Þjóðviljinn - 05.08.1988, Side 24
HELGARPISTILL
ÁRNI BERGMANN
Slaufa á saltfiskinn
Af stuðningi
einkaaðila við menningarstarfsemi
í nýlegu hefti Stefnis, tíma-
rits Sambands ungra sjálfs-
tæðismanna, er fjallað í
nokkrum greinum og viðtölum
um fróðlegt efni: Hvar er
Ragnar í Smára nútímans?
Með öðrum orðum: um stuðn-
ing einkaaðila og fyrirtækja
við ýmislega menningarstarf-
semi. En það fylgir sögunni,
að þótt enginn geti um þessar
mundir bent á mann sem
beindi ágóða af fyrirtækjum til
menningarstarfs með jafn-
miklum tilþrifum og af þvílíku
örlæti og Ragnar í Smára
gerði, þá séu fyrirtæki íslensk
í vaxandi mæli farin að taka
við sér. Þau hafi t.d. komið
meira við sögu á nýafstaðinni
Listahátíð en á fyrri lista-
hátíðum.
Á kurteisum
meöalvegi
Þegar á heildina er litið er um-
fjöllunin um þetta mál og svör
þeirra sem spurðir eru fremur
hófsöm. Þeir ætla sér ekki þá dul
að bjarga menningunni upp á
eigin spýtur eða kveða niður
„ríkisafskipti" af henni. Þegar er-
indreki Stefnis ber fram spurn-
ingar í anda þeirrar frjálshyggju
sem segir með lýðskrumstilburð-
um nokkrum að „fiskverkakonan
á Patreksfirði á ekki að greiða
niður Þjóðleikhúsmiða fyrir
tannlækni í Reykjavík", þá er
þeim Hayekfreistingum vísað frá
kurteislega. ÓlafurB. Thors, for-
stjóri Almennra trygginga, segir
blátt áfram: íslenska þjóðin er of
fámenn til að halda úti Þjóðleik-
húsi án þess að til komi stuðn-
ingur frá skattgreiðendum (Það
tekst reyndar ekki heldur miklu
fjölmennari þjóðum). Og hann
minnir á það, að menn reka
margt í sameiningu án þess að all-
ir geri sama tilkall til þjónustu -
t.d. ber barnlaust fólk hluta af
kostnaði við barnaheimili og
uppeldi.
Svörin eru semsagt í fremur
umburðarlyndum anda þeirra
sem fagna peningum til menning-
ar hvaðan sem þeir koma. Og um
slíka stefnu er reyndar lítil ástæða
til að deila: ef fyrirtæki vilja
leggja í menningarpúkkið þá er
rétt að klappa fyrir þeim. En það
er tvennt sem einn vinstrigaur vill
leggja til þessarar umræðu. Ann-
að er það, að það er varhugavert
af ástæðum sem síðar verða
nefndar að láta umræðuna teygj-
ast í þá átt að menningin sé best
komin á vegum einkafjármagns-
ins. Hitt er það að menn mega
ekki gleyma því, að stuðningur
við listir er sjaldan eins „hlut-
laus“ eða „fordómalaus" og
menn vilja gjarna láta í veðri
vaka.
Borgaraskapur-
inn, nískan og
menningin
í málsmeðferð Stefnis er
stundum reynt að fegra mjög
samband lista og borgara. Ingi-
mundur í Heklu talar um að skáld
og kaupsýslumenn eigi að geta
verið samferða vegna þess að
báðir eru reknir áfram af „ólg-
andi athafnaþrá". Það má vel
vera rétt, en segir fátt: því miður
eru allskonar slúbbertar reknir
áfram af „ólgandi athafnaþrá“,
glæpamenn einkum og sér í lagi.
Ingimundur segir líka: „Andúð
margra listamanna á fésýslu og
atvinnulífi er á misskilningi reist.
Hinn borgaralegi húmanismi á
Vesturlöndum, sem spratt upp í
verslunarborgum Ítalíu og Belgíu
á síðmiðöldum var það skjól sem
listamenn þurftu þá, og enn sýnir
reynslan okkur að listir þrífast
hvergi og dafna betur en í borg-
aralegu pjóðfélagi."
Ekki er allt jafn einfalt og nota-
legt og hér sýnist. Þess eru að vísu
dæmi að rísandi borgarastétt er
góður bakhjarl listum. En hún
getur líka verið einstaklega búra-
leg og nísk í samanburði við furst-
ana til dæmis: rétt eins og borgar-
arnir vildu fá guð á „góðum prís“
í mótmælendakirkjum (og út-
rýmdu úr þeim listaverkum þar
sem borgarastéttin varð kal-
vínsk) - þá fannst borgurum listir
einatt bruðl og synd og óþarfi.
Það er einmitt hin útbreidda
dýrkun ólistrænnar pyngjunnar
hjá borgurunum sem stuðlar svo
rækilega að því á rómantískum
tímum og síðar, að gera skáldið
og listamanninn að utangarðs-
manni, einfara, uppreisnarmanni
í reiðu andófi við viðurkenndar
dyggðir.
„Þjóöhagslega
hagkvæm?“
f viðtölum í Stefni kemur öðru
hvoru fram sú árátta, að færa af-
skipti fyrirtækja af menningu yfir
á „kalt“ viðskiptaplan: um er að
ræða, segir áðurnefndur Ólafur
B. Thors, að „styrkir til menning-
ar geta haft jákvæð áhrif í kynn-
ingu landsins sem skilar sér þann-
ig í betri árangri í sölustarfi".
Losum okkur, segir hann, við
ölmusuhugsunarháttinn, þetta
eru „hreinlega eðlilegir viðskipt-
ahættir". Hann talar líka um að
menn skuli líta á menninguna
sem iðnað, sem „þjóðhagslega
hagkvæma" iðju og þar fram eftir
götum.
Það er vitanlega tiltölulega
saklaust athæfi að reyna að sætta
bisnessmenn betur við menning-
una með því að líkja henni við
iðnað og koma henni fyrir í hag-
vaxtarhugtökum. En það er samt
ekki úr vegi að menn hafi það í
huga um leið, að menningin mun
ávallt sprengja hin hagrænu hugt-
ök utan af sér, hennar „hag-
kvæmni“ kemst ekki fyrir á línu-
riti. Allt ofurkapp á að draga úr
mun á menningariðju og öðrum
rekstri í vitund manna er hlaðið
misskilningi og skaðlegum von-
brigðum.
Þeir sem ekki fara
troönar slóöir
Og svo er að spyrja að því,
hvort fyrirtækjafé til menningar
sé líklegra en annað fé til að mis-
muna listamönnum og jafnvel
listgreinum. Ritstjóri Stefnis gef-
ur sér þetta hér:
„Mikilvægt er að greina að
nokkru í sundur styrki éinkaaðila
til menningarstarfsemi og út-
deilingu á vegum hins opinbera
til menningarmála. Heyrst hefur
að oft gæti annarra sjónarmiða
við útdeilingu listamanhastyrkja
hjá hinu opinbera en listfræði-
legra! Annaðhvort þurfi nýir
listamenn að vera í „kreðsinum"
eða vera jafnvel á svipaðri póli-
tískri línu til að hljóta styrk.
Auðvitað er slíkt aldrei algilt, en
ljóst er þó, að tölfræðilega eru
miklar líkur til þess að á meðal
hundruða athafnamanna leynist
einn sem fer „ótroðnar" slóðir
fremur en í fámennri ríkisnefnd,
þar sem meirihluta þarf til á-
kvarðana“.
Hér er komið víða við í einu og
ekki kostur að fara út í kosti og
galla tilhögunar á opinberum
styrkjum. En þessi „líkindareikn-
ingur" er samt rangur. Einkafyr-
irtæki, sem hafa jafnan í huga
auglýsingagildi menningar-
styrkja sinna („eðlilegir viðskipt-
ahættir" segir þar), eru einmitt
mjög ólíkleg til að styrkja þá list
sem ekki fer troðnar slóðir, að
maður nú ekki tali um list sem er
með einhverjum hætti utangarðs,
í andófi. Einkafjármagn er líklegt
til þess öðru fremur að kaupa list-
averk í húsakynni sín (og þá helst
af „viðurkenndum" nöfnum) - og
svo til að styðja klassískt tónlist-
arlíf. Menn vita það bæði úr Am-
eríku og íslandi, að kaupsýslu-
menn, iðjuhöldar, útgerðarmenn
og (með leyfi að segja) mafíósar,
eru öflugastir stuðningsmenn
tenórsöngvara sem til eru - þeir
vilja „fá slaufu á saltfiskinn" eins
og þeir í Gúðmúndsensbúð sem
kostuðu Garðar Hólm til söng-
náms. Aftur á móti er næsta ólík-
legt að virðulegt einkafjármagn
komi við sögu þar sem fara skal
með umdeilt leikverk, sérvisku-
lega ljóðlist, hneykslanlega
myndlist og þar fram eftir götum.
Miklu líklegra, satt að segja, að
„sérfræðingar" í ríkisnefndum
falli í þá þörfu freistingu.
Og það er ekki síst þess vegna,
sem það getur verið beinlínis
hættulegt viðgangi lista ef menn
ætla að treysta mjög á framlög
einkafyrirtækja og láta aðrar
peningalindir dragast saman eftir
því.
Af Tarkovskí
Leyfið mér að lokum að fara
með dæmisögu. Hingað kom
fyrir nokkrum árum sovéski kvik-
myndastjórinn Andrei Tarkov-
skí, sem þá var í útlegð frá heima-
landi sínu. Hann hafði gert heima
í Sovét mjög „erfiðar" og ljóð-
rænar myndir, sem ekki voru lík-
legar til fjöldaaðsóknar. Margir
höfðu horn í síðu þessara mynda
minna í Sovétríkjunum, sagði
hann, vegna þess að þær væru
„óskiljanlegar" og „formalísk-
ar“. En það skrýtna var, að að-
eins í Sovétríkjunum hefði ég
fengið peninga til að gera svona
myndir. Hér á Vesturlöndum
hefði enginn hætt sínu fé í þær.
Heima voru þó til menn sem voru
nógu forvitnir - og ábyrgðar-
lausir um ríkisfé - að þeir gáfu
grænt ljós á þær. Svo þegar ég
kom hingað vestur, þá tókst að
skrapa saman fé úr fimm löndum
í eina mynd - út á þann orðstír
sem ég hafði með mér að
heiman...
24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ