Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 14
BRIDGE Ýmislegt á döfinni Hermannssonar keppnina með 92 stigum. Næsta sveit eru liðs- menn Hjálmars S. Pálssonar með 79 stig, en athyglisvert er, að þessar sveitir hafa þegar mæst og sigraði sveit Lárusar þann leik með, 25 gegn 4 (hreint). Alls taka 16 sveitir þátt í keppninni sem verður að teljast afar góð þátt- taka. Og afmælismót Bridgefélags kvenna er á laugardaginn kemur að Sigtúni 9. Mótið er opið öllu bridgeáhugafólki. Spilaður verð- ur tvímenningur með Mitchell- fyrirkomulagi. Hjá Bridgefélagi Reykjavíkur stendur yfir 7 kvölda Butler- tvímenningur. Lokið er tveimur kvöldum og hafa bræðurnir Her- mann og Olafur Lárussynir yfir- burðastöðu. í 56 spilum hafa þeir skorað 188 imp-stig, eða rúm 3 stig að meðaltali í hverju spili. Næsta par er með 112 stig eða 2 stig að meðaltali í hverju spili. Ótrúleg staða í jafnsterku félagi og B.R. er. Umræður standa yfir þessa dagana milli Bridgesambands fs- lands og Ríkissjónvarpsins, varð- andi fjarkennslu í bridge. Sigrún Stefánsdóttir, umsjónarmaður fjarkennslu hefur tekið vel í þessa hugmynd stjórnar Bridgesam- bandsins. Er von til að vel takist, en nefnt hefur verið að Guð- mundur Páll Arnarson sinni þessu verkefni af hálfu BSÍ. Bridgesambandið hefur enn ekki birt „kvóta“ hvers svæðis til íslandsmótsins í sveitakeppni 1989. Þátttökufjöldi sveita af hverju svæði markast af greiðslum félaganna á svæðinu, með þeirri undantekningu að þær sveitir sem keppa til úrslita (8 sveitir), eru þegar búnar að ávinna „sínu“ svæði sæti í undan- úrslitum næsta árs. Til ráðstöfun- ar eru því 24 sæti, sem skiptast á svæðin 8, eftir greiðslu þeirra fram til ársþings hvers árs. Minnt er á að lokadagur skila á meistarastigum, sem birtast eiga í næstu meistarastigaskrá 1989, er 1. desember. í sambandi við meistarastigin hefur sú hugmynd komið frá nefnd, sem fv. stjórn BSÍ skipaði og í eiga sæti; Jón Baldursson, Ríkharður Stein- bergsson og Sævar Þorbjörnsson, að síðustu 5 árin telji að jafnaði í stigum hvers spilara. Heildarstig verða þó áfram skráð, en fyrr- nefnd 5 ár telji er stigaviðmiðun hverju sinni er beitt (til ísland- smóts, þátttöku í bridgehátíð etc.) Nokkuð rökviss hugmynd, ef rétt er. FÉU\GSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Lausar stöður Lausar eru tvær stöður félagsráðgjafa við hverfaskrifstofu Fjöiskyldudeildar í Breiðholti, Álfabakka 12. Báðar stöðurnar eru á sviði meðferðar og barna- verndarmála. Æskileg er reynsla og þekking á vinnu með börn og fjölskyldur. Upplýsingar gefur yfirfélagsráðgjafi í síma 74544 og yfirmaður Fjölskyldudeildar sími 25500. Umsóknarfrestur er til 2. desember nk. Félagsráðgjafa vantar til afleysinga í lengri og skemmri tíma við hverfaskrifstofur Fjölskyldu- deildar. Upplýsingar gefur yfirmaður Fjölskyldudeildar í síma 25500. Háskólamenntaðan mann vantar strax til starfa við könnun vegna húsnæðismála. Upplýsingar gefur yfirmaður Fjölskyldudeildar í síma 25500 eða yfirfélagsráðgjafi í síma 74544. íslandsmót kvenna og yngri spilara í tvímenning er spilað um þessa helgi í Sigtúni 9. Ekki er vitað um þátttöku, er þetta er skrifað, en á síðasta ári tóku um 20 pör þátt í mótunum, í hvorum flokki. f kvennaflokki eru nv. meistarar Halla Bergþórsdóttir og Kristjana Steingrímsdóttir og í yngri flokki Daði Björnssoon og Guðjón Bragason. Um 15 sveitir eru skráðar til leiks í Opna stórmótið á Húsavík, sveitakeppni, sem spilað verður um næstu helgi. Þaraf eru tvær af sterkari sveitunum, sveitir Braga Haukssonar Reykjavík og Mo- dern Iceland Reykjavík. ÓLAFUR LÁRUSSON Oliver Kristófersson og Þórir Leifsson urðu öruggir sigurvegar- ar í Opna stórmótinu í Sandgerði, sl. laugardag. 34 pör tóku þátt í mótinu oog voru spiluð 2 spil milli para. Næstu pör voru Jacqui McGreal og Hermann Lárusson og Einar Jónsson og Matthías Þorvaldsson. Mótið fór mjög vel fram, undir stjórn Ólafs Lárussonar. Philips-mótið, samræmd spil um alla Evrópu, var spilað í Sig- túnshúsinu í gærkvöldi. Ekki fara fréttir af því að mótið hafi veriö spilað víðar um landið. Sl. miö- vikudag voru 8 pör skráð til leiks, sem verður að teljast lágmarks- þátttaka. Alls tóku 308 pör þátt í Lands- bikarkeppni Bridgesambands Is- lands sem spiluð var í október, í 27 félögum af tæplega 50 innan BSÍ. Á síðasta ári tóku 325 pör þátt í keppninni. Eins og fram hefur komið, sigruðu þeir Gunn- ar Berg og Stefán Sveinbjörnsson frá Bridgefélagi Akureyrar keppnina að þessu sinni, með mjög góðri vinningsskor. Þeir fé- lagar eru báðir vel þekktir bridgespilarar, Stefán m.a. for- maður Bridgedeildar Eyfirðinga (UMSE) og Gunnar einn af „prímus mótorum" þeirra Akur- eyringa, keppnismaður til fjölda ára. Eftir fjórar umferðir í aðai- sveitakeppni Skagfirðinga í Reykjavík, leiðir sveit Lárusar Laugardagur 12.30 Fræðsluvarp. Endursýnt Fræðslu- varp frá 14. og 16. nóv. sl. 14.30 Iþróttaþátturinn. Meðal annars bein útsending frá leik Uerdingen og Bayern í vestur-þýsku knattspyrnunni, sýnt frá leikjum úr ensku knattspyrnunni og fylgst með úrslitum' þaðan, og þau birt á skjánum jafnóðum og þau berast. Umsjónarmaður Samúel örn Erlings- son. 18.00 Mofli - síðasti pokabjörninn (11). Spænskur teiknimyndaflokkur. 18.25 Barnabrek. Umsjón Asdís Eva Hannesdóttir. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Á framabraut (3).(Fame). Banda-' riskur myndaflokkur. 19.50 Oagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Lottó. 20.35 Ökuþór. (Home James). Fyrsti þáttur. Nýr, breskur myndaflokkur. 21.05 Maður vikunnar. Magnús Gauta- son kaupfélagsstjóri. 21.20 Bræður munu berjast. (Last Rem- ake of Beau Geste). Bandarisk gaman- mynd frá 1983. Leikstjóri Marty Feld- man. Aðalhlutverk Marty Feldman, Ann Margret, Michael York, Peter Ustionov, Trevor Howard og Terry Thomas. Myndin fjallar í léttum dúr um baráttu þriqgja bræðra í útlendingahersveitinni. 23.0Ó Frances. (Frances). Bandarísk bíó- mynd frá 1982. Leikstjóri Graeme Cliff- ord. Aðalhlutverk Jessica Lange, Kim Stanley og Sam Shephard. 01.20 Útvarpsfréttir í dagskráriok. Sunnudagur 15.20 Magnús Jónsson kvikmynda- gerðarmaður. Brynja Benediktsdóttir leikstjóri kynnir Magnús og síðan verða sýndar myndir hans: Tvöhundruð og fjörutiu fískar fyrir kú. Heimildamynd um útfærslu landhelginnar 1972. Ern eftir aldri. Mynd gerð í tilefni 1100 ára afmælis landnáms á Islandi. 16.10 Tvær óperur eftir Ravel. Tvær stuttar óperur eftir Ravel teknar upp í Glyndenþourneóperunni a leikárinu 1987-88. Óperurnar eru: A. Barn and- spænis töfrum (L'Enfant et les Sorli- léges). Tónlistarstjóri Simon Rattle. Að- alsöngvarar Cynthia Buchan, Francgis Loup og Thierry Dran. Óperan er byggð á Ijóði frönsku skáldkonunnar Colette og segir frá því er leikföng ungs drengs lifna við og mótmæla illri meðferð. B. Spænska stundin. (L’Heure Espag- nole). Tónlistarstjóri Sian Edwards. Að- alsöngvarar Anna Steiger, Francgis de Roux, Rémy Corazza, Francgis Loup og Thierry Dran. Gamanópera um spænskan úrsmið sem fer i viku hverri og vindur upp ráðhúsklukkuna en verð- ur að skilja unga og fríða frú sína eina eftir heima í klukkustund. Fílharmoníu- sveit Lundúna leikur í báðum óperun- um. 17.50 Sunnudagshugvekja. Haraldur Er- lendsson læknir flytur. 18.00 Stundin okkar. Umsjónarmaður Helga Steffensen. 18.25 Unglingarnir i hverfinu (18). 18.55 Tákmálsfréttir. 19.00 Bleiki pardusinn. Bandarísk teikni- mynd. 19.20 Dagskrárkynning. 19.30 Kastljós á sunnudegi. Klukkutíma frétta- og fréttaskýringaþáttur. 20.40 Hvað er á seyði? Þættir í umsjá Skúla Gautasonar sem bregður sér út úr bænum og kannar hvað er á seyði í menningar- og skemmtanalífi á lands- byggðinni. Þessi þáttur er tekinn upp í Festi í Grindavík. 21.25 Matador. Fjórði þáttur. Danskur framhaldsmyndaflokkur í 24 þáttum. 22.25 Feður og synir. (Váter und Söhne). Fimmti þáttur. Þýskur myndaflokkur í átta þáttum. 23.10 Úr Ijóðabókinni. Edda Heiðrún Bachman og Valdimar Örn Flygen- ring flytja kvæði Halldórs Laxness Únglingurinn í skóginum. Formála flytur Árni Sigurjónsson. Stjórn upp- töku Jón Egill Bergþórsson. 23.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Mánudagur 16.30 Fræðsluvarp (15) 1. Samastaður á jörðinni Fjórði þáttur - Fólkið úr gullnum maís. í þessum þætti segir frá indíánafjölskyldu í fjallahéruðum Guate- mala (45 mín.) 2. Frönskukennsla fyrir byrjendur (15 mín.) Kynnir Fræðslu- varps er Elísabet Siemsen. 18.00 Töfragluggi Mýslu i Glaumbæ - endurs. frá 16. nóv. Umsjón: Árný Jó- hannsdóttir. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 fþróttir. Umsjón: Samúel Örn Er- lingsson. 19.25 Staupasteinn (Cheers) Bandarísk- ur gamanmyndaflokkur. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Jón Þorláksson - Framkvæmda- maður og foringi. Heimildamynd um Jón Þorláksson stofnanda og fyrsta for- mann Sjálfstæðisflokksins. Jón var um- svifamikill athafnamaður og stjórnmálaforingi. 21.15 Dóttirin. (Sin fars dotter). Ný finnsk sjónvarpsmynd um litla stúlku sem býr hjá föður sínum og sambýliskonu hans. Sambýliskonan vill heimsækja föður sinn, sem er ekkill, og kemst hún þá að í DAG er 19. nóvember, laugardagur í fimmtu viku vetrar, tuttugasti og níundi dagur gormánaöar, 324. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 10.10 en sest kl. 16.16.Tungl vaxandiáööru kvartili. VIÐBURÐIR Mjólkurfræðingafélag íslands stofnað 1945. ÞJÓÐVILJINN FYRIR 50ÁRUM Tveir af íslenzku sjálfboöaliö- unum á Spáni liggja særðir á sjúkrahúsi íBarcelona. íslenzku sjálfboöaliðarnirverðanúsendir heim eins og allir útlendu sjálf- boðaliðarnir. RÁS 1 FM, 92,4/93,5 Laugardagur 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Rúnar Þór Egilsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur". Pétur Pétursson sér um þáttinn. 9.05 Litli barnatíminn. „Götóttu skórnir" ævintýri úr safni Grimmsb- ræðra í þýðingu Theódórs Árnasonar. Bryndís Baldursdóttir les. (Einnig út- varpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Hlustendaþjónustan. Sigrún Björnsdóttir leitar svara við fyrirspurn- um hlustenda um dagskrá Rikisútvarps- ins. 9.30 Fréttir og þingmál. Innlent frétta- yfirlit vikunnar og þingmálaþáttur endur- tekinn frá kvöldinu áður. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 „Kreisleriana" op. 16 ettir Robert Schumann. Vladimir Horowitz leikur á píanó. 11.00 Tilkynningar. 11.05 I liðinni viku. Atburðir vikunnar á innlendum og erlendum vettvangi vegn- ir og metnir. Umsjón: Páll Heiðar Jóns- son. 12.00 Tilkynningar. Dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Hér og nú. Fréttaþáttur í vikulokin. 14.00 Tilkynningar. 14.03 Sinna. Þáttur um listir og menning- armál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Halldóra Friðjónsdóttir. 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tónmenntir á líðandi stund. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslenskt mál. Guðrún Kvaran flytur þáttinn. (Einnig útvarpað á mánudag kl. 15.45). 16.30 Leikrit: „Frystikista og svo falleg augu“ eftir Ninu Björk Arnadóttur. Leikstjóri: Maria Kristjánsdóttir. Leikendur: Hanna María Karlsdóttir, Guðrún Gísladóttir og Hjálmar Hjálm- arsson. (Einnig útvarpað nk. þriðju- dagskvöld kl. 22.30). 17.05 Tónlist á síðdegi. 18.00 Bókahornið. Sigrún Sigurðardóttir kynnir nýjar barna- og unglingabækur. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.33 „...Bestu kveðjur". Bróf frá vini til vinar eftir Þórunni Magneu Magnúsdótt- ur sem flytur ásamt Róbert Arnfinns- syni. 20.00 Litli barnatiminn. 20.15 Harmonrkuþáttur. Umsjón: Sigurð- ur Alfonsson. (Einnig útvarpað á miðvik- udag kl. 15.03). 20.45 Gestastofan. Stefán Bragason ræðir við tónlistarfólk á Héraði. (Frá Eg- ilsstöðum). 21.30 Ágústa Ágústsdóttir syngur lög eftir Björgvin Guðmundsson. Jónas Ingimundarson leikur með á píanó. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Danslög. 23.00 Nær dregur miðnætti. Kvöld- skemmtun Útvarpsins á laugardags- kvöldi undir stjórn Hönnu G. Sigurðar- dóttur. 24.00 Fréttir. 00.10 Svolítið af og um tónlist undir svefninn. Jón Örn Marinósson kynnir. 01 00 Veöurfregnir. Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morguns. Sunnudagur 07.45 Morgunandakt. Séra Hjálmar Jóns- son prófastur á Sauðárkróki flytur ritn- ingarorð og bæn. 08.00 Fréttir. 08.15 Veðurfregnir. Dagskrá. 08.30 Á sunnudagsmorgni með Valgeiri Guðjónssyni. Bernharður Guðmunds- son ræðir við hann um guöspjall dags- ins, Matteus 24, 15-28. 09.00 Fréttir. 09.03 Tónlist á sunnudagsmorgni. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.25 Veistu svarið? 11.00 Messa i Fella- og Hólakirkju. Prestur: Séra Guðmundur Karl Ágústs- son. 12.10 Dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.30 Aldarminning Helga Hjörvar. Pét- ur Pétursson tók saman. 14.30 Með sunnudagskaffinu. Sígild tón- list af léttara taginu. 15.00 Góðvinafundur. Jónas Jónasson tekur á móti gestum í Duus-húsi. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Kappar og kjarnakonur. Þættir úr Islendingasögunum fyrir unga hlust- endur. Vernharður Linnet bjó til flutn- ings í útvarpi. Áttundi og lokaþáttur: Úr Njálu, hefnd Kára. 17.00 Frá tónleikum Fílharmoníuhljóm- sveitar Berlínar 30. mai sl. 18.00 Skáld vikunnar - Gylfi Gröndal. Sveinn Einarsson sér um þáttinn. Til- kynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.33 Um heima og geima. Páll Berg- þórsson spjallar um veðrið og okkur. 20.00 Sunnudagsstund barnanna Fjöru- líf, sögur og söngur með Kristjönu Bergsdóttur. (Frá Egilsstöðum). 20.30 Tónskáldatími. Guðmundur Emils- son kynnir íslenska tónlist. 21.10 Austan um land. Þáttur um austfirsk skáld og rithöfunda. Umsjón: Arndís Þorvaldsdóttir og Sigurður Ó. Pálsson. (Frá Egilsstöðum) 21.30 Útvarpssagan: „Heiður ættarinn- ar“ eftir Jón Björnsson. Herdís Þor- valdsdóttir les (4). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Norrænir tónar. 23.00 Frjálsar hendur. Umsjón: lllugi Jökulsson. útvarpT" 24.00 Fréttir. Næturútvarp á samtengd- um rásum til morguns. Mánudagur 06.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Halldór Þorvarðardóttir flytur. 07.00 Fréttir. 07.03 í morgunsárið með Má Magnús- syni. Fréttayfirlit, fréttir, veðurfregnir og daglegt mál. 09.00 Fréttir. 09.03 Litli barnatíminn. „Vaskirvinir" eftir Jennu Jensdóttur og Hreiðar Stefáns- son. Þórunn Hjartardóttir byrjar lestur- inn. 09.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Björnsdóttir. 09.30 Dagmál. Sigrún Björnsdóttir fjallar um líf, starf og tómstundir eldri borgara. 09.45 Búnaðarþáttur. Runólfur Sigur- sveinsson kennari á Hvanneyri fjallar um endurmenntun bænda. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „...Bestu kveðjur" Bréf frá vini til vinareftir Þórunni Magneu Magnúsdótt- ur sem flytur ásamt Róbert Arnfinns- syni. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur - Tónlistarmaður vikunnar, Rannveig Fríða Bragadótt- ir söngkona. Umsjón: Bergljót Har- aldsdóttir. 11.55 Bergljót Haraldsdóttir. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn. Umsjón: Bergljót Baldursdóttir. 13.35 Miðdegissagan: „Örlög í Síberíu“ eftir Rachel og Israel Rachlin. Jón Gunnlaugsson þýddi. Elísabet Brekkan les (6). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Á frívaktinni. Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.00 Fréttir. 15.03 Lesið úr forustugreinum lands- málablaða. 15.45 íslenskt mál. Endurtekinn þáttur frá laugardegi sem Guðrún Kvaran flytur. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Lífið á jörðinni árið 2018. Börn leiða hugann að því hvernig umhvorfs verður á jörðinni eftir þrjátíu ár. Umsjón: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Sibelius og Dvorák. 18.00 Fréttir. 18.03 Á vettvangi. Umsjón: Bjarni Sig- tryggsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.33 Um daginn og veginn. Ólafur Oddsson uppeldisráðgjafi talar. 19.55 Daglegt mál. Endurtekinn þátturfrá morgni sem Valdimar Gunnarsson flytur. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Barokktónlist. 21.00 Fræðsluvarp: Málið og meðferð þess. Fjarkennsla í íslensku fyrir fram- haldsskólastigið og almenning. Um- sjón: Steinunn Helga Lárusdóttir. 21.30 Bjargvætturin. Þáttur um björgun- armál, Umsjón: Jón Halldór Jónasson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Vísindaþátturinn. Umsjón: Ari Trausti Guðmundsson. 23.10 Kvöldstund í dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 24.00 Fréttir. Næturútvarp á samtengd- um rásum til morguns. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.