Þjóðviljinn - 08.11.1988, Side 11
Nýjar bækur — Nýjar bækur — Nýjar bækur — Nýjar bækur — Nýjar bækur
heiminn? Er geimfarinn „gaga“?
Þýðandinn, David McDuff,
hefur getið sér afburða gott orð
sem þýðandi norrænna og rúss-
neskra bókmennta. Hann hefur
m.a. unnið að þýðingum á skáld-
skap Tolstoys og Joseph Bro-
dskys og vinnur nú að þýðingum
á verkum Dostojevskys í nýrri út-
gáfu fyrir Oxford University
Press í samvinnu við Penguin út-
gáfufyrirtækið.
Enska útgáfan á Gaga Ólafs
Gunnarssonar er til í sölu í Bóka-
verslun Sigfúsar Eymundssonar
og Bókabúð Máls og menningar.
Kærleikur
lækningar
kraftaverk
Bókaútgáfan FORLAGIÐ
hefur sent frá sér bókina Kær-
leikur, lækningar, kraftaverk
eftir bandarfska skurðlækninn
Bernie S. Siegel og fjallar hún um
reynslu hans af einstökum hæfi-
leika krabbameinssjúklinga til að
læknast af sjálfsdáðum. Bókin
fjallar um það að lækna og lina
þjáningar, hún segir frá sjúk-
lingum sem hafa sterkan vilja til
að sigrast á sjúkdómum og lifa af.
Hún fjallar um hugrekki til að
horfast í augu við sjúkdóma og
vinna gegn þeim með hjálp lækna
og hjúkrunarfólks.
Bernie S. Siegel er bandarískur
læknir sem unnið hefur einstætt
brautryðjandastarf til stuðnings
fólki með alvarlega sjúkdóma.
Hann fjallar um vanda sinn í
læknisstarfi og hvernig hann
leysti hann með því að fara að
vinna með sjúklingunum sem
manneskjum og taka þátt í bar-
áttu þeirra af kærleik fremur en
að fást einvörðungu við þá sem
sjúkdómstilfelli.
Kærleikur, lækningar, krafta-
verk er 240 bls. Auk þess eru 8
litmyndasíður í bókinni. Helga
Guðmundsdóttir þýddi. Prent-
smiðjan Oddi hf. prentaði.
AUK hf./Magnús Jónsson hann-
aði kápu.
Silfursverðið
IDUNN hefur gefið út nýja
bók eftir ástar- og spennusagna-
höfundinn Phyllis A. Whitney.
Nefnist hún Silfursverðið og
greinir frá dularfullum atburðum
í rómantísku umhverfi.
Hér segir frá Caroline Kirby,
sem skyndilega kemst að því að
nánir ættingjar hennar á Havaii,
sem hún hélt löngu látna, eru enn
á lífi. Hún snýr aftur til bernsku-
stöðva sinna á þessum undurfög-
ru eyjum til að leita uppruna síns
og komast að sannleikanum um
foreldra sína.
Þóréy Friðbjörnsdóttir þýddi
bókina.
Mcmmsox
Gaga
í enskri þýðingu
Út er komin í enskri þýðingu
skáldsagan Gaga eftir Ólaf Gunn-
arsson. Það er útgáfufyrirtækið
Penumbra Press í Kanada sem
gefur út bókina, en þýðandi
hennar er David McDuff. Bókin
er prýdd grafíkmyndum eftir
kanadísku listakonuna Judy
Pennanen, en þess má geta að
Penumba hefur hlotið alþjóða-
verðlaun fyrir myndskreytingar í
bókum sínum,
Gaga kom upphaflega út vorið
1984 og er saga Geimfarans,
Valda í Valdasjoppu sem vaknar
morgun einn á Mars. Hún er öðr-
um þræði saga mannsins sem les-
ið hefur yfir sig af tískusögum
okkar tíma, líkt og henti Don
Kíkóta forðum daga. En vitnar
heilaspuni Geimfarans og of-
sóknaræði einungis um mann
sem misst hefur samband við um-
bókmenntaverðlaun vestan hafs
- Pulitzer-verðlaunin.
Ástkær er 251 bls. Prentsmiðj-
an Oddi hf. prentaði. AUK hf.
/Elísabet Cochran hannaði kápu.
Bandarísk
verðlaunaskáldsaga
Bókaútgáfan FORLAGIÐ
hefúr gefið út skáldsöguna Ást-
kær eftir bandarísku skáldkon-
una Toni Morrison. Þetta er
fyrsta verk hennar sem út kemur
á íslensku, en hún er mikilvirkur
rithöfundur og hefur sent frá sér
fimm skáldsögur sem hafa skipað
henni í fremstu röð bandaríska
nútímarithöfunda. Úlfar Hjörvar
þýddi söguna.
Sagan gerist upp úr miðri 19.
öld í suðurríkjum Bandaríkj-
anna. Sethe er strokuþræll sem
flúið hefur með börnum sínum
undan kvölurum þeirra. Til að
forða dóttur sinni frá því að
hljóta örlög þrælsins deyðir hún
hana. En frelsi kaupir enginn
með dauðanum og minningin um
verknaðinn ásækir Sethe alla tíð
síðan - minningin um dótturina
sem ekki á sér annað nafn en það
sem letrað er á legstein hennar -
Ástkær.
Skáldsagan Ástkær kom út í
Bandaríkjunum haustið 1987 og
hálfu ári síðar hlaut hún virtustu
VOPNASMYGL
OG VALDARÁN
Þegar Michael Steele fellst á að
svipast um eftir dularfullum
manni á eynni Menorcu hefur
hann engan grun um háskalegar
afleiðingar eftirgrennslana sinna.
Þótt eyjan sé friðsæl á yfirborð-
inu er mikil ólga undir niðri, þvf
aðskilnaðarsinnar og undir-
róðursmenn eru farnir að láta til
sín taka.
Magnea Matthíasdóttir þýddi
bókina.
BJÖRK ÁRNADÓ7T1R
trá uppmnaií6til nutúuanmms
Risaeölur og
fleiri furðudýr
Komin er út hjá IÐUNNI bók-
in Risaeðlur og fleiri furðudýr
eftir John Stidworthy, í íslenskri
þýðingu Óskars Ingimarssonar.
Bókin er prýdd fjölda litmynda
og skýringarmynda og gerir efni
sínu skil á einkar aðgengilegan
hátt. Um efni bókarinnar segir:
Risaeðlur, fljúgandi skriðdýr og
aðrar furðuskepnur - undra-
heimur sem eitt sinn var - vekja
ótalmargar spurningar; hvernig
leit fyrsti fiskurinn út, hvers
vegna urðu risaeðlurnar aldauða,
hver er uppruni mannsins og
hvernig hefur hann þróast?
Úrval úr Ijóðum
Henriks
Nordbrandt
Bókaútgáfan Urta hefur sent
frá sér úrval úr ljóðum danska
ljóðskáldsins Henriks Nord-
brandt í íslenskri þýðingu Hjartar
Pálssonar skálds, og ritar hann
einnig inngang.
Bókin er 63 bls. að stærð og
geymir 42 ljóð sem sýna þróun
ljóðagerðar skáldsins. Skáld-
skapur Nordbrandts er klassískur
og nútímalegur í senn: Klassískur
í mjúkri hrynjandi sinni og hrein-
skornum einfaldleik, notkun sí-
gilds skáldskaparmáls og minna -
nútímalegur í nýrri og frumlegri
skynjun, snöggum og óvæntum
hugmyndatengslum. Ifyrrasendi
Urta frá sér bókina Ferð yfir
þögul vötn sem var hliðstætt úrval
úr ljóðum finnsk-sænska skálds-
ins Bo Carpelan í þýðingu Njarð-
ar P. Njarðvík, og er ætlunin að
halda áfram að kynna norræna
ljóðlist með þessum hætti.
ieik sem leit að veigamiklum
svörum og leiðsögn.
Þýðandi er Þorbjörg Jónsdótt-
ir.
Hvíti trúðurinn
Bókaútgáfan FORLAGIÐ
hefur sent frá sér nýja Ijóðabók
eftir Nínu Björk Árnadóttur og
ber hún heitið Hvíti trúðurinn.
Nína hefur fyrir margt löngu
skipað sér í fremstu röð íslenskra
ljóðskálda. Fyrsta bók hennar,
Úng ljóð, kom út fyrir nær aldar-
fjórðungi en Hvíti trúðurinn er
sjöunda ljóðabók Nínu.
í frétt frá útgáfunni segir m.a.:
„Hvíti trúðurinn hefur að geyma
þrjátíu ljóð þar sem skáldkonan
fjallar á nærfærinn og persónu-
legan hátt um samband mann-
anna og sambandsleysi, hina ei-
lífu baráttu við óttann og það
óskiljanlega sem býr innra með
hverjum manni.
Hvíti trúðurinn er 70 bls.
Prentverk Austurlands hf. prent-
aði. Prentsmiðjan Oddi hf. ann-
aðist bókband. Ragnheiður
Kristjánsdóttir hannaði kápu.
Vopnasmygl
og valdarán
IÐUNN hefur gefið út nýja bók
eftir hinn sívinsæla spennusagna-
höfund Hammond Innes. Bókin
heitir Vopnasmygl og valdarán og
er hörkuspennandi og viðburða-
rík eins og aðrar bækur höfundar.
í kynningu útgefanda á bók-
inni segir:
Þrjár nýjar
Lúllabækur
IÐUNN hefur gefið út þrjár
nýjar bækur um Lúlla kanínust-
rák eftir hinn þekkta sænska
barnabókahöfund Ulf Löfgren.
Þær heita: LúIIi leitar að bangsa,
Lúlli verður ánægður og Lúlli og
gula kerran.
Segir hér frá ýmsu sem á dag-
ana drífur hjá Lúlla. Eitt sinn er
hann búinn að týna bangsa
prakkara og leitar alls staðar, en
hvergi er bangsa ab sjá...
Öðru sinni er Lúlli að smíða og
fær hamarshögg á fingurinn. Það
er reglulega sárt, en Hannes vin-
ur hans fullvissar hann um að
hann hefði getað meitt sig miklu
verr svo hann skuli bara vera
ánægður.
Dag nokkurn eignast Lúlli fína
kerru. Þegar hann fer út með
hana mætir hann öllum vinum
sínum sem vuilja fá ökuferð.
Hvernig skyldi Lúlli leysa þann
vanda?
Áður hafa sex bækur um Lúlla
komið út á íslensku og njóta þær
mjög mikilla vinsælda hjá yngstu
bömunum.
Þórgunnur Skúladóttir þýddi.
JUAMBENET
Bókin um rúnir
IÐUNN hefur gefið út Bókina
um rúnir eftir Ralph Blum. Þetta
er sérstæð bók með sjaldséðum
fylgihlutum, því henni fylgja tutt-
ugu og fimm rúnasteinar, sem
lesandinn getur notað til leið-
sagnar og til að svara ýmsum
spumingum.
Rúnaristur eru flestum íslend-
ingum kunnar úr sögunni. Þeir
eru þó sennilega færri sem vita
hversu fjölbreyttu hlutverki rún-
irnar gegndu í lífi manna fyrr á
öldum, þegar menn leituðu leið-
sagnar í táknum þeirra. Menn
gátu nýtt þær sér til uppbygging-
ar, til að velja réttar leiðir og til
að öðlast aukna reynslu og
þroska. Notkun þeirra færist nú
sífellt í vöxt í hinum vestræna
heimi og rúnasteinarnir skjóta æ
víðar upp kollinum.
Bókin sjálf skýrir á afar að-
gengilegan hátt tákn steinanna og
hvernig hver og einn getur fært
sér þessi fornu fræði í nyt, jafnt í
Andrúmsloft
glæps
Ný spænsk skáldsaga
Bókaútgáfan FORLAGIÐ
hefur gefið út skáldsöguna And-
rúmsloft glæps eftir spænska rit-
höfundinn Juan Benet. Guðberg-
ur Bergsson þýddi söguna og ritar
eftirmála.
Sagan gerist á auðnum Spánar
- „uppi á Héraði" - á valdatímum
Francos. Morð hefur verið fram-
ið. Þar með er hrundið af stað rás
aburða sem í nokkrar vikur um-
turna lífi þeirra sem silast áfram í
lognmollu héraðsins og lesandinn
er leiddur inn í „andrúmsloft
glæpsins".
Andrúmsloft glæps hefur
hlotið meira lof en títt er um
spænskan skáldskap síðustu ára.
Árið 1980 hlaut höfundurinn
Planeta-verðlaunin, helstu bók-
menntaverðlaun Spánar, fyrir
þessa sögu. Juan Benet er fæddur
1927 og hefur sent frá sér rúman
tug skáldverka sem vakið hafa
mikla athygli á Spáni og erlendis
og eru af mörgum gagnrýnendum
talin fágæt snilldarveríc. Sagan
hefur einnig verið kvikmynduð.
Andrúmsloft glæps er 160 bls.
Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.
AUK hf. /Garðar Pétursson
hannaði kápu.
Þriðjudagur 8. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11