Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 5
ÞINGSÍÐA Tekjuskattur Spurt um... Hátekjufólk borgi meira Andstaða innan Alþýðuflokks við annað skattþrep. Álagsprósenta hækki úr28,5% í31,5%. Hafi ekki áhrifá einstaklinga með meðaltekjur. Rœtt í þingflokkum í gær Nýtt tekjuskattsþrep verður að öllum líkindum ekki að veru- leika eins og stefnt var að, vegna andstöðu Alþýðuflokksins. Frumvarp um tekju- og eigna- skatt er komið á lokastig í af- greiðslu hjá stjórnarflokkunum, var rætt í þingflokkum í gær og verður lagt fram á næstu dögum. Þar er gert ráð fyrir að skatthlut- fall hækki úr 28,5% í 31,5%. Á móti hækki persónuafsláttur um 14%, úr 16 þúsund krónum í rúmar 18 þúsund krónur og að barnabætur hækki um 7,5-8%. Þetta leiðir til þess að tekju- skattur helst óbreyttur hjá fólki með miðlungstekjur eða lægri en hækkar hjá þeim sem eru með tekjur í kring um 100 þúsund krónur á mánuði, allt eftir fjöl- skylduaðstæðum. Þessi 3% hækkun tekjuskatts gæti skilaö 4,7 miljörðum í tekjur til ríkissjóðs. En vegna samhliða hækkunar persónuafsláttar og barnabóta skilar hækkunin 1,4 miljarði í auknum tekjum. Ein- staklingar með allt að 60 þúsund krónur í mánaðarlaun munu því borga svipaða skatta eða lægri en í ár. Andstaða Alþýðuflokksins við nýtt hátekjuskattþrep á rætur sínar í sköpunarhlutverki Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrr- verandi fjármálaráðherra á stað- greiðslukerfinu, sem átti að ein- falda skattheimtu og gera hana skilvirkari. Ef tekin eru dæmi um áhrif breytingarinnar á skatthlutfall- inu, þá mun einstaklingur með 60 þúsund króna mánaðarlaun borga 300 krónur í tekjuskatt eins og áður. Skatturinn hækkar fyrst hjá þeim sem eru með 80 þúsund krónur, eftir breytingar myndi sá einstaklingur greiða 6,600 krónur í stað 6000 króna. Einstaklingur með 200 þúsund krónur myndi greiða 44,400 krónur, en sam- kvæmt núgildandi skatthlutfalli Þingannir Lvtlar líkur á jólaleyfi Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þings lýsti því yfir í lok kvöldfundar á mánudagskvöld, að hún myndi senda þingheim í jólaleyfi þann 22. desember eins og gert hefði verið ráð fyrir. Fátt bendir hins vegar til þess að af þessu geti orðið. Fjármálaráð- herra hefur ekki tekið í mái að fresta afgreiðslu fjárlaga fram yfir áramót og fjáröflunarfrum- vörpum stjórnarinnar miðar haegt í gegnum þingið. I gær fór fram fyrsta umræða um frumvarp um lántökugjald á erlendum lánum í efri deild. í neðri deild var framhald fýrstu umræðu um vörugjaldsfrumvarp- ið, en það er það frumvarp sem sennilega verður erfiðast að koma í gegn óbreyttu. Þing- flokksformenn gerðu með sér heiðursmannasamkomulag um að þæfa ekki málið og afgreiða það til nefnda og annarrar um- ræðu í gærkvöldi. Ef vinnubrögðin verða með svipuðum hætti næstu vikur gæti þingheimur farið í jólaleyfi á rétt- um tíma. Guðrún Helgadóttir hefur átt viðræður við þingf- Iokksformenn, og segir að allir séu sammála um að stefna að því að jólaleyfi hefjist á tilsettum tíma. -hmp Fjármálaráðherra ásamt starfsfólki fjármálaráðuneytisins sem kynntu fréttamönnum tekjuöflunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Frá v.: Guðrún Ásta Sigurðardóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, María Anna Jónsdóttir og Lárus Ögmundsson. ætti hann að greiða 40,200 krón- ur. Einstætt foreldri með tvö börn, annað yngra en 7 ára, er í ár tekj- uskattslaust með 100 þúsund króna mánaðarlaun. Þegar þetta foreldri er komið með 120 þús- und krónur greiðir það hins vegar 7000 krónur í tekjuskatt en hefði átt að greiða 5,700 krónur. Hjón með tvö börn, annað yngra en 7 ára, með jafna tekjuskiptingu, greiða nú 3,400 krónur í tekju- skatt af 150 þúsundum en myndu þurfa að greiða 4 þúsund krónur ef skatthlutfallið hækkar um 3 %. Ef skoðað er dæmi þar sem annar aðilinn, sjómaður, aflar allra tekna og áfram er miðað við tvö börn, annað yngra en 7 ára, þá myndu þessir aðilar þurfa að' greiða 9,700 krónur í tekjuskatt af 200 þúsund krónum í stað 7,200 áður. Tekjuskattur fyrirtækja hækkar Þríþættar breytingar eru fyrir- hugaðar á skattlagningu fyrir- tækja. í fyrsta lagi á að fækka þeim frádráttarliðum sem fyrir- tæki hafa haft og breikka þannig tekjustofninn. Herða á reglur um fymingar og hlunnindi, til dæmis um einkaafnot af bflum í eigu fyr- irtækja, og í þriðja lagi á að sam- ræma skaftlagningu fyrirtækja, þannig að hún taki til þeirra sem hingað til hafa verið undanþegnir skattlagningu. Skatthlutfallið verður hækkað úr 48% í 50%, til samræmingar 3% hækkunar hjá einstaklingum. Árið 1987 greiddi aðeins þriðj- ungur skattskyldra fyrirtækja hérlendis einhvern tekjuskatt. Þó var það ár talið vera með ein- dæmum gott ár. Með fækkun frá- dráttarliða og takmörkuðum möguleikum á að skjóta rekstrar- hagnaði undan skattlagningu, er farin svipuð leið og ýmsar þjóðir eru að fara um þessar mundir. í fjárlagafrumvarpinu er reiknað með að tekjuskattar fyrirtækja skili 2,2 miljörðum í tekjur á næsta ári, þar af væru 350-400 miljónir viðbótar tekjuöflun. Þessi spá hefur verið endurmetin og gert ráð fyrir að enn lengra verði gengið í að breikka þennan tekjustofn. Meginatriði þessara tillagna eru, að reglur um fyrningu, lausafjár verða þrengdar. Al- mennar fyrningar, aðrar en á fasteignum, lækki um 2-3% og heimild til að ráðstafa hluta rekstrarhagnaðar fyrirtækja í sér- staka fjárfestingarsjóði, verði lækkað úr 30% í 15%. En þessi tala var lækkuð úr 40% um síð- ustu áramót. í dag geta fyrirtæki gjaldfært rekstur fólksbifreiða, hvort sem þær eru notaðar í þágu fyrirtækisins eða ekki, og rekstr- arkostnaður er frádráttarbær til skatts. Þessa möguleika á að þrengja. Þá á að þrengja heimild- ir til að yfirfæra tap við kaup eða sameiningu fyrirtækja. Nýtt stóreigna- skattþrep í frumvarpinu er reiknað með nýju skattþrepi á skuldlausar eignir einstaklinga að verðmæti um og yfir 6 miljónir. Miðað verður við 12 miljóna eign hjá hjónum. Lægra eignarskatts- þrepið hækkar úr 0,95% í 1,2%. í fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir að það þrep hækkaði í 1%, en með hliðsjón af verri stöðu ríkisfjármála en gert hafði verið ráð fyrir var þetta hækkað í 1,2%. Áætlað er að um 6000 einstak- lingar geti lent í viðbótarskatt- þrepinu. Með þeirri hækkun sem verður á lægra þrepinu, er áætlað að þessi viðbótar eignarskattur skili 350 miljónum króna í ríkis- sjóð. Til að ellilífeyrisþegar með litlar eða engar tekjur lendi ekki í því að greiða eigarskatt, er gert ráð fyrir að þeim verði heimilað að nýta persónuafsláttinn upp í greiðslu á eignarsköttum. -hmp Húshitun Innlend orka í fyrirmmi að hlýtur að teljast í hæsta máta óeðlilegt, á meðan um er að ræða mikla umframorkugetu í framleiðslu rafmagns, að fyrir- tæki og stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga noti innflutta orku til upphitunar, segir í greinargerð með þingsályktunartillögu Ólafar Hildar Jónsdóttur, um nýtingu innlendra orkugjafa. Ólöf leggur til að Alþingi feli ríkisstjórninni að láta kanna orkunotkun fyrir- tækja og stofnana á vegum ríkis og sveitarfélaga, þar sem komi fram hlutfall notkunar á olíu, raf- orku og jarðvarma. Þegar þessar niðurstöður liggja fyrir leggur Ólöf til að gerð verði áætlun um notkun innlendrar orku til upphitunar í þessum byggingum, og leitað verði leiða til að samræma verðlagningu inn- lendra orkugjafa. í greinargerð með tillögunni segir Ólöf að öllum sé kunnugt um þann mis- mun sem gæti í verðlagningu á orku til húshitunar. Þetta valdi óeðlilegum mun á búsetuskilyrð- um einstaklinga, og sveitarfélög séu af þessum sökum misvel búin til að sinna skyldum sínum. Ólöf bendir á að það sé þjóð- hagslega hagkvæmt að nota inn- lenda orkugjafa í stað olíu og lægra verð á þeim myndi gera sveitarfélögum auðveldara að skipta yfir frá olíu. Ólöf Hildur Jónsdótir situr á þingi sem vara- maður Skúla Alexanderssonar þingmanns Alþýðubandalagsins. -hmp ...áfengi Guðrún Agnarsdóttir spyr fjár- málaráðherra um hvaða reglur gildi um afhendingu áfengis frá ÁTVR á kostnaðarverði, til stofnana og einstaklinga. Guð- rún vill fá að vita hverjir hafi þessi fríðindi og hvers vegna. ...lánskjaravísitölu Friðrik Sophusson spyr iðnað- arráðherra hvernig núverandi lánskjaravísitala hafi breyst á ár- unum 1984-1988. Friðrik spyr einnig hvernig lánskjaravísitalan hefði breyst á sama tíma, ef hún hefði verið samsett eins og stjórnvöld hafa ákveðið að hún verði frá 1. janúar. Friðrik biður viðskiptaráðherra að sýna hver væri munurinn á afborgunum af tveimur skuldabréfum, sem bæru 5% vexti, útgefnum 1. janúar 1984 og greiða ætti með jöfnum afborgunum fram til ársins 1989,- ef annað skuldabréfið væri verðtryggt með núverandi vísitölu og hitt með nýju vísitöl- unni. ...orkufrekan iðnað Þau Jón Kristjánsson og Val- gerður Sverrisdóttir spyrja iðn- aðarráðherra um orkufrekan iðn- að. Þau vilja fá að vita hvaða ráð- stafanir iðnaðarráðuneytið hafi gert til þess að leita samstarfs við erlenda aðila um orkufrekan iðn- að, aðrar en að kanna hag- kvæmni þess að stækka álverið í Straumsvík eða byggja nýtt álver þar. Einnig er spurt hvort í gangi sé kynningarstarfsemi sem byggi á því að orkufrek iðnfyrirtæki verði reist annars staðar en í Straumsvík, eða á öðrum hug- myndum en vinnslu á áli. ...héraðsskóla Óli Þ. Guðbjartsson spyr menntamálaráðherra hvort það sé ætlun hans, að hafa forgöngu um að móta stefnu um framtíðar- hlutverk héraðsskólanna. Og ef svo er, hvenær megi þá vænta til- lagna um þessi efni. ...atkvæðagreiðslur SÞ Guðrún Agnarsdóttir vill að utanríkisráðherra svari því, um hvaða mál, sem varða mannréttindi og afvopnun, Norðurlandaþjóðirnar fimm hafi verið ósammála, í atkvæða- greiðslum hjá Sameinuðu þjóð- unum undanfarin 10 ár. ...bifreiðaskoðun Júlíus Sólnes og Hreggviður Jónsson spyrja dómsmálaráð- herra, hvort fyrirhugað sé að hætta skoðun bifreiða í Hafnar- firði, með þeirri breytingu sem orðið hefur á umferðarlögum og varða Bifreiðaskoðun íslands hf. ...rækjuveiðar Halldór Blöndal er með tvær fyrirspurnir til sjávarútvegsráð- herra um rækjuveiðar og vinnslu. Hann spyr hvernig verði brugðist við fyrirsjáanlegum samdrætti í úthafsrækjuveiðum á næsta ári, varðandi veiðikvóta og rækju- vinnsluleyfi. í seinni fyrirspurn- inni er spurt um hversu mörg rækjuvinnsluleyfi hafi verið veitt frá í. janúar 1984, oghver afkast- ageta þeirra stöðva sé. Halldór spyr hvort ráðherra hafi haft til hliðsjónar lög um samræmda vinnslu sjávarafla og veiða, sem háðar eru sérstökum leyfum, þegar rækjuvinnsluleyfin voru veitt. Að lokum spyr Halldór hversu mikil úthafsrækjuveiðin hafi verið frá 1. janúar 1984 til þessa dags, ár hvert, og hver hafi verið leyfilegur kvóti sjávarút- vegsráðuney tisins. -hmp Fimmudagur 8. desember 1988|ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.