Þjóðviljinn - 22.10.1988, Side 16

Þjóðviljinn - 22.10.1988, Side 16
-SPURNINGIN- Hvernig leggst veturinn í þig? Helgi Seljan, félagsmálafull- trúi hjá Öryrkjabandalaginu: Veturinn leggst vel í mig. Ég held að hann eigi eftir að vera góður veðurfarslega séð. En hins vegar eru veður válynd í stjórnmálun- um. Ég vona að núverandi ríkis- stjórn lifi nú alla vega af veturinn. Lísa Pálsdóttir, dagskrár- gerðarmaður hjá RÚV: Hann leggst bara vel í mig. Því er ekki að neita að ég kvíði snjón- um. Rúnar Backmann, rafvirki: Nú, hann leggst bærilega í mig, nóg að gera framundan. Ég hef ekkert upp á þennan árstíma að klaga. Kolbeinn Pálsson, formaður Bláfjallanefndar: Vel, ég vona að við eigum eftir að fá nægan snjó í fjöllin og það sem fyrst, þannig að við getum komist á skíði sem fyrst. Það væri nú ekki ónýtt að geta verið á skíðum um jólahelgina. Auður Sveinsdóttir, lands- lagsarkitekt: Mér líst Ijómandi vel á hann, svo maður tali nú ekki um ef ríkis- stjórnin fær vinnufrið. Ég held að veðrið haldist svona fram að jól- um, eftir áramót má svo skíða- snjórinn gjarnan koma. SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Áslaug Jónasdóttir og Dagný Bjarnadóttir sem báðar eru meðlimir í Ungmennahreyfingu Rauða krossins tóku á móti fatnaði í anddyri Laugardalshallarinnar í vikunni. Hér eru þær að saman fatnaðinum saman og setja hann í svarta plastpoka sem síðan verða sendir til Danmerkur. Mynd Jim Smart. y »|||p| / w . Á í fts /' ' ■ ' 1 m Rauði Krossinn Takið til í fataskápunum! Rauði Krossinn með fatasöfnunarátak. Mikilþörfáfötum á hörmungasvœðum. Við stöndum nú fyrir þessu átaki vegna þess að birgða- geymslur okkar eru tómar. Það er víða mikli þörf fyrir fatnað og þetta ákjósanlegt tækifæri til að taka til í fataskápunum hjá sér, sagði Hólmfríður Gísladóttir sem sér um fatasöfnun Rauða krossins að þessu sinni. - Það hefur farið mikið af fö- tum frá okkur til td. Unganda, Mosambique og fleiri Afríkur- íkja. Einnig höfum við sent vetrarföt til Kúrda í Irak, og til jarðskálftasvæðanna í Suður- Ameríku. Við vorurn að fá bréf frá tveimur sjálfboðaliðum sem eru á okkar vegum í Eþíópíu, þar segir að mikill þörf sé fyrir fatnað á þeim slóðum, sagði Hólmfríð- ur. Fatasöfnunarátakið hefur staðið þessa viku og að sögn Hólmfríðar hefur það gengið vel. Allir deildir Rauða krossins taka við fötum. í Reykjavík er tekið á móti fötum í húsum félagsins við Rauðarárstíg og á Öldugötu, einnig er tekið við fatnaði í and- dyri Laugardalshallarinnar. Þar voru þær Áslaug Jónasdóttir og Dagný Bjarnadóttir að taka á móti fatnaði sem var jafn óðum troðið í svarta plastpoka. Að þeirra sögn er það ótrúlegt hvað fólk kemur með mikið af fötum. Það mátti líka sjá í anddyri hallar- innar að íslendingar hafa tekið þessu kalli Rauða krossins vel því þarna var stór haugur af svörtum plastpokum sem verða sendir til Danmerkur. En þar er fatnaður- inn tekinn og flokkaður, gert er við saumsprettur og fest á tölur ef þarf, síðan er hann pressaður saman og sendur á stað til þeirra sem mest hafa þörf fyrir fatnað hverju sinni. Undanfarin tvö ár hafa íslend- ingar gefið Rauða krossinum 102 tonn af fatnaði sem allur hefur verið sendur til flóttamanna og annarra sem hafa verið í þörf fyrir hann. Þó nú sé í gangi sérstakt átak til að safna fötum, tekur Rauði krossinn við fötum allan ársins hring, en hann hefur kom- ið sér upp sérstökum móttöku- stöðum sem eru til húsa í húsa- kynnum Rauða krossins við Rauðarárstíg. og Öldugötu í Reykjavík. Nú um helgina verð- ur tekið við fatnaði í Laugardals- höllinni fá kl. 13-18, á sama tíma á Rauðarárstígnum og á Öldu- götunni, svo og hjá öllum deildum Rauða krossins um allt land. -sg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.