Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 3
Refsiverður Misskiln- ingur George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna segist harma þann misskilning sem upp hafi komið í hvalamálinu á milli íslendinga og Bandaríkjamanna. Sendiherra Bandaríkjanna af- henti Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra bréf frá Shultz og þar er lýst þeirri von að hægt sé að komast að samkomulagi um framtíðarlausn málsins. Fulltrúar bandaríska utanríkisráðuneytis- ins og íslenska sendiráðsins í Washington munu eiga fund í þessum mánuði þar sem gerð verður frekari grein fyrir afstöðu Bandaríkjanna. -hmp Menningarsjóður Saga hafrann- sókna Komið útfyrsta bindi Hafrannsókna við Island eftirJón Jónsson, fiskifræðing. Elsta heimild úr Snorra-Eddu r Eg vildi heldur skrifa bók en reikninga sem forstjóri Hafrannsóknastofnunar og þeg- ar ég lét af þeim störfum 65 ára gamall hóf ég vinnu við þessa bók. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sögu samhliða fiski- fræðinni og vildi ógjarnan að það tapaðist sem gert var hér á árum áður, enda tel ég mig vera ákveðinn hlekk á milli frum- kvöðlanna, þeirra Bjarna Sæmundssonar, Árna Friðriks- sonar og nútímans,“ sagði Jón Jónsson fiskifræðingur. í gær kom út hjá Menningar- FRÉTTIR Hvalveiðar Mótmæli í 50 borgum Viðskiptaaðilar íÞýskalandi biðja um að nafn íslands verði tekið af umbúðum. Grænfriðungar með hvalaútfarir íþýskum borgum ídag. Bresk verslanakeðja hætt að selja íslenskanfisk Grænfriðungar verða með mót- mæli gegn hvalveiðum Islend- inga í 50 þýskum borgum í dag. Upplýsingabásum verður komið fyrir í miðborgum og borðar strengdir þar sem skorað er á fólk að sniðganga íslenskar vörur. Viðskiptaaðilar íslands í Þýska- landi fara fram á það í vaxandi mæli að hætt verði að taka fram á umbúðum að varan sé frá Islandi. Hjá Grænfriðungum í Ham- borg fengust þær upplýsingar að markmiðið með aðgerðunum í dag væri að fræða fólk um hval- veiðar íslendiriga og hvetja það til að hætta að kaupa íslenskar vörur. Hvalavökur verða í 50 borgum landsins og í Hamborg á að fleyta uppblásnum hval á Last- ervatni. Iriana Godberg hjá Grænfriðungum sagði í gær að samtökin vonuðust til að þessar aðgerðir fengju íslenska stjórnmálamenn til að hætta hvalveiðum. Theodór Halldórsson fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar Lagmetis segir það gífurleg von- brigði að stjórnvöld skuli ekkert hafa gert til að koma málstað ís- lands á framfæri. Það væri líka óskemmtilegt ef taka þyrfti „ís- land“ af umbúðum íslensks lag- metis vegna þess að það hefði svo neikvæða merkingu. En kaup- endur íslensks lagmetis í Þýska- landi fara í vaxandi mæli fram á þetta. Theodór sagði Þjóðviljan- um að slík ósk hefði síðast borist frá stórum kaupanda á fimmtudag. Martin Lewen hjá Grænfrið- ungum í Englandi sagði að versl- anakeðjan Tesco væri hætt að versla með íslenskan fisk. Þrá- kelkni íslendinga væri illskiljan- leg, sérstaklega þegar haft væri í huga að hvalveiðar væru búnar að vera sem atvinnugrein, al- menningur væri á móti hval- veiðum og það væri því enginn markaður fyrir hval í framtíðinni. -hmp Vinir og samstarfsmenn Jóns Jónssonar, fiskifræðings og fyrrum forstjóra Hafrannsóknastgfnunar, samgleðjast honum við útkomu 1. bindis Hafrannsókna við ísland. F.v. Ingvar Hallgrímsson, Sigfús A. Schopka, Jón Jónsson, Jakob Jakobsson, Ölafur Ástþórsson, Svend Aage Malmberg, Þórunn Þórðardóttir, Sigurður Gunnarsson og Hrefna Einarsdóttir. Mynd: ÞÓM. sjóði fyrsta bindi Hafrannsókna við ísland eftir Jón Jónsson, fiskifræðing og fyrrum forstjóra Hafrannsóknastofnunar. í bók- inni er saga hafrannsókna hér- lendis ítarlega rakin frá önd- verðu til 1937 í máli og myndum sem margar hverjar birtast hér í fyrsta sinn. Bókin var 3 ár í smíðum og er höfundur langt kominn með annað bindið. í upphafi bókarinnar greinir höfundur frá hinum ýmsu skrif- um íslenskra og erlendra höf- unda um fiska og aðra sjávarbúa og lífríki hafsins kringum landið í fornum ritum, og er þar mikill fróðleikur saman dreginn. í hafrannsóknaþætti útlendinga á 19. öld er hlutur Dana og Norð- manna fyrirferðarmestur uns Bjarni Sæmundsson kemur til starfa að loknu námi. Smá sam- an verða rannsóknir þessar um- fangsmeiri og vísindalegri og hlutúr íslendinga vex að mun, einkum eftir að Fiskifélag ís- lands ræður Árna Friðriksson í þjónustu sína skömmu fyrir síðari heimsstyrjöldina. Aðspurður um elstu heimildir um hafrannsóknir hér við land sagði Jón Jónsson að í Snorra- Eddu væri getið um nöfn 56 fisk- tegunda og af þeim notuðum við enn nöfn 26 þeirra. -grh LIU Þorsteini klappað á kjammann Efnahagsstjórnfyrri ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar og ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar harðlega gagnrýnd. Stuðningur við hvalveiðistefnuna og hvatt til meirifiskfriðunar en verið hefur Icfnahagsályktun aðalfundar Landssambands íslenskra út- vegsmanna sem lauk í gær eru fyrri ríkisstjórn Stcingríms Her- mannssonar og ríkisstjórn Þor- stcins Pálssonar harðlega gagnrýndar fyrir að hafa klúðrað góðærinu í sjávarútveginum í hrikalegan taprekstur. Orðrétt segir í efnahagsálykt- un útvegsmanna: „í því góðæri, sem ríkti síðastliðin ár, var haldið þannig á málum að afraksturinn var tekinn af sjávarútveginum með því að halda föstu gengi meðan hömlulausar innlendar kostnaðarhækkanir viðgengust, svo sem verð á þjónustu banka, iðnaðarmanna og olíufélaga. Nú þegar sjávarútvegurinn þarf að mæta óhagstæðum ytri skilyrðum um tíma er ekkert eftir í fyrir- tækjunum til að brúa bilið.“ Aðalfundurinn krefst þess að rekstrargrundvöllur atvinnu- greinarinnar verði leiðréttur og hafist verði handa um þá upp- stokkun í þjóðfélaginu sem nauðsynleg er til að hægt verði að spyrna við ört vaxandi tilkostnaði í landinu. Auk þess lýsti aðalfundurinn yfir stuðningi við stefnu stjórnvalda í hvalveiðimálinu, við ákvörðun sjávarútvegsráð- herra um skerðingu aflamagns á botnfisktegundum á næsta ári, við óbreyttar reglur um úthlutun veiðileyfa og að haldið verði fast við núgildandi reglur varðandi endurnýjun fiskiskipa. Aðalfundurinn telur æski- legast að engar hömlur séu á ís- fiskútflutningi en í ríkjandi á- standi sé nauðsynlegt að fylgjast vel með markaðsaðstæðum á er- lendum mörkuðum og að leyfi til útflutnings verði veitt í samræmi við þær næstu 3 mánuði. Útvegs- menn telja að hin mikla ásókn í ísfiskútflutning sé vegna lokana margra fiskvinnslufyrirtækja sem geri þeim erfitt fyrir að losna við aflann hér heima, en viðurkenna að hluti skýringarinnar sé jafn- framt von um meiri gróða með því að selja aflann erlendis. Þá hafnaði aðalfundurinn alfarið öllum framkomnum hug- myndum um sölu veiðileyfa. Fundurinn lýsti yfir miklum áhyggjum af því hvernig þorsk- stofninn hefði verið nýttur og lagði til að friðuð yrðu stór svæði til langframa, bæði á uppeldis- og hrygningarstöðvum þorsksins. Þá hvatti fundurinn til þess að Hafrannsóknastofnunin yrði efld frá því sem nú væri og tók undir það að sett yrði hámark á grálúð- uafla sóknarmarkstogara. Kristján Ragnarsson var endurkjörinn formaður LÍÚ en aðrir stjórnarmenn eru þeir Finn- ur Jónsson Stykkishólmi, Ingi- mar Halldórsson Súðavík, Pétur Stefánsson Reykjavík, Sverrir Leósson Akureyri og Gunn- laugur Karlsson úr Keflavík. -grh Skattur Sömu kortin áfram Nú er til athugunar hjá ríkis- skattstjóra hvort nota eigi skattkort ársins í ár aftur á næsta ári. Skúli Eggert Þórðarson, for- stöðumaður staðgreiðsludeildar, segir að samkvæmt lögum beri að gefa út ný skattkort fyrir árið 1989. Lagabreyting þurfi því að koma til ef nota eigi sömu kortin aftur. Einnig hefur verið rætt um það hjá ríkisskattstjóra að gefa út eilífðarskattkort. Skúli sagði þetta einungis vera á umræðu- stigi. -hmp Orlof Óánægja meöal Nýju orlofslögin hegna þeim sem þurfa að vinna með námi. Fá ekki orlofið útborgað nema við starfslok Megn óánægja er meðal skóla- fólks, og þá sérstaklega þeirra fjölmörgu sem þurfa að vinna með námi, með nýju orlofslögin sem tóku gildi þann 1. maí í ár. Samkvæmt þeim fær það ekki or- lofið útborgað nema að atvinnu- rekandi votti starfslok þess. Að sögn Jóns Magnússonar, forstöðumanns Póstgíróstofunn- ar, var nægjanlegt fyrir gildistíma nýju laganna að skóli vottaði með stimpli sínum að viðkomandi væri í skóla til að hann fengi orlof sitt útborgað í desember. Þá skipti engu máli þótt námsmað- urinn ynni með náminu eða ekki. Þetta kemur sé afar illa fyrir þá fjölmörgu sem höfðu reiknað með orlofsgreiðslum sínum fyrir þessi jól eins og venjulega. -grh Laugardagur 19. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.