Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 14
Fyrrog nú Séra Sigurður Guömundsson, vígslubiskup á Hólum, hringdi í mig á dögunum. Til stóð að vígja dómkirkjunaáHólum, eftirþá viðgerð og endurbætur, sem fram hafa farið á því aldna og merkaguðshúsi. Kvaðstvfgslu- biskup vænta þess, að fjölmiðlar fylgdust með þessari athöfn. Það varð úr, að ég var sendur í þenn- an leiðangur, og þótti ekki lakara. Ég hef alltaf kunnað vel við mig á Hólum frá því ég dvaldi þar við nám nýfermdurog ég hygg aö flestir beri hlýjan hug til Hóla, sem þar hafa staðið við eitthvað að ráði. En það var ekki hug- myndin að segja hér frá vígsluhá- tíðinni. Þaðbíðursínstíma. Ég ákvað að fara með Norður- leið. Það hefur jafnan gefist mér vel og ég treysti ekki á f lug sé ég tímabuninn. Viðfórumfrá Um- ferðarmiðstöðinni upp úr kl. 8. Farþegar voru f remur fáir en flutningurþeimmunmeiri. Flug- hálka var á veginum allt norður fyrir Holtavörðuheiði og því farið með allri gát. Að venju varnumið staðar í veitingaskálanum Þyrli í Hvalfirði. Viðdvölina þarerég vanur að nota til þess að fá mér kaffisopa. Til mín kom ung kona, haldandi á kaffibolla, heilsaði mér með nafni og spurði hvort hún mætti ekki tylla sér við boröið hjá mér. Ég hélt nú það. Þetta reyndist þá vera Guðrún Guð- laugsdóttir, blaðamaður hjá Mogganum, á leið norður í Skagafjörð til að spjalla þar við fólk. Ég hitti hana fyrst á aðal- fundi Stéttarsambands bænda vestur á ísafirði fyrir nokkrum árum. Þá mun hún hafa starfað hjá Útvarpinu. . Þegarégfórfyrstíbílmilli Skagafjarðarog Reykjavíkurtók ferðin tvo daga. Nú fórum við frá Reykjavík kl. 8.00 og vorum kom- in norðuríVarmahlíðkl. 14.30. Já, mikill er sá munur og góður auðvitað. Og þó hefði ég ekkert á móti því að upplifa einhverja af tveggjadagaferðunum mínum milli þessara áfanga. Erfiðargátu þær að vísu verið, einkum að vetrarlagi, en ævinlega skemmti- legar. Aðeins einu sinni henti mig smávegis óhapp. Kunningi minn einn, sem sat við hlið mér í bíln- um, bauðmérsígarettu. Þátíðk- aðist það enn að reykt væri í langferðabílum, ósiður, sem mátti missa sig. Ég hef aldrei ver- ið mikill atorkumaður við reyking- ar, henti sígarettunni fljótlega út um opinn glugga og ætlaði henni að lenda í polli. Sú fyrirætlun fór þó út um þúfur. Logandi síga- rettan sveif í snyrtilegum boga inn um opinn glugga aftar á bíln- um og lent beint á nefinu á konu, sem sat við gluggann. Síðan hef- urmérekki liðið úr minni ópið, sem aumingja konan rak upp við þetta óvænta og háskasamlega tilræði - og lái henni hver sem vill. Ég hef, sem beturfer, aldrei verið nær því kominn að kveikja í kvenmanni, íbókstaflegumskiln- ingi. -mhg IDAG er 8. desember, fimmtudagur í sjöundu viku vetrar, átjándi dag- urýlis, 343. dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 11.03 en sest kl. 15.36. Tungl minnkandi á fjórða kvartili. VIÐBURÐIR Maríumessa. ÞJÓÐVILJINN FYRIR50 ÁRUM Bonnet biður Þjóðverja um verndgegn ítölum enfærnei. Þýzkaland stendur að baki Ítalíu í kröfunum um Korsiku og Tunis. Þeir, sem ekki hafa ennþá reynt brauðin og kökurnar úr bakaríinu Þingholtsstræti 23 ætti að gera það nú þegar. Bakaríið Þingholtsstr. 23. Sími 4275. ' UM UTVARP & SJONVARP 7 Tmmbur Asíu Sjónvarp kl. 22.00 í kvöld sýnir Sjónvarpið fyrsta þátt af þremur um mannlíf og þjóðtrú í Mið-Asíu, einkum al- þýðulýðveldunum Mongólíu og Kína, en þar höfðu mannfélags- hættir haldist óbreyttir öldum saman þar til hið kommúníska þjóðskipulag komst þar á. Þættir þessir eru danskir. í þessum fyrsta þætti kynnumst við Mong- ólum bæði sem þorpsbúum, ein- setumönnum og hirðingjum, fyl- gjumst með hinu daglega lífi þeirra og einnig er þeir gera sér dagamun. Við verðum vottar að brúðkaupi í höfuðborginni ann- arsvegar og hinsvegar úti á landi og þykir þar ærinn munur á. - í seinni þáttunum njótum við m.a. fræðslu galdramanna, sem ekki eru nú aldeilis „blankir". Vikið verður að þjóðtrú Mongóla, sem þurft hefur að semja sig að breyttum aðstæðum og reynt að glöggva sig á samhenginu milli þessara ólíku þjóðfélagshátta. „Hann sá lífið...“ Rás 1, kl. 22.30 í kvöld er á dagskrá Rásar 1 þáttur, sem nefnist: „Hann sá lífið fremur sem leik sorgar en gleði“. í þættinum segir umsjón- armaður hans, Sigurlaug Björns- dóttir, frá einu þekktasta skáldi Breta á þessari öld, Thomasi Hardy. Hann samdi alls 14 skáld- sögur. Frægust þeirra mun vera sagan Tess, sem á sínum tíma kom út í íslenskri þýðingu Snæ- bjarnar Jónssonar. Minna má á að fyrir nokkrum árum gerði hinn þekkti kvikmyndaleikstjóri, Pol- anski, mynd eftir sögunni. - Thomas Hardy fékkst ekki ein- asta við skáldsagnahefð heldur var hann og afkastamikið ljóð- skáld. í þættinum verða flutt nokkur ljóð hans í þýðingu þeirra Magnúsar Ásgeirssonar og Helga Hálfdanarsonar. Þá verður og fjallað um ævi Hardys og verk hans almennt og m.a. sagt frá síð- ustu skáldsögu hans Jude the Obscure, en hún þótti ýta all- harkalega við siðgæðishug- myndum Breta. - Lesarar með Sigurlaugu eru Hallmar Sigurðs- son og Herdís Þorvaldsdóttir. - Þátturinn verður endurfluttur á morgun. -mhg I klaka- böndum Stöð tvö, kl. 22.15 í klakaböndum nefnist mynd, sem Stöð tvö sýnir í kvöld, og er frá s.l. ári. Myndin er um unga leikkonu, sem boðið er hlutverk í kvikmynd í stað annarrar, sem fyrirvaralaust gekk úr skaftinu. Reynslumyndatakan fer fram í gömlu, afskekktu og skuggalegu húsi. En hér er ekki allt sem sýn- ist. Katie, - leikkonan, - kemst að því, að hún hefur verið göbb- uð til þess að verða þátttakandi í óhugnanlegum leik og má blátt áfram leggja sig alla fram við að bjarga lífi sínu. - Já, það er margt að varast í veröldinni. -mhg G ARPURINN Cop' '70 Oi»'l tro*Cotp. «.« U.S. Pot o* KALLI OG KOBBI W FOLDA 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmudagur 8. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.