til að veðja á hross, röfla um ekki neitt og væla yfir kvennafari sem þeir misstu af. Er það virkilega? sagði ég. Já, hélt Guðjón áfram. Á meðan karlfíflin sitja á þessum krám, þá eru konurnar lausar við þá og geta gert hvað sem vera skal. Þær geta komið saman og skerpt heilann með ekta Ríókaffi og bruggað körlum launráð. Þær geta alið upp börnin í friði þannig að þau beri enga virðingu fyrir feðrum sínum. Þær geta farið í búðir og keypt allskonar rándýrar tuskur til að þær sýnist fallegri og ak- sjúrnar hækki í þeim. Þær geta skroppið til elsk- hugans, ef nokkrir karlar eru eftir sem ekki eru á krám. Þær geta gert ótal margt. Og allt er það til þess að staða okkar karla versni undir sólinni. Þetta fatta ég ekki Guðjón, sagði ég. Nú eru bjórpeningarnir drjúg skerðing á heimilispening- unum... Einmitt, og það er lóðið. Karlar hafa sólundað peningum í bjór og þegar þeir eru búnir að því hafa þeir samviskubit eins og aumingjar og láta kon- urnar um öll fjármál önnur og þora ekki einu sinni að geispa þótt þær kaupi pilsdruslu sem kostar tvöhundruð bjóra. Já en ekki geta konur haft ánægju af því að karlar fá á sig bjórvömb og svo dregur úr nátt- úrunni hjá þeim af þessu andskotans þambi öllu... Skaði minn, sagði Guðjón, Það er til svo mörg ánægja. Konur geta haft af því lúmskt valdstreitu- gaman að karlar verði vambsíðir og þungir á sér. Þeim mun lakari forsendur hafa þeir til þess að gagnrýna konur sínar fyrir að þær séu rasssíðar af konfektáti eða af því að sofa lengi á morgnana eða hvað veit ég. Og er nokkuð yndislegra fyrir konur en geta kennt körlunum sjálfum um þeirra aumingjaskap í rúminu? Nei vinur, þú ættir að vita það að þar með fer fram hin endanlega valdataka konunnar. Þannig, sagði Guðjón, er samhengið í tilver- unni. Bjór er kvennabrugg, í honum situr illra hóta norn. Ja mikill er andskotinn ,sagði ég og klóraði mér í hausnum. Og ég sem var farinn að hlakka svo til... Guðjón setti upp bókmenntasvipinn og mælti: Sá sem fær þann bjór sem hann hefur lengi þráð, hann er eins og Magnús í Bræðratungu þegar hann hafði fengið hnossið mikla, brenni- vínskútinn dýra. Hann er ekki glaður.... Bjór er kvennabrugg Ég, Skaði, var að lesa eitt af þessum frjálsu rassablöðum, Samúel heitir það, og þar rakst ég á merkilega og fróðlega grein um bjór. Þar var bjórnum heilsað með innilegum fögnuði og kvartað yfir því að hann nyti ekki alúðar og virðingar sem svo fornri og frægri vöru sæmir, sem á sér „stóran sess í veraldarsögunni" stendur þar. Mikið rétt, sagði ég við vin minn Guðjón. Bjór er býsna forn. Þetta drakk Egill Skallagrímsson. Þessu ældi Egill lika, sagði Guðjón. Hva andskoti ertu fúll vinur, sagði ég. Ertu ekki feginn því að við fáum bráðum að drekka okkar bjór eins og frjálsir menn? Nei, sagði hann, stútfullur af sannfæringu. Akkurju? spurði ég hissa. Af því bjór mun á oss böndum koma, sagði Guðjón, sem verður fornyrtur þegar honum er mikið niðri fyrir. Nei nú lýgurðu, sagði ég. Skaði minn, sagði Guðjón. Ég get ekki sannara orð sagt. Og hafðu það eftir mér hvar sem þú vilt, að bjór er gildur þáttur í heimspólutík kvenna. Þær nota bjórinn, sem karlar drekka fyrst og fremst SÁLRÆN VANDA- MÁL BJÓRSINS Við meðhöndlum hann ( bjórinn) eins og hann væri gúmmí og truflum með því jafnvæginu og persónu- leikanum sem fram- ieiðandinn hefur gefið honum. Samúel HVAÐERMEYMÓTI B JÓRSINS YNDI? Ekki drekka bjórinn beint úr dósinni eða flöskunni. Veldu þér al- minnilégt glas, lögunin skiptir ekki svo miklu máh, en það er ekki verra að hafa það frekar hátt. Helltu svo bjórnum beint í glasið þar til kom- in er alminnileg froða. Þá skaltu hella afgangin- um varlega með því að halla glasinu lítið eitt. Af hver j u að haf a fyrir því? Jú, fátt er girnilegra en glas af tærum bjór með froðukragaefst. Samúel UNDIR RÍKIS- STJÓRN ÞOR- STEINSOG STEIN- GRÍMS Það er ekki til betri að- ferð til að gleyma á- hyggjum og leiðindum en neðansjávar á svamli. Fiskarnir eru ekkert að ræða vandamálin sín í milli. Samúel. SÁER JAFNAN ENDIRÁÍS- LENDINGASÖGUM Verðbólga eða atvinnuleysi valkostir ríkisstjórnarinnar. Uppsláttur i DV ÞESSIFÆR BJARTSÝNISVERÐ- LAUNIN Ýmislegt virðist á næstunni verða til þess að styrkja stjórnarsam- starfið hérálandi. Benda má á það að í burðarliðnum eru nú mögulegir samningar um tvö ný álver hér á landi. Kratmhagfræbingur í DV HVAÐSEGIR KRISTUR UM ÞAÐ? Fyrir tæpum tvö þús- und árum hrópuðu íbúar Jerúsalem á Barrabas, báðu um að ræningjan- um yrði sleppt lausum. Sé krafan um gengisfell- ingu krafa fólksins á ís- landi þá er það að biðj a um hið sama og íbúar Jerúsalem báðu um fyrir tvö þúsund árum. Slghvatur Björgvinsson í D V 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.