Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 7
BÆKUR Ljóöabókin ítrekað Ný ljóðabók eftir Geirlaug Magnússon. Bókaútgáfan Norðan Niður hefur nýlega sent frá sér ljóða- bókina ftrekað eftir Geirlaug Magnússon. Þetta er áttunda bók höfundar og inniheldur 35 ljóð, Sigurlaugur Elíasson gerði kápu. Norðan niður gefur einkum út ljóðabækur og eru tvær bækur vænanlega á næstu mánuðum: Einnar stjörnu nótt eftir Óskar Árna Óskarsson og Blýlýsi eftir Sigurlaug Elísson. Bækurnar eru prentaðar hjá prentþjónustu SÁST á Sauðár- króki og fást í stærri bókabúðum sem og hjá Norðan Niður, póst- hólf 57, 550 Sauðárkróki. skúggsjA Ljóðasaf n Sveins frá Elivogum Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafn- arfirði, hefur gefið út bókina Andstæður, sem hefur að geyma ljóð og vísur Sveins frá Elivogum (1889-1945). Þetta eru ljóð og vísur, sem birtust fyrst í bókunum Andstæður og Nýjar andstæður, sem út komu árin 1933 og 1935, en eru nú löngu ófáanlegar. Og í þessari nýju bók eru einnig ljóð og vísur, sem Sveinn skildi eftir sig í handriti, og sonur hans Auðunn Bragi hefur valið og tekið saman. Sveinn frá Elivogum var bjarg- álna bóndi í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu á fyrri hluta þessarar aldar. En hann var um leið eitt minnisstæðasta alþýðu- skáld þessa lands, og hann þótti mjög minna á Hjálmar skáld frá Bólu í kveðskap sínum. Andstæður Ljóðasafn er 208 bls. Ljóðabók eftir Hannes Sigfússon Út er komin hjá Máli og menn- ingu ný ljóðabók eftir Hannes Sigfússon, og nefnist hún Lágt muldur þrumunnar. Bókin geymir þrjátíu frumort ljóð og tíu þýdd og er fyrsta nýja ljóðabók skáldsins í tíu ár. Hafrannsóknir viö Island Jón Jónsson: Hafrannsóknir við ísland I. Frá önd- verðu til 1937. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1988 í Landfræðissögu sinni, sem kom út um síðustu aldamót, rek- ur Þorvaldur Thoroddsen rann- sóknir þær sem þá voru fyrir hendi á náttúru landsins og hug- myndir þær sem menn gerðu sér um land og þjóð, þar á meðal hafrannsóknir, sem um þær mundir voru skammt á veg komnar. Þó að nokkrum þáttum hafi verið aukið við síðan um ein- stök efni, þá hefur ekki birst neitt heildaryfirlit eða rækileg könnun einstakra þátta þess fyrr en nú, að Jón Jónsson fiskifræðingur tók sér fyrir hendur að rita um haf- rannsóknir, og er fyrri hluti bók- arinnar nýkominn út. Þetta er mikil bók, nær hálft fjórða hundrað blaðsíður í all- stóru broti með fjölda mynda, sumum litprentuðum, og von er á framhaldi, sem spanni síðustu fimmtíu árin. í bókinni rekur höfundurinn þekkingu manna á hafinu umhverfis landið frá því á 13. öld (Konungsskuggsjá) og framundir 1940 og þær athuganir og rannsóknir, sem leiddu að ríkjandi niðurstöðum. Bókin skiptist í tíu kafla og nefnist hinn fyrsti: Frá Konungsskuggsjá til Jóns frá Grunnavík, þá taka við Rannsóknir á seinni hluta 18. Sá kvittur hefur komist á kreik, að ættingjar Ólafs Ketilssonar hygðust setja lögbann á nýút- komna bók unt hann. Þar sem fréttir hafa birst í fjölmiðlum, auk ýmissa smágreina þessu við- komandi, gefur það tilefni til að skýra örlítið frá gangi þessara mála. Við vinnslu bókarinnar kom fljótt í ljós að tillögur þess sem hún er kennd við voru léttvægar fundnar hvað orðaval og lýsingar varðar, því þar varð varla nokkru haggað. Undirrituð hafði fjölmargt við bókina að athuga og lagði þar megináherslu á heildarmyndina, sem sjálfsagt væri að hafa í öðru formi. í stórum dráttum má segja að athugasemdir mínar hafi verið sama eðlis og koma fram í skrif- um Indriða G. Þorsteinssonar um bókina. Ég taldi nauðsynlegt að skola ofan af og komast að kjarna efnis um stórbrotið lífshlaup þessa athafnamanns, en ekki skrá óljósar lýsingar og endurtekning- ar um það sem fjöldi fólks hefur ekki áhuga á. Áuk þess fannst mér sjálfsagt að leggja megin- áherslu á þann hluta ævi Ólafs sem frásagnarverðastur var, þ.e. meðan hann var í blóma lífsins. Af nógu var þar að taka bæði til aldar, Rannsóknir á þriðja til sjö- unda áratugar 19. aldar, Haf- rannsóknir og skrif um dýrafræði 1874-1908, Sjómælingar við ís- land og gerð sjókorta, Norskar hafrannsóknir 1859-1914, Rann- sóknir og ritstörf Bjarna Sæmundssonar, Rannsóknir og skrif um botnþörunga. Erlendar hafrannsóknir við Island 1924- 1949 og Hafrannsóknir á vegum Fiskifélags íslands 1931-1937. Við þetta bætist rækilegur efnis- útdráttur á ensku og ýmsar skrár. Af yfirliti þessu sést, að höf- undurinn kemur víða við og leitar á breiðu sviði til fanga. Þó virðist mér að honunt hafi sést yfir ekki HARALDUR SIGURÐSSON ómerkan þátt í frásögn sinni, þar sem eru sjókort þau, sem Hol- lendingar gerðu á síðara hluta 17. aldar og fram urn rniðja 18. öld. En þau voru á þessum árum í höndum allra sæfara sem hugðu til úthafssiglinga. Sem dærni vil ég nefna sjókort Van Keulen- feðga þriggja. Á korti hins elsta þeirra (1684) eru komnar þéttar dýptartölur á öll grunnntið frá ísafjarðardjúpi, fyrir Norður- landi og suður fyrir Langanes. Á korti sonarins (h.u.b. 1727) er svæðið hið santa, en dýptartölur auknar og færðar fjær landi. Og sonarsonurinn bætti um betur (h.u.b. 1750) og jók kort sitt enn dýptartölum, sem nú ná frá Snæ- fellsnesi, vestur og norður með landi, fyrir allri norðurströnd- inni, norður til Kolbeinseyjar, og suður með Austfjörðum að Eystrahorni. Auk þess er ntarkað sérstaklega fyrir Skagagrunni og öðru grunni norðvestur af ísafj- arðardjúpi, sem sjómenn nefna Pikhol, við hvað sem þeir eiga með því heiti. Kort þessi spanna um 70 ára tímabil, og þar ntá rekja einn þátt þróunarinnar á takmörkuðu sviði hafrannsókna. Um traustleika þessara athugana gildir ugglaust lúð sama og um aðrar frumrannsóknir, að þær stóðu til bóta. Höfundurinn fylgist með hin- um ýmsu rannsóknum og könn- unarleiðangrum og rekur niður- stöður þeirra á Ijósan og skil- merkilegan hátt og hvernig miðar hægt í áttina og ekki alltaf beinustu leið að því marki sem náð er við bókarlok. Höfundurinn hefur víða leitað fanga og virðist í þeim efnurn hafa sótt á flest þau mið, þar sem afla var von. Vel og skilmerkilega er greint frá hlut Bjarna Sæmundssonar, hins hljóðláta vísindamanns, sem í tómstundum sínum frá argsömum kennslu- störfum lagði grundvöll íslenskr- ar fiskifræði við lítinn fjárstyrk og takmarkaðan skilning fjárráða- manna þjóðarinnar. Frásögnin er öll ljós og skipu- lega sett fram, en sparlegar hald- ið á tilvísunum en æskilegt mætti þykja í vísindariti, auk þess sem beinar skekkjur koma þar fyrir, eins og rangar tilvísanir til hand- rita, t.a.m. „247 to“ ístaðinn fyrir 247,4 to, eða tilvísun til fornra merkinga, sent fyrir löngu er hætt að nota, eins og „115B“ í stað ÍBR. 90.8° eins og merkingin hef- urverið lengi. Loksmágeta þess, að á bls. 31 er vísað til Landfræð- issögunnar í fjórða bindi, þar sem frásögnin er að finna í öðru bindi. Sumt af þessu er þó væntanlega prentvillur. En þrátt fyrir þetta er bókin merkilegt framlag til vísinda- sögunnar á sínu sviði og um þann hluta jarðarinnar sem henni er ntarkað. Og hafi höfundurinn þökk fyrir. 217). Vegna óánægju föður míns með bókina fór hann fram á að skrifa eftirmála. Sú heimild fékkst umyrðalaust. Nú skyldi ætla að það hafi gengið á eðli- legan rnáta, en því fór víðs fjarri. Hann skrifaði niður frá eigin brjósti og sýndi útgefanda, sem taldi þetta vera í lagi. Að athug- uðu máli þótti ástæða til að breyta orðalagi og stytta eftirmál- ann örlítið. Það var gert, prent- smiðjan setti textann, Ólafur rit- aði þar nafn sitt og átti eiginhand- arundirskrift hans að birtast sem lokaorð bókar. Ekki tókst betur til en svo að uppkastið var tekið til prentunar og útgáfu í bókinni, en eftirmálinn sent var yfirfarinn, mun hafa lent í ruslakörfunni -og þar við situr. Engu er líkara en þar hafi ekki dugað rallakstur, heldur þurft að beita næsta hraðastigi - kappakstri. Kæru landar! Eg hef víða kom- ið með öldungnum mínum og viðmót ykkar og framkoma við hann hlýjar mér um hjartarætur. Fyrir það færi ég bestu þakkir. Því miður fór verr en efni stóðu til með útgáfu bókar um hann. Það á víst við um fleira í þjóðlífi okk- ar, að betur færi að flýta sér hæg- ar. Lögbann? Katla Ólafsdóttir skrifar fróðleiks og skemmtunar. Persónuleiki hans fær of ein- hliða meðhöndlun, þar sem vant- ar jákvæðar og gamansamar lýs- ingar á samskiptum og gagn- kvæmri virðingu milli hans og samferðamannanna. í frásögnina mátti gjarnan flétta lýsingar á hjartahlýju og hjálpsenti, sem var ríkur þáttur í þjónustustarfi hans. Ekki er nóg að þeir sem þekkja Ólaf í dag sjái gegnum frásagnir á hrjúfu yfirborði, eins og fram hefur komið í skrifum um bók- ina, hún þarf sjálf að standa fyrir sínu. Ólafur Hannibalsson kemst vel að orði er hann líkir frágangi bókar við rallakstur, en nafni hans, aðalsögupersónan, sat þar ekki við stjórnvöl, enda hefur það lífsmottó hans - að aka hægt - ekki breyst. ítrekaðar tilraunir voru við- hafðar til að fá ýmsar breytingar á bókinni, þar sem Ólafur lagði megináherslu á mildari lýsingar, en án árangurs. Þá var einnig far- ið fram á að fresta útgáfu hennar með það í huga að vanda betur efni og efnismeðferð, en ekki var sú beiðni heldur tekin til greina. Það er með ólíkindum að honum hafi verið sýnt slíkt tillitsleysi á ævikvöldi, að löngum og ströng- um starfsdegi loknunt. Það er ekkert launungarmál að hringt var í lögfræðing til að leita ráða og afla upplýsinga um hvaða möguleikar væru á að stöðva út- gáfu bókarinnar að sinni. Þá gæf- ist tóm til að bæta og breyta. Samkvæmt upplýsingum var eina ráðið að setja lögbann á bókina, en ekki þótti ástæða til að fara út í svo harkalegar aðgerðir, einkan- lega með tilliti til öldungsins sjálfs. Þegar séð var að engu yrði um þokað krafðist ég þess, að eitt orð yrði fjarlægt, en ekki var hægt að uppfylla þá ósk mína (gelti, bls. Hannes Sigfússon er fæddur 1922. Hann vakti fyrst athygli með ljóðabókinni Dymbilvöku árið 1949, og hefur ekki síst henn- ar vegna verið talinn til brautryðjenda nýstefnu í ís- lenskri ljóðlist. Síðan hefur hann gefið út fimm ljóðabækur, eina skáldsögu og tvær minningabæk- ur, auk fjölmargra þýðinga bæði á ljóðum og sögum. Skáldskapur Hannesar hefur jafnan verið tal- inn skorinorður og rismikill í senn, og í þessari nýju bók yrkir hann af umbúðaleysi um mein- semdir samtíðarinnar, en líka um vegi og vegleysur og um tímans hverfulu náttúru. Hannes hefur búið í Noregi um langt árabil, en alltaf haldið áfram að vera ís- lenskt skáld og er nú fluttur heim að nýju. Lágt muldur þrumunnar er 72 bls. að stærð og gefin út bæði inn- bundin og í kilju. Kápuna gerði Ingibjörg Eyþórsdóttir. Ljóðaþýðingar Jóns Oskars Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út safn kvæðaþýðinga úr frönsku eftir Jón Óskar. Nefn- ist það Ljóðastund á Signu- bökkum og er framhald af Ljóða- þýðingum úr frönsku frá 1963, en svo aukin gerð og endurskoðuð að heitið getur nýtt verk. Útgefandi kynnir bók og höfund svofelldum orðum á kápu: Jón Óskar hóf tímabært og áhrifaríkt kynningarstarf með Ljóðaþýðingum úrfrönsku 1963. Ljóðastund á Signubökkum er framhald þess, en jafnframt nýtt verk. Þýðingarnar úr fyrri bók- inni eru hér allar, en miklu bætt við og formáli Jóns Óskars um- breyttur í ágrip af sögu franskrar ljóðagerðar á nítjándu og tuttug- ustu öld, en þar rekur hann hvernig nútímaljóðlistin varð til. Þýðingarnar frá 1963 hefur Jón Óskar einnig endurskoðað með samanburði við frumtextann. Höfundar kvæðanna sem Jón Óskar þýðir í Ljóðastund á Signubökkum eru þessir: Théop- hile Gautier, Sully Prudhomme, Charles Baudelaire, Comte de Lautréamont, Arthur Rimbaud, Guillaume Apollinaire, Blaise Jón Óskar. Cendrars, Saint-John Perse, Paul Eluard, Tirstran Tzara, Robert Desnos og Jacques Prévert. Ljóðastund á Signubökkum er sjöunda bók frumsaminna og þýddra kvæða eftir Jón Óskar. Kápu gerði Margrét E. Laxness. Bókin er 227 bls. að stærð. Fimmudagur 8. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.