Þjóðviljinn - 05.08.1988, Qupperneq 22

Þjóðviljinn - 05.08.1988, Qupperneq 22
Nína Gauta: Ég held að svarið viö spurningunni hvort ég sé orðin eitthvað annað en íslensk sé ekki til. Með Nínu á myndinni er Freyja dóttir hennar. Mynd Ari. Svolítil klakamanneskja... Nína Gautadóttir gerir víðreist um landið í sumar eftir dulítið hlé. Fyrst sýning í Glerárkirkju, svo í Gallerí Svart á hvítu. Börnin spyrja: „Hvað er þetta?“ þegar þau sjá myndirnar mínar Nína Gautadóttir sýnir í Gallerí Svart á hvítu þessa dagana verk sem hún hefur málað 1987 og 88 í París en myndefnið sækir hún í minninga- og hughrifasjóðinn. Þarna eru myndir sem meðal annars eru málaðar eftir íslands- ferðir, myndir sem málaðar eru eftir Afríkudvalir og myndir sem málaðar eru undir áhrifum frá bernskuminningum um heima- haga og frá ýmsum tímum. Nína Gauta nam myndlist í París á árunum 1971 - 1976 og hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga í Frakklandi og víðar og haldið einkasýningar. Hún hefur verið búsett í París síðan 1970 en einnig dvalið í Níger og Kamerún. Nína hefur unnið til fjölda verð- launa og viðurkenninga fyrir list sína, nú síðast á alþjóðlegri sýn- ingu í Aþenu í júní síðastliðnum. Þetta er fimmta einkasýning Nínu Gauta hér á landi. Fyrst sýndi hún að Kjarvalsstöðum 1980, 1983 hélt hún sýningu í Listmunahúsinu og 1986 aftur að Kjarvalsstöðum. Um þarsíðustu helgi lauk sýningu hennar í Gler- árkirkju á Akureyri og nú er, eins- og fyrr sagði, búið að setja upp þá fimmtu í Gallerí Svart á hvítu. - Það ersvo hreinsandi og gott að koma hingað upp, segir Nína, - því loftið er svo tært og svalt. Það er gott að geta komið í sval- ann af og til því oft getur hitinn niðrí Evrópu, að ég nú tali ekki um Afríku, orðið svo mikill að ég á erfitt með að þola við. Ég er svo- lítil klakamanneskja í mér svo ís- lenskt loftslag á vel við mig. - Þó máttu ekki skilja mig á þann veg að það eigi ekki vel við mig að búa í París. París er alltaf París, drottning borganna, og ég get ómögulega slitið mig frá henni. Hún er segulmögnuð! Loftfélagið. Það má vera að ekki verði úr meira hljómleikahaldi hjá þeim sveinum og því segja þeir að Loftfélags nafnið eigi afburða vel við. Mynd E.ÓI. Loftfélag íslands í kvöld, föstudagskvöld 5. ág- úst, verður stofnkonsert Loftfé- iags íslands í Norræna húsinu. Spuni verður þar fyrst og fremst á dagskránni en meðlimirnir segj- ast ætla að leika frídjass, vera með snarstefjun, estravagansa, improvisation, experimental, fara lítt troðnar slóðir og gera fleira frjálslegt. Meðlimir í Loftfélaginu, sem Sigurður Björnsson segir vera leifarnar af samruna Flugfélags íslands og Loftleiða í Flug- ieiðum, eru nefndur Sigurður Björnsson gítar, Sigurður Hall- dórsson bassi, selló og ýmiskonar strengjahjóðfæri, Daníel Þor- steinsson píanó og Birgir Bald- ursson slagverk, en reyndar spila þeir allir á slagverk á tónleikun- um. Loftfélagið er upprunnið úr Vormönnum íslands, en það fé- lag varð til 1982, og segir Sigurð- ur Björnsson Loftfélagið vera einskonar þróunarfyrirbæri út frá Vormönnunum. - Við vorum að pæla í s-afrískri tónlist og þá spil- uðum við nær eingöngu hana en nú færum við póly-rytmann úr henni yfir í jafnvel nútíma marsa, segir Sigurður. - Það gætir mik- illa jassáhrifa í tónlistinni okkar. Þetta er nútímatónlist sem við léttum svolítið og reynum að gera svolítið skemmtilega. Póly-rytminn gengur þannig að í laginu er kannski einn grunnrytmi en ofaná hann bætast svo fleiri rytmar. Rytmasveifl- urnar hittast svo af og til. En hvað er Tvdv? Sigurður Halldórsson skýrir það á þann veg að það sé nýyrði og fullkom- lega rétt myndað en hafi enga merkingu, sé einfaldlega gott orð. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30, eru í aðalsalnum, og inná þá kostar miðinn 500 krónur. TT 22 SlöA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.