Þjóðviljinn - 25.08.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.08.1988, Blaðsíða 2
Krummahólar sigraði kerfið Borgarráð samþykkti nýtt deiliskipulag. I stað iðnaðar koma íbúðirfyrir aldraða með litlum þjónustukjarna Á fundi borgarráðs í vikunni var fallið frá fyrra deiliskipulagi við Krummahóla sem hafði gert ráð fyrir að þar mundi rísa iðnað- arhverfi fyrir léttan iðnað, þrátt fyrir áköf mótmæli íbúanna í hverfinu sem hafa ekki vil.jað fá iðnaðarstarfsemi inn í mitt íbúðarhverfið. Borgarráð samþykkti hinsveg- ar nýtt deiliskipulag fyrir Krummahólana og í stað iðnaðar er gert ráð fyrir íbúðum fyrir aldr- aða og litlum þjónustukjarna í hverfinu. Að sögn Sigurjóns Péturssonar borgarfulltrúa Alþýðubandalags- ins hafa borgaryfirvöld reynt ár- angurslaust í áratug eða svo að fá iðnaðarfyrirtæki til að hasla sér völl á svæðinu með léttan iðnað. En svo virðist sem iðnrekendur vilji helst vera þar sem einhver iðnaður er fyrir en ekki gerast brautryðjendur á nýjum svæð- um. Þegar það rann loksins upp fyrir borgaryfirvöldum að ætlun þeirra náði ekki eyrum iðnfyrir- tækja var söðlað um og til að nýta hverfið til fulls var brugðið á það ráð að hanna nýtt deiliskipulag. Þá varð ofan á að skipuleggja þar íbúðir fyrir aldraða í stað iðnað- arins og má ætla að þessi niður- staða sé lofuð meðal íbúa við Krummahóla sem að þessu sinni höfðu sigur gegn borgarkerfinu. -firh FRETTIR Til Grandi hf. II ið hreint gjafverð Sex togarar með 20þúsund tonnaþorskkvóta og tvö frystihús varlega metið á 2 miljarða. Gamla œttarveldið í Sjálfstœðisflokknum villfá 78% afeignarhlut Granda hf á útsöluverði. Aflaverðmœti togara fyrirtœkisins 1987'nam um 742 miljónum Þeir sem gerst þekkja til í sjáv- arútvegi telja að 500 miljóna króna tilboð gamla ættarveldisins í Sjálfstæðisflokknum, sem kennt er við Engey í eignarhlut borgar- innar í Granda hf., sé hreint gjaf- verð og langt frá raunvirði. Fyrirtækið gerir út sex togara með 20 þúsund tonna þorskkvóta og rekur tvö frystihús. Hinir sömu fullyrða að verðmæti þessa alls sé nær 2 miljörðum króna en hálfum miljarði. Á fundi borgarráðs í fyrradag var lagt fram 500 miljóna króna tilboð fjögurra fyrirtækja í eignarhlut Reykjavíkurborgar í Granda hf. Hval hf., Venusi hf., sem er dótturfyrirtæki Hvals hf. og gerir út samnefndan frystitog- ara, Hampiðjunni hf. og Sjóvá hf., sem er undir stjórn og í eigu niðja Sveins Benediktssonar bróður Bjarna Benediktssonar fyrrum forsætisráðherra og for- manns Sjálfstæðisflokksins. Til- boðið gerir ráð fyrir að útborgun verði 20% en eftirstöðvarnar greiddar með jöfnum afborgun- um á átta árum og höfuðstóll og eftirstöðvar verðtryggðar á grundvelli lánskjaravísitölu. Að sögn Sveinbjörns Svavars- sonar útgerðarstjóra hjá Granda hf. gerir fyrirtækið út sex togara, þá Ottó Þorláksson, Jón Bald- vinsson, Ásgeir, Ásbjörn, Hjör- leif og Snorra Sturluson. Hinum síðastnefnda er verið að breyta í frystitogara í Stettin í Póllandi og varlega áætlað má ætla að afla- verðmæti hans í hverjum mánuði eftir breytingarnar verði um 47 miljónir króna. Á aðeins einu ári yrði aflaverðmæti hans ríflega það sem fyrirtækin fjögur bjóða í hlut borgarinnar. Aflaverðmæti togara fyrirtæk- isins á síðasta ári nam 742 miljón- um króna og á fyrstu sex mánuð- um þessa árs er aflaverðmætið um 370 miljónir króna. Þrátt fyrir að skuldir Granda hf. hafi um síðustu áramót verið um 1350 miljónir króna, sem væntanlegir kaupendur munu að sjálfsögðu yfirtaka, er ljóst að til- boð fyrirtækjanna fjögurra í 78% af hlutafé Granda hf. er langt frá því verði sem kunnugir aðilar í sjávarútvegi halda fram að sé eðlilegt. Ef borgaryfirvöld ganga að þessu tilboði er ljóst að fyrir- tækin fjögur fá Granda hf. á út- söluverði og óvíst hvort fyrirtæk- ið verður rekið i óbreyttri mynd eftir það, þrátt fyrir stór orð til- boðsaðila þar um og bjartsýni þeirra um framtíð sjávarútvegs. Eignarhlutur borgarinnar í Granda hf. er um 78% en aðrir eigendur eru fjölskylda Ingvars Vilhjálmssonar sem átti og rak ísbjörninn hf. Hlutur þeirra í Granda hf. er aðeins 14,5% en var í upphafi 25%. Þá á Olís hf. 7,5% sem það fékk upp í olíu- skuldir ísbjarnarins þegar það fyrirtæki var gert upp. -grh Nýju álveri mótmælt Samtök Grænfriðunga höfðu frammi táknræn mótmæli gegn nýju álveri í Straumsvík fyrir framan Stjórnarráðið í Lækjargötu í gær í tengslum við nýhafna undirskriftasöfnun þeirra. Þar er skorað á ríkisstjórnina að hætta við allar áætlanir um byggingu nýs álvers vegna skaðlegra áhrifa þess á umhverfi, efnahag, byggðajafnvægi og framtíðarstefnu íslendinga. Mynd E.ÓI. Fjármögn unarleigurnar Raðherra bíður fram á haust Jón Sigurðsson svarar efnahagsnefndAB: Ágallar verða lagaðir á alþingi í vetur. Ólafur Ragnar: Dœmigert skriffinnasvar. Virðist ekki skilja alvöru málsins. Fylgjum málinu eftir vegar er greinilegt að ráðherrann virðist ekki skilja alvöru málsins. Svar hans er dæmigert fyrir skrif- Jón Sigurðsson viðurkennir að það skorti lykilákvæði í lögum um rekstur þessara fyrirtækja, bæði um upplýsingar gagnvart eigendum ávöxtunarbréfanna, um eiginfjárstöðu og hagsmuna- árekstra við skyld fyrirtæki. Hins Ragnar Alþýðu- fínna í ráðuneytum sem sitja yfir pappírum sínum og eru lokaðir inni í eigin nefndakerfi, án tengsla við raunveruleikann úti í þjóðfé- Vogalax hf. Kaninn seldi sinn hlut s Atti 49% afhlutaféfyrirtœkisins en á nú aðeins 9%. Innlendir aðilar keyptu þessari sölu Bandaríkjamann- Bandarískir fiskeldismenn sem áttu 49% af hlutafé Vogalax hf. í Vogum á Suðurnesjum hafa nú selt 40% af eign sinni í fyrir- tækinu og eiga nú aðeins um 9%. Kaupendur voru innlendir aðil- ar. Að sögn Sveinbjörns Odds- sonar stöðvarstjóra er skýringin á anna á sínum eignarhlut erfið- leikar sem þeir áttu í heima fyrir en ekki sú að þeir hafi haft ótrú á, framtíð fyrirtækisins. Af þessum sökum hafi þeir ákveðið að hætta afskiptum af fiskeldi hérlendis sem og í sínu heimalandi. -grh laginu, segir Olafur Grímsson formaður bandalagsins. Viðskiptaráðherra sendi í gær formlegt svar við erindi efna- hagsnefndar Alþýðubandalags- ins, þar sem farið var fram á að þegar í stað yrði farið ofan í saumana á rekstri fjármögnunar- fyrirtækja í landinu og bráða- birgðalög sett til að tryggja bankaeftirlitinu slíka skoðun í stað þess að bíða í marga mánuði eftir lagasetningu Alþingis. í svarbréfi ráðherra er vísað til starfa nefndar á vegum ráðuneyt- isins sem vinni að gerð lagafrum- varps sem lagt verði fram við upphaf þingsíhaust. Þágefist Al- þýðubandalaginu tækifæri til að vinna að framgangi málsins. - Þær upplýsingar sem efna- hagsnefnd AB hafði undir hönd- um þegar hún skrifaði bréf sitt til viðskiptaráðherra, ásamt þeim viðbótarupplýsingum sem nefnd- inni hafa borist síðan og þeim fréttum sem birst hafa í fjölmiðl- um, hafa undirstrikað nauðsyn þess að tafarlaust verið sett lög sem tryggi formlegt bankaeftirlit og fjárhagslega heilbrigðis- skoðun á þessum fyrirtækjum. Svar Jóns er því á engan hátt fullnægjandi og við munum fylgja erindi okkar til viðskiptaráðherra enn frekar eftir næstu daga. - Við sendum bréfið einnig til Steingríms Hermannssonar og Matthíasar Á. Mathiesen, sem báru pólitíska ábyrgð á vaxta- frelsinu í síðustu ríkisstjórn, og einnig til Þorsteins Pálssonar og munum vænta svara frá þeim um það hvort þeir ætla að styðja að- gerðarleysisstefnu Jóns Sigurðs- sonar. -Ig- Sjá svarbréf ráðherra síðu 4 Eimskip Hotel við Skúlagötu Framkvæmdastjóri þróunarsviðs: Látum ekki svartnætti efnahagslífsins ídag trufla áœtlanir okkar. Alþjóðahótel með 200 herbergjum tilbúið 1992-1993 „Undirbúningur að byggingu hótels á lóðum félagsins við Skúlagötu hefur staðið yfir í langan tíma og okkur þótti ekki verjandi að láta dægurmál dags- ins í dag trufla áætlanir okkar heldur koma með eitthvað já- kvætt í þessu svartnætti efnahags- lífsins," sagði Þorkell Sigurlaugs- son framkvæmdastjóri þróunar- sviðs Eimskipafélags Islands við Þjóðvitjann. Hjá fyrirtækinu hefur að und- anförnu verið unnið að gerð frumteikninga að alþjóðahóteli á lóðum félagsins við Skúlagötu og er stefnt að því að það verði tilbú- ið 1992-1993. Gert er ráð fyrir allt að 200 herbergjum í þessu nýja hóteli. Aðspurður hvort það væri ekki að bera í bakkafullan lækinn að ætla sér að fara út í hótelbyggingu þegar nóg framboð væri af hótel- rými í borginni, sagði Þorkell að svo væri ekki. Hann sagði að fyrir nokkrum árum hefði verið skortur á hótelherbergjum í borginni en staðfesti að í dag væri framboðið meira en eftirspurnin eftir hótelplássi. Hins vegar tók Þorkell það fram að svo yrði von- andi ekki til langframa ef heim- sóknir erlendra ferðamanna hingað til lands ykjust svo sem stefnt væri að. Að sögn Þorkels er enn verið að teikna hótelið en frum- teikningar að því eru þó þegar komnar inn á borð hjá Skipuiags- nefnd Reykjavíkur. Þorkell sagði ennfremur að hér væri um ára- tuga fjárfestingu að ræða en enn- þá væru margir lausir endar í þessu dæmi sem þyrfti að ganga frá áður en ráðist yrði í verklegar framkvæmdir, enda nægur tími til stefnu. -grh -T 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJÍNN Fimmtudagur 25. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.