Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR. Ríkisstjórnin Tíminn að renna út Steingrímur ogJón Baldvin lítt hrifnir aftillögum Þorsteins. Þing- flokksfundir í dag ákvarða framhaldið. Ólga innan Framsóknar orsteinn Pálsson forsætisráð- herra segir tiliögur sínar í efnahagsmálum sem hann afhenti formönnum samstarfsflokka sinna formlega síðdegis í gær, ekki vera neina úrslitakosti. Hann hefur óskað eftir að athuga- semdir og breytingatillögur frá samstarfsflokkunum verði kynntar á ríkisstjórnarfundi sem haldinn verður í dag. Þjóðhagsstofnun telur að þess- ar aðgerðir þýddu að verðbólgan yrði um 15% um áramótin, en hraði verðbólgunnar nú sam- kvæmt nýbirtri vísitölu fram- færslukostnaðar er um 28%. Tillögur Þorsteins hafa ekki vakið mikla ánægju innan Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks en báðir flokkarnir hafa boðað til þingflokksfunda í dag og er fast- lega búist við að hörð átök verði á þingflokksfundi Framsóknar- manna en margir þingmenn flokksins vilja slíta stjórnarsam- starfinu og telja freicari samn- ingaviðræður við forsætisráð- herra vonlausar. Steingrímur Hermannsson sagði að loknum fundi formanna ríkisstjórnar- flokkanna í gær, að menn væru í mikilii tímapressu. Hann vildi ekkert tjá sig um tillögur Þor- steins og í sama streng tók Jón Baldvin Hannibalsson sem sagði engan skort vera á tillögum, held- ur samstöðu um aðgerðir. verðbólga Verðbólguhraðinn nú er um 28% á heilu ári miðað við hækk- un visitölu framfærslukostnaðar undanfarna þrjá mánuði. Undanfarna 12 mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 28,3%. Frá ágúst til september hækkaði vísitalan um 0,7%, sem samsvarar 9% verð- bólgu á einu ári. Vísitalan milli ágústmánaðar og september hækkaði um 0,7% vegna hækkunar á verði mat- og drykkjarvöru. Hækkun annarrar innlendrar vöru olli um 0,2% hækkun vísitölunnar og verð- hækkun á ýmsum vöru- og þjón- ustuliðum olli 0,3 hækkun. -Sáf Ásmundur Stefánsson ræðir við Hansínu Stefánsdóttur og Magnús G. Sveinsson við upphaf formannsfundar ASÍ í gær. Mynd - E. Ól. Frystihús Nýtt fjármagn, nýir eigendur Asmundur Stefánsson: Óþarfi að lœkka launin. Bindiskylda á gráa markaðinn. Kostnaður niðurgreiddur og bein rekstrarframlög. Skuldum breytt í eignarhlut. Bœtt eiginfjárstaða. Starfsfólk í stjórn í tillögum forsætisráðherra er m.a. gert ráð fyrir 3% gengisfell- ingu þegar, áframhaldandi fryst- ingu verðlags og launa fram til 10. janúar, millifærslu úr Verðjöfn- unarsjóði og endurgreiðslu sölu- skatts til frystihúsanna, en engar tillögur eru um lögbundna vaxta- lækkun. ASÍ Verií viðbúin Kjaraskerðing á al- mennum launum verður ekkiþoluð. Verkafólk viðbúið að bregðast við Formannafundur ASI12. sept- ember 1988 tekur undir ályktun miðstjórnar ASÍ frá 6. september sl. Fundurinn mótmælir öllum hugmyndum um skerðingu launafólks. Fundurinn minnir á að þjóðartekjur á þessu ári eru áætlaðar svipaðar og á síðasta ári. Vandinn er því engan veginn óviðráðanlegur og það verður ekki þolað að við honum verði brugðist með kjaraskerðingu. Allar aðgerðir hljóta að miðast við að lækka vexti og verðlag - og sjá fyrir atvinnuöryggi í útflutn- ingsgreinum. Frumskilyrði er að tryggja afkomu heimilanna. Hinn almenni launamaður ber ekki sök á offjárfestingu og óráðsíu þjóðfélagsins. Fundurinn skorar á verkafólk um land allt að vera við því búið að bregðast við á viðeigandi hátt ef stjórnvöld taka ekki mark á þessum samþykktum. Hugmyndir um aðför að al- mennum launatekjum eru sið- lausar á sama tíma og fjármagns- eigendur fá hömlulaust að raka saman fé með verðbréfabraski, afföllum víxla og bréfa á lánam- arkaði og okurvöxtum, segir í samþykkt stjórnar og formanna- fundar BSRB sem haldinn var í gær. Fundurinn bendir á að ekki hafi komið frá stjórnvöldum til- lögur, sem gera ráð fyrir lög- bundinni niðurfærslu á öðrum að er fráleit lausn á 1.3 milj- arða halla frystihúsa að lækka launakostnað allra fyrir- tækja í landinu um 12 miljarða. Þið komið auga á fáránleikann. Það gera ráðherrarnir hins vegar ekki. Það er þjóðarmeinið, sagði Asmundur Stefánsson í lok ræðu sinnar á formannaráðstefnu ASI í gær. Hann hélt því fram að laun verkafólks gætu ekki verið kjarni efnahagsvanda íslensku þjóðar- liðum í útgjöldum atvinnufyrir- tækja en launum. Þá mótmælir fundurinn harð- lega öllum hugmyndum um al- menna kjaraskerðingu hvort sem er með beinni launalækkun, launafrystingu, gengisfellingu, eða öðrum efnahagsráðstöfun- um, sem valda kjaraskerðingu. Leggja verður áherslu á sérstakar aðgerðir til að leysa vanda þeirra fyrirtækja, sem skipta sköpum fyrir atvinnu fólks. Fjármuna til nauðsynlegra efnahagsráðstaf- innar, því væri algjör óþarfi að lækka launin. Asmundur setti fram hug- myndir sínar um það hvernig unnt væri að reka frystihúsin hallalaus næstu 6 mánuði en það væri nauðsynlegt til að unnt væri að endurskipuleggja rekstur þeirra. í því sambandi yrði að taka sérstaklega á vanda þeirra 10 til 20 frystihúsa sem allra verst standa en ótrúlega stór hluti ana ber að afla 1) með skattlagn- ingu á vaxtatekjur og verðbréfa- eign, 2) með hátekjuskatti. Aðildarfélög BSRB munu beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir niðurgreiðslu eða frystingu á almennum launa- tekjum. Ein af forsendum bætts efnahagslífs í landinu er jafnvægi á launamarkaðinum. - Því verður að leita annarra leiða gegn verð- bólgu og atvinnuleysi til aukins kaupmáttar og stöðugleika, segir í ályktuninni. heildarhallans væri til kominn vegna þeirra. Lœkkun vaxtakostnaðar Ásmundur upplýsti að í við- ræðum við fulltrúa ASÍ hefðu bæði Þorsteinn Pálsson og Steingrímur Hermannsson verið andvígir því að sett yrðu lög sem takmarka svokölluð affallavið- skipti með verðbréf. En þegar verðbréf eru seld með afföllum langt undir nafnvirði geta raun- vextir af þeim orðið geysiháir. „Grái markaðurinn er allur í formi affallaviðskipta," sagði Ás- mundur. „Ef viljann skortir til að taka á vöxtum á gráa markaðin- um, er í raun ekki vilj i til að taka á málinu yfirleitt.“ Hann taldi að unnt væri að færa vextina niður með lögum og láta þá ákvörðun ganga yfir gráa markaðinn. Asmundur taldi að með bindi- skyldu á öll verðbréfaviðskipti fengist allt að miljarður króna. Rétt væri að bindiskylda verð- bréfafyrirtækja væri vaxtalaus en með verðtryggingu eins og nú er hjá bankastofnunum. Féð mætti lána frystihúsum á lágum vöxtum ofan á verðtryggingu til að þau gætu létt af sér níðþungum drátt- arvöxtum. Niðurfœrsla kostnaðar Ásmundur taldi að til greina kæmi að létta opinberum gjöld- um af frystingunni. „Til dæmis má fella niður söluskatt af raf- magni. Ríkissjóður gæti greitt launatengd gjöld vegna frysting- arinnar. “ En einfaldast taldi Ásmundur þó að greidd yrðu bein rekstrar- framlög, annaðhvort með ríkis- framlagi í gegnum verðjöfnunar- sjóð eða jafnhliða endurgreiðslu söluskatts. Hlutafjárkaup „Eigið fé frystihúsanna er al- mennt mjög takmarkað,“ sagði forseti ASÍ. „Það er ein af ástæð- um þess hve erfitt þau eiga með að mæta sveiflum í afkomu. Fyr- irtæki, sem skortir eigið fé, tekur mikil lán. Vaxtakostnaður verð- ur þá mikill og þungbærari af þeim sökum.“ í Færeyjum væru opinberir sjóðir sem undanfarin ár hefðu eignast 20% hlutafjár í frystihús- um. Sjóðurinn keypti þó ekki eignarhluti eftir neinu sjálfvirku kerfi. Slíkan sjóð ætti að stofna hér. Það lægi beinast við að Fisk- veiðasjóður, sem um síðustu ára- mót taldi eigið fé rúmlega tvo miljarða, legði fram fé í slíkan sjóð. Eðlilegt væri að hlut sjóðsins í fyrirtækjum fylgdi stjórnaraðild. fsjö manna stjórn gæti sjóðurinn átt tvo menn, annar kæmi frá Fiskveiðasjóði en hinn frá starfs- mönnum viðkomandi fyrirtækis. BSRB Siðlausar hugmyndir um kjararán Samþykkt stjórnar ogformannafundar: Allri kjaraskerðingu mót- mœlt. Öllum tiltækum ráðum beitt til að koma í vegfyrirslíkar aðgerðir 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 13. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.