Þjóðviljinn - 05.08.1988, Side 20
OÆGURMAL
ANDREA
JÓNSDÓniR
Tilveran er
ekki tómt
svartnætti
Það vissu fáir hver hún var
stúlkan með gítarinn og Joan-
Armatrading-röddina sem
tróð upp á milli stjarnanna á
Nelson Mandela hljómleikun-
um í London í sumar. Nú
kunna allir sem með dægur-
tónlist fylgjast lagið hennar
Fast car og þekkja nafnið
T racy Chapman... við þessar
staðreyndir geta þeir sem
áhuga hafa bætt eftirfarandi:
Tracy Chapman fæddist í
Cleveland í Bandaríkjunum árið
1964, sú yngri af tveim systrum.
Ekki var mulið undir þær í upp-
vextinum, móðir þeirra sá fyrir
þeim upp á eigin spýtur, sem er
ekki verðlaunað hlutskipti í
henni Ameríku: „Sem barn var
ég mikið ein,“ segir Tracy Chap-
man. „Ég var feimin og átti ekki
margt sameiginlegt með krökk-
unum í nágrenninu því að mér
þótti hvorki gaman að góna á
sjónvarp né fara í rúgbý-leiki...
ég var með hugann allt annars
staðar, svo að ég fór að búa til
lög, ljóð og smásögur sjálfri mér
til skemmtunar. Mér leiddist
alltaf í Cleveland og var ákveðin í
að búa mér til öðru vísi líf en ég
ólst upp við.“ Og þegar Tracy
upp opinberlega. Á yngri árum
hafði Tracy lært á klarinett í 5 ár
og farið í nokkra gítartíma.
Úr menntaskólanum lá leiðin í
Tufts-háskóla þar sem Tracy út-
skrifaðist í mannfræði. Kannski á
Tracy eftir að láta bókvitið í ask-
inn sinn seinna meir, en nú lítur
út fyrir að þjóðlagabrölt hennar í
skólanum eigi eftir að hafa meiri
áhrif á framtíð hennar og frama-
braut...einn skólafélagi Tracýjar
hreifst nefnilega svo af söng
hennar og spili að hann dró hana
á fund föður síns Charles Kopp-
elman, sem rekur útgáfufyrir-
tækið SBK, og þeir feðgar komu
henni í samband við Elektra-
fyrirtækið sem gerði samning við
Tracy Chapman haustið 1986.
Einu og hálfu ári sfðar, þ.e. nú
snemmsumars, kom svo út fyrsta
stóra platan hennar sem ber ein-
göngu nafn tónlistarkonunnar,
Tracy Chapman.
Eins og áður sagði svipar rödd
Tracýjar Chapman mjög til radd-
ar bresku söngkonunnar Joan
Armatrading, sem mér finnst
ekki Iítil meðmæli... og Tracy
ætti að vera kærkomin þeim að-
dáendum Jóhönnu sem finnst
hún hafa verið í það hljóðgerfð-
asta á síðastu plötu sínum, því að
sparlegur er undirleikurinn á
þessari fyrstu plötuTracýjaren að
væri á hljómleikum, ein með gít-
arinn. Um hljóðfæraleikinn sjá
auk Tracýjar, sem spilar á kass-
agítar og rafmagns-, trommarinn
Danny Fongheiser, gítar- og
hljómborðsleikarinn Jack Hold-
er og bassaleikarinn Larry Klein.
Sá.síðastnefndi er giftur tónlist-
arkonunni góðu Joni Mitchell,
sem hefur verið að gefa út alveg
skínandi plötur allt frá því 1968,
og er ein af fáum konum sem hafa
staðið uppréttar og auk þess
gegnt brautryðjendahlutverki í
þessum karlabransa sem rokkið
er. Það er einmitt athyglisvert
sem blaðið Mucisian bendir á og
hér er stuðst við, að hljómplötu-
fyrirtæki eru farin að opna eyrun
fýrir alvarlegum tónlistarkonum
sem fram að þessu hafa ekki átt
upp á pallborðið hjá myndband-
astöðvum... þær hafa ekki þótt
söluvarningur á sokkabandsárum
þessarar hliðargreinar rokksins,
þar sem meiri áhersla hefur verið
lögð á sjónræn áhrif en þau sem
streyma í gegnum hamar, steðja
og ístað allt til heilans. En nú hef-
ur líklega verið gengið svo fram
af sjóntaugunum í þessum efnum
og fátt vekur athygli þeirra frem-
ur en annað... og er þá komið
aftur að upprunalegu skynjunar-
tæki tónlistar- eyranu... og ekki
þykir hugsandi fólki skaða að
Sinéad O’Connor
Chapman var 16 ára slapp hún
við átthagana, því að þá hreppti
hún styrk til að stunda nám við
menntaskóla í Connecticut þar
sem hún komst í kynni við þjóð-
lagamúsikanta og fór að troða
sama skapi fallegur og við hæfi.
Sjálf segir Tracy að hún hafi vilj-
að hafa dálítið meltar útgáfur af
lögunum sínum á plötunni, en þó
ekki meira en svo að hún gæfi
sanna mynd af því hvernig hún
Keegan fylgjandi
apartheid?
Einhver skærasta stjarna Eng-
lendinga á knattspyrnusviðinu í
gegnum tíðina, Kevin Keegan,
brýtur nú alþjóðlegt bann á
Suður-Afríku með því að spila
fótbolta þar. Kappinn hefur
gengið til liðs við Cape Town
Spurs í Höfðaborg og lætur við-
varanir um svartan lista sem vind
um eyru þjóta. „Ég sé á engan
hátt eftir því að koma hingað,“
segir Keegan. „Ég er íþróttamað-
ur og ekkert annað og læt því
mína eigin samvisku segja mér
fyrir verkum. Ef Sameinuðu
þjóðirnar vilja setja mig á svartan
lista, þá það,“ sagði Keegan enn-
fremur. Forráðamenn Cape
Town Spurs vilja alls ekkí láta
uppi hve mikið Keegan þiggur
fyrir komu sína en upphæðin
skiptir miljónum. Þess má geta
að í suður-afrísku knattspyrnu-
deildinni eru hvítir jafnt sem
svartir ieikmenn en áhangendur
liðanna eru flestir svartir.
tónlistarfólk hafi eitthvað að
segja, og jafnvel hugsjónir. Um
tækfæri sitt og velgengni segir
Tracy Chapman: „Suzanne Vega
kom fram á sjónarsviðið þegar
fólk var farið að þyrsta í músik
með raunveruleikabragði... hún
opnaði hug og eyru útvarpsfólks
fyrir tónlist sem hafði verið
hundsuð í nokkur ár, og á vissan
hátt opnaði hún dyrnar fyrir
mér.“
Ekki veit ég hvort það var
Tracy Chapman sem hjálpaði
blaðamönnum Musician að kom-
ast að þeirri niðurstöðu sinni að
Suzanne Vega, skáldið frá New
York, hefði með hægð sinni opn-
að alvarlega þenkjandi tónlist-
arkonum leið á ný inn að samn-
ingsborði plötu-útgáfufyrirtækj-
anna, eða hvort þeir fengu Tracy
til að samþykkja tilgátu sína....
það skiptir svo sem ekki máli,
Suzanne Vega á örugglega ekkert
verr skilið en margur annar að
vera gerð að slíkri vörðu í rok-
ksögunni. Þá er líklega rétt að
augnþreytan hefur opnað á fólki
Tracy Chapman
eyrun, og ég held að megi bæta
því við að það er þægileg til-
breyting að hlusta á fólk syngja
við einfaldan undirleik, jafnvel
bara gítar-, eftir alla þá tilraun-
astarfsemi sem ör tækni í hljóð-
gerflatækjum ýmisskonar hefur
æst tónlistarfólk upp í. En nóg
um þessar vangaveltur... gefum
Tracy Chapman orðið um stund:
„Ég hef enga sérstaka vinnu-
aðferð... ég hef búið til hundruði
söngva og á nægt efni á þrjár stór-
ar plötur, þannig að lagaskriftir
eru mér ekkert vandamál. Ég
spila á gítarinn á hverjum degi og
fæ sífellt nýjar hugmyndir - þær
bara fljóta í gegnum hug mér - ég
píni aldrei lög út úr mér. Textarn-
ir eru ekki sjálfsævisögur, en eru
sambland af því sem ég hef séð,
heyrt eða lesið um... af og til er í
þeirn eitthvað sem hefur komið
fyrir mig, en þá í samblandi við
annað.“ Það má nefna hér til ga-
mans að Joan Armatrading hefur
haft svipuð orð um sína textasm-
íð... enlátumTracy haldaáfram:
„Margir sem hafa skrifað um
mig lýsa mér sem reiðri, ungri,
svartri mótmælasöngkonu, en
mér finnst þeim yfirsjást ýmis-
legt. Ég er reið út í margt, og ég er
ung og svört, en illt þætti mér ef
þetta væri það eina sem fólk sæi
við Tracy Chapman. Fyrir mér er
tilveran ekki tómt svartnætti.
Sögurnar sem ég segi í söngvum
mínum virðast kannski nei-
kvæðar á yfirborðinu, en boð-
skapurinn sem ég er að reyna að
koma á framfæri er jákvæður og
fullur af von.“
Um kynþátta- og kynjamisrétti
segir Tracy Chapman:
„Ég hef ekki rekist á beina kyn-
þáttafordóma í samskiptum mín-
Michelle Shocked
um við útgáfufyrirtæki eða í sam-
bandi við gerð þessarar plötu - en
mér hefur oft fundist ég vera höfð
til sýnis í þjóðlagabransanum í
Boston, þar sem ég bý; fólk vill
hafa mig meðal skemmtikrafta til
að afsanna fordóma sína. Ég kem
inn á þessa hluti í textum mínum,
sem eru margir hverjir mjög pól-
itískir, en sjálf er ég nú ekki í
neinum sérstökum baráttu-
samtökum. Margt hefur greini-
lega breyst blökkufólki í hag í
Bandaríkjunum, en hvort það
hefur gerst nógu hratt eða í nægi-
lega miklum mæli má deila um.
Öll þessi ár undir stjórn Reagans
hafa sannanlega ekki hjálpað
svörtu fólki í þessu landi.“
„Kynjamisrétti er mjög aug-
ljóst í rokkbransanum. Konur
hafa þurft að sanna sig á ýmsan
hátt og gera ýmislegt til að koma
sinni tónlist á framfæri sem ekki
er krafist af karlmönnum. Ég
kem inn á þessi mál í textum mín-
um og flestir þeirra eru samdir út
frásjónarhóli konu. En éger ekki
reið yfir að vera kona. Ég vildi
ekki vera neitt annað!"
Og loks um frægðina:
„Frægðin höfðar ekki til mín, því
að ég þoli ekki partý og mér virð-
ist þetta allt snúast um eitt enda-
laust risapartý. Ég met mikils að
fá að vera í friði út af fyrir mig og
er ekki vön að umgangast fullt af
fólki. Hugsanleg auðæfi skelfa
mig líka. Þegar maður er fátækur
ber maður fyrst og fremst ábyrgð
á sjálfum sér, en hafirðu fé á milli
handanna verður þú að muna
eftir öðrum... og annað fólk man
þá líka örugglega eftir þér!“
Já góðir hálsar, þá hafið þið
kyngt, eða að minnsta kosti
kynnst, hluta af hugsunum Trac-
ýjar Chapman, og litlu við að
bæta nema hvað ég mæli af
heilum hug með stóru plötunni
hennar, hvar á er að finna 11 góð
lög og texta, þar með talið Fast
Car. Svo má líka geta þess að í
júníhefti Musician-tímaritsins er
auk söguhetju okkar skrifað um
og rabbað við þrjár nýjar söng-
konur sem miklar vonir eru
bundnar við, þær Toni Childs,
Michelle Shocked, sem söng fyrir
okkUr hér uppi á íslandi síð-
astliðinn vetur, og Sinéad O’C-
onnor... hver veit nema þeir bæti
Björk við þenna fans kvenna,
sem þeir segja að séu bestu lista-
mennirnir sem fram hafi komið í
rokkinu á þessu herrans ári... og í
staðinn fyrir að segja a-men á
eftir þessu kvenlega efni höfum
við endaskipti á þessari fornu
bænakveðju og þýðum hana yfir
á íslensku: kon-a.
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ