Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Framþróun - kyrrstaða - afturhvarf? Niðurstaða starfshóps um mál- efni sólarhringsstofnananna Skálatúns, Sólborgar og Sól- heima og framtíðarskipan þeirra hefur verið allnokkuð til umræðu að undanförnu og stundum í þá veru, að þessi forherti starfshóp- ur hefði boðað byltinguna á morgun, byggingar allar ruddar í rúst á stundinni o.s.frv. Sannleikurinn; tillagan um að leggja þessar stofnanir af í núver- andi mynd á næstu fimmtán árum hefur stundum flotið með, stund- um ekki. Umræðan hefur hins vegar um margt verið af hinu góða þar sem sjónarmiðin um sambýli, um lítil heimili eða annað frjálst búsetu- form hafa verið reifuð og rædd og reynt að rýna inn í framtíðina með framþróun að leiðarljósi. Það er rétt að taka fram í upp- hafi, að álit undirritaðs er það, að engin ein skoðun sé algild, engin leið til lausnar, sem öllum hæfir endilega, en siglingaljós verður að hafa í lagi og leiðarmerki öll þurfa að vera vís. Greinarkorn þetta er ekki hugsað til ýfinga, sem ærnar eru, ekki sem vörn sakamanns heldur, en fáein atriði vil ég undirstrika af því að ég átti þarna sæti og ber mína ábyrgð á öllum niðurstöð- um. Fyrst þykir mér sjálfsagt að rifja það upp, að ný löggjöf um málefni fatlaðra tók gildi 1983 með forvera sinn í löggjöf frá 1979 um málefni öryrkja og þroskaheftra. Við erum því nú að ' huga að þessum málum í ljósi næstliðinna níu ára um leið og reynt er að hugsa fram til næstu fimmtán ára. Ekki verður um það deilt, hver hugmyndafræðilegur grunnur er að baki beggja löggjafanna og af því ég átti þar að einhvern hlut og hlýddi á mál manna og las yfir Helgi Seljan skrifar með löggjöfinni 1979 var geymsluhugmyndinni ýtt alger- lega til hliðar og til annarra átta horft. Þá þegar var horft fram á veg fyrst og síðast til frjálsara og betra búsetuforms, fyrir þroska- hefta alveg sér í lagi, þar sem reglan yrði, að hver og einn ætti „Efsamfélagið, við öll réttumfram örvandi og gefandi hönd þá getur þettafólk og vill vera sjálfs sín ráðandi sem allra mest, vera við hlið okkar hinna, eiga með okkur eðlilega, frjálsa samleið í lífinu, eiga þess völ sem auðna gefur allra bezt. “ það sem um var skrifað velkist ég a.m.k. ekki í vafa. Jafnréttismerkið var reist, sjál- fsákvörðunarréttur hins fatlaða fullgiltur, eðlilegt umhverfi, eðli- legar aðstæður sem allra beztar, skilyrði sem æskilegust til að fatl- aðir allir yrðu fullgildir þjóðfél- agsþegnar og vel að merkja mættu ráða lífi sínu og lífsháttum sem allra mest og bezt. Grund- vöilur löggjafarinnar er eðlileg þátttaka í þjóðfélaginu, fatlaðir og ófatlaðir hlið við hlið í námi, í starfi, í búsetu, í lífsstríðinu í heild. Þennan megingrundvöll er rétt að hafa í huga, því einmitt strax sem allra mesta völ um eigið líf. Víst eru lög eitt og annað fram- kvæmd þeirra, sér í lagi fjár- mögnun framkvæmda þeirra, sem allt veltur á. Hrikalegar vanefndir undan- genginna ára valda því, að ekki hefur nándar nærri miðað svo vel á veg fram, sem væntingar voru um, sem lög segja um. En mark- miðin, lagaákvæðin og andinn þar á bak við blíva engu að síður. Allt það fólk, sem að þessum merku málefnum vinnur og varð- ar um leið veg til framtíðar verð- ur einfaldlega að taka mið af því, sem til ér ætlast í lögunum og það má aldrei slá af ítrustu réttlætis- kröfum í skjóli þess, að æðstu yfirvöld fjármála og félagsmála hafa um árabil vanrækt og van- efnt skyldur sínar. Þá leggja menn einfaldlega árar í bát og hætta að berjast fyrir lögboðnum rétti. lögboðnum framlögum og láta stjórnvöldum einum eftir að valsa um að vild sinni og svíkjast um enn ríflegar og rækilegar og svelta svo þessi mál öll úti, að aðeins horfi aftur á bak. Því legg ég áherzlu á þetta, að þegar fólk tók það verkefni að sér á vetrardögum að kanna ástand og gera tillögur um framtíð sólar- hringsstofnana, þá var örugglega með því eina hugarfari að víkja ekki af vegi laganna, að leggja til það eitt sem andi löggjafar ætlað- ist til, að fara að öllu með fullri gát, en horfa fram með fullri djörfung. Ég vísa enn til upphafs- ins, er félagsmálaráðherra fékk okkur til þessara starfa, örugg- lega ekki til að 'staðfesta „status Ekki ætla ég að þykjast vera með patentlausnir á efnahags- vaíída þjóðarinnar eins og flestir virðast vera með í dag. Málið er flóknara en svo að einfaldar skyndilausnir bjargi þar nokkru. Þó mæla flest skynsöm rök með niðurfærslu launa og verðlags í stað millifærslu eða uppfærslu upp í óðaverðbólgu sem ekki væri séð fyrir endann á í áraraðir á eftir. Auðvitað verður úr því sem komið er að lækka heildarkaup- greiðslur hér á landi á einn eða annan hátt. Þótt ekki sé það gott mál í verkalýðsbaráttu almennt. En um fátt annað er að ræða. Fleira þarf hins vegar líka að gera. Eins og til dæmis að lækka vexti með valdboði um óákveð- inn tíma. Mismunandi launalœkkun. Hjá sumum hœkkun En það á að lækka kaup sumra mun meira en annarra. Og enn annarra launþega alls ekki neitt. Þvert á móti á að hækka allt lægst launaða fólkið upp yfir 40 þúsund króna mánaðarlaun strax. Síðan eiga mismunandi og minnkandi þrepahækkanir að koma upp neðsta hluta launastigans, og loks stigvaxandi þrepalækkanir þar fyrir ofan. Útkoman á auðveld- lega að geta orðið 9% launalækk- un til jafnaðar. Með öðrum orð- um; Draga verulega saman heildarbil launastigans eins og bestu efnahagsráðstafanir síð- ustu áratuga gerðu hér um árið og voru kölluð „Kaupránslög Geirs“ (Hallgrímssonar forsætis- ráðherra vorið 1978). Það voru án efa langbestu og sanngjörn- ustu efnahagsaðgerðir fyrir lág- launafólk landsins í áratugi. Verkalýðshreyfingin og þáver- andi stjórnarandstaða eyðilögðu þessar góðu ráðstafanir með ægi- valdi sínu undir kjörorðinu; „Samningana í gildi“ vorið 1978. Aldrei í seinni tíð hefur jafn- launastefnan beðið annað eins skipbrot eins og við niðurrif þess- í skiptum á verkalýðshreyfingin nú að krefjast breytts þjóðfélags Magnús H. Skarphéðinsson skrifar „Verkalýðshreyfingarinnarer völin. Hún sýndi það á þriðja ogfjórða áratug þessarar aldar að hún gat unnið marga varanlega sigra. Því ekki að setja upp háleit markmið aftur og fylgja þeim eftir ? “ ara sanngjörnu lagasetningar. Gjöldum við enn í dag þessa ljóta leiks. í ríkisstjórn þá voru Fram- sóknarflokku og Sjálfstæðis- flokkur, og í stjórnarandstöðu Alþýðubandalag, Alþýðuflokk- ur, og Samtök Frjálslyndra og Vinstrimanna. Einnig þarf líka að finna hús- næðismálakerfi landsins strax, þótt teljandi afrakstur þeirra kæmi eflaust ekki í gagnið fyrr en að nokkrum misserum liðnum. Uppsafnaður vandi kerfisins er af slflcri stærðargráðu. Hrun atvinnuveganna er gráa markaðnum að kenna, ekki launþegum Þótt lækka verði kaupið núna þá er verkalýðshreyfingunni ekki að kenna í þetta skiptið hvernig komið er fyrir atvinnuvegunum. Aldrei slíku vant. Það er umfram allt grái markaðurinn, vaxtafrels- ið sem er að drepa allan atvinnu- rekstur á íslandi í dag. Réttast væri því að þjóðnýta fjármagnið sem sogaðist frá atvinnuvegunum yfir til „fjármagnseigendanna" til baka með valdboði. Þangað var peningunum stolið með lögunum um frelsi til ákvarðana vaxta. En það er víst ekki hægt að setja afturvirk lög segir stjórnarskráin svo fara verður sömu gömlu leiðina að hengja launþegana fyrir frjálshyggjumennina. Ég hef verið að hugsa það að réttast væri líklega af launþega- samtökunum að neita að gefa nokkuð eftir af kaupinu, með góðu eða illu. Þessu má öllu ná aftur með fantaverkföllum. Öllu saman. Og láta þetta frjáls- hyggjulið og Panjero-forstjóra- klúbbinn fara endanlega á hau- sinn með öll gælufyrirtækin sín. Með söng og hljóðfæraslætti. Þeir sólunduðu stórum hluta þessa í persónulegt hógiífi sitt og fjölskyldna sinna, ásamt með hinni ótímabæru kröfu sinni um vaxtafrelsið. Þeir ættu einu sinni að standa reikningsskil gerða sinna. Svona einu sinni til til- breytingar. Það væri það allra minnsta. Ef það kæmi því miður ekki verst niður á hinu atvinnu- lausa fólki sem fjölgaði um allt land í kjölfar slíkra hópupp- sagna. En hætt væri við því, því miður. Miðstýring atvinnulífsins má sjaldnast verða annað en skammtímaráð Auðvitað eiga vextir að vera frjálsir eins og allt annað sem mögulega er hægt að sleppa mið- stýringarkrumlunni af. En aðeins þegar eðlilegt ástand og jafnvægi er til þess. Það er langt því frá að svo hafi verið þegar þessi vaxta- veisla hófst með lögunum árið quo“, heldur leggja farsælan grunn að framtíðarlausn. Og um það er nú deilt, hvernig til hefur tekist og tjáir ekki hér að fella hlutdrægnisdóma þar um. Fyrir starfshópnum fór yfirlæknir Greiningarstöðvar ríkisins Stefán Hreiðarsson, þar var Gréta Bachmann forstöðukona í Bjark- arási (áður í Skálatúni) og undir- ritaður. Sérstakur starfsmaður var Lára Björnsdóttir núv. fram- kvæmdastjóri svæðisstjórnar í Reykjavík, til ráðuneytis var Bjarni Kristjánsson fram- kvæmdastjóri svæðisstjórnar á Akureyri (áður forstöðumaður á Sólborg) og ritari var Margrét Margeirsdóttir deildarstjóri í fé- lagsmálaráðuneyti. Utan efa er það, að ef undirritaður er undan- skilinn, þá var þarna saman kom- in ærin fagleg þekking og ekki síður haldgóð reynsla. En því greini ég hér frá nöfnum, að svo má á sumum skilja, að allra bezt væri að allt væri dæmt dautt og ómerkt, sem frá þessu fólki kom og þess vegna rétt að greina frá öllum ábyrgðar- aðilum. Undirritaður vissi alveg að hverju hann gekk og aldrei yrðu allir á eitt sáttir um niður- stöðu og jafnvel yrði reynt að ýfa upp og ýta undir ýmislegt í fram- Framhald á bls. 6 Helgi er félagsmálafulltrúi hjá Ör- yrkjabandalaginu og fyrrverandi al- þingismaður. 1985 sem Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra hefur margsinnis gumað af að sé besti afrakstur síðustu ríkisstjórnar hans og Steingríms Hermannssonar sem sat árin 1983 til 1987. Þótt margt gott megi segja um frelsi vaxtanna, sem auðyitað er lífsnauðsyniegt flestum þjóðfé- lögum til lengdar, þá er ekki hægt að sleppa þeim á'slíka gandreið að mestallt atvinnulífið hrynji í bókstaflegri merkingu undan þeim. En það er einmitt það sem gerst hefur hér á landi nú. Þegar svo er verður einfaldlega að halda þeim niðri með handafli, með ríkisvaldboði, eins lengi og þarf þar til atvinnuvegirnir geta staðist þá. Svo einfalt er þetta. Almennt vaxtafrelsi er samt hlutur sem verður að stefna að sem fyrst. Lögmál framboðs og eftirspurnar verður að fá að ráða fjármálalífi og fjárfestingar- ákvörðunum þessarar þjóðar miklu meira en verið hefur, ef nokkur von á að vera um hag- kvæmar fjárfestingar og varan- legan hagvöxt hér. Annað eru tálsýnir. Hagvöxtur hefur hvergi í veröldinni varað til langframa með miðstýrðu efnahagslífi. Og hann gerir það ekki heldur hér á landi. Bagalegt afstöðuleysi hreyfingarinnar til mismunar á hœstu og lœgstu launum En þess vegna verður líklega að lækka kauþið strax því hætt er við að ekki sé hægt að ganga að neinum öðrum kostnaðarfaktor eins skjótvirkum og skilvirkum svo þorri atvinnuveganna hér á landi stöðvist ekki allra næstu vikurnar. Þ.e.a.s. ef ekki á að koma til stórfellt atvinnuleysi og fólksflótti frá eyjunni. Það er nokkuð ljóst. Sökin er hins vegar alls ekki launþeganna í þetta skiptið, eins og fyrr hefur verið á Framhald á bls. 6 Magnús er bæjarstarfsmaður í Kópa- vogi. Þriðjudagur 13. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.