Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 4
1 FRETTIR Minningarmörk í Hólavallagarði eftir Björn Th. Björnsson Glæsileg bók, prýdd fjölda Ijósmynda um sögu gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu. Höfundurinnn segir af alþekktri stílfimi og andríki frá ýmsu því fólki sem þar hvílir. Hann rekur sögu steinsmíða og leg- steinagerðar, sem verður jafnframt saga íslensks handverks, auk þess sem varp- að er Ijósi átíðarandann hvetju sinni. Þessi bók er allt í senn: persónusaga, listasagaog Reykjavíkursaga. Mál IMI og menning Laugavegi 18. Sími 15199-24240. Síðumúla 7-9. Sími 688577. 4 i Háskólinn á Akureyri Sjávarútvegsfræði á námsskiá í haust Við lögðum til við ráðherra að á næsta hausti yrði tekin upp kennsla í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri. Það yrði 4ja ára nám til 120 eininga og eina skilyrði til væntanlegra nemenda fyrir utan stúdentspróf væri að þeir heíðu minnst 12 mánaða starfsreynslu í sjávarútvegi, sagði Pétur Bjarnason markaðsstjóri og formaður nefndar um sjávar- útvegsbraut við Háskólann á Ak- ureyri. Nefndin var skipuð í vor af þá- verandi menntamálaráðherra til að gera tillögur um nám í sjávarú- tvegsfræðum við Háskólann á Akureyri og skilaði hún áliti sínu til Svavars Gestssonar mennta- málaráðherra í gær. Ráðherra tók vel í tillögur nefndarinnar og ætlar að beita sér fyrir að af nám- inu geti orðið strax á næsta hausti og sagði nefndarmönnum að þetta yrði forgangsverkefni í menntamálaráðuneytinu. Til þess að svo geti orðið þarf Há- skólinn á Akureyri að fá 15,4 miljónir króna fjárveitingu og gera norðanmenn sér góðar vonir um að hún fáist og að þar með verði brotið blað í háskóla- kennsiu hérlendis. Pétur Bjarnason sagði brýna nauðsyn á að efla sérstöðu Há- skólans nyrðra og í því sambandi væri kennsla í sjávarútvegs- fræðum afar heppileg og í raun- inni furðulegt að ekki skuli fyrir löngu vera hafin kennsla í þessum fræðum hér á landi. Sérstaklega þegar haft er í huga mikilvægi sjávarútvegsins í atvinnulífi þjóð- arinnar. Hann sagði hugmyndir nefndarinnar um fyrirhugað nám að það yrði ma. byggt upp á verk- efnum í samhengi við það sem væri að gerast í sjávarútveginum og þessvegna mundu væntanlegir sjávarútvegsfræðingar skila sér út í atvinnulífið sem vel agað og hæft starfsfólk. -grh Frá vinstri: Björn Tryggvason, Sigurður Njálsson, Haukur Helgason, Stanislaw Laskowski, Alexandra Laskowski, Björn Guðmundsson og Haraldur Haraldsson. Pólland/ísland Viöurkenning fýrir samvinnu Adögunum voru nokkrir aðil- ar, sem hafa verið í árang- ursríkri samvinnu í fjölda ára milli Póllands og íslands heiðrað- ir við hátíðlcga athöfn í pólska sendiráðinu. Þessir aðilar voru heiðraðir með „Order of Merit of the Polish People’s Republic“ af dr. Stanislaw Laskowski, verslun- arfulltrúa Póllands á Islandi. Haukur Helgason, sem er vara- formaður og einn af stofnendum Pólsk-íslenska félagsins, var heiðraður með „Commandery of the order“. Björn Tryggvason aðstoðar-seðlabankastjóri og Sveinn Á. Björnsson hjá utan- ríkisráðuneytinu fengu gullorðu, hinn síðarnefndi var erlendis í op- inberum erindagjörðum og mun því fá orðuna síðar. Silfurorður fengu Björn Guðmundsson hjá Ásbirni Ólafssyni hf., Haraldur Haraldsson hjá Andra hf. og Sig- urður Njálsson. Þessi athöfn var haldin í sam- bandi við það að nú eru 70 ár liðin frá því að Pólland endurheimti sjálfstæði sitt frá Austurríki, Prússlandi og Rússlandi. Einnig sagði dr. Laskowski að þetta væri þáttur í því að heiðra þá íslend- inga sem hafa verið viðriðnir mikilvæg samskipti þjóðanna, viðskiptalega og ekki síður menningarlega. Stéttarsamband bœnda Opið bréf til Útvarpsráðs Isjónvarpsþættinum „Maður vikunnar“ sem var á dagskrá ríkissjónvarpsins laugardags- kvöldið 3. desember 1988, var nokkuð fjallað um hugsanlega gróðureyðingu af völdum beitar, einkum sauðfjárbeitar. Þegar sauðfé bar á góma var brugðið upp myndum af jarðýtu að urða kjötskrokka eða af sauðkind við rofabarð. Myndir þessar hafa sést áður í sjónvarp- inu, en notkun þeirra umrætt kvöld virtist hafa þann tilgang að lýsa sauðkindinni sem allsherjar gróðurníðingi, nánast moldar- ætu, sauðfjárrækt sem fáránlegri starfsemi er endaði í því að fram- leiðflan væri urðuð með jarðýtu. Hvað fyrra atriðið varðar eru slciþtar skoðanir um þátt beitar í gróðureyðingu. Ljóst er þó að hann er nokkur og einnig hitt að ofbeit lands er á sama hátt og smáfiskadráp og rányrkja á fiski- miðum, óverjandi í okkar menn- ingarsamfélagi. Jafnframt er augljóst að mestur hluti kinda- kjötsins er framleiddur á hóflega beittu landi þar sem engin hætta er á uppblæstri lands. Sauðkindin við rofabarðið er því undantekn- ing — ekki regla. Um kjötið á sorphaugunum er- það að segja að sumarið 1987 var 112 tonnum af gömlu kindakjöti fleygt á haugana. Sama ár var innanlandsneysla kindakjöts 9.060 tonn sem var 54% af allri kjötneyslu íslendinga það ár. Víst var það óviðeigandi að fleygja kjötinu á haugana með þessum hætti en það sem fór var gölluð vara, aðeins 1.2% af innanlandsneyslu og því mynd- ræn lygi að sýna það sem einu afdrif kjötsins. Öllum geta orðið á mistök, slíkt verður oft fréttaefni. Ljóst er að stundarmistök annarra stétta sem fengu mikla umfjöllun í fréttum þegar þau gerðust, hafa verið fyrirgefin og eru ekki talin • einkenna stéttina. Þannig hefur handleggsbrotinn maður ekki orðið einkennismerki lögregl- unnar, þjóðkirkjunni var fyrir- gefin óreiða hja Hjálparstofnun- inni, læknastéttin nýtur al- mennrar virðingar og tiltrúar þrátt fyrir að þar hafi orðið mis- tök og væntanlega verður flaskan ekki gerð að merki Hæstaréttar. Svo mætti áfram telja. í sama hátt þurfa sauðfjár- bændur að njóta sannmælis og umfjöllun um starfsgrein þeirra að byggjast á staðreyndum. Stundarmistök eins og ofbeit og haugakjöt eiga ekki að vera stimpill á því fólki sem hefur at- vinnu sína af framleiðslu sauð- fjárafurða. Með hiiðsjón af framansögðu er þess óskað að allir hópar þjóð- félagsins njóti sömu mannrétt- inda þegar um mál þeirra er fjall- að. Haldi ríkissjónvarpið áfram á sömu braut og umrætt laugar- dagskvöld er athugandi að nafni þáttarins verði breytt í „Lastar- inn“ með hliðsjón af vísunni þar sem segir: Lastaranum ei líkar neitt lœtur hann ganga róginn. Finni hann laufblað fölnað eitt fordœmir hann skóginn. Þórólfur Sveinsson varaformaður Stéttarsambands bænda 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmudagur 8. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.