Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 12
SKAK Ólympíumótið í skák Lærisveinar Bótvinniks sigmðu Jóhann ogJón L. héldu uppi merki mörlandans. Helgi tapaði en Margeir hyggst berjast tilþrautar Jóhann Hjartarson og Garríj heimsmeistari Kasparov tefldu afar fjöruga og skemmti- lega skák í fimmtu umferð ólym- píumótsins í Þessalóníku í gær. Þá fóru íslendingar sem kunnugt er halloka fyrir Sovétmönnum sem flestir hafa numið list sína við fót- skör Míkhaíls Bótvinniks. Jóhann og Kasparov öttu kappi á fyrsta borði. Þetta er í þriðja skipti á þessu ári að þeir mætast yfir taflborði. Jafntefli varð á Heimsbikarmótinu í Bel- fort í vor en Jóhann tapaði á Heimsbikarmótinu hér í Reykja- vík í fyrra mánuði einsog menn muna glöggt. f þau skipti stýrði hann svörtu liði en í gær hafðr hann hvítt. Jóhann iék að þessu sinni kóngspeði fram í fyrsta leik. Heimsmeistarinn svaraði með Najdorf-afbrigði sikileyjarvarn- ar. Miðtaflið var flókið og kepp- endur hjuggu ótt og títt. Heldur hailaði á „okkar mann“ er á leið og þar kom að þeir fé.lagar vógu mann og annan niður í endatafl. Kasparov rembdist einsog rjúpan við staurinn að knýja fram sigur en bauð að lokum jafntefii eftir 54. leik Jóhanns. Á öðru borði leiddu Jón L. Árnason og Arþúr Júsúpov sam- an hesta sína. Júsúpov stjórnaði hvítliðum og atti drottningarpeð- inu á foraðið. Dóluðu þeir fé- lagar yfir drottningarindverskri vörn um hríð en féllust brátt á skiptan hlut. Margeiri Péturssyni var í iófa lagið að halda jafntefli gegn Jaan Ehlvest. Hann hafði hvítt og lék einsog Júsúpov. Eistlendingur- inn beitti svonefndri Bógóind- verskri vörn. Margeir hafði lengst af ívið rýmra tafl og í ljósi þess hafnaði hann jafnteflistilboði fjanda síns. Eitthvað fór síðan úrskeiðis hjá landa í lokin og er honum vart hugað líf úr biðskákinni. „Válegur atburður" gerðist á fjórða borði. Helgi Ólafsson hafði svart gegn ívantsjúk. Hann tefldi skileyjarvörn, Schevening- enafbrigðið, og fékk ágæta stöðu, að sögn Þrastar Þórhallssonar. En klukkan var honum erfiður ljár í þúfu og í tímahraki lék hann af sér. Og tapaði. Sovétmenn uppskáru sem sagt sigur og halda forystu á mótinu. Hvítt: Jóhann Hjartarson. Svart: Garríj Kasparov. Sikileyjarvörn að hætti Najdorfs. 1. e4-c5 2. RO-d6 3. d4-cxd4 4. Rxd4-Rf6 5. Rc3-a6 6. Be3-e6 7. Dd2-b5 8. B-Rbd7 9. g4-h6 10.0-0-0-Bb7 11. Bd3-Re5 12. Hhel-b4 13. Ra4-d5 14. exd5-Rxd5 15. Bf2-Bd6 16. BÍ5-0-0 17. Rxe6-fxe6 18. Bxe6-Kh8 19. Bxd5-RxO 20. BxO-BxO 21. Bb6-Bxdl 22. Bxd8-Haxd8 23. Dxdl-Bf4+ 24. Kbl-Kxdl 25. Hxdl-Bxh2 26. c3-bxc3 27. Rxc3-Hf4 28. Hhl-Hf2 29. Hel-Kh7 30. He2-Hxe2 31. Rxe2-Kg6 32. Rd4-Bd6 33. RO-h5 34. gxh5+-Kxh5 35. Kc2-g5 36. Kd2-g4 37. Rel-g3 38. Ke2-Kg4 39. Rg2-Kh3 40. KO-a5 41. b3-Be5 42. Rel-Bc7 43. Rg2-Bd6 44. Re3-Kh2 45. Rg2-Be5 46. Re3-Kh3 47. Rg2-Bd6 48. Rel-Be7 49. Rd3-Kh2 50. Rf4-Bg5 51. Re2-g2 52. Ke4-Be7 53. KO-Bb4 54. Ke4 Jafntefli. Jóhann Hjartarson og Garríj Kasparov sömdu um skiptan hlut eftir hádramatíska viðureign. Úrslit úr fimmtu umferð (20 „helstu“ viðureignirnar): (1 í bið) (1 í bið) (1 í bið) (1 í bið) (2 í bið) (1 í bið) (2 í bið) (1 í bið) ísland 1 Sovétríkin 2 Ungverjaland 2,5 Búlgaría 1,5 Tékkóslóvakía 1,5 Holland 1,5 Kúba 1,5 Indónesía 1,5 England 3 Rúmenía 1 Svíþjóð 3 Danmörk ' 1 Filippseyjar 1 A.-Þýskaland 2 Júgóslavía 1 Frakkland 1 Ástralía 1 Pólland 2 Kína 1 ísrael 1 Brasilía 1 Bandaríkin 3 Mexíkó 2 Spánn 1 Indland 1,5 Skotland 2,5 Albanía 1 Perú 3 V.-Þýskaland 3 Belgía 1 Dóm.lýðveldið 1 Sviss 3 Tyrkland 0,5 Noregur 3,5 Finnland 3 Síngapúr 1 Nýja Sjáland 2 Argentína 2 Úrúgvæ 1 Grikkland 3 -ks. Staða efstu liða eftir 5 umferðir: 1. Sovétríkin: 16 vinningar og biðskák. 2. -3. Ungverjaland og England: 14,5 v. 4. Svíþjóð: 14 v. og biðskák. 5. Búlgaría: 14 v. 6. -10. Island, Kúba, Tékkóslóvakía, Holland og Indónesía: 13,5 v. og biðskák. ERLENDAR FRETTIR Snvétríkin Vináttusókn í vestur Vestur-Evrópa hefurforgang egar mannaskipti nokkur urðu á dögunum í toppi sov- éska valdapýramídans gerðu margir ráð fyrir að Anatolíj Do- brynín, þekktastur sem ambassa- dor Sovétríkjanna í Washington um margra áratuga skeið, væri sestur í helgan stein, líkt og Gromykó, sem þá vék úr forset- astóli fyrir Míkhail Gorbatsjov. En Dobrynín lét fljótlega sjá sig á sviðinu aftur. Nú hefur hann ver- ið útnefndur sérlegur ráðunautur Gorbatsjovs í utanríkismálum. Þetta er ný staða og ber sem slík vott um þá miklu rækt sem Gorbatsjov leggur við utanríkis- mál. Fréttaskýrendur kunnugir í Sovétríkjunum telja að á næst- unni muni þrír menn ganga hon- um næstir í mótun stefnu Sovét- manna á þeim vettvangi. Þeir eru auk Dobryníns Shevardnadze utanríkisráðherra og Aleksandr Jakovlev, sérstakur ráðunautur miðnefndar sovéska kommún- istaflokksins um utanríkismál. Einnig það er ný staða. Sligandi herkostnaður Frá því í des. s.l. hefur Gorbat- sjov rætt við 13 aðra ríkisleiðtoga og hann hugsar sér að hafa tal af sex í viðbót fyrir áramótin. Það eru sæmileg afköst, sérstaklega með hliðsjón af því að maðurinn er síður en svo verkefnalaus heima fyrir. Hinn almenni neytandi er gramur út af vöru- skortinum í verslunum, gamal- kunnu vandamáli þar eystra sem perestrojkunni hefur enn sem komið er ekki tekist að bæta úr. Armenar og Aserar líta hvorir aðra illum augum út af Nagorno- Karabak, baltnesku þjóðirnar krefjast víðtækrar sjálfstjórnar og eistneska þingið hefur hafnað fyrir Eistlands hönd fyrirhuguð- um breytingum á stjórnarskrá Sovétríkjanna og tekið sér æðsta vald í löggjafarmálum landsins. Sennilegast er að Gorbatsjov líti svo á málin, að árangur á utanríkisvettvangi sé lykili að lausn innanríkisvandamála. Gífurlegur herkostnaður er slig- andi byrði á sovésku efnahagslífi, byrði sem því er ólíkt þyngri en Bandaríkjunum, vegna veikari efnahags, og hefur þó efnahagur Bandaríkjanna síður en svo farið varhluta af vandræðum út af miklum herkostnaði. Fyrsta mál- ið á dagskrá hjá Gorbatsjov í utanríkismálum er því að ná samkomulagi við Vesturlönd um áframhaldandi gagnkvæma af- vopnun, og ekki einungis um áframhaldandi fækkun kjarna- vopna, heldur einnig um minnkun herja væddra svoköll- uðum venjulegum vopnum. Dobrynín - sérfróður um banda- rísk stjórnmál og sérlegur ráðu- nautur Gorbatsjovs um utanríkis- mál. „Gorbamanía“ Viðvíkjandi því síðartalda snýr Gorbatsjov sér vissulega til Atl- antshafsbandalagsríkjanna yfir- leitt, en alveg sérstaklega til hélstu ríkja á meginlandi Vestur- Evrópu. I samskiptunum við þau hefur honum orðið mest ágengt hingað til. Það fer ekki leynt að ráðamönnum í París og þó eink- um í Bonn er þó nokkru hlýrra til Sovétmanna en kollegum þeirra í Lundúnum og Washington. í Vestur-Þýskalandi er talað um „Gorbamaníu.“ Þar er þessa stundina fínt að vera hlynntur Sovétríkjunum og Gorbatsjov. Persónuþátturinn í sögunni skyldi aldrei vanmetinn, óg óumdeilanlegt er að Gorbatsjov sem persóna hefur mikil áhrif á þá sögu sem er að gerast. Hann er óvenjusnjall áróðursmaður og þykir aðsópsmikill og hrífandi. Hann hefur því náð góðum ár- angri í því að stela senunni frá bandarískum ráðamönnum, gömlum forseta á förum og frem- ur sviplitlum frambjóðendum til forsetaembættis. Annað meginatriði í vináttu- sókn Gorbatsjovs vestur á bóginn er að koma á stórauknum versl- unarviðskiptum og samstarfi á sviðum efnahags og tækni við Vestur-Evrópuríkin, einkum Vestur-Þýskaland. í því sam- bandi er Sovétmönnum sérstak- lega umhugað um að sú nánast algera sameining Evrópubandal- agsríkja í efnahagsmálum, sem fyrirhugað er að verði að veru- leika 1992, leiði ekki af sér neinar hindranir í vegi viðskipta Sovétr- íkjanna við þau. (Sovétríkin eru ekki ein um þær áhyggjur; þær hvíla einnig þungt á Bandaríkja- mönnum og Japönum.) En vera má að Gorbatsjov geti sparað sér þann kvíða. Helmut Kohl, sam- bandskanslari Vestur- Þýskalands, fullyrti við hann í Moskvu um daginn að Evrópu- bandalagið hefði alls ekki á prjónunum að setja höft á versl- un við Evrópuríki utan banda- lagsins og sýndi þann vilja í verki með því að taka með sér í heimsóknina um 500 manna fylgdarlið, þar á meðal fjölda framámanna í efnahagslífi Vestur-Þýskalands. Þeir ætla ekki að missa af því tækifæri til greiðari aðgangs að gríðarmikl- um mörkuðum austurblakkar- innar og auðlindum Sovétríkj- anna, sem nú virðist gefast. í þessu felst að af hálfu sovésku forustunnar hefur Vestur- Evrópa nú vissan forgang fram- yfir Bandaríkin, hvað viðvíkur samböndum út á við. Gorbatsjov hefur undanfarið talað um Evr- ópu sem „okkar sameiginlega heimili“ til að leggja áherslu á stefnu sína um nánari samskipti við ríkin í vesturhluta álfunnar. Ekki þó svo að skilja að Banda- ríkin verði beinlínis útundan fyrir því. Skipun Dobryníns, sem kann á bandarísk stjórnmál öllum öðr- um sovéskum framámönnum fremur, í áðurnefnda stöðu, bendir til þess að haldið verði áfram af fullum krafti að koma á bættum samskiptum við hitt risa- veidið. dþ. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.