Þjóðviljinn - 05.08.1988, Page 30
MYNDLIST
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti
74, er lokað um óákveðinn tíma
vegnaviðgerða.
Eden, Hveragerði, Steingrímur
Sigurðsson sýnir myndir unnar í
olíu, með pastel, akrýl og vatns-
litum. Sýningin ertileinkuð
Vestmannaeyjum og Snæfells-
nesi, þessumtveimurorkustöðv-
um og stendurtil 7. ágúst.
Ferstikla, Hvalfjarðarströnd,
sýning á myndverkum eftir
Bjarna Þór Bjarnason, Akranesi.
Á sýningunni, sem stendur til 13.
ágúst, eru olíukrítarmyndir, col-
lage og grafík (einprent). Mynd-
irnareru tilsölu.
Gagnfræðaskólinn, Ólafsfirði,
sunnudaginn 7. ágúst klukkan
14.00 opnar Þorvaldur Þorsteins-
son sínafjórðu einkasýningu. Á
sýningunni eru rúmlega tuttugu
vatnslita- og tússmyndir. Sýning-
in verður opin á virkum dögum
klukkan 20.00 - 22.00 og um
helgar klukkan 14.00 -17.00 en
henni lýkur 14. ágúst.
Gallerí Birgis Andréssonar,
Vesturgötu 20, bakdyr, sýning á
verkum þýska listamannsins
Gerhard Amman opnuð í kvöld,
föstudaginn 5. ágúst, klukkan
20.00. Galleríið er opið á kvöldin
og eftirsamkomulagi, en áður
hafa sýnt í galleríinu listamenn-
irnir Halldór Ásgeirsson, Árni Ing-
ólfsson, Bjarni H. Þórarinsson,
Kees Visserog Ragna Róberts-
dóttir. Sýning Gerhards stendur
út mánuðinn.
Gallerí Borg, Pósthússtræti 9,
sýning á verkum sem galleríið
hefurtil sölu eftir gömlu íslensku
meistarana. Skipt verður um verk
reglulega á sýningunni sem
standa mun í sumar. Gallerí Borg
eropið virka daga kl. 10:00-
18:00, ogkl. 14:00-18:00 um
helgar.
Grafíkgalleríið, Austurstræti 10,
kynning ágrafíkmyndum Daða
Guðbjörnssonarog keramik-
verkum BorghildarÓskarsdóttur.
Auk þess er til sölu úrval grafík-
myndaeftirfjölda listamanna.
Galleríið er opið virka daga kl.
10:00-18:00.
Gallerí Gangskör, verk Gang-
skörunga eru til sýnis og sölu í
galleríinu semeropið kl. 12:00-
18:00 þriðjudaga til föstudaga.
Gallerí Svart á hvítu, Laufás-
vegi 17(fyrirofan Listasafnið),
sýning á verkum Nínu Gautadótt-
ur. Á sýningunni eru olíu- og akr-
ýlmálverk unnin 1987 - ‘88 og
lýkursýningunni 14. ágúst. Auk
sýningarinnar er á efri hæð gall-
erísins listaverkasala og eru til
sölu verk ýmissa listamanna.
Listaverkasalurinn eropinn á
sama tíma og sýningarsalur gall-
erísins, klukkan 14.00 -18.00
alla daga nema mánudaga.
Hafnargallerí Gunnar Kristinn
Ottósson sýnir3 verk, unnin með
lituðu Ijósi og hreyfingu. Sýningin
stendurtil 12.ágúst.
Kjarvalsstaðir, austursalur:
Sýning á verkum Jóhannesar S.
Kjarvals, þar á meðal mörgum
verkum sem ekki hafa komiðfyrir
almenningssjónirfyrr. Sýningin
stendurtil21.ágúst.
Vestursalur: í syðri enda, sýning
á verkum Guðlaugs Þórs Ás-
geirssonar. Flestarmyndanna
eru olíu- og pastelmyndir, unnar
1986 -1988. í eystri enda, sýning
á verkum Rutar Rebekku Sigurj-
ónsdóttur. Olíumálverk og grafík.
Sýningarnar verða báðaar opn-
aðar klukkan 14.00 laugardaginn
6. ágúst og þeim lýkur 21. ágúst.
(vesturforsal: Ljósmyndasýning.
Sýning á landslagsmyndum
Bents S. Erikssons verður opnuð
klukkan 14.00 laugardaginn 6.
ágúst og lýkur 21. ágúst.
Kjarvalsstaðir eru opnir daglega
kl. 14:00-22:00.
Listasafn ASI, Grensásvegi 16.
Lokað fram í ágúst vegna sumar-
leyfa.
Listasafn Einars Jónssonar,
Njarðargötu er opið alla daga
nema mánudaga kl. 13:30-
16:00. Höggmyndagarðurinn er
opinn daglega kl. 11:00-17:00.
Listasafn Islands, sýning á
verkum MarcChagallseropin
alla daga kl. 11:00-17:00. Sýn-
ingin á verkum Chagalls stendur
til 14. ágúst. Leiðsögn um
Chagall-sýningunaferframá
sunnudögum kl. 13.30. Kaffistofa
Listasafnsins eropin á sama
tíma og sýningarsalirnir.
Mokka, Halldóra Emilsdóttir
sýnir pastelmyndir. Verkin eru öll
unnin á þessu ári og eru til sölu.
Sýningin stendur út ágústmánuð.
Norræna húsið, sumarsýning á
verkum Jóns Stefánssonar
„Landslag" stendur nú yfir. Sýn-
ingin verðuropin daglega kl.
14.00-19.00 til 21. ágúst.
Nýhöfn, Hafnarstræti 18, sumar-
sýning á verkum ýmissa lista-
manna. Verkin eru öll til sölu og
afhendingar strax. Sýningin
stendurfram í september, Ný-
höfn er opin alla virka daga kl.
12:00-18:00, en lokuð um helgar.
Nýiistasafnið v/ Vatnsstíg,
Birgir Andrésson opnarmyndlist-
arsýningu í efri sal laugardaginn
6. ágúst klukkan 16.00. Birgir
sýnir2skúlptúraognokkur
myndformog lýkursýningunni
sunnudaginn 21. ágúst klukkan
20.00.
Laugardaginn 6. ágúst mun
Bjarni H. Þórarinsson standafyrir
sjónþingi í Nýlistasafninu. Þar
mun Bjarni kynna hugmyndir
sínar um það sem hann kallar
„sjónháttafræði" en þessi fræði
leggja úr höfn brynjuð þremur
sjónháttum; einbendu, tvíbendu
og þríbendu. Sjónþinginu lýkur
sunndaginn21.ágúst.
Safnið er opið kl. 14:00-20:00.
Þjóðminjasafnið, Bogasalur,
sýning á verkum W.G. Colling-
woods (1854-1932). Sýningin er
opin alla daga nema mánudaga
kl. 11:00-16:00, og stendurtil
lokaseptember.
LEIKLIST
Ferðaleikhúsið, Tjarnarbíói,
sýningar á Light Nights eru fjögur
kvöld í viku, kl. 21:00,
fimmtudaga til sunnudaga.
TONLIST
Norræna húsið, Loftfélag ís-
lands heldur tónleika í aðalsal
klukkan 20.30 í kvöld, föstudags-
kvöld. Tónlistin er í ætt við spuna,
framsækinn djass, improvisati-
on, Afríkutónlist og fleira frum-
legt. Sigurður Björnsson gítar,
SigurðurHalldórsson bassi,
Hvað á að gera um helgina?
Fleyta friðarkertum
Steinunn Harðardóttir, formaður Menningar- og friðarsamtaka
íslenskra kvenna
„Á föstudagskvöld mun ég mæta niður á Tjörn klukkan 10
stundvíslega, til þess að selja kerti til sem flestra, svo þeir geti
lagt sitt af mörkum til varnaðar gegn þeim voða, sem átti sér
stað fyrir 43 árum, þegar kjarnorkusprengjunni var varpað á
Hírósíma.“
- Á að fara úr bœnum?
„Nei, ég reikna ekki með því. Ég starfa sem leiðsögumaður
og á von á Svíum, frá fyrirtækinu Tetrapack, sem ég ætla að
leiða um borgina. Ég var með hóp frá Tetrapack í fyrra, sem
kom hingað til þess að skoða nýjustu vélasamstæðuna frá fyrir-
tækinu. Hún hafði ekki verið sett upp í Svíþjóð, heldur hjá
Mjólkursamsölunni. Ég veit ekki hvað þessi hópur sem nú
kemur ætlar að skoða, en ætli það verði ekki farið á söfn og
verslað í Kringlunni t.d.“
— Helgin fer semsagt öll í vinnu, annarsvegar að hugsjóna-
starfi og hinsvegar að þjónusta ferðamenn. ?
„Nei, ekki öll. Ef veður verður sæmilegt reyni ég að dytta að
garðinum.“
selló, strengjahljóðfæri, Daníel
Þorsteinsson píanó, BirgirBald-
ursson trommur. Miðaverð 500
krónur.
IÞROTTIR
Sólheimar í Grímsnesl, íþrótta-
hátíð þroskaheftra, fatlaðra og
aðstandenda þeirra verður hald-
in sunnudaginn 7. ágúst og hefst
dagskrá hennar klukkan 12.00.
Sætaferðir eru frá BSÍ að morgni
og aftur til baka að dansleik lokn-
um. Þátttakaog aðgangur
ókeypis. Allir velkomnir.
Fótboltinn
Laugardalsvöllur, landsleikur
íslendinga og Búlgara á sunnu-
daginn 7. ágúst klukkan 19.00.
Leikurinn er vináttuleikur og jafn-
framt fyrsti landsleikur þjóðanna.
Verð aðgöngumiða: Stúka 600
krónur, stæði 400 krónur, börn
150 krónur.
Föstudagur:
1 .d.ka.kl.20.00 Víkingur - Fram
2.d.ka.kl.20.00 KS-FH
2.d.ka.kl.20.00 Víðir - Tindastóll
1 .d.kv.kl.20.00 Stjarnan - Fram
1 .d.kv.kl.20.00 Valur- ÍA
2.d.kv.kl.20.00 ÞórA-UBK
2.d.kv.kl.20.00 FH - Afturelding
Laugardagur:
2.d.ka.kl.14.00 ÍBV-Fylkir
1.d.kv.kl.14.00 KR-KA
1 .d.kv.kl.17.00 ÍBÍ - ÍBK
Sunnudagur:
2.d.kv.kl.14.00 KS-UBK
Auk þessara er að vanda fjöldi
leikja í 3. og 4. deild karla, en línur
eru teknar að skýrast á þeim
slóðum.
HITT OG ÞETTA
Arnarstapi, Þrídrangurheldur
útimótið Snæfellsás 88 nú um
helgína. Gangandi Björn, indíáni
af ættbálki Svartfætlinga, fræðir
mótsgesti um töfralist og helgi-
siði indíána, Jóna Ingibjörg Jóns-
dóttir ræðir um kynlíf sem leið til
andlegs þroska, félag Ný-
alssinna heldur miðilsfund og
Ken Cadigan kennirfólki að
ganga á eldi, svo dæmi séu
nefnd af dagskrá mótsins.
Árbæjarsafn, ný sýning um
Reykjavík og rafmagnið er í Mið-
húsi (áður Lindargata 43a). Auk
þess er uppi sýning um forn-
leifauppgröftinn í Viðey sumarið
1987, og „gömlu" sýningarnar
eru að sjálfsögðu á sínum stað.
Safnið er opið alla daga nema
mánudagakl. 10:00-18:00. Leið-
sögnumsafniðerkl. 15:00ávirk-
umdögum.og kl. 11:00og 15:00
um helgar. Veitingar í Dillonshúsi
kl. 11:00-17:30, létturhádegi-
sverðurframreiddurkl. 12:00-
14:00. Kl. 15:00-17:00 ásunnu-
daginn leikurKolbeinn Bjarna-
son, flautuleikari á barokkflautu,
lögeftirG. P.Telemanní Dillons-
húsi.
Ferðafélagið, helgarferðir 5.-7.
ágúst: 1. Fjallabaksleið nyrðri og
syðri. 2. Þórsmörk. 3 Land-
mannalaugar-Eldgjá. Upplýs-
ingar og farmiðasala á skrifstofu
félagsins Öldugötu 3.
Hana nú, Kópavogi, lagt upp í
laugardagsgönguna frá Digra-
nesvegi 12, kl. 10:00 ífyrramálið.
Verið með í bæjarröltinu í
skemmtilegum félagsskap; sam-
vera, súrefni, hreyfing og ný-
lagað molakaffi.
Templarahöllin við Eiríksgötu,
Bókavarðan efnir til fjölbreytts
uppboðs og hefst það stundvís-
legaklukkan 15.00 sunnudaginn
7. ágúst. Seldarverðaýmsar
bækur, bréfasöfn, myndirog
fleira. Uppboðsgripirnir verða til
sýnis hjá Bókavörðunni að
Vatnsstíg 4 laugardaginn 6. ág-
ústklukkan 11.00-15.00.
Útivist, dagsferðir um helgina:
Sunnudagsferðir7. ágúst: Klukk-
an 8.00. Þórsmörk, einsdags-
ferð. Verð 1200 krónur. Klukkan
10.30. Leggjabrjótur. Klukkan
13.00. Þingvellir-Hrauntúns-
gata. Verð 900 krónur.
Helgarferðir5.-7. ágúst: 1. Fjöl-
skylduhelgi í Þórsmörk. Tilvalin
ferð fyrir unga sem aldna. Afslátt-
arverð og frítt fyrir börn yngri en
10 ára með foreldrum sínum. 2.
Kjalarferð. 3. Þórsmörk. Venju-
leg helgarferð sameiginleg fjöl-
skylduhelginni og á sömu afslátt-
arkjörum.
Upplýsingar og farmiðasala á
skrifstofu ÚtivistarGrófinni 1,
símar 14606 og 23732.
Ef óhapp
verður -
skiptir
öllu máli
að vera
með beltið
spennt
IUMFERÐAR
'RÁÐ
30 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ