Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.09.1988, Blaðsíða 7
FRÉTTIR Alþýðusambandið Um nauðsyn kjaraskerðingar Ekkert sem bendir til að verulegur samdráttur sé í aðsigi. Mun betri ytri skilyrði en á fyrri hluta áratugarins Hagdeild Alþýðusambandsins hefur sent frá sér samantekt á upplýsingum um þróun þjóðar- framleiðslu, þjóðartekna og út- flutnings sem sýna að allt bendir til þess að staða þjóðarbúsins á þessu ári verði svipuð og í fyrra, en þá framleiddi þjóðarbúið meira en nokkru sinni fyrr. í töflunni hér að neðan og á meðfylgjandi mynd má sjá sam- anburð á milli áranna 1983 og 1988 hvað varðar þjóðarfram- leiðslu, þjóðartekjur og verð- mæti útflutningsframleiðslu og sjávarvöruframleiðslu. Á árinu 1983 varð einmitt töluverð kjara- skerðing, sem þá var að hluta rökstudd með því að þjóðarfram- leiðsla hefði dregist saman og því þyrftu launþegar að leggja á sig byrðar eins og aðrir þjóðfélags- þegnar. Á tölunum má glöggt sjá að ástandið árið 1983 var allt ann- að en nú, og eins má sjá að það er alls ekki ástæða til stórfelldra kjaraskerðinga út frá áætlaðri stöðu þjóðarbúsins. Verg þjóðarframleiðsla Vergar þjóðartekjur Útflutningsframleiðsla Sjávarvöruframleiðsla 1982-’83 -4.7 -3.3 -3.3 -9.5 1987-’88 0.0 -0.5 2.0 1.5 ÁFALLIÐ 1983 OG 'ÁFALLIÐ’ 1988 BREYTINGAR FRÁ FYRRA ÁRI 1982- 1987- 1983 1988 þJÓÐAR- þJÓÐAR- VERÐMÆTI VERÐMÆTI FRAMLEIÐSLA TEKJUR ÚTFLUTNINGS- SJÁVARVÖRU- FRAMLEIÐSLU FRAMLEIÐSLU Stílvopn Til höfuðs ófríði Búnaðarbankinn og Flugleiðir efna til ritgerðasamkeppni um ferðamál Nú í byrjun skóla árs hefur ver- ið hleypt af stokkunum ritgerða- samkeppni sem ber yfirskriftina „Ferð til friðar. Samkeppni þessi er í tengslum við alþjóðlega ferðamálaráðstefnu sem nefnd er Ferð til friðar og verður í Vancu- ver í Kanada í lok október. Frú Vigdís Finnbogadóttir verður heiðursforseti ráðstefnunar. Allir þeir sem eru á aldrinum 16-20 ára á þessu ári geta tekið þátt í samkeppninni. Gert er ráð fyrir að ritgerðirnar verði um 12 til 15 vélritaðar síður og fjalli um annað hvort “Ferðalög -afl til friðar“ eða Ferðamannalandið ísland". Veit verða þrenn fyrstu verð- laun sem eru ferð á ráðstefnuna í - Kanada ásamt 10 daga dvöl þar og 50.000 krónur í Gullbók Bún- aðarbankans, einnig verða veitt þrenn önnur verðlaun sem eru flugfar til London og 20.000 krónur í Gullbók. Það eru Bún- aðarbanki íslands og Flugleiðir sem standa að þessari sam- keppni. Allar nánari upplýsinga upp rit- gerðasamkeppni þessa liggja frammi á öllum afgreiðslustöðum Búnaðarbanksins, hjá Flug- leiðum og Ferðamálráði. Skila- frestur er til 5. október. Ríkisútvarpið Starfslaunum úthlutað starfslaun í þrjá mánuði. Hann hyggst skrifa leikrit fyrir Útvarp- ið og vinna að öðrum verkefnum til frumflutnings í Ríkisútvarp- Gylfi Gíslason, myndlistar- maður og Úlfur Hjörvar, rithöf- undur hafa hlotið starfslaun Ríkisútvarpsins til höfunda útvarps- og sjónvarpsefnis. Gylfi Gíslasyni eru veitt starfs- Jaun til þriggja mánaða og mun hann á þeim tíma teikna og mála myndraðir við íslenskar þjóð- sögur til sýningar í Sjónvarpinu. Myndraðirnar verða færðar á myndbönd og tal- og tónsettar. Úlfur Hjörvar hlaut einnig Þetta er í annað skiptið, sem starfslaunum Ríkisútvarpsins er úthlutað. Umsækjendur um starfslaun voru sex að þessu sinni. Framkvæmdastjórn Ríkis- útvarpsins úthlutaði starfs- laununum að fengnum umsögn- um dagskrárdeilda Ríkisútvarps- ins. Þriðjudagur 13. september 1988 pJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 FLÓAMARKAÐURINN Raleigh hjól fyrir 10-12 ára til sölu. Gott verð. Upplýsingar í síma 41999. Tölva BBC-B tölva+hliðartölva (64K), diskdrif, Philips monitor (80) og Trí- umph Adler leturhjólaprentari (gæðaletur), allt í góðu lagi. Selst á 30.000 stgr. Upplýsingar í síma 681548 utan almenns vinnutíma. Salmonsens konversations leksikon til sölu. Verðtilboð. Sími 36421 eftir kl. 17.00. Til sölu Westinghouse ryksuga, Kenwood hrærivél og bónvél. Sími 36421 eftir kl. 17.00. Til sölu sófaborð og hljómtækjaskápur. Upplýsingar í síma 16328. Bárujárn óskast Óska eftir notuðu bárujárni. Upp- lýsingar í síma 98-34788. Óska eftir að kaupa góa frystikistu og eldavél. Upplýs- ingar í síma 19438. fsskápur óskast Ég óska eftir ísskáp og gamalli kerru sem má vera ónýt ef stellið er heilt. Upplýsingar í síma 17087. Til sölu kanínupelsjakki nr. 12. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 16328. Óskast keypt Vantar rafmagnshellu og vöfflujárn gegn vægu verði. Sími 31274. Stuðningsaðili óskast fyrir fatlaða stúlku 3 eftirmiðdaga í viku (14.30-18.30). Upplýsingar í síma 79978 og 19522, Kristín. Ég óska eftir litlu borði til að skrifa við, gefins eða mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 17198 og 13152. Til sölu þrír raðstólar, gítar og 10“ Orion lit- sjónvarpstæki sem er bæði fyrir 220 og 120 volt. Upplýsingar í síma 41639 og 675389. Tll sölu Skrifborð til sölu ásamt skrifborðs- stól. Verð kr. 16-18.000. Upplýs- ingar í síma 74448. Til sölu ódýrt lítill stálvaskur, 14“ s/h sjónvarps- tæki, ungbarnastóll og baðher- bergissett úr messing (handklæða- slá, sápustatív og pappírsstatív). Upplýsingar í síma 12430 eftir kl. 18.00. Herbergi óskast Roskinn reglumaður sem reykir ekki óskar eftir herbergi með að- gangi að snyrtingu. Helst í Kópa- vogi. Upplýsingar í síma 42109 á kvöldin. ísskápur óskast Óska eftir að kaupa ódýran ísskáp. Upplýsingar í síma 681053 og 673213 eftir kl. 19.00. l'búð til leigu 2ja herbergja íbúð til leigu í óákveð- inn tíma. Aðeins reglusamt fólk kemur til greina. Meðmæli óskast. Upplýsingar í síma 42935 eftir kl. 19.00. Kröftugir kettlingar Hreinræktaðar Snæfellsjökulskisur vantar heimili sem fyrst. Upp- lýsingar í síma 21835. Til sölu Peugeot 205 árgerð '87, ekinn 15 þús. km. Góð- ur bíll í toppstandi. Vetrardekk fylgja. Upplýsingar í síma 29819. Fataskápar Okkur vantar ódýra skápa í stór og litil herbergi. Sími 19513. Nýr sturtuklefi til sölu stærð 80x80. Botn og vatnslás fylgja. Upplýsingar í síma 43258 eftir kl. 17 í dag og næstu daga. Rafmagnssuðupottur - rafmagnshella Rafmagnssuðupottur til sölu. Gott fyrir sláturtíðina. Einnig rafmagns- hella til upphitunar. Sími 51643. Flóamarkaður Opið mánudag, þriðjudag og mið- vikudag frá kl. 14-18. Endalaust úr- val af góðum og umfram allt ódýr- um vörum. Gjöfum veitt móttaka á sama stað og tíma. Flóamarkaður SDI, Hafnarstræti 17, kjallara. Ferðafólk - hestaleiga Kiðafelli í Kjós Góð og ódýr gisting í íbúð í nágrenni Reykjavíkur. Hestaleiga á staðn- um. Riðið út á góðum hestum í fall- egu umhverfi. Uppl. í síma 666096. Rafmagnsþjónustan 'A. og Dyrasímaþjónustan Bjóðum alla almenna raflagna- vinnu, erum sérhæfðir í endurnýjun , og breytingum á eldri raflögnum. Veitum ráðgjöf við lýsingu í verslun- um, og heimahúsum. Setjum upp og þjónustum dyrasíma. Kristján Sveinbjörnsson rafvirkjameistari sími 44430. Atvinna - íbúð Ég er einstæð móðir með 3 börn og mig vantar framtíðaratvinnu. Margt kemur til greina. Einnig vantar mig 3ja herbergja íbúð. Get ekki borgað fyrirfram en skilvísar mánaðar- greiðslur. Upplýsingar í síma 74910 eftir kl. 19.00. Húsnæði óskast Ung og reglusöm snyrtileg og reyk- laus hjón með 2 börn 8 og 11 ára óska eftir að taka á leigu 4-5 her- bergja íbúð frá 1. okt. n.k. Upplýs- ingar í síma 16249 á kvöldin og 11540 á daginn. Við erum námsfólk með eitt lítið barn og leitum að íbúð sem allra fyrst. Eigum bæði að byrja í skóla f haust og viljum helst ekki þurfa að sofa í bílnum. Vinsam- legast hringið í síma 681331 eða í síma 681310 á daginn. íbúð óskast Ungt, reglusamt par utan af landi óskar eftir 2-3 herbergja íbúð sem fyrst. Einhver fyrirframgreiðsla möguleg. Uppl. ísíma 25661 eftirkl. 17.00. Flygill í fóstur Ef þú hefur ekki pláss fyrir flygilinn þinn sem stendur viljum við gjaman geyma hann fyrir þig í ca. eitt ár og fara um hann mjúkum höndum. Kaup hugsanleg. Hringið í síma 666623. Nissan Sunny 1500 SLX árgerð 87, ekinn 19 þús. km til sölu. Bíllinn er hvitur að lit 5 dyra, með útvarpi/kassettu, sílsalistum og grjótgrind. Upplýsingar í síma 681310 kl. 9-5 og 13462ákvöldin. Subaru E 10 bitabox ’87 Til sölú. Mælir og talstöð fylgja. Einnig stöðvarpláss. Upplýsingar í síma 91-651532 og 91-40667. Til sölu eins rhanns svefnbekkur m/skúffu, skatthol úr tekki m/ 3 stórum skúffum og 3/ litlum, Lada sauma- vél, 6 arma Ijósakróna m/ kertaper- um, gluggatjöld 115x218 cm og rafmagnsþvottapottur, ca 50 lítra. Upplýsingar eftir kl. 18 í síma 39598. Svalavagn fæst gefins Ingibjörg, sími 45366.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.