Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Atvinnutryggingasjóður Uthlutar fyrst í næstu 80 umsóknir hafa boristsjóðnum. Jóhann Antonsson: Utíhöttaðtala um 25% afföll af skuldabréfum sjóðsins. Afföll eiga ekki að snerta útflutningsgreinarnar Um 80 umsóknir frá útflutn- ingsfyrirtækjum eru nú til meðferðar hjá Atvinnutrygginga- sjóði. Jóhann Antonsson, sem á sæti í sjóðsstjórn, segir að fyrstu umsóknirnar muni að öllum lík- indum koma til afgreiðslu hjá stjórn sjóðsins í næstu viku. Skuldabréf sem sjóðurinn kemur til með að gefa út verða verð- tryggð með 5% vöxtum. Jóhann segir út í hött að hægt verði að versla með þessi bréf með allt að 25-30% afföllum eins einhverjir spámenn töluðu um. Hið efna- hagslega umhverfi byði einfald- lega ekki upp á það. Ef menn gefa sér að fyrirtæki fái 3,5 miljónir að láni hjá sjóðn- um kemur 1 miljón til greiðslu en 2,5 miljónir yrðu í skuldabréfum sem gefin yrðu út á þau fyrirtæki sem lántakinn skuldar. Þjónustu- fyrirtæki sjávarútvegsins fengju því skuldabréfin sem greiðslu. Jóhann sagði Þjóðviljanum að til- gangurinn með skuldbreytingun- um væri að létta vaxtabyrðina hjá útflutningsgreinunum. Þess vegna væri ekki hægt að tala um að afföll bréfanna kæmu niður á útflutningsgreinunum. Ef þjón- ustufyrirtæki teldu sig þurfa að selja þessi bréf væri það þeirra mál og þau tækju þá á sig afföllin. Jóhann sagði að 25-30% afföll þýddu um 18% ávöxtun sem væri út í hött eins og ástandið væri í dag. Ekki væri raunhæft að tala um nema nokkurra prósenta ávöxtun á fé í því efnahagsum- hverfi sem nú ríkti, ekki síst vegna þess að bréfin væru til 6 ára og því fáránlegt að áætla 18% árs- ávöxtun þann tíma. Þeir5% vext- ir sem yrðu á skuldabréfunum væru í raun mjög góð ávöxtun sem ætti ekki að þurfa að sæta neinum afföllum. Samstarfsnefnd banka og fjárf- estingarsjóða fer yfir allar um- sóknir sem berast sjóðnum og sendir umsögn sína til sjóðs- stjórnar. Jóhann sagði að nefndin væri að ljúka við að fara yfir fyrstu umsóknirnar og kæmu þær væntanlega til afgreiðslu í næstu viku. Það vekur nokkra athygli hvað fá fyrirtæki hafa sótt um fyrir- greiðslu. Jóhann sagði skýring- una á þessu vera að flókið væri að útbúa umsókn til sjóðsins, þar sem glöggar upplýsingar um stöðu fyrirtækis í dag, nokkur ár aftur í tímann og upplýsingar sem vörðuðu framtíð fyrirtækisins þyrftu að fylgja umsókninni. Enn hefur ekki komið í ljós hvort eitthvað af þeim 80 um- sóknum sem borist hafa fá neit- un. Jóhann sagði enga eina for- múlu til í þessum efnum. Skoða þyrfti hverja umsókn fyrir sig. Alþýðuflokkur Aukið samstarf Jón Baldvin: Gengisfelling dugar ekki 44. flokksþing Alþýðuflokksins var sett í gær. I setningarræðu sinni lét Jón Baldvin Hannibals- son formaður flokksins það álit í ijós að gengislækkun krónunnar á síðasta vetri hefði verið skottu- lækning sem aðeins hefði gert illt verra. „Er það nógu gott,“ sagði Jón Baldvin, „þegar atvinnurekend- ur ranka við sér eftir fjárfesting- aræðið og ytri skilyrði hafa snúist til hins verra - eins og allir vissu fyrirfram að þau hlytu að gera - að framvísa reikningnum til ríkis- ins, skattborgaranna og heimta gengisfellingu - svikna mynt?“ Hann spurði hvers vegna fyrir- tækin hefðu safnað stórfelldum skuldum í góðæri undanfarinna missera. „Hvar er fyrirhyggja og fjármálavit þeirra atvinnurek- enda sem gösluðust áfram klyfj- aðir erlendu og innlendu lánsfé við að hrófla upp hótelum, versl- anahöllum, veitingasölum o.s.frv. í stað þess að byggja upp eigið fé fyrirtækja, draga úr láns- fjárþörf og treysta undirstöðu- rnar?“ Jón Baldvin setti fram þá skoðun að núverandi flokkakerfi gengi óðum úr sér. Efla þyrfti samstarf stjórnarflokkanna. Sundrung hefði lamað baráttu- þrek hreyfingar jafnaðarmanna og verkalýðshreyfingar en þróun til sátta yrði ekki að veruleika við það eitt að forystumenn snæddu saman. Það vakti athygli að Jón Bald- vin vék ekki að þeim skoðunum sínum á utanríkismálum sem mesta athygli hafa vakið að und- anförnu, þ.e. afstöðu til Palest- ínu og frystingar á framleiðslu kjarnavopna. Búseti Ný félög stofnuð víða um land Fyrstu íbúðirnar afhentar innan tíðar. Sótt um byggingarlánfyrir háttí 300 nýjar íbúðir. Landsþing Búsetafélaganna íReykjavík á sunnudag Fyrstu 46 Búsetaíbúðirnar, sem eru í fjölbýlishúsi samtakanna í Grafarvogi í Reykjavík, verða afhentar í lok næstu viku. Á sunnudaginn verður haldið landsþing Búseta en síðustu vikur hefur verið unnið að stofnun Bús- etafélaga víða um land. Guðni Jóhannesson, formaður Landssambands Búseta, segir að mikill áhugi ríki um allt land á stofnun Búsetafélaga. - Við höf- um síðustu vikur verið á fundum á Austfjörðum, Suðurlandi, Vestmannaeyjum og á Norður- landi. Það er þegar búið að stofna nokkur ný félög og unnið að undirbúningi að stofnun annarra. Um helgina ætla fulltrúar frá flestum þessara byggðarlaga, sem við höfum heimsótt, að funda hér í Reykjavík á Lands- þingi Búseta. - Við höfum þegar tryggt okk-v ur lóðir fyrir byggingar, bæði hér í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarn- arnesi og í Hafnarfirði. Ef áætl- anir okkar ganga upp geta íbúðir þar orðið tilbúnar í ársbyrjun 1990. Á Landsþinginu á sunnudag verður rætt um húsnæðismálin og Borgarfógeti tók í gær, klukkan tólf á hádcgi, næsthæsta til- boði í skip Víkurskipa, Eldvíkina og Hvalvíkina, en þau skip voru slegin Finnboga Kjeld, forstjóra Víkurskipa, á uppboði fyrir um hálfum mánuði. Finnboga, sem átti hæstu tilboð í skipin eða 32 þá einkanlega úti á landsbyggð- inni. Meðal framsögumanna á þinginu eru þeir Ögmundur Jón- asson, nýkjörinn formaður BSRB, Kristbjörn Árnason, for- maður Félags starfsfólks í hús- gagnaiðnaði, og Hallgrímur miljónir króna í hvort skip, var gefinn frestur þar til á hádegi í gær til að inna greiðsluna af hendi. Það gerði hann ekki og tók því borgarfógeti næsthæsta 131- boði, sem var frá Landsbanka ís- lands. Þriðja skip Víkurskipa, Kefla- Guðmundsson, sveitarstjóri á Höfn í Hornafirði. Þingið verður haldið í Kristalsal Hótel Loft- leiða. Almennur umræðufundur um húsnæðismál, sem er öllum opinn, hefst kl. 13.30 á morgun, sunnudag. -lg. vík, var boðið upp hjá sýslu- manninum í Vík í Mýrdal í gær. Þar átti fyrirtæki Finnboga Kjeld, Saltvinnslan, hæsta tilboð 161 miljón króna, en á hæla Finnboga kom Eimskipafélagið með 160,5 miljónir og svo Landsbankinn með 159 miljónir króna. phh Víkurskip Landsbankinn fékk skipin Finnbogi Kjeld kom aldrei með 64 miljónir viku Hann sagði umsóknirnar dreifast mjög jafnt yfir landið, ekkert svæði skæri sig úr. Atvinnutryggingasjóður hefur 5-6 miljarða svigrúm til lána og útgáfu skuldabréfa. Til skuld- breytinga fara 4-5 miljarðar og til verkefna eins og hagræðingar- átaks eða samruna fyrirtækja eru ætlaðar 800 miljónir. Sjóðurinn getur lengt skuldir í 10-12 ár. „Auk þess þarf að koma til lána- lenging og skuldbreyting fjárfest- ingarlánasjóða og banka, þannig að heildarskuldbreyting hjá fyrir- tæki geti orðið mun meiri en sem nemur framlagi Atvinnutryg- gingasjóðs,“ sagði Jóhann. -hmp Framsókn Herta skatta á yfirstettina Landsfundur Framsóknar: lslensk verkalýðshreyfing lítið betur stödd en sú pólska Það er réttlætismál að persónu- afsláttur og skattprósenta verði þannig stillt saman að þeir sem lifa verða á verkamannalaunum og ekki eiga kost á að bæta þau með yfirvinnu eða öðru, séu skattlausir, en skattar hertir á yflrstétt landsins sem tekur mán- aðarlega til sín tíföld verka- mannalaun eða meira, segir m.a. í drögum að ályktun um atvinnu- mál sem liggur fyrir 20. lands- fundi Framsóknarflokksins sem fer fram á Hótel Sögu nú um helg- ina. í drögunum segir einnig að verkalýðshreyfing sem standi sí- fellt frammi fyrir því að samning- ar séu ógiltir, eða hún jafnvel svipt samningsréttinum, sé lítið betur á vegi stödd en pólska verkalýðshreyfingin. „Framundan eru erfiðir tímar hjá íslendingum. Fjármagns- kostnaðurinn verður að komast niður á það stig sem gerist og gengur í nágrannalöndunum og reisa verður atvinnulí fið úr rúst- um og skapa útflutningsgreinun- um rekstrargrundvöll. Islensk al- þýða virðist sammála um að gefa nýrri ríkisstjórn starfsfrið en þol- inmæðin varir ekki að eilífu,“ segir jafnframt í drögunum. -*g- Loðna Mokveiði 30 skip með 23.410 tonn Frá miðnætti í fyrrinótt og fram til hádegis í gær tilkynntu 30 loðnuskip um samtals 23.410 tonn. Frá upphafí vertíðar seinni part sumars og fram til gærdags- ins höfðu veiðst 82.200 tonn. Að sögn Ástráðs Ingvarssonar hjá Loðnunefnd eru skipin á landleið með aflann og verður honum landað víðs vegar um landið. Loðnan fékkst 60 - 70 sjómflur út frá Siglufirði austan við Kolbeinsey. 5 skip eru enn að á miðunum. -grh 2 StÐA — ÞJÓÐVILIINN Laugardagur 19. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.