Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 12
ERLENDAR FRÉTTIR ||| PAGVIST BARIVA Forstöðumaður Staöa forstööumanns á skóladagheímilinu Völvukoti er laus til umsóknar. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Dagvistar barna í síma 27277. H? DAGVIST BARIVA V --------------------- Umsjónarfóstra Dagvist barna í Reykjavík óskar aö ráöa til starfa umsjónarfóstru með dagvist á einkaheimilum nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir Fanný Jónsdóttir deildarstjóri fagdeildar Dagvistar barna, í síma 27277. Hús til sölu á Húsavík Kauptilboð óskast í húseignina Laugarbrekku 22, Húsavík, samtals 840 rúmmetrar að stærð. Brunabótamat kr. 7.314.000,- Húsið verð- urtil sýnis í samráði við Björn H. Jónsson, sími (96) 41808. Tilboðs- eyðublöð eru afhent á staðnum og á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík. Kauptilboð þurfa að berast skrif- stofu vorri fyrir kl. 11:00 f.h. föstudaginn 16. desember n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7. sími 26844 Efnisflutningaprammi til sölu Kauptilboð óskast í efnisflutningapramma (split Barge) B-935. Flutningsgeta prammans er 150 m3 eða 300 tonn og er hann smíðaður árið 1977 á Seyðisfirði. Allar nánari upplýsingar veitir Gústaf Jónsson hjá Hafnamálastofn- un ríkisins í síma (91) 27733. Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu Innkaupastofnunar rikisins fyrir kl. 11:30 f.h. föstudaginn 16. desember n.k. þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. POSTHOLF 1450, 125 REYKJAVÍK. Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla. Við Iðnskólann í Reykjavík er laus til umsóknar staða bókavarðar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15.. desember nk. Menntamálaráðuneytið Eru jólin hátíð barnanna eða Bakkusar? Hugsaðu málið Átak gegn áfengi Þjóðemismálin og Gorbatsjov Líkur á sameinaðri andstöðu íslamsþjóða erað líkindum eittmesta áhyggjuefni stjórnar hans ISovét-Aserbaedsjan snerust fjöldafundir fyrir nokkrum dögum upp í ofsóknir á hendur Armenum, óður múgur framdi dráp og misþyrmingar og rændi og brenndi hús og kirkjur. Þegar fréttir af þessu bárust til Armeníu kom þar einnig til mannskæðra illinda milli Armena og Asera. Síðan flýja Aserar í tugþúsundat- ali frá Armeníu og Armenar í tug- þúsundatali frá Aserbædsjan. í baltnesku löndunum krefst allur þorri innfæddra íbúa víð- tækrar sjálfstjórnar, og hafa Eistir gengið lengst í þeim efnum. Minni hópar þar beita sér fyrir því að lönd þessi verði fullsjálf- stæð ríki á ný. Jafnvel í Hvítarúss- landi, þar sem aldrei hefur verið um verulega þjóðernishyggju að 'ræða, virðast afhjúpanir hryðju- verka leynilögreglu Stalíns hafa vakið til lífsins einskonar sjálf- stjórnarhreyfingu. Þetta allt kemur heldur illa heim og saman við þá opinberu sovésku kenn- ingu, að þarlendis hafi öll þjóð- ernisvandamál verið leyst fyrir Iöngu og að allar þær fjölmörgu þjóðir, sem byggja risaveldi þetta, lifi saman í fyllsta bróð- erni. Endingargott risaveldi En Rússaveldi/Sovétríkin hafa aldrei verið það bandalag „raun- frjálsra ríkja,“ sem sungið er um í sovéska þjóðsöngnum. Rússa- veldi keisaranna varð til á tíma- bilinu frá 16. öld til síðari hluta 19. aldar með því að Rússar unnu lönd af Törturum og Tyrkjum í austri og suðri, þöndu sig austur yfir alla Síberíu, tóku Ukraínu, Hvítarússland og baltnesku Iöndin af Pólverjum og Svíum og brutu loks undir sig kan- og em- írsdæmi Úsbeka í Mið-Asíu. Þeg- ar Rússaveldi varð Sovétríkin var því að forminu til breytt í sam- bandsríki, en mestöll völd voru í raun áfram í höndum æðstu manna í höfuðborginni. Þeir báru nú titil aðalritara kommúnista- flokksins í stað keisaranafns áður. Önnur ríki þöndust gríðarlega út á sama tíma. Þannig var það um Tyrkjaveldi Ósmana og Austurríki Habsborgara, að ó- gleymdum nýlenduveldum Vestur-Evrópu. En öll þessi ríki hafa síðan skroppið saman og hætt að verða stórveldi eða orðið í hæsta lagi annars flokks stór- veldi. Rússaveldi heldur hinsveg- ar enn velli. Stórrússar og aðrir Rússar Það á allt sínar ástæður. Herra- þjóðir hinna veldanna voru til- tölulega fámennar miðað við heildaríbúafjölda og sum þeirra voru á tvist og bast um allan hnött. Rússaveldi var hinsvegar og er ein heild, landfræðilega séð, sem velríðandi kósakkar og síðan járnbrautir komu að góðu gagni við að halda saman. Enn eða stórum meira máli skipti þó í þessu sambandi að gífurlegt fjöl- menni Rússa miðað við höfða- tölu annarra þjóða ríkisins gerði alla tíð að verkum, að mögu- leikar hinna síðarnefndu til heppnaðrar uppreisnar voru næsta takmarkaðir. fbúar Sovétríkjanna voru s.l. ár tæplega 282 miljónir talsins og af þeim eru Rússar nú líklega um 140 miljónir, eða nálega helming- ur. Vegna mikillar fjölgunar ís- lamskra þjóða en að sama skapi lítillar fjölgunar Rússa síðustu árin er óhætt að gera ráð fyrir að fjöldi þeirra fyrr á tíð í hlutfalli við mannfjölda annarra þjóða hafi verið enn meiri. Þar að auki er hér aðeins átt við Rússa í þrengri merkingu heitisins, eða Stórrússa, eins og þeir voru stundum kallaðir áður. En við tölu Rússanna mun raunar óhætt að bæta um 43 miljónum Úkra- ínumanna og um tíu miljónum Hvítrússa. Þrátt fyrir vissa sér- þjóðerniskennd hjá þeim, eink- um Úkraínumönnum, munu þeir Lettar krefjast sjálfstjómar - í Kákasuslöndum og Mið-Asíu sækja menn hvatningu til þeirra. yfirleitt jafnframt telja sig til Rússa, ekki síst gagnvart öðrum þjóðernum. Örlög fjölþjóðlegs flokkskjarna Hvað sem leið þessum yfir- gnæfandi fjölda Rússanna var ekki þar með sagt að undirþjóðir þeirra sættu sig þegjandi og hljóðalaust við sinn hag. í bylt- ingarhreyfingum þeim margs konar, sem spruttu eins og fíflar á engi í Rússaveldi á tímum síðustu keisaranna, var tiltölulega margt manna af undirþjóðum ríkisins. Þetta átti t.d. við um bolsévíka- flokkinn, sem eftir byltinguna 1917 nefndist Kommúnistaflokk- ur Sovétríkjanna. í upphaflegum forustukjarna hans var tiltölulega fátt Rússa. Þar var hinsvegar margt Gyðinga og einnig Þjóð- verjar, Lettar, Pólverjar, Finnar, Georgíumenn. En í svokölluðum hreinsunum Stalíns var þessum fjölþjóðlega kjarna flokksins að mestu útrýmt og yngri Rússar á uppleið settir í hans stað. Enda þótt stjórn eftirmanna Stalíns væri ólíkt vægari en hans, þá var þar engu að síður um að ræða alræðis- og harðstjórn. Sú hnapphelda var það haldgóð að hún dugði til að halda þjóðernis- minnihlutum ríkisins kyrrum. Þetta breyttist með frjálsræðis- og lýðræðisþróun þeirri, sem hófst er Gorbatsjov kom til valda. Þá fyrst þorðu minni þjóð- ir risaveldisins að láta í ljós óá- nægju sína með eitt og annað, krefjast aukins sjálfræðis en einn- ig að illindast hver við aðra. Sjálfstjórnarkröfurog þjóðernishatur Þetta er eitt alvarlegasta vand- amálið, sem stjórn Gorbatsjovs á við að glíma. Það er enn sem komið er einkum bundið við baltnesku löndin og Kákasuslönd og er í stórum dráttum tvenns eðlis; annarsvegar sjálfstjórnar- kröfur og hinsvegar fjandskapur milli þjóðerna, en þessu tvennu slær saman. í baltnesku löndun- um hefur allt gengið friðsamlega til fram að þessu, en vitað er að meðal innfædds almennings þar ríkir mikil beiskja út frá kynnun- um við Rússa fyrr og síðar. Þar að auki er ljóst, að fordæmi Baltanna hefur orðið öðrum hvatning. Georgíumenn krefjst nú sjálfstjórnar í raun að fordæmi Balta og slíkar kröfur njóta einn- ig vaxandi fylgis meðal Armena, enda þótt þeir hafi fyrst og fremst á oddinum kröfu um að Fjalla- Karabak sé sameinað Armeníu. Fjölgar ört hjá Sovét-múslímum Að þeirri kröfu þorir sovéska stjórnin ekki að ganga, og af nokkuð augljósum ástæðum. Mörg hundruð ára gamall fjand- skapur indóevrópskra og krist- inna Armena og tyrkneskra og íslamskra Asera gýs nú upp af fullum ofsa út af því máli. Lík- legast er að Aserar hefðu enn á ný framið fjöldamorð á Armen- um, ef sovéskar hersveitir hefðu ekki skorist í leikinn. En ljóst er orðið að reiði Asera beinist ekki einungis gegn Armenum. f Sovét-Aserbædsjan, þar sem fólk er sjíamúslímskt og persneskt að menningu, sækja menn nú hvatn- ingu til Khomeinis karls og klerka hans sunnan landamæra. I Bakú er á fjöldafundum farið að krefjast þess, að ekki einungis allir Armenar, heldur og allir Rússar og Gyðingar, séu reknir úr landi. í Tadsjíkistan kvað vera komin á kreik hreyfing, sem kennir sig við perestrojku og sækir fyrir- myndir til Kákasus- og Balta- Ianda. En íbúar lands þessa eru íranskir múslímar, sem eiga tungu og trú sameiginlega með miklum hluta íbúa Afganistans. Hætt er við að atburðir þarlendis undanfarið hafi ekki látið Sovét- Tadsjíka ósnortna. Og nákomnar Aserum og Tadsjíkum að menn- ingu og trú eru tyrknesku Mið- Asíuþjóðirnar Úsbekar, Kasakk- ar, Túrkmenar, Kirgísar. Alls eru nú sovéskir múslímar yfir 40 milj- ónir talsins, og þeim fjölgar ört vegna hárrar fæðingartölu, jafn- framt því sem aðrar sovétþjóðir standa í stað hvað þetta snertir eða þeim fjölgar lítið. Hugsanleg sameinuð andstaða sovéskra ís- lamsþjóða við sovésk stjórnar er efalítið mesta áhyggjuefni Gor- batsjovs og félaga hans, þjóðern- ismálunum viðvíkjandi. dþ. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmudagur 8. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.