Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN- Tekur þú alvarlegar yfir- lýsingar forsætisráö- herra um aö þjóöin sé á barmi gjaldþrots? SÍMI 681333 Á KVÖLDIN £04OJO ÁLAUGARDÖGUM 681663 Kristján Már Hauksson Auövitað geri ég þaö. Það eru ýmsar blikur á lofti í íslensku efnahagslífi sem ekki eru allar glæsilegar. Ingvi Ágústsson Ég tek hann yfirleitt ekki alvar- lega. Þessi vandi sem viö eigum nú við að etja er aö mestu heimatilbúinn, og að stórum hluta kominn frá honum. Kristín við Brotið blað: „Ég nota skriftina fyrst og fremst sem forrn." Mynd - Jim Smart. / Listasafn ASI Grafískir ullarflókar Kristín Jónsdóttir: Þetta er elsta aðferðin sem mennþekkja til að búa til klæði, rakin alveg aftur á steinöld Jóna Kristinsdóttir Það liggur við að ég geri það, það bendir margt til þess að þjóðar- skútan sé að sigla í strand. Arnheiður Guðmundsdóttir Já, ég tek þessa yfirlýsingu alvar- lega. Útlitiö er dökkt og eina leiðin út úr þessu held ég að sé að fá nýja ríkisstjórn. Óskar Garðarsson Nei, ég tek ekki þessa yfirlýsingu alvarlega. Við eigum við tíma- bundinn vanda að stríða. Ég hef trú á að við eigum eftir að rétta úr kútnum fljótlega. - Þessar veggmyndir eru gei'5- ar úr ullarflóka, með aðferð sem er aftan úr grárri forneskju, - segir Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá um verkin sem hún sýnir í Listasafni ASÍ þessa dag- ana. - Þetta er elsta aðferðin sem menn þekkja til að búa til klæði, rakin alveg aftur á steinöld. Forn- leifafræðingar telja að maðurinn hafi farið að nota hana á meðan hann bjó enn í hellum, eða alveg frá því að hann fór að halda hús- dýr. - Þetta er svo náttúrleg aðferð til að búa til klæði að hún hefur komið alveg af sjálfu sér. Maður þarf ekki annað en hendurnar, vatn og sápu, þræðirnir í reyfinu eltast saman við vætuna og út kemur mjög sterkur flóki. Þetta er þannig hvorki ofið né prjónað, ég nota kembur eða reyfi, legg ullina á tréplötu, legg efni ofan á hana, helli yfir þetta heitu græn- sápuvatni og fer svo að þæfa. Hvernig ég þæfi fer svo eftir því hvað ég vil hafa flötinn úfinn eða upphleyptan. Mér finnst þetta vera heillandi aðferð, líka vegna þess hvað hún er frumstæð. - Þetta hefur verið notað í allt mögulegt, skó, leikföng, flíkur, tjöld og hatta. Og þó að þessi aðferð við að gera klæði hafi sums staðar dáið út lifir hún enn- þá, til dæmis í Asíu. Hvernig stóð á því að þú snerir þér að flókanum? - Kannski var það tilviljun eins og svo margt annað. Ég lærði vefnað í Kaupmannahöfn en þangað fór ég eftir að ég lauk teiknikennaraprófi frá Mynd- lista- og handiðaskólanum. Ég var farin að gera þrívíð verk, sem er nokkuð erfitt í vefnaði, því maður er svo bundinn af uppi- stöðunni. Textíl er heilmikil vís- indi líka. Þá rakst ég á sænska bók um þessa aðferð til að vinna ullarflóka og fór að langa til að prófa þetta. Það gekk reyndar brösuglega í fyrstu, en svo fór mér að ganga betur, ég gerði meira og meira af þessu og núna vinn ég nær eingöngu með flóka. Til að byrja með gerði ég skúlpt- úra og þrívíð form í flókann, en er nú eingöngu með veggmyndir. - Ég byrjaði að skrifa í verkin vegna þess að mig langaði til að gefa voðinni grafískari áferð. Þetta var einhver þörf á að fá áhrif frá umhverfinu inn í verkin, og ég held að ég hafi líka viljað fá einhverja nálægð mannsins í þau. Og þar sem skriftin er nátengd manninum, tjáning og tengsl manna á milli nota ég hana. Ef til vill er líka í þessu einhver skír- skotun til handritanna. - Ég skrifa á flíselín, bómullar- efni, sem ég þæfi inn í ullina pg sem samlagast henni alveg. Ég nota skriftina fyrst og fremst sem form og til að vekja ákveðin áhrif, er ekki að segja neina sögu og ætlast ekki til að fólk lesi þetta. En þetta er ekki neitt krot, sérstaklega í sumum verkanna eru ákveðin orð og setningar sem koma fyrir, og vísa þá mest til þess hugarástands sem ég var í þegar ég gerði verkið. - Dæmi um þetta er þetta verk sem heitir Dulsmál, sem er fyrsta verkið sem ég gerði á þennan hátt. Þar nota ég efni úr dómsmálum, mál gegn konum sem komu fyrir rétt sakaðar um að hafa borið út börn sín. Maður- inn minn var að skrifa bók um dulsmál hér á landi og ég hj álpaði honum við að leita uppi heimildir um þau í Þjóðskjalasafninu. Ör- lög þessara kvenna voru oft á tíð- um mjög dapurleg, þetta hafði mikil áhrif á mig og varð til þess að ég gerði þetta verk. - Sagan hefur alltaf verið mér hugstæð, sagan og landið tengist mikið í mínum huga, kannski meðal annars vegna þess að ég drakk í mig mikið af þjóðsögu- num þegar ég var barn. Það voru til dæmis þjóðsögurnar sem ég hafði í huga þegar ég gerði þetta verk sem heitir Blákápa. Flestum dettur í hug flaksandi flík þegar þeir sjá það og heyra nafnið, en Blákápa er nafn á álfkonu í einni af þjóðsögunum. - Hvert verk er einhver blanda af þeim áhrifum sem ég hef orðið fyrir um ævina. Auðvitað er mað- ur alltaf að reyna að finna sjálfan sig í verkunum, það er kjarni þeirra. En ef notuð er líking frá vefnaðinum má segja að uppi- staðan í vefnunt séu áhrif frá bernsku og æsku, þeim sem manneskjan mótast, og ívafið er síðan utanaðkomandi áhrif. Menntunin og það sem hefur áhrif á mann, bæði til lengri tíma en líka þá og þá stundina. LG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.