Þjóðviljinn - 08.11.1988, Qupperneq 7
Lesendakönnun Þjóðviljans
Konur vilja menningu
Lesendur virðast tiltölulega hressir við meginstefnur íÞjóðviljanum, en vilja betra blað, bæði skemmtilegt ogpólitískt.
Ánœgja með menningaráherslu í blaðinu, - einkum hjá konum
þJÓÐVIUINN
angur
menning
FRETTIR
Kiarnorkuvovnalaus svœði
r
INNSYN
Tekið til hendinni
DÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
NÝTT
Lesendur Þjóðviljans virðast
vera þokkalega ánægðir með
helstu áherslur og efnistök í blað-
inu. Þeir eru þó kröfuharðir, vilja
bæði ýmsar endurbætur og fulla
pólitíska staðfestu blaðsins. Þetta
má lesa útúr lesendakönnun sem
fram fór í sumar undir umsjón
félagsfræðinganna Þorbjörns
Broddasonar og Kristins Karls-
sonar.
Könnunin var í megindráttum
tvennskonar. Annarsvegar var
spurt hvernig menn læsu efni í
Þjóðviljanum, og hinsvegar var
könnuð afstaða manna til ýmissa
fullyrðinga um Þjóðviljann, nei-
kvæðra og jákvæðra. Að auki
voru svarendur beðnir að segja á
sér ýmis deili og skýra frá lestri
Þjóðviljans og annarra dagblaða
á sínu heimili.
Könnunin er miðuð við áskrif-
endur, og verður að horfa í því
ljósi á svörin. Þau sýna auðvitað
ekki viðhorf þeirra sem Þjóðvilj-
inn gæti náð til utan núverandi
áskrifendahóps, og svörin sýna
heldur ekki álit þeirra sem af ein-
hverjum ástæðum hafa snúið
baki við blaðinu. En þau gefa
ýmsar vísbendingar sem við á
Þjóðviljanum erum staðráðin í að
kanna betur.
Þrír á eintakið
Sjö hundruð föstum áskrifend-
um var sendur spurningalisti, og
heimtust listar inn aftur hjá 276
mönnum. Það er heldur slakur
árangur, en þó viðunandi miðað
við könnunartíma um mitt
sumar, og segja félagsfræðing-
arnir tveir að niðurstöðurnar séu
vel marktækar.
Niðurstöður úr könnuninni má
reyndar lesa á tvennan hátt, -
annarsvegar segja þær ýmislegt
um álit lesendanna á Þjóðviljan-
um, og hinsvegar má úr þeim lesa
sitthvað um lesendur Þjóðviljans
og samband þeirra við blaðið.
Þau úrslit í könnuninni sem
þykja merkust á auglýsinga-
deildinni eru að hvert eintak af
Þjóðviljanum er að meðaltali lesið
af þremur einstaklingum, sem er
hátt hlutfall. Hér er aðeins verið
að ræða um blöð til áskrifenda,
ekki lestur Þjóðviljans á vinnu-
stöðum, sem menn telja tölu-
verðan, og ekki útbreiðslu Nýs
Helgarblaðs.
Þá kemur í ljós að tæp 40 pró-
sent svarenda kaupa Þjóðviljann
í áskrift einan dagblaða. Morgun-
blaðið kemur ásamt Þjóðviljan-
um á heimili rúmlega 40% ásícrif-
enda, DV er samferðamaður
Þjóðviljans í tæplega 20% tilvika.
Karlar eru tveir þriðju svar-
enda, og meðalaldur þeirra er 46
ár. Mjög fáir svarendur eru undir
tvítugu. Þessar staðreyndir um
svarendur segja þó sennilega lítið
um almenna lesendur á áskriftar-
heimilum.
„Klippið“ vinsælt
f dag verða einkum raktar þær
niðurstöður könnunarinnar sem
varða efni í blaðinu, en síðar hug-
að að almennum viðhorfum til
blaðsins.
f einum hluta könnunarinnar
er spurt hvernig svarendur lesi
efnisþætti, og gefinn kostur á
svörunum: alltaf - venjulega -
við og við - sjaldan - aldrei. Úr
svörunum var svo unnið þannig
að svarið „alltaf" reiknaðist sem
1, en svarið „aldrei" sem 5. Svo er
lagt saman og deilt, þannig að út
fást einskonar einkunnir: Því
meira sem efnisþátturinn er les-
inn þeim mun lægri tölu fær hann
út.
Almennar fréttir eru einsog við
mátti búast sá efnisþáttur sem
mest er lesinn, fékk töluna 1,5 og
svipaða sögu er að segja af frétt-
askýringum (2,0), erlendum frétt-
um (2,1) og fréttum um verkalýðs-
baráttu og launamál (2,1).
Af einstökum föstum dálkum í
blaðinu er Klippt og skorið vinsæl-
ast (1,9), en leiðarinn er mitt á
milli „venjulega" og „við og við“
með 2,6. Aðsendar greinar („við-
hotf‘) eru vinsælt efni með 2,3.
Skákskrif fá niðurstöðuna 3,6
en þar er augljóst að margir svara
annaðhvort með „alltaf“ eða
„aldrei" og verður því að taka
meðaltölu með varúð. Sama má
segja um íþróttir (3,6) og bridds
(4,4). Poppskrif koma illa útúr
könnuninni og fá 4,2 - en þá
verður einnig að skoða að mjög
fáir þeirra sem svöruðu voru
undir tvítugu. Fjölmiðlaumfjöllun
í Þjóðviljanum virðist vera mikið
lesin (2,5).
Menningarlegar konur
Menningarskrif Þjóðviljans
fengu jákvæða einkunn í þessari
könnun og er ljóst að lesendum
líkar vel áhersla blaðsins á þá
málaflokka. Skrif og gagnrýni um
bókmenntir eru vinsælasta menn-
ingarefnið ásamt leikhúsumfjöll-
un (2,3), tónlistarskrif fá 2,8 og
myndlistarumfjöllun 2,9.
Umsjónarmenn könnunarinn-
ar skiptu öllum svörum í henni
eftir aldri og kyni og er óvíða
merkjanlegur munur á afstöðu
kynja og kynslóða. í spurningun-
um um menningarumfjöllun er
þó greinilegur marktækur munur
milli kynjanna: Konurnar eru
miklu menningarlegri.
Konurnar lesa um bókmenntir
uppá 1,8 en karlarnir uppá 2,6.
Um leikhús er lestala kvenna 1,6
en karla 2,7. Konurnar lesa um
tónlist uppá 2,1 en karlarnir uppá
aðeins 3,1 og um myndlist er
kvennatalan 2,3 en karlatalan
3,2.
Þessi munur á afstöðu kvenna
og karla í áskrifendahópi Þjóð-
viljans til lista- og menningarefn-
is í blaðinu kemur einnig fram
með marktækum hætti í tveim
spurningum annarstaðar í könn-
uninni. Á öðrum staðnum er
varpað fram fullyrðingunni
„Þjóðviljinn er yfirhlaðinn af
menningarskrifum" og heildarn-
iðurstaðan er 3,4 sem er heldur
nær því að vera „stundum" en
„sjaldan". Karlasvör við þessari
spurningu vógu 3,06, þeir hafa
sennilega flestir svarað „stund-
um“ en kvennatalan er 3,9:
„sjaldan".
Á öðrum stað er fullyrðing um
að Þjóðviljinn geti að skaðlausu
fellt niður listgagnrýni, og svar-
endur beðnir að segja til um
hvort þeir eru sammála - frekar
sammmála - bæði og - frekar ó-
sammála - ósammála. Santmála
jafngildir svo 1, ósammála 5.
Heildarsvarið er 4,1 og sýnir að í
heild eru lesendur að minnsta
kosti „frekar“ ósammála. Karl-
arnir væru þó mun sáttari við að
sleppa listrýni en konurnar, karl-
atalan er 3,8 en kvennatalan 4,6.
Karlar styðja skákina
Því var einnig kastað fram að
rétt væri að sleppa útvarps- og
sjónvarpsdagskrám og voru svar-
endur ekki sammála: 4,6. Þeir
lögðust líka gegn því að sleppa
skákskrifum 3,5 og þar voru karl-
arnir harðari með skákinni en
kvenpeningurinn, - karlatalan
var 3,6 en kvennatalan 2,3.
Briddsþættir njóta ekki sama
stuðnings (2,8) en aftur kemur
Íiar í ljós eindreginn minnihluti.
þróttir fengu 3,3 í þessari spurn-
ingu, poppskrif 2,9.
Lesendur samsinntu því heldur
í könnuninni að Þjóðviljinn
„fjallaði vel“ um dagvistarmál
(2,1), heilbrigðismál (2,3) og skó-
lamál (2,5). Athyglisvert er þó að
þegar litið er á skiptingu eftir
kyni og aldri í svörum við þessari
fullyrðingu kemur í ljós að konur
eru fvið neikvæðari í öllum þrem-
ur og ungu fólki finnst miður fjal-
lað um þessi efni en eldra fólki.
Lesendur Þjóðviljans vilja að
blaðið standi sig í herstöðvamál-
inu, - fullyrðingu um að blaðið
„fjalli ekki nóg“ um herstöðva-
málið og Nató fær samþykki uppá
2,4. Menn eru heldur sáttari við
frammistöðu blaðsins í jafnréttis-
málum. Fullyrðing um að blaðið
,geri málefnum og málstað
kvennahreyfingarinnar ekki góð
skil“ fær töluna 2,8 sem er rétt við
miðjuna, en á það ber hér að líta
að hér er þónokkur munur á
kynjunum, - karlar eru þokka-
lega sáttir við umfjöllun blaðsins
áþessu sviði (3,1), en konursíður
(2,3).
Húsnæðismál,
neytendaskrif
Á einum stað eru svarendur í
könnuninni beðnir að taka af-
stöðu til þess að tekin yrðu upp
föst greinaskrif um ýmis efni sem
nú er fjallað lítið um eða óskipu-
lega.
1 ljós kom skýr stuðningur við
að Þjóðviljinn sinnti betur
neytendamálum (1,5) og húsnœð-
ismálum (1,9). Margir vildu fleiri
heimsóknir á vinnustaði (2,1) og
töluverður áhugi kom fram á hag-
frœðiefni (2,2) og umfjöllun um
vinstrihreyfingar erlendis (2,3).
Sjávarútvegsmál fengu töluna 2,4
og tölvumál 3,0.
Erfitt er að gera sér grein fyrir
viðhorfi lesenda til erlendra
frétta. Mjög margir segjast lesa
erlendar fréttir, einsog áður er
getið, en mjög virðist skiptast í
tvö horn um afstöðu til fullyrð-
ingar um að blaðið flytji „nægi-
lega margar" erlendar fréttir.
Raunar var nokkurt rót á magni
og umfangi erlendra frétta á
könnunartímanum.
í síðari grein verður svo haldið
áfram að segja frá lesendakönn-
uninni, og sagt frá svörum um
sérstöðu blaðsins, um pólitík
þess, heiðarleika í fréttaflutningi,
um afstöðu til Alþýðubandalags-
ins - og svörum um afstöðu les-
enda til sama flokks.
-m
Þriðjudagur 8. nóvember 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7