Þjóðviljinn - 29.11.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.11.1988, Blaðsíða 11
MIÐSTJORN AB Alyktun haustfundar miðstjórnar Trygga atvinnu og jöfnun lifskjara Forystusveit Alþýðubandalagsins svarar fyrirspurnum í opnu húsi á miðstjórnarfundinum sl. laugardag. Frá v.: Steingrímur J. Sigfússon, Svanfríður Jónasdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson. Mynd - Þóm. Mikil umskipti hafa o'rðið í ís- lenskum stjórnmálum. Þegar rík- isstjórn Þorsteins Pálssonar hrökklaðist frá hafði stjórnar- stefna markaðskreddunnar og hinnar hörðu frjálshyggju beðið ótvírætt skipbrot. Viðskilnaðurinn var hörmu- legur. Útflutningsatvinnuvegirn- ir voru komnir á heljarþröm þrátt fyrir tvær gengisfellingar á fyrri- hluta ársins. Við blasti stöðvun margra útflutningsfyrirtækja og stórfellt atvinnuleysi. Ríkissjóð- ur var rekinn með miklum halla og raunvextir voru hærri en nokkru sinni í sögu lýðveldisins. Erlend skuldasöfnun óx hröðum skrefum. Nýjar upplýsingar benda svo til þess að viðskilnað- urinn hafi verið langtum verri en ætlað var í fyrstu. Halli ríkissjóðs er mun meiri og staða atvinnu- veganna erfiðari en ætlað var við stjórnarskiptin. Gjaldþrot frjáls- hyggjunnar liggur nú fyrir og skapast hefur stórfellt hættu- ástand í efnahags- og atvinnulífi íslendinga. Lítið svigrúm til umbóta Það var á margan hátt erfitt fyrir Alþýðubandalagið að taka þátt í nýrri ríkisstjórn við þessar aðstæður. Lítið svigrúm var til að tryggja við stjórnarskiptin fram- kvæmd mikilvægra umbótamála. Samningsréttur verkalýðshreyf- ingarinnar hafði verið afnuminn af fyrri ríkisstjórn. Alþýðu- bandalagið hafði ekki afl til að ná fram leiðréttingu varðandi þessi sjálfsögðu mannréttindi við myndun ríkisstjómarinnar. Al- þýðubandalagið taldi þó nauðsynlegt að freista þess að mynda ríkisstjórn félagshyggju- afla og hafa áhrif á hvaða leiðir yrðu farnar til að leysa hin miklu vandamál íslensks efnahagslífs. Afleiðing af stjórnarstefnu undanfarinna ára er gífurleg til- færsla á fjármagni í þjóðfélaginu, ekki síst frá frumframleiðslu- greinum til fjármagnseigenda. Þessi stefna hefur leitt til þess að undirstöðuatvinnuvegir lands- manna og fjölmörg heimili standa nú frammi fyrir greiðslu- þroti. Úr þessum vanda verður ekki bætt nema með því að færa til baka stórar fjárhæðir ef takast á að tryggja framleiðslustarf- semina og fulla atvinnu í byggð- arlögunum. Alþýðubandalagið skorast ekki undan því að taka þátt í rík- isstjórn þó að aðstæður séu erfið- ar. Flokkurinn vill leggja sitt af mörkum til að treysta grundvöll atvinnulífsins og koma byggðar- lögunum út úr þeim ógöngum sem stefna síðustu stjórnar hafði í för með sér. Flokkurinn telur brýnt að vernda efnahagslegt sjálfstæði íslensku þjóðarinnar sem stjórnleysi fyrri ríkisstjórnar og erlend skuldasöfnun stefndi í hættu. íslenskir sósíalistar, jafn- aðarmenn og félagshyggjufólk, verða að sýna að þeim er best treystandi til að stjórna af skyn- semi og réttsýni, jafnt á erfið- leikatímum, sem í góðæri. Nú er tækifæri til þess. Atvinnulíf iö á traustan grund- völl Það er eitt mikilvægasta verk- efni Alþýðubandalagsins í núver- andi ríkisstjórn að framkvæma efnahags- og atvinnustefnu sem kemur atvinnulífinu í landinu á traustan grundvöll. Það verður ekki gert með kollsteypum í gengismálum, sem myndu magna upp verðbólgu í landinu, né held- ur með einhliða kjaraskerðingu. Til að skapa atvinnulífinu traustan grundvöll, bæta kjörin, stytta vinnutíma og stuðla þar með varanlega að góðum lífsk- jörum, verður að gera átak til hagræðingar og framleiðsiu- aukningar í atvinnulífinu, samh- Iiða því sem unnið er að því að leiðrétta rekstrarskilyrði at- vinnuveganna. í því sambandi er mikilvægt að verðbólga og til- kostnaður, sérstaklega vextir, náist niður á það stig sem gerist í nágrannalöndunum. Röng stjórnarstefna og hag- stjórn ásamt offjárfestingu og óráðsíu undanfarinna ára gera það hins vegar að verkum að ekki er hægt að halda öllum fyrirtækj- um gangandi í óbreyttri mynd. Meginverkefnið er að tryggja at- vinnu fólksins, hag byggðarlag- anna og jöfnun lífskjara. í fyrsta skipti um nokkurt ára- bil er nú svo komið vegna óstjórnar undanfarinna missera að atvinnuleysisvofan bíður við þröskuldinn. Það hlýtur að vera forgangsverkefni Alþýðubanda- lagsins í ríkisstjórn að verja þjóð- ina fyrir atvinnuleysinu. Aðgerð- ir til að treysta atvinnu ásamt jöfnun lífskjara og aðstöðu fólks verða nú sem áður hornsteinar að stefnu flokksins í byggða- og kjaramálum. Áhersluatriöi Al- þýöubandalags- ins Til að vinna að ofangreindum makmiðum vill Alþýðubandalag- ið leggja áherslu á eftirfarandi atriði. 1. Tryggja verður að nafnvextir og raunvextir verði lækkaðir í samræmi við þann árangur sem þegar hefur náðst í bar- áttunni gegn verðbólgunni. Það er ljóst að bankakerfið sýnir óeðlilega tregðu við lækkun vaxta. Þess vegna verða ríkisstjórn og yfir- stjórn peningamála að stýra vöxtunum niður. 2. Auka verður hagkvæmni bankakerfisins og draga úr vaxtamun þess. Fækka verð- ur bönkum með víðtækri sameiningu bankastofnana. Með því móti mætti létta miklum kostnaði af atvinnu- vegum. og heimilum. 3. Taka verður allt lánakerfi fjárfestingarsjóða til endur- skoðunar. Þetta kerfi er orð- ið úrelt enda hefur samspil bankakerfisins og fjárfest- ingarlánasjóða oft stuðlað að offjárfestingu á undanförn- 9. um árum. 4. Styðja verður við skipulegt átak í rannsóknar- og þróun- arstarfsemi í sjávarútvegi og iðnaði með samvinnu opin- berra aðila og forráðamanna fyrirtækjanna. Með tækni- þróun í fiskiðnaði, efldri markaðsstarfsemi og vöru- þróun er unnt að bæta til muna rekstrarstöðu fyrir- tækja og auka verðmæti framleiðslunnar. 5. Vinna þarf skipulega að hag- ræðingu í öllum greinum at- vinnulífsins og draga úr til- kostnaði ekki síst vegna milliliðastarfsemi. í sjávarút- vegi þarf að skapa hagkvæm- ari rekstrareiningar eftir því sem aðstæður frekast leyfa, m.a. með samvinnu og sam- runa fyrirtækja og betri sam- ræmingu veiða og vinnslu. Einnig þarf að fara fram fjár- hagsleg og rekstrarleg endur- skipulagning fyrirtækja, m.a. með aðstoð nýstofnaðs Atvinnutryggingasjóðs út- flutningsgreina. Keppa ber að því að eignarhald á fyrirtækjum verði sem víðast í höndum heimamanna. 6. Sávandisemblasirviðmörg- um sjávarplássum á m.a. ræt- ur að rekja til vöntunar á hrá- efni til vinnslu. Sá vandi hef- ur aukist við útflutning á óunnum fiski og sölu skipa úr byggðarlögum. Stefna Al- þýðubandalagsins um stjórn- un fiskveiða gerir ráð fyrir byggðakvóta, þannig að 2/3 veiðiheimilda verði úthlutað til byggðarlaga. Þessi ákvæði þyrfti að lögfesta hið fyrsta og styrkja þannig atvinnu- grundvöll byggðarlaganna. 7. Markaðshlutdeild innlends iðnaðar hefur dregist mikið saman á undanförnum árum og útflutningsiðnaður á í miklum rekstrarerfiðleikum. Gera þarf sérstakt átak til iðnþróunar og til að verja þann árangur sem náðst hef- ur f einstökum greinum m.a. í framleiðslu á vörum fyrir sjávarútveg. 8. Mikilvægt er að knýja fram hagræðingu í innflutnjngs- verslun til að lækka verð innfluttra nauðsynjavara. f því skyni ætti að beita verð- lagseftirliti á heildsölustigi, tryggja hagkvæmari magn- innkaup með útboðum og styðja innflutning á ópakk- aðri vöru. Tryggja verður jöfnuð í ríkis- búskapnum og afgreiða fjár- lög með tekjuafgangi. Þetta er nauðsynlegt til að draga verulega úr lánsfjáreft- irspurn ríkisins og stuðla að varanlegri lækkun raun- vaxta. Þessu markmiði er ekki hægt að ná nema að samtímis séu skorin niður út- gjöld og skattar hækkaðir. Tryggja verður að aukin skattbyrði lendi fyrst og fremst á þeim sem hafa háar tekjur og miklar eignir. 10. Sú staða sem nú er uppi knýr á um að atvinnumál verði skipulögð á grundvelli svæða og héraða. í því skyni þarf að koma upp þróunarstofum í landshlutunum og auka hag- ræna og rekstrarlega ráðgjöf. Það sama á einnig við um fé- lagslega þjónustu sem ríki og sveitarfélög hafa veg og vanda af, með það að mark- miði að auka fjölbreytni og nýta betur mannafla og fjár- festingu. 11. Umleiðogstefnteraðþvíað efla sveitarfélögin þarf sam- vinna þeirra að vaxa um fjöl- mörg verkefni, ekki síst til að tryggja þjónustu við fámenn byggðarlög. Bættar samgöngur eru lyk- .11 að slíkri þróun. Því þarf að vinna skipulega að uppbygg- ingu í samgöngumálum um land allt á grundvelli lang- tímaáætlana og með sam- ræmingu allra þátta sam- göngumálanna. Miðstjórn tekur undir samþykkt þing- flokks Alþýðubandalagsins frá sl. hausti um nauðsyn á stórátaki í jarðgangnagerð og hvetur ráðherra flokksins til að fylgja þeirri stefnu eftir. Herlaust og friðlýst land Þótt Alþýðubandalagið leggi nú mikla áherslu á efnahags- og atvinnumál vegna þeirra miklu vandamála sem síðasta ríkis- stjórn skyldi eftir sig eru önnur baráttumál flokksins ekki síður mikilvæg. Alþýðubandalagið vill sérstaklega minna á nokkur þeirra nú: Friðar- og afvopnunarbarátta hefur ætíð verið grundvallarþátt- ur í þjóðmálastarfi Alþýðu- bandalagsins. Það er og verður stefna flokksins að ísland verði herlaust og friðlýst land utan hernaðarbandalaga og vinna að því að hernaðarbandalög verði lögð niður. Það er lágmarkskrafa til þeirrar stjórnar félagshyggju og jafnréttis sem nú situr, að hún gangi ekki gegn boðskap friðar og afvopnunar á alþjóðavett- vangi. Þvert á móti á ríkisstjórnin að styðja dyggilega friðar- og af- vopnunarviðleitni í heiminum og taka þátt í myndun kjarnorku- vopnalausra svæða í okkar heimshluta. Á grundvelli stjórnarsáttmál- ans mun Alþýðubandalagið fylgja því fast eftir að engar nýjar hernaðarframkvæmdir fari af stað og með öllu er óhugsandi að byggður verði nýr herflugvöllur. Alþýðubandalagið er algjörlega andvígt því að slíkt mannvirki rísi í þágu vígbúnaðar. Þarfir okkar íslendinga og almenns farþega- flugs á okkar svæði getum við sjálf leyst auðveldlega með ódýr- um hætti og það ber að gera á næstu árum. I mennta- og menningarmálum er það mikilvægur áfangi að hafa stöðvað þær tilraunir frjáls- hyggjuaflanna, sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Með tilkomu ráðherra Alþýðubanda- lagsins í menntamálaráðuneytinu er nú unnið með listamönnum og þeim sem starfa í skólunum og unnið að því að draga úr kreddu- bundinni miðstýringu í mennta- og menningarmálum. Forræði í stóriðjumálum I stóriðjumálum hafa sum þeirra viðhorfa sem Alþýðu- bandalagið hefur boðað á undan- förnum árum hlotið almenna viðurkenningu. Flestir viður- kenna að stóriðja kemur ekki til greina án fullnægjandi mengun- arvarna. Það nýtur einnig víð- tækrar viðurkenningar að stór- iðja eigi að greiða eðlilegt rafork- uverð. Alþýðubandalagið varar við oftrú varðandi nýja stóriðju- valkosti. Þeir sem henni eru hald- nir ættu að láta vítin sér til varn- aðar verða og minnast allra fjárf- estingarmistakanna á íslandi. Al- þýðubandalagið vtsar til sam- þykktar síðasta landsfundar um afdráttarlaust forræði íslendinga sjálfra yfir öllum atvinnurekstri í landinu. Lágmarkskrafa um raf- orkuverð frá orkufrekum iðnaði er að greitt sé framleiðsluk- ostnaðarverð eins og það er frá nýjum virkjunum og algjört skil- yrði er að ýtrustu kröfur um mengunarvarnir séu uppfylltar. Fullt tillit verður einnig að taka til byggðaþróunar þegar ákvarðanir eru teknar um staðsetningu stór- ra fyrirtækja á íslenskan mælik- varða. Þýðing umhverfismála fer stöðugt vaxandi og miklu skiptir að öll stjórnsýsla taki mið af breyttum viðhorfum á því sviði. Því telur Alþýðubandalagið að nú þegar eigi að stofna sérstakt umhverfisráðuneyti eins og til- lögur hafa margoft verið gerðar um á vegum flokksins. Nýtt landnám Alþýðubandalagið leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að stórátak verði gert í gróðurvernd- armálum. Gæði landsins hafa rýrnað stórlega frá landnámstíð og ástandið nálgast víða það sem verst gerist í löndum Suður- Evrópu og Afríku. Núlifandi kynslóðir Islendinga mega ekki bregðast skyldum sínum við landið. Alþýðubandalagið býður því til víðtækrar samvinnu um stórátak í landvernd og gróður- vernd. Kjörorð þessarar baráttu verður: Nýtt landnám. Við heit- um á alla landsmenn að taka nú höndum saman um þetta verk- efni. (Millifyrirsagnir Þjóðviijans) Þríðjudagur 29. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.