Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 13
ERLENDAR FRETTIR Jólaglaðningur Gorbatsjovs Plógjám úr sverðum! 500þúsund sovéskir hermenn leggjafrá sér vopn og taka uppþarfari iðju á nœstu tveim árum. Herjum fækkað mjög í Austur-Evrópu Svo fór sem margan uggði að Míkahfl Sergejevítsj Gorbat- sjov myndi koma þjóðum heims á óvart á fundi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í gær enda höfðu ýmsir manna hans gert því skóna að ræðan yrði söguleg mjög. Forseti Sovétríkjanna til- kynnti þingheimi að hermönnum ættlands síns yrði fækkað um 500 þúsund á næstu tveim árum, þús- undir hermanna í austurevrópsk- um bandalagsríkjum Sovét- manna yrðu kvaddir heim og að þúsundir skriðdreka, orrustu- flugvéla og annarra vígtóla yrði breytt í þarfari og skaðlausari mannvirki. Þetta hyggjast Sovét- menn gera án þess að nokkuð komi í móti frá fornum (fyrrum?) fjendum þeirra í Nató. „í dag segi ég ykkur að Sovét- ríkin hafa tekið ákvörðun um að fækka mjög í herjum sínum. Á tveim árum verður hermönnum fækkað um 500 þúsund. Ákvörð- un um þetta er tekin einhliða og án nokkura skilyrða um að aðrir feti í fótspor okkar.“ Þótt menn hefðu átt von á óvæntum hlutum kom boðskapur þessi sem opinberun af himnum ofan. Sovétmenn væru sem sagt staðráðnir í því að endurskipu- leggja herafla sinn frá grunni í því augnamiði að hann gegndi fram- vegis eingöngu því hlutverki að verja átthagana og í þeim tilgangi ennfremur að hann yrði héreftir ekki sligandi byrði á herðum al- þýðu manna. Hermt er að þeim fóstbræðrum Rónaldi Reagan og George Bush hafi ekki litist á blikuna er þeim voru borin tíðindi þessi, tæpri klukkustund áður en Gorbatsjov gekk á fund þeirra. Honum hafði enn á ný tekist að rugla banda- Arafat Hrekar vfðuricenningu En segir að intifada Ijúki ekki fyrr en ísraelskir ráðamenn gjaldi líku líkt Jassír Arafat sagði á frétta- mannafundi í Stokkhólmi í gær að Frelsissamtök Palestínumanna (PLO) féllust á tilveru ísra- elsríkis. Arafat hefur sem kunnugt er átt viðræður við fimm þekkta Bandaríkjamenn af gyðingaætt- um í Svíþjóð. Á fundinum með fréttamönnum ítrekaði hann að Þjóðarráð Palestínumanna (PCN) hefði í raun viðurkennt ís- raelsríki á fundi sínum í fyrra mánuði. Hitt væri svo annað mál að uppreisn landa hans á her- teknu svæðunum við ísrael linnti ekki fyrr en ráðamenn í Jerúsal- em gyldu í sömu mynt og féllust á að stofnað yrði ríki Palestínu- manna. Viðræðum þeirra sexmenninga lauk í gær og sömdu þeir sam- eiginlega lokaályktun. I henni er stefnubreytingu PCN fagnað og „... PLO lýsir því yfir að samtökin hafna og fordæma hverskyns hryðjuverkastarfsemi. “ Fulltrúi gestgjafa, Sten Andersson utanríkisráðherra Svíþjóðar, tók einnig til máls á fréttamannafundinum. „Niðurstaða þessa fundar markar tímamót í sögu friðarvið- leitni manna í Austurlöndum nær. PLO viðurkennir, skýrt og skorinort, tilverurétt ísra- elsríkis.“ Reuter/-ks. ríska kollega sína í ríminu. Þó sagðist forseti Bandaríkjanna fagna þessum nýmælum en lagði mikla áherslu á að þetta væri „...tekin ákvörðun en ekki til- boð.“ Stefnan á Eyju fylkisstjóranna undan ströndum New Yorkfylkis varð hvort tveggja kveðjufundur Gorbatsjovs og Reagans og fyrsta stefnumót Gorbatsjovs og Bushs. Heimamenn fögnuðu gesti sínum blíðlega er hann gekk í hlað á eynni í gær og ekki var hann síður kurteis. Fréttamenn Reuters herma að Gorbatsjov hafi þegar í stað séð að tvímenn- ingarnir voru all felmtri slegnir vegna máls hans á Allsherjar- þinginu og hafi því lagt sig í fram- króka við að sannfæra þá um að enginn ætlaðist til þess að þeir legðu samskonar lóð á friðarskál- arnar. Gorbatsjov vék að mörgum málum öðrum í ræðu sinni fyrir Allsherjarþinginu. Hann reifaði hugmyndir þess efnis að samið yrði um vopnahlé í Afganistan fyrir áramót og liðsveitir Samein- uðu þjóðanna kvaddar á vett- vang. Hann stakk uppá því að Sameinuðu þjóðirnar settu á fót „neyðarmiðstöð“ sem hefði það verk með höndum að ganga á hólm við hin gífurlegu umhverfi- svandamál heimsbyggðarinnar. Hann skýrði að lokum frá því að Sovétmenn hygðust gefa slypp- um og snauðum þróunarríkjum upp skuldir sínar. Skömmu eftir að Gorbatsjov lauk máli sínu fór sú frétt sem eldur um sinu að Sergej mar- skálkur Akhromejev, forseti herráðs Sovétríkjanna, hefði stigið niður úr hásæti sínu sakir bágrar heilsu. Þótti mönnum sem vonlegt er kynlegt að stórtíðindi um dátafækkun uppá hálfa milj- ón og heilsubrest höfuðmar- skálksins skyldu haldast í hendur. Var getum að því leitt að Ak- hromejev hefði verið andvígur trogskurði herafla síns og var Gorbatsjov inntur hins sanna. Svar hans var í senn skýrt og skrúðlaust: „Njet, njet, njet, níet' Reuter/-ks. Mikahil Gorbatsjov. 500 þúsund hermenn fá nýjan og gagnlegri starfa. Eistland Enn þráast þingmenn við Skella skollaeyrum við úrskurði Kremlverja Þjóðþing Eistlendinga er ekki af baki dottið því í gær ítrek- aði það yfirlýsingu sína frá 16. fyrra mánaðar þess efnis að lög sín skyldu ætíð ógilda lög Kremlverja kynnu ákvæði þeirra að stangast á. Einsog menn rekur minni til vakti fyrri yfirlýsingin litla lukku í Moskvu, Gorbartsjov kvað hana dauða og ómerka og æðsta ráðið fullyrti að hún bryti í bága við stjórnarskrá. Fulltrúar í Æðsta ráði Eist- lands samþykktu með 150 at- kvæðum gegn 91 að hvika hvergi frá þeirri ætlan sinni að taka allt löggjafarvald lýðveldisins í eigin hendur og mætti einu gilda hvort Kremlverjum líkaði betur eða verr. Leiðtogar Sovétríkjanna ógiltu yfirlýsinguna frá 16. nóvember á þeirri forsendu að löggjafi lýð- velda gæti öldungis ekki ógilt lög sem vörðuðu Sovétríkin í heild. Þeirra lögsaga væru innanlýð- veldismál sem ekki snertu hag alls ríkisins. Þetta var kjarninn í rökfærslu Gorbatsjovs þegar hann tók því fjarri að yfirlýsingin ætti sér stoð í landslögum. Ekki væri bæði sleppt og haldið þvf Eistlendingar hefðu ekki sagt skilið við Sovét- ríkin, einsog þeim er þó fullheim- ilt að stjórnskipunarlögum. Eistneskur blaðamaður, And- res Raíd, var viðstaddur þegar ákvörðun þingsins í Tallinn var tekin í gær. Kvað hann fundinn hafa verið hinn dramatískasta. „Þetta var alveg ótrúlegt. Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins. Menn æptu hverjir í kapp við aðra, klöppuðu saman lófunum og stöppuðu niður fótunum og fögnuðu ákaft þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var kunn- gerð.“ Raíd sagði að þingheimur hefði rökstutt síðari yfirlýsinguna þannig að hún væri lögformlega heimil þar sem æðsta ráðinu í Moskvu hefði láðst að hnekkja þeirri fyrri þá það kom saman til fundar í fyrri viku. Að sönnu hefðu ráðsmenn „gagnrýnt viss lýðveldi“ fyrir lögbrot en ekki nefnt Eistlendinga sérstaklega né gjörðir þings þeirra. Reuter/-ks. Portúgal Perestojka Cunhals Kommúnistaflokkurinn síungur einsog hálfáttrœður formaðurinn Það er ekki ofsögum sagt af til- vistarkreppu stalínistaflokka vítt og breitt um heimsbyggðina nú á þessum umbyltingar- og uppgjörstímum í Sovétríkjunum. Einn slíkra kommúnistaflokka í úlfakreppu er sá portúgalski sem löngum þótti um skör fram leiði- tamur Kremlverjum. Félagar hans stóðu sem sé frammi fyrir tveim kostum: að duga eða drepast. Og kusu að reyna hið fyrrnefnda ef marka má niðurstöður flokksþingsins sem haldið var í Óportóborg á dögun- um. Þar samþykktu fulltrúar nýja stefnuskrá flokksins og lögðu þá gömlu fyrir róða en hún hafði verið þeim leiðarljós allar götur frá 1965. Á meðal nýmæla er að viðurkennt er ágæti fjölflokka- lýðræðis, blandaðs hagkerfis og fjölmiðlafrelsis. Að auki horfast félagar í augu við orðinn hlut og segja: „Innganga Porúgals í Evr- ópubandalagið er staðreynd, þótt ömurleg sé, og við verðum að Alvaro Cunhal. „Nýja stefnu en engan klíkuskap." taka mið af henni í störfum okkar og stefnumótun.“ 2.000 félagar tóku þátt í störf- um þingsins. Hinn gamalgróni oddviti flokksins, Alvaro Cun- hal, var endurkjörinn þótt orðinn sé hálfáttræður. í lokaræðu sinni sagði hann að breytingarnar væru til marks um að „...flokkurinn væri stöðugt nýr og ferskur“. Engu að síður bað hann félaga, að gömlum og góðum stalínssið, gjalda varhuga við öllum hug- myndum um „klíkuskap og undirróðursstarfssemi“. Reuter/-ks. Fimmudagur 8. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.