Þjóðviljinn - 29.11.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 29.11.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRÉTTIR Sameinuðu hjóðirnar Allsherjarþing til Genfar? Bandaríkjastjórn sœtir víðtœkri gagnrýnifyrir að neita Arafat um vegabréfsáritun Sú ráðstöfun Bandaríkja- stjórnar að neita Yasser Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu (PLO), um vegabréfs- áritun sætir víðtækri gagnrýni. Meðal þeirra sem harmað hafa neitunina eða fordæmt hana eru flest Arabaríkin, Sovétríkin, mörg Vestur-Evrópuríkja, aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna og forseti allsherjarþings þeirra. Arafat hugðist koma til New York og ávarpa allsherjarþingið, þegar málefni Palestínu og Austurlanda nær yfirleitt yrðu þar til umræðu. Af hálfu Bandaríkjastjórnar var tilkynnt, að Arafat hefði fengið neitun sökum þess, að sannanir væru fyrir því að aðilar á vegum PLO hefðu framið hryðjuverk á Bandaríkjamönn- um og öðrum. En flest Arabarík- in, þar á meðal heistu vinaríki Bandaríkjannaí þeirra hópi, hafa fordæmt þessa ákvörðun Banda- ríkjastjórnar eða harmað hana. Egyptalandsstjórn kvað neitun- ina hafa vakið efa um einlægan friðarvilja Bandaríkjanna. Húss- ein Jórdaníukonungur sagði Bandaríkin reyna að „þagga nið- ur í hófsömum, jákvæðum Pal- estínumönnum.“ Af hálfu Saúdi- Arabíu var látin í ljós sú skoðun, að téð ákvörðun Bandaríkja- stjórnar væri „ekki í samræmi við meginreglur hennar um að koma á réttlæti og friði í heiminum.“ Sovétríkjastjórn lýsti einnig vanþóknun sinni á neituninni og vesturþýska stjórnin lét hafa eftir sér 3ð þessi ákvörðun Banda- ríkjastjórnar væri ekki til þess fallin að greiða fyrir friði í Austurlöndum nær. Frakkland, ftalía, Holland og Belgía lýstu yfir furðu sinni út af neituninni eða gagnrýndu Bandaríkin beinlínis vegna hennar. Javier Perez de Cuellar, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, sagði í gær að neitunin væri í ósamræmi við hlutverk Bandaríkjanna sem gestgjafa Sameinuðu þjóðanna og líkleg til að auka erfiðleika viðvíkjandi viðræðum um Palest- ínumálið á allsherjarþinginu. Dante Caputo, utanríkisráð- herra Argentínu, sem er nú for- seti allsherjarþingsins, hélt því fram í gær að Bandaríkin væru skyldug til að veita Arafat vega- bréfsáritun, samkvæmt sam- komulaginu um að aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna skyldu vera íNew York. Caputo sagðieinnig, að ekkert væri því til fyrirstöðu að gera ráðstafanir til þess, að Arafat gæti ávarpað allsherjar- þingið, hvað sem neitun Banda- ríkjanna liði, jafnskjótt og form- leg tilmæli bærust frá Arabaríkj- unum þar að lútandi. Gert er ráð fyrir að Arabaríkin rnuni leggja fram tillögu þess efnis, að alls- herjarþingið fundi um Palestínu og Austurlönd nær í Genf, til að Arafat geti verið með. Ekki er talinn neinn vafi á að allsherjar- þingið samþykki tillögu um þetta, komi hún fram. Reuter/-dþ. Arafat - tillaga um fund allsherjarþingsins í Genf í vændum Irak Forseti slakar á klónni Saddam Hussein boðar „glasnost“ og „perestrojku“ íIrak Miðnefnd samþykkir Miðnefnd sovéska kommún- istaflokksins samþykkti í gær um- deildar tillögur um breytingar á stjórnarskrá Sovétríkjanna og verða tillögurnar lagðar fyrir æðstaráðið í dag. Að sögn Tass- fréttastofunnar hét miðnefndin því jafnframt að réttindi sovét- lýðveldanna skyldu aukin. Mun tilgangurinn með því vera að koma til móts við baltnesku þjóð- irnar, en meðal þeirra hafa breytingartillögurnar sætt al- mennastri gagnrýni. Reuter/-dþ. Stríðs- glæpamaður framseldur Argentínskur dómari úrskurð- aði í gær að Josef Schwammber- ger, þýskur nasisti sem ákærður er fyrir morð á þúsundum gyð- inga í heimsstyrjöldinni síðari, skuli framseldur til Vestur-Þý- skalands, samkvæmt beiðni yfir- valda þar. Schwammberger, sem er nú 76 ára, hefur verið í haldi í Argentínu frá því að hann var handtekinn í des. s.l. Hann hefur búið þarlendis síðan 1949. í okt. 1987 var Schwammberger meðal þeirra tíu efstu á lista stofnunar Simonar Wiesenthal, nasista- veiðarans fræga, yfir nasíska stríðsglæpamenn í felum. Reuter/-dþ. Saddam Hussein, einvaldur í Irak, hyggst verða við óskum þegna sinna um betri tíð og bætt- an hag eftir átta ára styrjaldar- martröð. Hann lét það boð út ganga í gær að pólitískir fangar yrðu látnir lausir og stjórnmála- flokkar fengju að starfa við hlið valdaflokksins, Baath. Eingöngu „njósnarar“ yrðu enn sem fyrr óalandi og óferjandi. Aður hafði hann boðað efnahagsbætur. Ónefndur sendiráðsmaður í Bagdað kom að máli við Reuters- mann. „Hann gerir sér grein fyrir Fulltrúar OPEC ríkja hafa jafnað ágreining sinn eftir 12 daga þrotlausa fundarsetu í Vín- arborg. Síðdegis í gær lögðu þeir nöfn sín við samkomulag um að verulega verði dregið úr olíuframleiðslu á fyrri hluta næsta árs. Dagsskammturinn verði 18 og hálf miljón tunna. Þetta var náttúrlega stór stund fyrir OPEC því um tveggja ára skeið hefur hver höndin verið upp á móti annarri í samtökunum og munar þar mestu að tvö þungaviktarríki, fran og frak, því að fólk vill eitthvað áþreifan- legt nú þegar bardagar eru á enda. Sú fjöldskylda er vand- fundin í þessu landi sem ekki hef- ur misst einn mann fallinn, særð- an eða höndum tekinn.“ í efnahagsmálum hefur forset- inn hvatt menn til „frjáls fram- taks“ og fjárfestinga vegna upp- byggingar landsins. Einkum í þeim greinum sem stuðla megi að viðreisn olíuvinnslunnar, eflingu samgangna og nýsköpunar í iðn- framleiðslu. En ýmsir biðja menn gjalda hafa ekki getað setið á sárs höfði. Afleiðing þessa hefur verið sífall- andi gengi olíunnar. Ráðamenn olíumála í OPEC voru sem vonlegt er í sjöunda himni. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa, olía hækkaði strax nokkuð í verði, spákaupmenn fóru að láta í ljós áhyggjur af al- mennum verðskriðum, verð- bréfahruni og styrkum dollara. „Þetta er stórsigur fyrir OPEC,“ hafði Reuter eftir olíu- málaráðherra íraka, Issam Abdul-Rahim al-Chalabi. For- varhuga við fagurgala forsetans. Öldungis sé óvíst hve margir pól- itískir fangar séu í dýflissum hans og hvort þeir geti allir átt von á lausn. Ennfremur væri á huldu hvort kommúnistar eða sýrlandssinn- aðir Baathliðar fengju að starfa óáreittir. Fyrrum hafði Hussein slíkan ímugust á þeim að hann lét drepa þá unnvörpum. Og hvað yrði um Lýðræðisflokk Kúrda sem berst við stjórnarherinn í norðri? Reuter/-ks. seti samtakanna, Nígeríumaður- inn Rilwanu Lukman, tók í sama streng og sagði. „Við viljum að tunnan hækki uppí 18 dollara hið fyrsta." í gær seldist hún á 12,90 dollara. Við sjálft lá að samkomulagið færi út um þúfur þegar Sádí- arabar báru á elleftu stundu upp tillögu um 15 dollara lágmarks- verð fyrir tunnu. En þeir drógu hana til baka, í þágu einingarinn- ar. Reuter/-ks. England Hann samdi þau sjálfur Játvarður 17. Öxnafurðujarl sýknaður af skáldgáfu Einsog trúa og trygga lesendur Þjóðviljans rekur minni til var fyrir nokkru vakin athygli á all óvenjulegum réttarhöldum sem fyrir dyrum stóðu í Lundúna- borg. Þrír lagalávarðar hugðust skera úr um það hvort höfundur ritverka þeirra er alla jafna eru kennd við William Shakespeare væri téður Shakespeare ellegar Játvarður nokkur de Vere, 17. jarl af Öxnafurðu. Dómsorðið féll á laugardag í Miðmusterissalnum sem kennd- ur er við Elísarbetartímann. Þá höfðu þeir Ackner lávarður, Oli- ver lávarður og Templeman lá- varður heyrt öndverð sjónarmið og grundað í málið. Fyrstur tók til máls Temple- man: „Þar eð Englendingar unna jörlum sínum hugástum sjá þeir mikla meinbugi á þeirri firru máttarvaldanna að láta hanska- gerðarmanni eftir að geta helsta skáldmæring sinn.“ Ackner mælti: „Það er afar ólíklegt að farið hefði fyrir ofan garð og neðan hjá leikfélögum Shakespeares hefði hann aðeins látist semja verkin." Oliver kvað vera alkunnugt að snilligáfa gæti skotið upp kollin- um hvar í stétt manna sem verkast vildi. Úrskurðurinn var sem sagt sá að William Shakespeare væri höfundur verkanna en eigi Ját- varður de Vere, 17. jarl Öxna- furðunnar. Reuter/-ks. Þriðjudagur 29. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 OPEC Deilur settar niður Samningar tókust um hámarksframleiðslu olíu á dag nœsta hálfa árið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.