Þjóðviljinn - 01.10.1988, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 01.10.1988, Qupperneq 7
fcft * n * |3 « -gr Ilv4 /driB ______/ INNSÝN l----- Að hrökkva eða stökkva Alþýðubandalagið náði ekki öllum sínum málumfram. Miðstjórnarmenn tóku ákvörðun að yfirveguðu máli. Meirihlutinn afdráttarlaus en minnihlutinn mjög einarður. Umrœðan snerist mest um samningsréttinn. Mörgsjónarmið hafa komið til greina við val á ráðherrum Á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins þurfti fólk að tala saman og skoða rök og gagnrök. Hér sitja niðursokknar þær Sólveig ÞOrðardóttir Ijósmóðir í Njarðvík og Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi í Reykjavík. Mynd: Jim Smart í stuttri en snarpri stjórnar- myndun var tekist á um ýmis þjóðfélagsmál. Fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka auk Stefáns Valgeirssonar reyndu eftir mætti að stilla saman strengi sína. Auðvitað kepptust allir aðilar við að þoka sínum sjónarmiðum eins langt áleiðis og unnt var en í samningaviðræðum kemur fyrr eða síðar að því að mönnum skilst að tilgangslaust er að togast lengur á yfir samningaborðið. Sú stund er þá upp runnin að ákveða verður hvort sá árangur sem náðst hefur er ásættanlegur, eða hvort ekki liggur annað fyrir en að standa upp og ganga út vegna þess að ekki næst samkomulag nema slegið sé of mikið af grund- vallarsjónarmiðum. Samnings- rétturinn Af fréttum að dæma er alveg ljóst hvaða mál það var, sem Al- þýðubandalagið eyddi mestri orku í að fá fram án þess að það tækist. Það var krafan um að aflétt yrði þegar í stað þeim lög- bundnu þvingunum sem samn- ingsréttur verkalýðsfélaga var hnepptur í með bráðabirgða- lögum fráfarandi ríkisstjórnar. Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur, sem báðir sátu í ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar og höfðu átt þátt í að svipta verka- lýðshreyfinguna samningsréttin- um, voru ófáanlegir til að bakka lengra en svo að samningsréttur fengist 15. febrúar. Því hefur verið haldið fram að yfirlýsingar nokkurra verkalýðs- leiðtoga um að verkalýðs- hreyfingin gæfi ekkert fyrir samn- ingsréttinn á þessari stundu, hafi veikt mjög vígstöðu þeirra Al- þýðubandalagsmanna sem stóðu í þrefi við krata og Framsóknar- menn um stjórnarsáttmála. Ekki vantaði að hægt var að benda á samþykktir margra verkalýðsfé- laga og stórra samtaka þar sem lögð var ofuráhersla á að verka- lýðshreyfingin fengi samnings- réttinn strax. Forseti ASÍ, Ás- mundur Stefánsson, var heldur ekki myrkur í máli þegar hann setti aftur og aftur fram þá skoðun sína að ekki bæri að slá af kröfunni um að fá samningsrétt- inn strax. En þegar það fréttist að framámenn í Verkamannasam- bandinu, Guðmundur J. Guð- mundsson, Karl Steinar Guðna- son, Karvel Pálmason og fleiri forystumenn þar á bæ, teldu samningsréttinn síður en svo vera mál málanna, þá var ljóst að verkalýðshreyfingin var ekki ein- huga í málinu. Þeir samninga- menn, sem rembst höfðu við að fá það ákvæði inn í sáttmála ný- rrar ríkisstjórnar að aflétt yrði þegar í stað afnámi samningsrétt- arins, misstu viðspyrnu þegar ljóst var að verkalýðshreyfingin fylkti sér ekki einhuga um þá kröfu. Ákvörðun miðstjórnar Alþýðubandaiagsins Þegar miðstjórn Alþýðu- bandalagsins stóð svo frammi fyrir þeirri staðreynd að ekki var um nema tvennt að velja, að fara í ríkisstjórn, þótt samningsréttar- banni yrði ekki aflétt fyrr en í febrúar, eða að neita allri aðild að landsstjórninni, þá þótti mörgum úr vöndu að ráða. Enda- nleg niðurstaða miðstjórnar hef- ur verið gerð heyrumkunn; ríkis- stjórnarþátttakan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. En því hefur ekki verið haldið jafn vel til haga að innan Alþýðu- bandalagsins er skeleggur minni- hluti sem mat stöðuna þannig að upp á síðari tíma væri betra fyrir flokkinn að eiga ekki aðild að rík- isstjórn úr því að ekki tókst að knýja það fram að verkalýðs- hreyfingin fengi strax óskertan samningsrétt. Eftir að meirihluti miðstjórnar Alþýðubandalagsins hafði síð- astliðið þriðjudagskvöld sam- þykkt ríkisstjónaraðild með 64 atkvæðum gegn 23 (5 sátu hjá) og eftir að opnuð höfðu verið sím- skeyti frá 15 miðstjórnar- mönnum, sem ekki komust á fundinn, og í ljós kom að 13 þeirra voru samþykkir stjórnar- aðild, 1 á móti og 1 óskaði eftir að gefa ákveðnum miðstjórnar- manni umboð til að fara með at- kvæði sitt (símskeytaformið á at- kvæðagreiðslu var reyndar ekki viðurkennt í þetta sinn en auðvit- að voru opnuð þau símskeyti sem stíluð voru á fundinn; þó ekki fyrr en eftir atkvæðagreiðslu), þegar þessi niðurstaða lá fyrir var lögð fram svofelld bókun: Bókun andófsmanna „Síðastliðið laugardagskvöld var boðað til fundar í miðstjórn Alþýðubandalagsins. Fyrir fund- inn voru lögð drög að stjórnar- sáttmála sem meirihluti þing- flokks Alþýðubandalagsins hafði samþykkt. Strax varð Ijóst að mikil and- staða var innan miðstjórnar gegn drögunum, einkum vegna þess að þau fólu í sér að gengist var inn á áframhaldandi afnám samnings- réttarog áframhaldandi kjararán. Fyrrívikunni (mánudaginn 19. september, innsk. Þjv.) hafði þingflokkurinn samþykkt að Ai- þýðubandalagið fœri ekki í ríkis- stjórn nema launafrystingyrði taf- arlaust afnumin og samningsrétt- urinn endurheimtur strax. Ljóst var að meirihluti þing- flokksins hafði ekki gert sér grein fyrir andstöðu miðstjórnarfélaga gegn afnámi grundvallar- mannréttinda, heldur talið að hœgt vœri að stilla miðstjórn upp frammi fyrir orðnum hlut. Svo reyndist ekki vera. Niðurstaðan varð sú að formaður flokksins beygði sigfyrir lýðræðislegri um- rœðu og fékk þingflokkinn til að samþykkja enn á ný fyrri sam- þykktir um að samningsrétturinn vœri skilyrði fyrir stjórnarþátt- töku. Við svo búið var miðstjórn- in send heim og ekki talið nauðsynlegt að hún sýndi hug sinn í atkvæðagreiðslu. Nú hefur þingflokkur og flokksforysta enn á ný rofið öll grið og gengið á bak orða sinna og leggur enn á ný fyrir miðstjórn- arfélaga á Stór-Reykjavíkursvœð- inu stjórnarsáttmála sem brýtur í bága við grundvallarstefnumið Alþýðubandalagsins og grund- vallarmannréttindi borgaralegs lýðrœðis. Samningsréttur verkalýðs- hreyfingarinnar getur aldrei orðið skiptimynt fyrir stundarhagsmuni einstakra hópa. Auk framangreinds er ekkert það í stjórnarsáttmálanum sem gefur til kynna að komið verði á félagslegum umbótum, enda er slíkt ekki hægt með verkalýðsh- reyfinguna í fjötrum. Arásir á verkalýðshreyfinguna eru afsakaðar með því að leysa eigi félagslegan og efnahagslegan vanda landsbyggðarinnar, en engin slík úrræði er að finna í stjórnarsáttmálanum. Lands byggðinni verður ekki bjargao með fjárveitingu til einstakra út- gerðarfyrirtækja, heldur með gjörbreyttri efnahagsstefnu. Þrátt fyrir að miðstjórn Al- þýðubandalagsins hafi nú verið beygð undir vilja nokkurra for- ystumanna, þýðir það ekki að all- ir félagar flokksins hafi hætt bar- áttu fyrir mannréttindum. Við munum aldrei styðja ríkisstjórn sem virðir að vettugi rétt verka- lýðshreyfingarinnar til frjálsra samninga. “ Aðeins ein kona Mikið hefur verið um það rætt að í nýju ríkisstjórninni sé ekki nema ein kona. Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra er líkt og í fráfarandi ríkisstjórn eina konan sem gegnir ráðherraemb- ætti. Með prósentureikningi má sýna fram á að hlutur kvenna hafi heldur skánað, að hlutfall kvenr- áðherra hafi vaxið um 2%, úr 9% í 11%, við stjórnarskiptin, en slíkar reikningskúnstir geta ekki dulið þá nöpru staðreynd að enn er Jóhanna eina konan í ríkis- stjórn. Alþýðubandalagið hefur löngum lagt áherslu á jafnrétti kynjanna. Þess vegna beinast augu manna miklu frekar að því en Framsóknarflokknum þegar talið berst að því að ekki skuli vera nema ein kona í ríkisstjórn- inni. Þeir sem hafa gagnrýnt þetta hafa bent á að samkvæmt reglum Alþýðubandalagsins skuli hvort kynið eiga að minnsta kosti 40% fulltrúa í stofnunum flokksins. Af sjálfu leiðir að þetta ákvæði er ekki gilt gagnvart þingflokknum því að þar veltur allt á fylgi kjósenda. Meðan kon- ur eru ekki Settar í efstu sæti framboðslista flokksins líkt og gert var á Suðurlandi í síðustu kosningum, þá verður ekki um að ræða hlutfallslega aukningu kvenna í þingflokknum nema til komi stóraukið kjörfylgi. Að mörgu er að hyggja Komið hefur fram að þing- flokkur Alþýðubandalagsins valdi ekki menn til að gegna störfum ráðherra fyrr en nóttina eftir að miðstjórnarfundur flokksins hafði samþykkt aðild að ríkisstjórninni. Eftir viðræður við þingmenn gerði Ólafur Ragnar Grímsson formaður flokksins til- lögu um þrjá menn og þingflokk- urinn samþykkti þá tillögu. Mörg sjónarmið hljóta að hafa komið til álita þegar þingflokkur- inn tók endanlega ákvörðun sína. Eitt hefur að sjálfsögðu verið að ráðherrar flokksins væru ekki all- ir af sama kyni. Annað að þeir væru ekki allir frá suðvesturhorn- inu og svo mætti áfram telja. En mestu skiptir að menn stóðu saman um endanlega niðurstöðu. Enginn flokksmaður hefur dregið í efa að formaður flokksins og varaþingmaður Reykjaneskjördæmis, Ólafur Ragnar Grímsson, ætti að taka sæti í ríkisstjórninni. Ekki var óeðlilegt að þingflokkurinn veldi Svavar Gestsson þingmann Reykjavíkur og fyrrverandi for- mann flokksins. Sömuleiðis er það mjög eðlilegt að fenginn skyldi þingmaður úr Norður- landskjördæmi eystra, Stein- grímur J. Sigfússon, til að gegna embættum samgöngu- og land- búnaðarráðherra. Þingflokkurinn hefur valið til hvaða sjónarmiða ætti að taka mest tillit við þessa ákvörðun. í ljósi þess vals hafa menn verið kallaðir til verka. ad Laugardagur 1. október 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.