Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 11
_______AFMÆLI_______ Nírœður á mánudaginn Gísli Ólafsson bakari Það var ekki að öllu leyti auðvelt fyrir ungling sem kom úr bændamenningu í upplausn að fóta sig í lítt mótaðri borgar- menningu eftirstríðsára. Það var margt gott við menntaskóla fyrir utan kjánalega togstreitu milli kennara og nemenda, en nokkur vöntun var á samsvarandi bak- grunni á grónu Reykjavíkur- heimili. Vini og nauðleitarmenn var helst að finna meðal burtflutt- ra sveitamanna sem voru að koma undir sig fótunum á möl- inni og áminntu ungan náms- mann um hagsýni og útsjónar- semi með stefnu á örugga stöðu: læknir, lögfræðingur, prestur. Svo var líka fólk sem nýbúið var að koma undir sig fótunum efna- lega, en setti upp hátíðlegan svip til að tala um Menninguna, ef það þá bölvaði henni ekki. Það var ólítið viðbótarnám- skeið í mönnun að verða öðru hverju nokkurs konar heima- gangur hjá Kristínu og Gísla fá- eina vetur. Þar var ekki snefill af snobbi og varla hneykslun. Reyndar voru þau einkar laus við fjas. Þar bar Jónas Hallgrímsson og Mozart á góma af eins sjálf- sögðu kæruleysi og skopsögur úr bæjarlífinu. Þau voru aldrei að rembast við að vera fyndin, held- ur var kímni þeirra og stundum kaldhæðni eins eðlileg og lækur sem liðast milli steina. Svo var bakarinn að dunda við að læra frönsku á sextugsaldri og skaut okkur menntskælingum stundum ref fyrir rass í því máli og þýsku. Þegar horft er um öxl þykist ég eiga brag þessa heimilis meira en lítið að þakka. Aldarfjórðungi seinna rakst ég á nafn Gísla á vinnuborði. Þjóð- háttadeild Þjóðminjasafnsins, Sagnfræðistofnun Háskólans og Árnastofnun höfðu óskað eftir æskuminningum frá öllum sem komnir væru á eftirlaunaaldur. Hálft annað hundrað sinnti þessu kvabbi og einn þeirra var Gísli með fáeinar svipmyndir frá Eyrarbakka í hnitmiðuðum orð- um. En það var sem að rétta skratta litlafingur. Við nauðuðum í þessu góða fólki að senda okkur meira, og á síðustu sjö árum hefur Gísli fóðrað okkur á frásögnum um uppvöxt í þéttbýli, smiði og smiðjur, manngerða hella, eldis- hesta, drauma, brauðgerð, daga- mun og félagslíf, ferðalög, hrein- læti, himintungl, hunda, söng og tónlistarlíf. Þetta er til samans farið að slaga upp í bókarlengd. Öll einkennast þessi skrif af hinu sama og í stofunni á Berg- staðastræti 48: glöggskyggni, stálminni, vandvirkni og skýrri framsetningu. Það er varla orði ofaukið. Og það er kannski eina aðfinnsluefnið. Okkur finnst nefnilega heldur af hinu góða þegar menn vaða elginn og fara út fyrir beinar spurningar. Því þá flýtur stundum sitthvað óvænt með sem engum hefur dottið í hug að spyrja um og hætt er við að gleymist að eilífu. En vel gat ég skilið afsvar hans við spurningum sem önguðu af sænskættaðri vandamálahnýsni: „Kaflinn um unglingsárin og spurningar þar eru mér svo fjar- skyldar og ókunnugar að ég hef engin svör.“ I svörum þessum kemur þó fram að Gísli er fæddur á Gamla- hrauni næstelstur af sex systkinum. Fjölskyldan flutti út á Eyrarbakka 1905, þar sem faðir hans, Ólafur Árnason, var tómt- húsmaður. Systkinin voru Magn- ea húsmóðir, Árni sjómaður og kaupmaður, Sigríður kaupmað- ur, Guðni lyfsali og Sigurjón myndhöggvari. Móðir hans, Guðrún Gísladóttir, vann sjaldan utan heimilis nema stöku sinnum við fiskbreiðslu eða í kaupavinnu og þá með yngri börnin með sér. Gísli var í barnaskóla 10-14 ára en vann jafnframt sem beitu- strákur á vertíðum. Framhalds- nám var útilokað eftir fermingu, en þá hafði hann helst hug á tungumálanámi, sem minnir á frönskuna fjórum áratugum síð- ar. Hann vinnur því áfram við beitningu og hjá Lefoliis verslun við upp- og útskipun, þvott og þurrkun á fiski og á trésmíða- verkstæði þar til hann sextán ára gamall fær samfellda vinnu við snúninga og aðstoð í bakaríinu. Það var upphaf að lífsstarfinu. Tvítugur fer hann til Reykja- víkur sem nemandi í bakaríinu á Laugavegi 42 og tekur sveinspróf að ári liðnu. Síðan vinnur hann þrjú ár í Björnsbakaríi en stofnar 1923 eigið bakarí ásamt öðrum í Þingholtsstræti 23. Árin 1940- 1963 er bakaríið á Bergstaða- stræti 48. Eftir það vinnur hann tíu ár sem ritari í Lands- bankanum og sömu ár sem fag- kennari í Iðnskólanum. Árið 1923 kvæntist hann Reykvíking- num Kristínu Einarsdóttur. Börn þeirra eru Anna húsmæðrakenn- ari, Einar Ólafur flugstjóri og Er- lingur leikari. Að lokum lítil minning um hjálpsemi og skilning. Þegar vesalingur minn skyldi halda sín fyrstu jól sem brot af heimilisfor- sjá, var honum m.a. falið að kaupa tartalettur á Þorláks- messu. En það kvöld hittust sem oftar nokkur efnilegustu skáld, tónsmiðir, málarar og önnur upp- rennandi stórmenni heimsins og kættust fram eftir nóttu. Um há- degi á aðfangadag er svo spurt: Hvar léstu tartaletturnar? Þær höfðu þá gleymst í menningarví- munni. Nú voru góð ráð dýr að falla ekki á fyrsta prófi. En það var ýmist búið að loka bakaríum eða allar tartalettur uppseldar. Um tvöleytið var ég kominn upp á Bergstaðastræti, Gísli löngu bú- inn að loka og hvíldi sig inni í stofu eftir törn morgunsins og undanfarinna daga. Ég spyr hvort hann hefði nokkuð átt eftir af tartalettum þegar hann lokaði. Svo var ekki. Hann spurði ein- hvers sem hljómaði líkt og „Liggur þér nokkuð við?“ Ekki var hægt að segja að líf mitt lægi við, en eitthvað í þá áttina. Þau Kristín litu hvort á annað. Síðan andvarpaði Gísli og lét mig koma niður með sér, kveikti á ofni, bjó til deig, setti í form og fyllti af baunum. Til hvers? undraðist ég. Svo þær leggist ekki saman. Með- an góðverkin bökuðust fékk ég sumsé dálitla tilsögn í bakaralist. Síðan var mér óskað gleðilegra jóla með poka af nýjum tartalett- um og mannorðinu borgið fyrir horn. Afmæli Gísla er reyndar ekki fyrr en á mánudaginn en þá tekur hann á móti gestum í Iðnaðar- mannahúsinu við Hallveigastíg. Mér er tjáð að gamlir heimagang- ar séu velkomnir. Árni Björnsson Nýjar bækur — Nýjar bækur — Nýjar bækur Verk- og kerfisfræðistofan hf. auglýsir hér með forval verktaka vegna fyrirhugaðs útboðs Lána- sjóðs íslenskra námsmanna á tölvukerfi fyrir sjóðinn. Skilafrestur er til 30. 11. 1988. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Daða Jónsson í síma 91-687500. Verk- og kerfisfræðistofan hf. Hús verslunarinnar, 103 Reykjavík Skrifstofuhúsnæði óskast Dómsmálaráðuneytið óskar eftir að taka á leigu 250-300 fermetra skrifstofuhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík fyrir Fangelsismálastofnun ríkisins. Þeir sem áhuga hafa vinsamlegast snúi sér til dómsmálaráðuneytisins, Arnarhvoli fyrir 28. nóv- ember nk. Lýsing á húsnæði fylgi og upplýsingar um staðsetningu, aldur, verðhugmyndiro.fl. sem máli kann að skipta. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 16. nóvem- ber1988 |j PAGVIST BAHKA Fóstrur, þroskaþjálfar, áhugasamt starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir há- degi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. Vesturbær Grandaborg v/Boðagranda S. 621855 Skóladagh. Skáli v/Kaplaskjólsveg S. 17665 Austurbær Álftaborg Safamýri 32 S. 82488 Lækjarborg v/Leirulæk S. 686351 Sauðfjárbændur athugið Þeir sem áforma að leggja inn sauðfé í afurða- stöð á tímabilinu 20. nóv. til 31. maí nk. þurfa að tilkynna það Framleiðsluráði landbúnaðarins fyrir 20. þ. m. að höfðu samráði við afurðastöð. ANNfc KIERULF NIKKÓLÍNA OG VILUKÖTTURINN Norsk verð- launa myndabók Mál og menning hefur sent frá sér norsku verölaunamyndabók- ina Nikkólína og villikötturinn eftir Anne Kierulf. Þetta er saga af sómakærri heimiliskisu sem ókyrrist einn daginn og leitar í burtu á vit ævintýranna. Fyrr en varir skilar hún sér heim aftur og ekki líður á löngu uns heimilis- köttunum fjölgar. Á hverri síðu er litmyndir. Bókin, sem er 32 blaðsíður, er þýdd af Silju Aðalsteinsdóttur. Skotta eignast nýja vini Bókaútgáfan Selfjall hefur gef- ið út bókina „Skotta eignast nýja vini“ eftir Margréti E. Jónsdótt- ur, fréttamann á Ríkisútvarpinu. Bókin er sjálfstætt framhald sög- unnar um Skottu og vini hennar sem kom út vorið 1987. Aðal- söguhetjurnar, húsamýsnar Skotta og Bolla, eiga heima við lítinn sumarbústað. Þær langar til að skoða sig um í heiminum og gerast laumufarþegar í bíl fjöl- skyldunnar sem á sumarbústað- inn. Ætlunin er að kynnast því sem borgarlífið hefur upp á að bjóða En margt fer öðruvísi en ætlað er. Þær komast ekki alla leið, heldur vera strandaglópar hjá gamalli einsetukonu sem býr í svolitlum torfbæ út við sjó. Sagan um Skottu og nýju vin- ina hennar er ætluð íslenskum börnum heima og erlendis á aldr- inum fimm til níu ára. Bókina prýða margar myndir eftir Önnu V. Gunnarsdóttur. Hún er 116 blaðsíður. Þá þurfa sauöfjárbændur sem ætla aö gera sam- komuiag viö afuröastöö um að nýta allt aö 5% af fullviröisrétti næsta verölagsárs til innleggs á þessu verðlagsári aö ganga frá því samkomulagi fyrir 20. þ. m. Framleiðsluráð landbúnaðarins Frá Sjúkraliðaskóla íslands Umsóknareyðublöö fyrir skólavist 1989 liggja frammi á skrifstofu skólans aö Suöurlandsbraut 6,4. hæð, frá kl. 10-12. Umsóknarfresturertil 15. desember nk. Skólastjóri Laugardagur 19. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.