Þjóðviljinn - 03.12.1988, Side 3

Þjóðviljinn - 03.12.1988, Side 3
________________________ FRETTIR____________ Stöðuveitingar Sérstakt Hannesarhaft Háskólaráð leggur tilbreytingar álögum um stöðuveitingar sem tryggi að Hannesarslys endurtaki sig ekki. Sennilega ísamrœmi við sam- komulag rektors og menntamálaráðherra Háskólaráð samþykkti í vik- unni breytingar á 11. grein háskólalaga um skipan í prófess- orsembætti, dósentsstöður og lektorsstöður. Breytingarnar eiga að tryggja að að mál í ætt við Hannesar Hólmsteins málið endurtaki sig ekki. Rektor Há- skólans og menntamálaráðherra hafa átt í viðræðum og eru þessar breytingartillögur í samræmi við samkomulag þeirra á milli. ráð- herra hefur tillögurnar nú til skoðunar. í tillögum Háskólaráðs felast tvenn nýmæli. Það fyrra er svo- hljóðandi: „Engum manni má veita prófessorsembætti, dós- entsstarf eða lektorsstarf við Há- skóla íslands, nema meirihluti dómnefndar telji hann hæfan og meirihluti deildarfundar mæli með honum í starfið,“ eins og segir orðrétt. En þegar Birgir fs- leifur Gunnarsson veitti Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni lektors- stöðu í stjórnmálafræði í sumar, hunsaði hann bæði vilja dóm- nefndar og deildarfundar. Hitt nýmælið er að Háskólaráð skipi ritara dómnefnda, þeim til ráðuneytis, leiðbeininga og ann- arrar aðstoðar. Háskólaráð setji reglur um starfshætti dómnefnda SH og hlutverk ritara, og skuli þær lagðar fyrir menntamálaráðherra til staðfestingar. í dómnefnd þeirri sem mat umsækjendur í lektorsstöðu í stjórnmálafræði, sat sérstakur fulltrúi Rektors en ekkert mælti með því í lögum. Með þessum breytingum eru ntöguleikar menntamálaráð- herra til pólitískra embætti- sveitinga stórlega skertir. -hmp Möskvar Mælingar samræmdar Stefnt aðfundi allra hlutaðeigandi aðila í nœstu viku. Mœlir Gœslunnar með danska löggildingarstmipilinn en ekki íslenskan Stefnt er að í næstu viku að koma á fundi allra hlutaðeigandi hagsmunaaðila í sjávarútvegi til að samræma mælingar á möskv- um veiðarfæra. Ráðgert var að funda um málið í þessari viku en af því gat ekki orðið vegna dvalar sérfræðinga Hampiðjunnar erlendis. Mikill urgur er meðal skipstjórnar- manna vegna mælinga Landhelg- isgæslunnar á möskvastærð veiðarfæra og virðist sem danski möskvamælir Gæslunnar mæli þá of litla miðað við þau mælispjöld sem notuð hafa verið hingað til bæði af framleiðendum og not- endum. Eins og kunnugt er var togar- inn Skipaskagi AK færður til hafnar á ísafirði á dögunum eftir að varðskipsmenn höfðu mælt trollmöskva togarans of litla. Samkvæmt mælingunum reynd- ust þeir vera 151, 05 mm en eiga með réttu að vera 155 nim. Að sögn Gunnars Bergsveins- sonar forstjóra Landhelgisgæsl- unnar er þeirra mælir stimplaður frá dönsku löggildingarskrif- stofunni en ekki þeirri íslensku. Þó hefur Gæslan bréf frá íslensku löggildingarskrifstofunni um að hún rnegi nota danska mælinn innan íslenskrar landhelgi. -grh Mál og menning bauð öllum krökkum á Barnaspítala Hringsins til ævintýraveislu í gær í tilefni útkomu bókarinnar, Ég á afmæli í dag, eftir þær Björgu Árnadóttur og Ragnheiði Gestsdóttur. Boðið var upp á glæsilega Þyrnirósarköku, sungið og farið í skemmtilega leiki. Það er ekki annað að sjá en allir hafi skemmt sér konunglega, jafnt börn sem fullorðnir. Mynd: ÞÓM. Verðlag Verðstöðvunin gengur að óskum Guðmundur Sigurðsson: Verðgœsla almenning hefur sitt að segja. Nokkrar vörutegundir hafa hækkað að undanförnu Sleginn nýr tónn Hafin er framleiðsla á tilbún- um sjávarrcttum fyrir evrópskan og japanskan markað undir vöru- merkinu Marico hjá dótturfyrir- tæki Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna Icelandic Freezing Plants Limited í Grimsby. Með þessari framleiðslu er brotið blað í framleiðslusögu fyrirtækisins en hingað til hefur það að mestu framleitt sjávaraf- urðir fyrir ýmis stór matvælafyrir- tæki og verslunarkeðjur. Þegar eru framleiddir fimm' fiskréttir undir Marico - vörumerkinu sem eru sniðnir að þörfum fólks sem ekki hefur mikinn tíma aflögu til eldamennsku. -grh I að liggja fyrir nokkrar beiðnir um verðhækkanir hér. Það er að mestu leiti óskir frá sveitarfélögum sem vilja hækka ýmis þjónustugjöld s.s. leigu á íþróttasölum og aðgöngumiða- verð á sundstaði, sagði Guð- mundur Sigurðson hjá Verð- lagsstofnun. Að undanförnu hcf- ur verð á ýmsum vörutegendum og þjónustu hækkað nokkuð, þrátt fyrir að verðstöðvun ríki í landinu. Á næstu dögum verða hins vegar kynntir nýir útreikn- ingar á hækkun framfærsluvísi- tölu, sem sýna að enn hefur verð- bólguhraðinn hægt á sér. - Það er mat okkar hér á Verðlagss- tofnun að verðstöðvunin gangi vel, mér sýnist að þeir sem fást við að selja vörur og þjónustu séu ragir við að hækka verðlag hjá sér, ekki bara vegna verðstöðv- unarinnar heldur einnig, að nú þegar að þrengir, þá vita þeir að fólk kaupir það sem er ódýrt og jafnframt fylgjast neytendur bet- ur með verðlagi áður, sagði Guð- mundur. Hann sagði að flestar þær hækkanir sem samþykktar hefðu verið stöfuðu af kostnaðarhækk- unum á hráefni. Einnig hefði gengisfelling haft sitt að segja. Þannig hefði brauð hækkað ný- verið um 3,8% og kökur urn 4,8%, Erlent sælgæti hefði hækk- að um 10% og innlendar máling- avörur um 7 - 8%. Þá hefði nauta- og svínakjöt einnig hækkað í verði þegar tekið var upp nýtt gæðamat á á því, Það hafði í för með sér 4% hækkun að meðaltali í smásölu. Einnig hafa kjúklingar hækkað um 8% í heildsölu vegna hækkaðs fóðurverðs. Verð- lagsstofnun gerði fyrir skömmu athugasemd við verðhækkanir hjá nokkrunt veitingahúsum sem höfðu hækkað hjá sér án sýni- legrar ástæðu. Guðmundur sagði að veitingarhúsamenn hefðu flestir þegar gert grein fyrir þess- um hækkunum og sumir dregið þær til baka. Enn væri eftir að afgreiða mál þeirra sem enn þrjóskuðust við. Hann sagði að búast mætti við aðgerðum þá og þegar í þeirra málum. -sg RRJÁR FALLiGAR SÖGUBÆKUR FYRIR BÖRNIN BRÁDUM KOMA BLESSUÐ JÓLIN Einstaklega falleg og vönduð bók með sögum um jólaundirbúning, tilhlökkun, jólahald og fleira sem tengist jólunum. í bókinni eru ennfremur fjölmargar jólavísur, leikir og skemmtanir. Bók sem iðar af sannkallaðri jólagleði. Stefán Júlíusson þýddi, valdi og endursagði efnið. TVÆR HEIDU-BÆKUR Bækurnar um Heiðu eru líklega með þekktustu barnasögum, sem komið hafa út. Bækumar tvær sem hér um ræðir heita HEIÐ A FER AÐ HEIMAN og HEIÐA HEIMSÆKIR AFA og eru þær endursagðar á góðu máh með ským letri. Fallegar, litprentaðar bækur í þýðingu Óskars Ingimarssonar. SETBERG

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.