Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.11.1988, Blaðsíða 7
Að enn ósam- þykktri langtíma- stefnu á flokks- þingi Alþýou- flokksins INNSYN - V; " ; ' SlÍjPfj wLl-\ ^ ,c ,Æm. Sjjl ^0 BFn X ■> w SlitJli® '• Jff ‘ .'x. « iwÉÉ aLnLAjk Frá setningu flokksþings krata í gærkvöldi. Meina þeir eitthvað með þessu? (Mynd: Jim) Hvem skrattann em krat- amir eiginlega að meina? Alþýðuflokkurinnþarfað skýrafyrirsér langtímamarkmið sín með stjórnarþátttökunni. Viljaþeir íraun trúverðuga vinstrisamvinnu? Ef núverandi ríkisstjórn er bara innan sviga íviðreisnardraumi Alþýðuflokksins-þá er eins gott að hætta þessu strax. En bíðum og heyrum íflokksþinginu... Sjónvarpið var í vikunni með stórfrétt um það að spennuástandið í ríkisstjórn- inni væri komið á sprengistig- ið. Allt væri orðið uppí loft milli Alþýðuflokksmanna og Al- þýðubandalagsmanna útaf álmálinu og varaflugvellinum, og nú væru tveir kostir fyrir hendi. Annaðhvort kosningar, sem kratar vildu gjarna vegna þess að álið færði þeim björg í bú á Reykjanesi og Húsvík- ingar hefðu gullglýju í augum þarsem væri varaflugvöllur- inn, - eða ný ríkisstjórn, sú þriðja á kjörtímabilinu, sam- stjórn Alþýðuflokks og Sjálfs- tæðisflokks. Það er íhugunarefni fyrir fréttastofu Sjónvarpsins hvernig komið er athygli þeirra sem þar bera ábyrgð á pólitískum frétt- um, en Sjónvarpið hefur sér til afsökunar að það gerast gönu- hlaup á bestu bæjum; hér hefur frjótt ímyndunarafl breytt mý- flugu í úlfalda, nema þá að ein- hver góðvinur fréttastofunnar hafi gert sér það ómak að skapa henni fimm hænur úr einni fjöður. Fjöður fréttastofunnar (eða mýflugan ef menn vilja heldur) var kratinn Árni Gunnarsson, sem sýnt hefur verið ágætt viðtal við í þremur eða fjórum bútum í ýmsum fréttatímum Sjónvarpsins undanfarna viku. Árni hafði áhyggjur af þeim snurðum sem hlaupið hefðu á þráðinn milli A- flokkanna innan stjórnarinnar síðustu vikur, og sagði að ef fram- haldið yrði á þennan veg væri engu góðu að spá fyrir stjórnar- samstarfinu. Auk þess yrðu menn að átta sig á því að ef uppúr þessu ríkisstjórnarbandaiagi slitnaði með hvelli þyrfti senni- lega að bíða tíu til fimmtán ár eftir öðru ámóta tækifæri fyrir fólk í þessum flokkum tveimur til að ræðast við um samstarf, sam- vinnu, samstöðu, sameiningu. Þetta er allt rétt hjá Árna Gunnarssyni. Eftir að Þorsteinn Pálsson meldaði Sjálfstæðisflokkinn útúr pólitík í septemberlok var það einsog allir vita rætt af miklum hita og miklum þunga í Alþýðu- bandalaginu hvort það væri þess virði að leggja án kosninga í tví- sýna ríkisstjórn með tveimur fyrri stjórnarflokkum, í ríkisstjórn þarsem ávinningarnir lágu engan veginn á borðinu, og sem sýni- lega yrði að standa fyrir ýmsum skurðaðgerðum lítt föllnum til skammtímavinsælda, - og hvort flokkurinn ætti til þessarna að drekka þann bikar beiskan að sætta sig við afnám samningsrétt- ar, - að vísu bæði tímabundið og í framhaldi af skepnuskap fyrri stjórnar, en afnám samt í æpandi mótsögn við eðli flokksins og hefðir. Lifrarsamlag Eitt af því sem hvað þyngst lagðist á vogarskálarnar stjórnar- megin innan Alþýðubandalags- ins þá minnisstæðu daga var ein- mitt sú pólitíska tilfinning sem Árni Gunnarsson talaði um í Sjónvarpsviðtalinu margniður- bútaða. Að hér væri ekki einung- is um að ræða ríkisstjórn til að moka flórinn og redda málum þangað til veður skipuðust enn í Íofti, heldur væri til þess von að með stjórnarsamstarfinu yrði brotið í blað, boðnar fram vinstri- lausnir á hrikalegum vandamál- um sem frjálshyggjupostularnir skilja eftir sig, stokkað upp í for- sjárkerfum forréttindastéttanna, í stuttu máli: að hér gæfist tæki- færi á að mynda bandalag sem gæti mótað íslenska pólitík lengra frammí tímann en einhverja mánuði - til dæmis frammá næstu öld, bandalag sem megnaði að skilja íhaldið eftir áhrifalítið á því skeri sem það fleytti á í haust. Það spillti ekki fyrir að með stjórnarsamstarfi kæmi upp sú sjaldgæfa staða að A-flokkarnir lentu saman í ríkissstjórn. Sé mis- takastjórnin 1978-9 undanskilin hafði slíkt ekki gerst í þrjátíu ár, og einmitt þetta gaf færi á sam- ræðu í alvöru um það sem sam- einar og skilur að, um grundvöll framtíðarsamvinnu. Alþýðubandalagsmenn settust í stjórnina í margháttuðum til- gangi, og ekki síst af heilbrigðri skyldurækni við íslenskt samfé- lag: staðan var einfaldlega þannig að ekki var stætt á að skorast undan ábyrgð. En þegar þeir sett- ust inn í stjórnina voru í huga þau langtímasjónarmið að með því gæti skapast frjór jarðvegur til framtíðarsamstarfs á vinstrikant- inum. „Lifrarsamlag" A-for- manna í upphafi stjórnarmynd- unar var einmitt tákn um þá ætl- an. Atburðir undanfarinna vikna í ríkisstjórninni hafa hinsvegar stefnt í aðra átt en þessa, einsog Árni Gunnarsson benti á í sjón- varpsviðtali sínu. Óvæntar áltilfinningar Til dæmis álmálið. í því hafa flokkarnir báðir farið fram með þeim hætti að ekki bendir til þess að þeir ætli sér mjög langa sam- vinnu. Alþýðuflokksráðherrann Jón Sigurðsson skipar í málið tvær nefndir hérumbil á eigin spýtur að því er séð verður, - og hvílíkir nefndarmenn! - eða hélt hann að nöfn Jóhannesar Nor- dals eða Ólafs Davíðssonar yrðu til að örva Alþýðubandalags- menn til samstarfs? Og hvað lá á? Mátti kannski ekki bíða framm- yfir flokksþingið? Eða er Jón Sig- urðsson að búa sér til gloríu ef á þyrfti að halda síðar? Að hinu leytinu eru viðbrögð Alþýðubandalagsforustunnar undarlega hörð. Eftir allt saman er málið á því stigi að auðhring- arnir fjórir eru í hagkvæmnis- könnun, og sýnist ekki mikið standa gegn því að slík könnun fari fram íslandsmegin líka um leið og fylgst er með málinu. Al- þýðubandalagsmenn gætu þá notað tímann til að gera upp hug sinn, - ef fyrirtækin fjögur vilja hér álver yfirhöfuð. Og verður ekki annað séð en að meðan málin þróast sé Al- þýðubandalagsmönnum hagur að því að geta fylgst sem best með gegnum sína menn í nefndum. Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra sagði í viðtali við Alþýðu- blaðið fyrir nokkrum vikum að það væri fáránlegt að taka hug- myndafræðilega afstöðu til málmtegunda. Það er auðvitað mikið til í þessari sneið til þeirra Allaballa sem harðast hafa gengið fram í gagnrýni á álversá- form. Hitt hlýtur að vera meira en sjálfsagt mál að ræða í þaula og með efann að vopni um alla þætti hugsanlegrar aukinnar stór- iðju. Og það er rétt jað Jón taki sjálfur sneið sína, - sú hug- myndafræði að taka ákveðinni málmtegund skilyrðislaust opn- um örmum er engu skynsamlegri en hið algera hugmyndafræðilega nei við hinni tilteknu efnasam- setningu. Ögrun eða handvömm? Ofaná álmálið koma hermál og utanríkisstefna. Verklag Jóns Baldvins Hannibalssonar í utan- ríkismálunum má vel skilja sem hreina og beina ögrun við sam- starfsmenn í ríkisstjórninni, - og hafa ýmsir Framsóknarmenn, til dæmis Höllustaðahöldur, brugð- ist ef eitthvað er enn harðar við en Allaballar. Annaðhvort er að draga þá ályktun af yfirlýsingum og athöfnum í utanríkisráðu- neytinu að hér sé verið að athuga hversu langt má komast áður en boginn brestur, eða utanríkisráð- herranum hafa orðið á einhvers- konar mistök. í ljósi yfirlýsinga formanns Alþýðuflokksins um AA-bandalag er til dæmis erfitt að skilja yfirlýsingar hans um var- aflugvöll öðruvísi en sem hand- vömm, - sé hægt að nota það orð um munnlegar athafnir. Afstaða Alþýðubandalagsins í hermálum og um utanríkisstefnu er nauðaskýr og augljós, og því verður ekki trúað að kratar hafi ekki gert sér grein fyrir því áður en til samstarfs var gengið. Yfirlýsing Jóns Baldvins um að hann vilji varaflugvöll fyrir her- inn og Nató gengur þvert á þessa afstöðu, og ef kratar ætla sér í raun og veru að þrýsta á um stór- kostlegar hernaðarframkvæmdir og herstöðvarígildi í Aðaldal verður ekki annað séð en Al- þýðubandalagið hljóti að slíta strax núverandi samstarfi um landstjórnina. Framtíðin skiptir öllu Það er fróðlegt verkefni fyrir fulltrúa á nýhöfnu flokksþingi krata að velta fyrir sér ástæðum þessara ráðherra sinna. Getur verið að Sjónvarpið hafi eftir allt saman rétt fyrir sér? Forystu- menn Alþýðuflokksins sjái frammá gríðarlega erfiðleika næstu mánuði í landstjórninni og séu á meðvitaðan hátt að búa til jarðsprengjusvæði og fallgryfjur handa ríkisstjórninni til að geta síðan lagst aftur í viðreisn? Þessu verður varla trúað eftir taugaáfall Alþýðuflokkksins í haust, taugaáfallið sem leysti hann úr viðjum viðreisnar- draumsins. En því er spurt að nú er sá tími kominn að stjórnar- flokkarnir þurfa að móta sér stefnu um annað en skammtímareddingar, tími á- kvarðana sem krefjast samstöðu og trausts. Slík samvinna byggist á því að samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn- inni eigi sér skýr framtíðarmar- kmið, sameiginlegan lágmarkstil- gang með stjórnarsamstarfinu og skyldar hugmyndir um næstu ára- tugi í íslenskri pólitík og þarmeð íslensku samfélagi. Og ef Alþýðuflokkurinn ætlar sér framtíðarsamvinnu til vinstri, samstarf jafnaðarmanna í ís- lenskum stjórnmálum, verður sú rödd að heyrast mjög skýrt frá flokksþingi þeirra á Hótel íslandi um helgina. Vegna þess að ef kratarnir meina ekkert með þessu er eins gott að hætta því strax og fara að snúa sér að öðru þessi tíu - fimmtán ár þangað til næsta tækifæri dettur uppá al- manakið. Mörður Árnason Laugardagur 19. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.