Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 3
________FRETTIR______________________ Kjaramál VSI með hótanir Vinnuveitendur: Annað hvort almenn kauplœkkun eða víðtœkt atvinnuleysi. Krafa um gengisfellingu Útsvarið Stærstu með 6,7% Garðabœr, Seltjarnarnes og Mosfellssveit með 7% útsvar næsta ár Sveitarfélögin eru þessa dag- ana að samþykkja álagningu sveitarsjóðsgjalda fyrir næsta ár, en félagsmálaráðuneytið gefur heimild til útsvarsálagningar á bilinu 6,7 - 7,5% Stærstu sveitarfélögin hafa þegar ákveðið útsvarsálagning- una. Reykjavík, Kópavogur og Hafnarfjörður verða með lægstu álagningu útsvars, 6,7%. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu, Seltjamarnes, Garðabær og Mosfellssveit hafa samþykkt 7% útsvar, og á Akureyri verður út- svarsálagningin 7,2%. ->g- Eins og mál hafa þróast verður ekki hjá því komist að draga úr þjóðarútgjöldum. Sú aðlögun getur átt sér stað með tvennum hætti, þ.e. að allir taki á sig minni kaupmátt eða að kaupmáttar- minnkunin komi einungis fram hjá þeim sem missa atvinnuna. Þetta eru skilaboð forystu Vinnuveitendasambandsins til launafólks, sem birt eru í nýrri úttekt sambandsins á horfum í efnahagsmálum. Vinnuveitendur segja að ekki sé rauiihæfur grundvöllur fyrir efnahagsstefnu sem byggir á óbreyttu gengi á næsta ári. Draga verði úr þjóðar- útgjöldum og valið standi um ál- menna kauplækkun eða víðtækt atvinnuleysi. í úttekt VSÍ á stöðu efnahags- mála segir m.a. að mikill og vax- andi viðskiptahalli og slæm af- koma útflutnings- og samkeppn- isgreina beri því órækt vitni, að þörf sé á verulegri lækkun á raun- gengi krónunnar. Varðandi þróun efnahagsmála á næsta ári, spá vinnuveitendur því að miðað við gildandi samn- inga sem margir hverjir eru ekki lausir fyrr en næsta haust og stytt- ingu vinnutíma, muni atvinnu- tekjur launafólks hækka um 9% á milli áranna 1988 og 1989. Miðað við þróun verðlagsmála, óbreytt gengi á næsta ári og dollar haldist stöðugur verði almenn verðlags- hækkun á milli þessara ára um 11%. Þaö þýði minnkun kaupmáttar atvinnutekna um 1- 2%. Þá segja vinnuveitendur að könnun sem gerð var meðai 145 stærstu aðildarfyrirtækja sam- bandins, leiði í ljós að þau ætli að fækka starfsmönnum sínum á næstu mánuðum um 500 eða um 7% af starfsmannafjölda. Sé þessi niðurstaða dæmigerð fyrir önnur fyrirtæki innan VSÍ þýði þetta uppsögn um 1.400 manna sem er um 1% aukning á atvinnu- leysi frá því sem nú er. Ef halda eigi við óbreytta stefnu í gengis- málum og haida uppi óbreyttum kaupmætti kalli slíkt á stórfellt atvinnuleysi. -lg- Vítamínskammtar Allt í lagi með lýsið Teskeið afþorskalýsi veitir ráðlagðan dag- skammtafA og D vítamínum, en ný rann- sókn leiðir í Ijós að matskeið erskaðlaus skammtur Fólk þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af að það sé að eitra fyrir sig og sína þótt það taki mat- skeið af þorskalýsi á dag, segir dr. Laufey Steingrímsdóttir, matvæla- fræðingur, en nú liggja fyrir nið- urstöður nýrrar rannsóknar hennar á lýsisneyslu með tilliti til stærðar vítamínskammta og hugsanlegrar citrunar sé lýsisn- eyslan of mikil. Ein teskeið af þorskalýsi veitir um það bil ráðlagðan dagskammt af bæði A og D vítamíni, en mat- skeið þrefaldan dagskammt. Nokkur hætta er talin á D víta- míneitrun fari neyslan yfir fimmfaldan dagskammt að stað- aldri, og beindist rannsókn Laufeyjar því að henni fremur en A vítamíninu, þar sem minni hætta er á eitrun af völdum þess. í rannsóknarhópnum var full- orðið fólk, 37 að tölu, sem hafði tekið a.m.k. matskeið af lýsi á dag í fimm ár eða lengur, en sam- anburðarhópurinn samanstóð af jafnmörgu fólki sem fúlsað hafði við lýsinu að staðaldri undanfarin ár, sem og fjölvítamínum. Að Sigríður Kristín Jónsdóttir og Ásta Bjarnadóttir i pökkunarsal Lýsis hf. í gær. Samkvæmt rannsókn Laufeyjar Steingrímsdóttur, matvælafræðings, er matskeið af þorskalýsi á dag skaðlaus skammtur fyrir fullorðna manneskju. Mynd: Jim Smart. sögn Laufeyjar sýndi enginn í fyrrtalda hópnum nein merki forstigseitrunar, en hjá sumum hinna var óæskilega lítið af D vít- amíni. Laufey sagði að eftir sem áður Bœkur „Eitt æskilegt siguróp“ Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar með nútíma stafsetningu Því að evangelium er eitt girskt orð og þýðist á norrænu gleði- legur boðskapur, góður gróði, ný Ijúfleg tíðindi, eitt æskilegt sigur- óp, um hvert að vér ættum að syngja, segja og fagna... segir Oddur Gottskálksson um fagnað- arerindið í formála að verki sem hann lét prenta í Hróarskeldu í rflri hins lúterska Kristjáns þriðja árið 1540. Það verk er nú komið aftur á Alverið Kært fyrir launamun Konursem starfa íÁlverinu krefjastsömu launa og ófaglœrðir karlmenn sem starfa þar Konur sem starfa hjá Álverinu í Straumsvík hafa kært fyrir- tækið til Jafnréttisráðs. Konurn- ar una því ekki að vera einum launaflokki lægri í launum en ó- faglærðir verkamenn sem vinna hjá fyrirtækinu. Að sögn Elsu S. Þorkelsdóttur framkvæmdastjóra Jafnréttisráðs er verið að skoða þetta mál og að ekki muni líða langur tími það til niðurstöður liggi fyrir. Hún sagði að þetta væri spurning um að meta verðmæt og sambærileg störf. Konurnar sem vinna í mötu- neyti, við ræstingar og í þvotta- húsi álversins krefjast þess að þeim séu greidd sambærileg laun og ófaglærðir verkamenn fá, sem vinna hjá fyrirtækinu við flutn- inga, byggingarframkvæmdir og þess háttar. Konurnar þiggja í dag laun sem eru einum launa- flokki lægri en karlmennirnir fá. Þá mun einnig vera einhver mun- ur á því hvað konurnar og karl- amir fá út úr þeim kaupauka sem álverið borgar starfsmönnum sín- um. - sg bók: þýðingin fyrsta á nýja test- amentinu, sú sem unnin var í fjós- inu í Skálholti í fullkominni óþökk Ögmundar biskups, sú sem á Hróarskeldubókinni er elsta varðveitt prentverk á ís- lensku og hefur haft slík áhrif á tungu og bókmenntir að nútíma- menn geta prísað sig sæla. Þeir siðskiptamenn hefðu nefnilega allteins getað valið sér dönsku sem guðsorðatungumál. Odds- þýðingin fór nokkurnveginn í heilu lagi inní Guðbrandsbiblíu 1588 og er þannig undirstaða síðari biblíuútgáfu, og einsog menn geta ímyndað sér er Nýja testamenti Odds grundvallarhei- mild um íslenska tungu á sið- skiptaöld. Það er Lögberg Sverris Krist- inssonar sem stendur að þessari fallegu útgáfu þarsem texti Odds er prentaður nútímaletri og staf- setningu, en orðmyndum flestum haldið til haga og reynt að koma til skila sérkennum frumútgáf- unnar. í bókinni eru formáli eftir herra Sigurbjörn Einarsson og annar eftir málfræðingana Guð- rúnu Kvaran, Gunnlaug Ingólfs- mætti til sanns vegar færa að mat- skeið af lýsi væri óþarflega stór skammtur á dag, sérstaklega ef fólk æti fjölvítamínpillur að auki; eftir stendur hitt að fólki er full þörf á að taka D vítamín í ein- hverju formi, sagði hún. HS Titilsíðan úr Nýja testamenti Odds frá 1840. son og Jón Aðalstcin Jónsson, fræðimenn á Orðabók Há- skólans, en þau samræmdu staf- setningu og gengu frá textanum til prentunar. Bókin var kynnt á blaða- mannafundi í andyri Hallgríms- kirkju í gær að viðstöddum bisk- upum órum og ýmsu stórmenni öðru. Luku menn þar lofsorði á Odd, þýðingu hans, útgáfuna nýju, og hver á annan, og er óhætt að taka undir það hrós allt. Bókin á að kosta 4.500 krónur en verður til janúarloka seld á kynningarverði sérstöku, 3750 kr. _m Fimmudagur 8. desember 1988 Þjö0V|Lj|NN _ s(ðA 3 Ríkisútvarpið Sparar jólasálmana Sálmar verði ekki spilað- ir fyrr en á aðfangadag - Við höfum beint þeim til- mælum til dagskrárgerðarfólks hjá okkur að spila ekki íslenska jólasálma fyrir en eftir klukkan sex á aðfangadag. Sérstaklega á þetta við um Heims um ból, sem samkvæmt gamli venju fyrst heyrist í Útvarpinu á hverjum jól- um þegar hann er sunginn við messu í Dómkirkjunni á aðfanga- dag, sagði Jón Orn Marinósson tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins. - Við förum þess jafnframt á leit við okkar fólk að það hlífi hlutendum við jólalögum, eins mikið og hægt er, þar til um miðj- an desember, sagði Jón. Hann sagðist ekki búast við að þeir hjá tónlistardeildinni þurfi að læsa niður plötur með jólalögum, því hann eigi von á að starfsmenn hlíti þessum tilmælum. -sg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.