Þjóðviljinn - 29.11.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.11.1988, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ AB Akranesi 1. des Fullveldisfagnaður i Rein fimmtudaginn 1. desember kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá. Ræðumaður dagsins verður Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Jón- as Árnason rithöfundur kemur í heimsókn, flokkur djassmanna spilar, söngur og upplestur. - Nefndin. Steingrímur Álfhildur Hjörleifur Vopnfirðingar Opinn fundur í Miðgarði Vopnafirði með Steingrími J. Sigfússyni, landbúnaðar- og samgönguráð- herra, föstudaginn 2. desember kl. 20.30. Einnig verða á fundinum Álfhildur Ólafsdóttir, aðstoðarmaður ráðherrans, og Hjörleifur Guttormsson alþingismaður. Framsögur, umræður og fyrir- spurnir. Allir velkomnir. - Alþýðubandalagið. Alþýðubandalagið Vesturlandi Kjördæmisráð Ráðstefna með stjórnum félaganna verður haldin í Rein laugardaginn 3. desember n.k. kl. 14.00. Dagskrá: 1) Flokksstarfíð í vetur. 2) Útgáfumál. Allir félagar velkomnir. Stjórnin ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Steingrímur Álfhildur Hjörleifur Héraðsbúar, Austfirðingar Opinn fundur í Valaskjálf Egilsstöðum með Steingrími J. Sigfússyni, landbúnaðar- og samgönguráð- herra, fimmtudaginn 1. desember kl. 20.30. Einnig verða á fundinum Álfhildur Ólafsdóttir, aðstoðarmaður ráðherrans, og Hjörleifur Guttormsson alþingismaður. Framsögur, umræður og fyrir- sþurnir. Allir velkomnir. - Alþýðubandalagið. Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Framhaldsaðalfundur Æskulýösfylkingin í Reykjavík heldur framhaldsaðalfund þriðjudaginn 29. nóvember nk. kl. 20.30 að Hverfisgötu 105, 4. hæð. Dagskrá: 1) Kosning stjórnar. 2) Önnur mál. Fjölmennið. - Stjórnin. Æskulýðsfylkingin Fulltrúaráðsfundur Fulltrúaráðsfundur verður hjá Æskulýðsfylkingunni 3. desember nk. kl. 14 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Starfsáætlun vetrarins. 3. Stjórnmálaviðhorfið. 4. Kosning í nefndir og í framkvæmdastjórn. 5. Önnur mál. Stjórnin. Æskulýðsfylkingin Vestnorræn sjávarútvegsráðstefna Æskulýðsfylkingin í samvinnu við sósíalísk æskulýðssamtök í Noregi, Fær- eyjum og á Grænlandi, gengst fyrir ráðstefnu um sjávarútvegsmál laugar- daginn 3. desember nk. Ráðstefnan verður haldin í Vitanum, Strandgötu 1, Hafnarfirði og hefst kl. 13.00. Dagskrá: 1) Setning. 2) Staða sjávarútvegs á íslandi. 3) Sósíalísk stefna í sjávarútvegsmálum. 4) Menning og sjávarútvegur. 5) Mengunarhætta á Nv.-Atlantshafinu. 6) Álmennar umræður. Allt áhugafólk um sjávarútvegsmál er hvatt til að mæta á ráðstefnuna. - ÆFAB. Úthlutun úr Vilborgarsjóði Sóknarfélagar - Sóknarfélagar Hin árlega úthlutun úr Vilborgarsjóði stendur frá þriðjudeginum 6. des. til 17. des. Umsækjendur komi á skrifstofu félagsins í Skipholti 50a eða hafi samband í síma 681150 og 681876. Stjórn starfsmannafélagsins Sóknar. FRETTIR Sturlumál Fullnaðarsigur hjá Sturlu Boðin frœðslustjórastaðan afturog viðurkenntað brottrekstur hans var ólöglegur. Þáði tveggja ára námsdvöl erlendis Með þessu samkomulagi er Sturiu Kristjánssyni unnt að bera höfuðið hátt og standa upp- réttur um leið og framferði Sverr- is Hermannssonar er gagnrýnt með athöfnum sem eru skýrar og ótvíræðar, - segir Svavar Gests- son menntamálaráðherra um samkomulag það sem gert hefur verið á milli ráðuneytis hans og Sturlu Kristjánssonar. Deila þessi hefur staðið allt frá því að Sverrir Hermannsson þáverandi - menntamálaráðherra, vék Sturlu Kristjánssyni fyrirvaralaust úr starfi fræðslustjóra Norðurlands- kjördæmis eystra. f samkomulaginu felst að Sturla gat gengið aftur inn í starf fræslustjóra eða þegið styrk til námsdvalar erlendis í 2 ár. Sturla valdi seinni kostinn og í samtali við Þjóðviljann sagði hann á- ' stæðu þess vera margþætta. En auðvitað hefði það áhrif, að þó rétt og vel væri staðið að málinu nú, væri það almenn skoðun að sviplegur endir gæti orðið á líf- dögum þessarar ríkisstjórnar. Ef þeir einir færu út úr ríkisstjórn sem hafa þorað að taka á málinu, væri lítið spennandi að sitja í sömu súpunni aftur. „Það er líka kannski tími til kominn að snúa sér að einhverju uppbyggilegu,“ sagði Sturla. Vilji til eðlilegs samstarfs Svavar Gestsson sagði Þjóð- viljanum að það sem fyrir sér vakti í þessu máli væri, að það ríkti sæmileg sátt um menntakerfið á milli ráðuneytis og starfsmanna þess úti á akrin- um. Þjóðarsamstaða hefði ríkt í þessum málum þar til íhaldið kom í menntamálaráðuneytið og rauf grið á skólamönnum og skólastarfi. Eitt ljótasta málið af þessum toga hefði verið mái Sturlu Kristjánssonar. Þetta mál væri nú leyst og því fagnaði hann sérstaklega. „Eg tel að þetta sýni vilja menntamálaráðuneytisins til eðlilegs samstarfs við skólafólk í landinu,“ sagði Svavar. Pétur Þorsteinsson skólastjóri á Kópaskeri er einn þeirra fjöl- mörgu sem staðið hafa með Sturlu í málinu. Hann sagði Þjóð- viljanum að sér þætti þessi niður- Sturla yfirgefur Fræðsluskrifstofuna á Akureyri eftir uppsagnarbréfið frá ráðherra í janúar 1987. Mynd - YK staða drengileg og hún hlyti að vera skólamönnum fagnaðarefni. „Menntamálaráðherra felst á þau sjónarmið skólamanna í kjör- dæminu og um allt land, að allt upphlaup Sverris Hermanns- sonar og ráðgjafa hans innan og utan ráðuneytis, hafi verið ó- sanngjarnt og óréttmætt," sagði Pétur. Hinu mætti ekki gleyma að Sturlumálið væri tvíþætt. Annars vegar væri mál einstakl- ingsins Sturlu, sem nú hefði feng- ið viðunandi endi og hins vegar væri sá ágreiningur sem lá að baki málsins í heild. Nú kæmi til kasta menntamálaráðherra að búa svo um hnútana að ofstopamenn í ráðherrastóli verði ekki notaðir framar sem barefli gegn sjálf- sögðum réttlætiskröfum skóla- manna í dreifbýli. Uppsögnin óeðlileg í samkomulaginu felst að fjár- málaráðherra dregur til baka á- frýjun dóms bæjarþings Reykja- víkur í máli Sturlu gegn fjármála- ráðherra. Þar með er viðurkennt að uppsögn Sturlu hafi verið ólögleg. Sturla fær greiddar skað- abætur og miskabætur en í bæjar- þingi voru honum dæmdar um 600 þúsund krónur í bætur. Þá er því lýst yfir að Sturla skuli ekki gjalda þessarar deilu í framtíð- inni gagnvart ráðuneytinu og njóta trausts, sannmælis og fyllsta réttar. -hmp Menntamálaráðuneytið Þjóðhagsstofnun í meiminguna Menntamálaráðherra vill að Þjóðhagsstofnun geri efnahagslega úttekt Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, hefur farið fram á það að Þjóðhagsstofnun geri efnahagslega úttekt á menningar- starfsemi í landinu. Stofnunin á m.a. að kanna hversu margt fólk tekur laun fyrir starf að menningarmálum, þar með talin hvers konar listastarf- semi, söfn, almannafræðsla, prentun og önnur hliðstæð menn- ingarstarfsemi. Hún á líka að áætla hversu stórt hlutfall af á menningarstarfinu heildarlaunagreiðslum í landinu fer í laun fyrir menningarstarf- semi. Þá á stofnunin að kanna hver framlög ríkisins eru til menning- armála sem hlutfall af ríkisút- gjöldum og af vergri þjóðarfram- leiðslu. Einnig að afla upplýsinga um slík framlög í nágranna- löndum okkar og hver þróunin í þessum málum hefur verið hér og annars staðar. Þjóðhagsstofnun á líka að kanna hver framlög sveitarfélaga til menningarmála eru og hversu þungt þau framlög vega hlutfalls- lega borið saman við það sem gerist annars staðar á Norður- löndum. Að lokum fer menntamálaráð- herra fram á upplýsingar um tekj- ur ríkis og sveitarfélaga af menn- ingarstarfsemi, beinar og óbeinar miðað við skilgreindan mats- grundvöll. - Sáf 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 29. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.