Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 11
Nýjar bækur — wyyWMytt’ Að halda upp á afmæli Komin er út hjá bókaútgáfu Máls og menningar bókin Eg á afmæli í dag eftir Björgu Árna- dóttur, myndskreytt af Ragn- heiði Gestsdóttur. í bókinni er að finna nýstár- legar hugmyndir um tilbreytingu í afmælishaldi, hugmyndir sem má nýta við ýmis tækifæri. Til dæmis má nefna jólaveislu, páskaafmæli, ævintýraveislu. íþróttarall og sjóræningjaboð. I bókinni er allt á einum stað: við- eigandi uppskriftir fyrir hverja veislu, tillögur um boðskort, búninga, leiki og skreytingar, allt vel útskýrt með skýringarmynd- um, teikningum, uppdráttum og ljósmyndum. Miðað er við að verði og fyrirhöfn sé stillt í hóf. Kristján Ingi Einarsson tók ljós- myndir í bókina. —HCIMUR— í HNOTSKURN Fjóifrœði fyrif bóon oq unQ$r*Qa mi w Hl HH m gj 0 j*i Jane ESÍÍott og CoHn Kjng FjölfræÖibók fyrir börn og unglinga Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér fjölfræðibókina Heimur í hnotskurn eftir Jane Elliot. Þessi litríka bók hefur að geyma ógrynni af hagnýtum fróð- leik við hæfi barna og unglinga. Hér er að finna ítarlegan kafla um jörðina, dýralíf og gróður á hnettinum, sögu mannkyns og menningu, þjóðflokka um allan heim og þróun vísindanna. Breski myndlistarmaðurinn Col- in King myndskreytir bókina og glettnislegar myndir hans eiga ríkan þátt í að gera flókna hluti svo auðskilda að hvert barn getur notið þeirra, segir í frétt frá For- laginu. Heimur í hnotskurn er 120 bls. Bjami Fr. Karlsson þýddi. Úr flokknum Félagarnir fimm Hjá Iðunni er komin út ný spennubók eftir Enid Blyton úr flokknum um félagana fimm, sem allir krakkar þekkja. Nefnist hún Fimm á dimmudröngum. í kynningu forlagsins á bókinni segir meðal annars: „Það fyllist allt af gestum heima hjá Georgínu í fríinu. Auðvitað fá vísindamennirnir engan vinnufrið í öllum þeim há- vaða og látum sem fimm krakkar, hundur og api framleiða. Þess vegna er allur hópurinn sendur til dvalar í gamla vitanum á Dimmu- dröngum. Þar hitta þau gamlan mann sem segir þeim sögur af strandþjófnum Eineyrða Jóa og Nýjar bækur - Nýjar bækur - Nýjar bækur — Nýjar bækur fjársjóði hans, sem engmn hetur fundið. Krakkamir komast á slóðina - en tveir ósvífnir þorpar- ar, eru líka á höttunum eftir fjárstjóðnum." Sævar Stefánsson þýddi bók- ina. MyndsKreytt oröabók handa bömum Oröabók fyrir börn Örn og Örlygur hafa endurút- gefið mjög sérstæða orðabók fyrir börn. Nefnist hún Orðabelg- ur og ber undirtitilinn Mynd- skreytt orðabók handa börnum. Stefán G. Jökulsson íslenskaði textann. Á bókarkápu segir: „Börnum þykir fátt jafngaman og að skoða eða lesa bók með fullorðnu fólki og víst er að myndirnar gefa þeim ærið tilefni til samtals við foreldra og kennara. Tilvalið er að börnin nefni fyrst hverja persónu, dýr eða hlut sínu nafni og með hvatn- ingu og hjálp mun þeim brátt tak- ast að tengja orðin myndunum. Bókin örvar einnig ímyndun- arafl þeirra barna sem lengra eru komin í lestrarnáminu og auðveldar þeim að semja stuttar sögur eða frásagnir. Aftast í bókinni er orðunum raðað í stafrófsröð. Þar geta börnin leitað orða og síðan fund- ið rétta blaðsíðu og mynd. Þannig þjálfast þau í að nota uppsláttar- rit og orðabækur." Allar mynd- irnar í bókinni eru litprentaðar. Að yfirstíga óttann Bókaútgáfan Nálin hefur sent frá sér barna- og unglingabókina „Litla vampíran flytur“ eftir v- þýska höfundinn Angelu Sommer-Bodenburg í íslenskri þýðingu Jórunnar Sigurðardótt- ur. Bókin er önnur bókin af átta í samnefndum bókaflokki, en hver bók er sjálfstæð saga. Fyrsta bók- in Litla vampíran kom út á síð- asta ári. Litla vampíran fjallar um vægast sagt sérkennilega vináttu þeirra Antons Túlliníuss og Run- ólfs Hrollberg en sá síðarnefndi er lítil vampíra. Ofbeldislýsingar og hvers- konar ofbeldisdýrkun eru eitur í beinum höfundar bókanna enda leggur hún þvert á móti áherslu á mikilvægi þess að vinna gegn ótt- Litla vampíran flytur anum. Angela Sommer- Bodenburg segir sjálf: „Hryllings- og ofbeldisdýrkun sem oft dynur á börnum, ekki síst af myndböndum og úr sjónvarpi, veldur því að börn fyllast oft ótta sem þau eru ekki einfær að vinna úr. Mínum bókum er ætlað að hjálpa börnum að losna við þenn- an ótta.“ Ný barnabók eftir Hrafnhildi Valgarösdóttur Frjálst framtak hefur sent frá sér barnabókina Kóngar í ríki sínu og prinsessan Petra eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur. Hér er um að ræða bók fyrir unga les- endur en fyrir tveimur árum kom út bókin Kóngar í ríki sínu eftir Hrafnhildi og er þetta sjálfstætt framhald af þeirri bók. Aðalsöguhetjur bókarinnar eru tveir tápmiklir strákar, þeir Lalli og Jói. Undarleg stelpa flytur í dularfullt hús og vinirnir ráða ekki við forvitnina og laumast inn í húsið. Þar er margt furðulegt að sjá og minnstu mun- ar að þeir lendi í vandræðum. Brian Pilkington myndskreytti bókina og teiknaði kápu hennar. Að læra á koppinn sinn heitir myndabók frá Iðunni fyrir yngstu börnin. Hún segir frá henni Möggu litlu sem er að venja sig af því að nota bleyju. í kynningu forlagsins á bókinni segir: „Öll böm verða reynslunni ríkari þegar þau læra að nota koppinn sinn. Þessi hlýlega og gamansama bók rekur sögu lítill- ar stúlku þegar hún hætti að nota bleyju, erfiði hennar og undrun andspænis þessum umskiptum og sætan sigurinn þegar björninn var unninn." Af Fri&þjófi forvitna Hjá Máli og menningu eru komnar út tvær litmyndabækur um Friðþjóf forvitna, Friðþjófur forvitni og Friðþjófur forvitni á hjóli, eftir ameríska höfundinn H. A. Rey. Friðþjófur er api sem á heima í Afríku. Einn góðan veðurdag kemur maður með gulan hatt og tekur Friðþjóf með sér til borgar- innar. Friðþjófur er ógurlega forvitinn og þarf sífellt að prófa eitthvað nýtt. Ekki síst þess vegna lendir hann í ótrúlegustu ævintýrum og alls konar klandri. Þessar gamansömu fjölskyldu- bækur hafa lengi verið vinsælar víða um lönd, m.a. í Danmörku undir nafninu Peter Pedal. Þórar- inn Eldjárn þýddi báðar bækurn- ar sem eru hvor um sig u.þ.b. 45 bls. Bækurnar voru prentaðar í Portúgal. Bænabók fyrir börn frá AB Bókin Börn og bænir er komin út hjá Almenna bókafélaginu. Séra Sigurður Pálsson hefur ann- ast val og þýðingar bænanna. í bókinni er að finna alkunn íslensk bænavers, órímaðar bæn- ir sem samdar hafa verið fyrir munn barna og bænir sem börn frá ýmsum löndum hafa samið. Kaflaheiti gefa nokkra hugmynd um efni bókarinnar. Heiti þeirra er meðal annars, Signingin, Kvöldbænir, Morgunbænir, Þakkarbænir, Heimili, skóli, fé- lagar og Faðir vor. í bókarlok er kafli eftir Sigurð Pálsson um skírn, börn og bænir. Bókin er myndskreytt með ljósmyndum af börnum að leik og í daglegu lífi. Höfundurinn Sigurður Pálsson er sóknarprestur í Hallgríms- kirkju. Hann hefur um árabil starfað að fræðslumálum, bæði sem námsstjóri í kristnum fræðum. Bókin er 64 bls. að stærð í stóru broti. Ævintýri á kasettum Bamasögur á kassettum njóta nú stöðugt meiri vinsælda og þekkja margir hinar skemmtilegu kassettur Heiðdísar Norðfjörð. Hér er um aðræða gullkorn úr barnabókmenntum, t.d. flest þekktustu ævintýri H. C. Ander- sen (Ljóti andarunginn, Hans klaufi, Litla stúlkan með eldspýt- urnar, Nýju fötin keisarans, Eld- færin og mörg fleiri). Einnig er um að ræða ævintýri úr þjóð- sögum Jóns Árnasonar (Búkolla, Grámann í Garðshorni, Gilitrutt, Hlynur kóngsson og mörg fleiri). Þá eru í þessari útgáfu sögur Heiðdísar: Ævintýri frá annarri stjörnu, Ævintýrin okkar, Lítill heimur, Strákurinn sem vildi eignast tunglið. Hörpuútgáfan á Akranesi hef- ur nýlega keypt þessar útgáfur af Studio Vík í Reykjavík. Fimmudagur 8. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 FLÓAMARKATH JRINN „Töff“ jólaföt frá „Vanir menn“ Mjög flott dress frá Vanir menn til sölu. Passar á 12-13 ára stúlku. Stuttur jakki með herðapúðum og efnismikið missítt pils í stíl. Hefur aðeins verið notað tvisvar og er eins og nýtt en eigandinn hefur stækkað síðan hún fermdist í vor. Selst á góðu verði. Upplýsingar í síma 36718. 2 tonna trilla til sölu. Opinn, vélarlaus, sterk- byggður trébátur sem þarfnast lag- færingar. Verð með 12 ónotuðum grásleppunetum 75.000 kr. aðeins. Upplýsingar í síma 50535. Ódýr húsgögn til sölu vegna brottflutnings Ljós, nýlegur fataskápur, 3 eining- ar, 2x 1,5, verð 1.500, skrifborð og stóll verð 4.000, hjónarúm með springdýnum verð 7.500, kringlótt stáleldhúsborð og 4 stólar verð 7.000, tekk kommóða verð 2.000 og gott S/H sjónvarp sem fæst gef- ins. Upplýsingar í síma 50535. Eldhúsborö til sölu Upplýsingar í síma 21079. Óska eftir ódýru litsjónvarpi. Upplýsingar I síma 673357 eftir kl. 18.00. Gefins 3 vetrardekk, 6,15x155-14 og Philco þvottavél sem þarfnast lag- færingar. Upplýsingar í síma 617931. ísskápur óskast Óska eftir að kaupa lítinn, ódýran ísskáp. Upplýsingar í sima 30677. Kerruvagn Til sölu er sérlega vel með farinn Gezlein kerruvagn (burðarrúm fylg- ir). Sími 10329. Til sölu ódýrt skilrúm úr dökkum viði í 2,6 m bil eða minna með hillum og fata- skápur úr Ijósri eik með rennihurð- um. Upplýsingar í síma 30591 og 24149 næstu daga. Til sölu grjótgrind á Volvo. Upplýsingar í síma 30591 og 24149 næstu daga. Tölva óskast Óska eftir að kaupa ATARIST tölvu með S/H skjá. Með eða án prent- ara. Sími vs. 20400 (Torfi) og hs. 666094 eftir kl. 19.00. Svarta skútan er bókin fyrir unga sem aldna. Hún er sérstaklega ódýr og skemmtileg jólagjöf. Sími 25825. Ódýr ísskápur óskast Upplýsingar í síma 19129. Fatnaður, rúmstæði o.fi. Ullar herrafrakki, stórt númer, 2 vegglampar, loftljós, nýir skauta- skór nr. 35 á hálfvirði, eldhúsgar- dínur, bláar gallabuxur, stórisar, sídd 2,50 og unglinga- og barnar- úm. Sími 33094. Athugið Plymouth Volare árg. ’77, 6 cyl., sjálfskiptur með vökvastýri, til sölu á 40.000 eða eftir samkomulagi. Einnig Ford Cortina 1600 árg. '71 á ca. 10.000. Upplýsingar í síma 46942 eftir kl. 18.00. Vantar þig ekki góðan bíl? Er með SAAB 99 árg. ’80 sem fæst á góðu verði. Sími 34597. íbúð óskast Myndlistarkonu sém er að koma heim frá námi vantar nauðsynlega 2-4 herbergja íbúð frá 1. jan. Sími 43180 eftir kl. 18.00. Sigurður. Borðtennisborð óskast keypt. Sími 34627. Óska eftir notuðum ísskáp, helst gefins. Sími 30776. Ný fótaaögerðastofa Guðríður Jóelsdóttir fótaáðgerða- sérfræðingur hefur opnað fótaað- gerðastofu að Borgartúni 31, 2. hæð til hægri. Tímapantanir alla virka daga kl. 9.30-10.30 í síma 623501. Óska eftir nagladekkjum undir Trabant, stærð 520x13 og gangi af 175x70x14. Upplýsingar í síma 16718 fyrir hádegi og eftir kl. 18.00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.