Þjóðviljinn - 29.11.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.11.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Pólitík og peningar Eða hvemig ekki á að blanda í grein fyrir viku nefndi ég nokkur málefnaatriði sem gætu orðið því til verulegra trafala að með A-flokkunum tveimur tæk- ist náin samvinna á næstu árum. Ég sleppti af ásettu ráði að minn- ast á utanríkismál, enda eru þau ásamt efnahagslegri þjóðrembu í mínum huga stærstu ásteytingar- steinar í vegi samstarfs. En í stað þess að dvelja við það sem kann að vefjast fyrir ís- lenzkum jafnaðarmönnum nefni ég annað mál sem varla ætti að standa í neinum. Það er hlutverk fjármagns í stjórnmálum og áhrif þess á starfsemi stjórnmála- flokka. Ég hygg að reynsla síð- ustu missera knýi á um skýrar reglur um þau mál og jafnaðar- menn ættu að geta staðið samein- aðir að slíkum tillögum. Hér er um að tefla að almenn- ingur geti treyst því að fjármála- tengsl hafi ekki áhrif á störf og stefnu flokkanna og að stjórnmálamenn láti sérhags- muni víkja fyrir almannahags- munum sem þeim er treyst fyrir. Traust almennings á stjórnkerfi og stjórnmálamönnum stendur í beinu samhengi við hversu hrein- skiptin og heiðarleg samskipti þeirra eru, hversu opið stjórnkerfið er og aðgangur greiður að mikilvægum upplýs- ingum. I aðalatriðum er um aö ræða fjögur aðgreind málefni: Fjármál stjornmalaflokka Stjórnmálaflokkar eru ekki bókhaldsskyldir samkvæmt lögum og reyndar eru hvergi til í lögum ákvæði um fjárreiður þeirra. Einu ákvæði laga um stjórnmálaflokka eru í lögum nr. 62/1978, þar sem lagt er bann við stuðningi erlendra aðila við ís- lenzka stjórnmálaflokka. Reyndar hefur láðst að skilgreina hvað átt er við með „stjórnmála- flokkur", en ég elti ekki frekar ólar við það. Hvað sem því líður er ljóst að lítið eða ekkert er gert til þess að fylgja þessum lögum eftir. Eðlilegt hlýtur að teljast að stjórnmálaflokkar séu stöðu sinnar vegna látnir falla undir bókhaldslög. Þá er rétt að setja um þá sérákvæði þess efnis að bókhaldið skuli vera opinbert og öllum aðgengilegt. Hugsanlega mætti ganga lengra og kveða á um að styrkir og gjafir til flokka umfram ákveðna upphæð skuli vera nafngreindir í bókahaldi. í framhaldi af því má hugsa sér að setja því hámark sem einstak- lingar eða fyrirtæki geta lagt stjórnmálaflokkum til. Einnig er rétt að setja reglur um stuðning fyrirtækja við stjórnmálaflokka. Ekkert er óeðlilegt við að einstaklingar vilji styrkja stjórnmálasamtök og reyndar má telja það rétt manna, eins konar pólitískt tjáningar- frelsi. Hins vegar er í fyllsta máta óeðlilegt að hlutafélög og al- menningsfyrirtæki styrki stjórn- málaflokka að eigendunum ó- spurðum, eins og nú viðgengst í ríkum mæli. Þess vegna mætti að ósekju setja ákvæði í lög um að hluthafafundur eða aðalfundur hlutafélags yrði að samþykkja saman Úr prófkjörsbaráttu fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1986. Lada-drottningin Bessí Jóhannsdóttir reynir að koma sér á framfæri innan Sjálfstæðisflokksins. einstakar fjárveitingar fram- kvæmdastjóra og forstjóra til stjórnmálaflokka. Lýðræðiðerjú fyrir fólk en ekki fyrirtæki. Fjármál stjórnmálamanna Hvergi í íslenzkum lögum eða stjórnskipan er kveðið á um upp- lýsingaskyldu stjórnmálamanna varðandi fjármál sín og umsvif. Slíkar reglur eru algengar annars staðar, t.d. í Bretlandi og Banda- ríkjunum, enda er litið á þetta sem einn af hornsteinum opins og lýðræðislegs stjórnkerfis. Röksemd gegn slíkum reglum er t.d. að með þessu sé verið að hnýsast í einkamál manna með óviðurkvæmilegum hætti. Því er til að svara, að þeir sem kjörnir eru til opinberra embætta takast á hendur miklar skyldur gagnvart umbjóðendum sínum og ekki má vakna minnsti grunur um að al- mannahagsmunir víki fyrir per- sónulegum eða fjárhagslegum hagsmunum stjórnmálamanns- ins. Tilgangurinn er enda sá að kjósendur geti vitað um hagsmunatengsl fulltrúa sinna og fylgzt enn betur með því að stjórnkerfið vinni í þágu al- mannahagsmuna en ekki sér- hagsmuna. Með því að spilin séu lögð á borðið styrkist því trúnað- artraust á milli kjósenda og stjórnmálamanna. Það er svo aft- ur túlkunaratriði hversu ná- kvæmar og ýtarlegar upplýsing- arnar ættu að vera, því háttvirtir kjósendur verða einnig að virða rétt stjórnmálamanna til einka- lífs. Opinber stuðningur við stjórnmálaflokka Opinber stuðningur við stjórnmálaflokka hefur einkum verið með tvennu móti síðustu ár. Annars vegar hefur þingflokkum verið veitt fé til sérfræðiaðstoðar, sem í sjálfu sér má telja eðlilegt og líklegt til að skapa alþingis- mönnunt þá vinnuaðstöðu sem nauðsynleg er. Hins vegar hafa stjórnmálaflokkarnir verið styrktir til útgáfu blaða, en vand- séð er hvernig unnt er að réttlæta að flokksblöð fái ríkisstyrki frem- ur en önnur áróðursblöð eða út- gefið efni. Auk þess er erfitt að sjá samhengið á milli þingstyrks flokka og réttar þeirra til slíkrar aðstoðar. Lykilatriði í untræðu um opin- beran stuðning við stjórnmála- flokka er hvort slíkt sé yfirleitt hlutverk ríkisvaldsins. Sú rök- sentd heyrist að eðlilegt sé að flokksmenn og stuðningsmenn sjái algerlega um að fjármagna baráttu sína, en aðrir séu ekki sem skattborgarar neyddir til að styðja stjórnmálaflokka sem þeir eru andsnúnir. Hér skal tekið undir þessa skoðun að því leyti að auðvitað fer bezt á því að félagsmenn sjálf- ir standi straum af kostnaði við baráttu fyrir hugsjónum sínum. Á hitt ber þó að líta að framlög almennra félagsmanna standa seint undir því starfi sem stjórnmálaflokkar þurfa að sinna nú á dögum. Flokkunum er lögð sú siðferðilega skylda á herðar að vinna gaumgæfilega að úrvinnslu stefnumála sinna áður en þau eru lögð fyrir dóm kjósenda. Þetta kostar tíma, vinnu og peninga. Ef almenningur gerir þær kröfur að stefnumörkun sé skýr og vel unn- ið að málum, þá verður hann að vera reiðubúinn að leggja sitt af mörkum til að svo megi verða. Að öðrum kosti neyðast stjórnmálaflokkar til að leita til efnamanna og stórfyrirtækja, svo sem nú tíðkast, en því fylgir sú hætta að stefnumótun markist þá af því sent hagsmunir fjármagns- eigenda segja til um. Ekki er auðvelt að samrýma þessartvær skoðanir, þ.e. aðekki megi neyða skattborgarana til að styðja stjórnmálasamtök sem þeim eru ekki að skapi, en hins vegar sé einhver opinber stuðn- ingur nauðsynlegur, lýðræðinu til trausts. Grundvallarreglan á að vera sú að frjáls framlög standi undir starfi stjórnmálaflokka. Hins vegar má hugsa sér að af almannafé komi e.k. mótvirðis- framlag, þ.e. að fyrir hverja krónu sent almennur flokksmað- ur leggur til baráttunnar leggi rík- ið fram aðra krónu. Þannig mætti hugsanlega tryggja að stjórn- málaflokkar þyrftu ekki að leita til stórefnamanna, en einnig að framlög séu í réttu hlutfalli við fjölda stuðningsmanna flokks og fórnfýsi þeirra í þágu málstaðar- ins. Fjárútlát stjórnmálaflokka Síðasta atriðið sem hér verður nefnt lýtur að því hvernig koma má í veg fyrir að peningar hafi úrslitaáhrif varðandi fylgi ein- stakra stjórnmálaflokka. Þettaer hætta sem nágrannaþjóðir okkar hafa gert sér glögga grein fyrir og við íslendingar þurfum að huga að, sérstaklega í ljósi þess hlut- verks sem sjónvarpsauglýsingar gegndu í kosningabaráttunni á síðasta ári. Meginhugsunin á bak við þetta er að það séu rökræður, rök- semdir og sannfæringarkraftur sem eigi að ráða úrslitum um fylgi við tilteknar skoðanir og stefnur. Peningar eigi þar ekki að koma nærri. Á Filippseyjum var lengi tíðkað að stjórnmálamenn keyptu sér atkvæði, en á Vestur- löndum hafa þeir öllu heldur keypt sér aðgang að kjósendum í gegn um auglýsingar og annan áróður. Hvort tveggja er til þess fallið að afskræma lýðræðið eins og við viljurn kannast við það. í Bandaríkjunum er langt síð- an menn gerðu sér grein fyrir þessari hættu og settu hámark á þær fjárúpphæðir sem leyfilegt er að eyða í kosningabaráttu. Þetta hefur ekki tekizt sent skyldi, einkum vegna þess að upphæð- irnar eru enn of háar og lögin göt- ótt. Peningar skipta því enn höf- uðmáli í samkeppni frambjóð- enda um hylli kjósenda. Hér á landi er fyllilega tíma- Fjármagn ístjórnmálum erstórmál sem lítið hefur verið tekið á hérlendis, - um það eru til dœmis engar skýrar opinberar leikreglur. Hinsvegar stendur „traust almennings á stjórnkerfi og stjórnmálamönnum“ í beinu samhengi við „hversu hreinskiptin og heiðarleg samskipti þeirra eru. “ Eitt afverkefnum jafnaðarmanna hérlendis œtti að vera að koma þessum málum í œskileganfarveg: „Það er spurning um lýðrœði hvort hœgt er að kaupa sér pólitísk áhriffyrir peninga“ bært að setja reglur sem koma í veg fyrir að fjársterkir aðilar geti tryggt sér aðgang að kjósendum umfram þá sem lítil fjárráð hafa. Ég er ekki búinn að gera upp við mig hvernig þetta verður bezt gert, en þó sýnist mér t.d. að bann við sjónvarpsauglýsingum stjórnmálaflokka gæti þjónað þessum tilgangi. Þeirn, sem kveina urn tjáningarfrelsi þegar þetta ber á góma, skal bent á ákvæði um tóbaks- og áfengis- auglýsingar og auk þess þá stað- reynd að í lýðræðisskipulagi eru borgaraleg réttindi á borð við tjáningarfrelsi ekki hugsuð til þess að hvetja til afskræmingar á skoðanamyndun í landinu, held- ur þvert á móti. Áð auki þykir mér konta til greina að setja þeirn upphæðum hámark sem stjórnmálaflokkar eyða í kosningabaráttu. Þar mætti takmarka keyptar auglýs- ingar í blöðum, en hafa þeim ntun meira svigrúm í þeim atriðum sem lúta að fundahöldum stjórnmálamanna með kjósend- unt sínum. Lýðræðinu er betur borgið ef pólitísk umræða gengur í báðar áttir frekar en eina, þ.e. frá stjórnmálamönnum til kjós- enda og öfugt. Verkefni jafnaðarmanna Ég lít á umbætur í þessunt anda sem eitt af verkefnum íslenzkra jafnaðarmanna í náinni framtíð og sé fátt því til fyrirstöðu að sam- staða geti tekizt með þeim varð- andi þessi atriði. Það væri öllum til bóta að jafnaðarmenn hættu að óskapast út af því að einstak- lingar græði peninga í frjálsum viðskiptum jafningja, en sneru sér frekar að því að koma í veg fyrir að fyrir þessa peninga séu keypt pólitísk völd. Það er spurning um menningu hvort einstaklingar vilja frekar aka um á Benz en Lödu, en það er spurning um lýðræði hvort hægt er auk þess að kaupa sér pólitísk áhrif fyrir peninga. Þriðjudagur 29. nóvember 1988ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.