Þjóðviljinn - 29.11.1988, Blaðsíða 8
IÞROTTIR
Karfa
Keflvíkingar lágu í Firðinum
Framlenginguþurfti til að knýjafram sigur. KR vann á Króknum og Grindavík íReykjavík.
Enn vinna Njarðvíkingar
Að vanda fóru fjórir leikir
fram í Islandsmótinu í körfubolta
um helgina. Úrslit voru flest sam-
kvæmt bókinni margfrægu nema
hvað sigur Hauka á Keflavík kom
nokkuð á óvart.
Haukar-Keflavík........96-95
fslandsmeistararnir hiutu
þarna uppreisn æru eftir fremur
slakt gengi í vetur. Það er því ekki
öll nótt úti enn um að meistararn-
ir komist í úrslitakeppnina en
róðurinn verður þeim vafalaust
þungur.
Leikurinn var mjög jafn allan
tímann en Haukar höfðu fjögurra
stiga forystu í leikhléi, 45-41.
Undir lok leiksins stefndi reyndar
allt í sigur Keflvíkinga en þegar
skammt var til leiksloka var stað-
an 81-86 þeim í hag. Haukarnir
jöfnuðu 86-86 og þannig var stað-
an þegar flautan gall. Grípa
þurfti því til framlengingar og
reyndust heimamenn þá sterkari
og sigruðu 96-95.
Haukar léku mjög vel í þessum
leik og verður gaman að fylgjast
með gengi liðsins á næstunni.
Pálmar Sigurðsson var í sínu
gamla formi og skoraði 25 stig en
ívar Ásgrímsson var einnig góður
og skoraði 20 stig. Jón Arnar
Ingvarsson skoraði 16 stig, Henn-
ing Henningsson 14, Eyþór
Árnáson 11, Reynir Kristjánsson
6 og Ingimar Jónsson 4.
Hjá Keflvíkingum var Guðjón
Skúlason mjög góður, skoraði 35
VINNVRÞU,
Á lavgabdogum-
Vinningstölurnar 26. nóv. 1988
HEILDARVINNINGSUPPHÆÐ. Kr. 24.301.636,-
Fimm tölur réttar kr. 14.280.206,- skiptast á 2 vinningshafa, kr.
7.140.103,- á mann.
BÓNUSTALA + fjórar tölur réttar kr. 1.485.126,- skiptast á 18
vinningshafa, kr. 82.507,- á mann.
Fjórar tölur réttar kr. 2.561.832,- skiptast á 483 vinningshafa, kr.
5.304,- á mann.
þrjár töiur réttar kr. 5.974.472,- skiptast á 15.241 vinningshafa, kr.
392.- á mann.
Sölustaðirnir eru opnir frá
mánudegi til laugardags
og loka ekki fyrr en 15 mínútum
fyrir útdrátt.
i//^
Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111
Guðjón Skúlason skoraði hvorki fleiri né færri en 35 stig gegn Haukum
en það dugði ekki til.
stig og Jón Kr. Gíslason stóð
einnig vel fyrir sínu en hann
skoraði 23 stig. Axel Nikulásson
skoraði 13 stig, Albert Óskarsson
10, Magnús Guðfinnsson 8,
Nökkvi M. Jónsson 4 og Falur
Harðarson 2.
Tindastóll-KR ........70-79
Tindastóll hefur sannað sig í
körfuboltanum í vetur og veittu
„Stólarnir" KR-ingum nokkra
keppni í leik á Króknum um helg-
ina. Leikurinn var nokkuð jafn
framan af og leiddu Vesturbæing-
ar í leikhléi með 38 stigum gegn
35. í síðari hálfleik tóku gestirnir
síðan öll völd á vellinum og var
sigur þeirra nokkuð öruggur.
ívar Webster og Matthías Ein-
arsson voru stigahæstir KR-inga
með 20 stig hvor en Ólafur Guð-
mundsson skoraði 16 stig, Jó-
hannes Kristbjörnsson 13, Lárus
Árnason 6 og Gauti Gunnarsson
4. ^
í liði heimamanna voru þeir
Valur Ingimundarson og Eyjólf-
ur Sverrisson stigahæstir að
vanda en Valur skoraði 23 stig og
Eyjólfur 19. Sverrir Sverrisson
skoraði 11 stig, Björn Sigtryggs-
son 9, Ágúst Kárason 6 og Kári
Marísson 2.
ÍS-Grindavík..........75-89
Stúdentar töpuðu þarna sínum
fjórtánda leik í vetur og voru þeir
Grindvíkingum engin hindrun.
Strax í fyrri hálfleik var ljóst
hvert stefndi, staðan í leikhléi var
29-42, og var nánast formsátriði
að klára leikinn. Stúdentar áttu
hvað mestan möguleika þegar
varamenn Suðurnesjarmanna
voru inni á vellinum en sigurinn
var þó aldrei í hættu.
Stigahæstur Grindvíkinga var
Guðmundur Bragason með 19
stig en Valdimar Guðlaugsson
skoraði flest Stúdenta, eða 26.
Njarðvík-Valur.........90-70
Valsmenn voru Njarðvíking-
um ekki mikil hindrun og hafa
þeir síðarnefndu því sigrað alla 14
leiki sína í vetur. Fyrri hálfleikur
var nokkuð köflóttur en honum
lauk með ellefu stiga forystu
heimamanna, 42-31. Þegar líða
tók á síðari hálfleik var ljóst að
Íslandsmeistarakandídatarnir
færu með sigur af hólmi og varð
20 stiga munur staðreynd áður en
yfir lauk.
Teitur Örlygsson var stiga-
hæstur Njarðvíkinga með 25 stig
en Hreinn Þorkelsson skoraði
flest stig Valsmanna, 21.
-þóm
Staöan
A-riðill
Njarðvík 14 14 0 1253-997 28
Valur .... 15 9 6 1271-1133 18
Grindavík
Is 15 8 7 1207-1122 16
..15 1 14 952-1432 2
Þór ..14 1 13 1044-1334 2
B-riðill
Keflavík 15 12 3 1318-1079 24
KR ....15 11 4 1201-1109 22
Haukar. ....14 7 7 1258-1178 14
ÍR ....14 7 7 1051-1062 14
Tindast. 15 3 12 1210-1339 6
Skíði
Zurbriggen
byrjar vel
Pirmin Zurbriggen frá Sviss
byrjar heimsbikarkeppnina í
alpagreinum vel en hann sigraði á
fyrsta mótinu sem haldið var í
Schladming í Austurríki um helg-
ina.
Keppt var í risastórsvigi og
fékk hanntímann 1,31,65 mín. en
næstur varð Franck Piccard,
Frakklandi á 1.31,77 mín. Helsti
keppinautur Zurbriggens í fyrra,
Alberto Tomba, varð í fjórða
sæti á 1.32,31 mín. en Leonard
Stock varð á undan honum með
tímann 1.32,1 mín. -þóm
Blak
Enn vinnur KA
KA er enn á sigurbraut í 1.
deild karla í blaki og hefur liðið
skákað Reykjavíkurfélögunum
svo um munar í vetur. Á laugar-
dag fengu Akureyringar HK í
heimsókn og sigruðu auðveld-
lega, 3-0. Fyrsta hrina endaði 15-
10, sú næsta 15-7 og þriðja 15-10.
Þá léku Þróttur og HSK einnig í
karlaflokki og sigruðu Þróttarar
einnig 3-0, 15-5, 15-4, 15-9.
Þrír leikir voru í kvennaflokki
'og léku KA og HK einnig á Akur-
eyri. HK sigraði 1-3 en hrinurnar
fóru þannig: 15-12, 5-15, 5-15, 9-
15. Þá lék KA líka við Víking og
sigruðu Víkingsstúlkur auðveld-
lega, 0-3. Hrinurnar fóru 0-15, 3-
15, 12-15. Víkingar héldu einnig
til Norðfjarðar og sigruðu Þrótt-
ara frá Neskaupstað 0-3, eða 5-
15, 12-15, 2-15.
-þóm
Karate
Konráð vann
í opna
flokknum
íslandsmótið í karate var hald-
ið í Laugardalshöll um helgina.
Keppt var bæði í karla- og
kvennaflokki, samtals átta flokk-
um og voru meðlimir í Karatefé-
lagi Reykjavíkur sigursælir á
mótinu, hlutu alls 13 verðlaun.
Úrslit urðu þannig:
Kata kvenna:
1. Hildur Svavarsdóttir.........KFR
2. Ingibjörg Júlíusdóttir.Þórshamri
3. Áslaug Jónasdóttir...........KFR
Kata karla:
1. Sigurjón Gunnsteinsson.......KFR
2. Helgi Jóhannesson....Breiðabliki
3. Halldór Svavarsson...........KFR
4. Svanur Eyþórsson ......Þórshamri
Kumlte kvenna:
1. Hildur Svavarsdóttir.........KFR
2. Oddbjörg Jónsdóttir .Breiðabliki
3. Áslaug Jónasdóttir...........KFR
Kumite karla -65 kg:
1. Sigmundur Rafn Rafnsson .Baldri
2. Halldór Svavarsson...........KFR
3. Sölvi Rafnsson............Baldri
Kumite karla -73 kg:
1. Sigurjón Gunnsteinsson.......KFR
2. Helgi Jóhannesson....Breiðabliki
3. Ólafur Hreinsson.............KFR
Kumite karla -80 kg:
1. GrétarO.Halldórsson .........KFR
2. Konráð Stefánsson............KFR
3. Gísli Heímisson......Breiðabliki
Kumite karla +80 kg:
1. Magnús Blöndal.........Þórshamri
2. Ómar Ivarsson................KFR
3. JónÁsgeirBlöndal.......Þórshamri
Kumite karla, opinn:
1. Konráð Stefánsson............KFR
2. Finnbogi Karlsson....Breiðabliki
3. MagnúsBlöndal..........Þórshamri
4. Ómar Ivarsson................KFR
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. nóvember 1988