Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.12.1988, Blaðsíða 6
þJ Ó ÐVILJIN N Malgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar i Hvar liggja rætur sjúkdómsins? Morgunblaöið sendi í gær föðurlega áminningu til þjóð- arinnar í mynd leiðara sem blaðið nefnir „Er þetta sjúkt þjóðfélag?“. Þar talar blaðið um mikla spennu í samfé- laginu, sem lætur illum látum ekki síst í skammdeginu, og tekur undir við þá sem halda því fram „að íslendingar séu haldnir einskonar neysluæði“. Undir lokin er boð- skapnum snúið á þann veg, að nú sé tími til að staldra við, draga úr eyðslu, auka sparnað, greiða niður skuldir þær sem safnast hafa upp í útlöndum til að þær kynslóðir sem á eftir koma sitji ekki uppi með þær. Blaðið tekur ein- dregið undir við fornar dyggðir og segir: „Fólk hefur lengi verið hvatt til að kaupa fyrst en borga síðan. Nú er kominn tími til að spara fyrst en kaupa svo“. Ýmislegt í orðalagi þeirrar tilvitnunar sem hér var upp tekin beinir athyglinni að þessari spurningu hér: ef við búum í þjóðfélagi sem er sjúkt af neysluæði, hver ber þá ábyrgð á því? Morgunblaðið forðast að fara langt út í þá sálma þótt eitthvað tali blaðið um að stjórnmálamenn og starfsmenn fjölmiðla eigi sinn þátt í að halda uppi mikilli spennu. Að öðru leyti virðist um einskonar allsherjarsam- sekt þjóðarinnar að ræða. En hver hefur „hvatt fólk til að kaupa fyrst og borga síðan“? Eru ekki einhver þau öfl finnanleg í landinu sem hafa raunveruleg áhrif á daglega hegðun fólks í peninga- málum og neyslumynstri? Vitanlega eru þau finnanleg. Við vitum vel að sú þensla sem verið er að kvarta yfir, hún byggir m. a. á miklum áhrifum innrætingariðnaðarins eins og hann kemur fram í ýmislegri sölumennsku. Þeirrar innrætingar sem brýnir sýknt og heilagt fyrir mönnum að þeir skuli njóta lífsins strax í dag en borga á næsta ári. Kannski. Þeirrar innrætingar sem læðir því með öllu hugsanlegu móti að mönnum að þeir megi ekki dragast aftur úr grannanum hvort sem væri í húsbúnaði, tryllitækjum eða skemmtanahaldi - annars verði öllum Ijóst að þeir hafi tapað í heilagri samkeppni um pláss undir sólunni. Þeirrar innrætingar sem talar með vorkunnsemi og nokkurri fyrir- litningu um þjóðir og ríki sem ekki hafa náð neyslustigi íslendinga. Þeirrar innrætingar sem blæs mjög upp ein- staklingshyggjuna og reynir hvað hún getur til að gera félagshyggju, ábyrgðartilfinningu gagnvart heildinni að gamaldags, úreltri forsjárhyggju, gott ef ekki leið til ánauðar. í stuttu máli sagt: Feiknamikið af því gangvirki sem hefur knúið áfram það íslenska samfélag sem Morgun- blaðið nú kallar sjúkt, er einmitt tengt sóunarfreistingum kapítalismans. Ábyrgðarleysi hans gagnvart öðru en því sem sýnist skila hagnaði í peningum á líðandi stund. Og auk þess mætti minna á það, að hegðun fólks í samfélagi ræðst að mjög verulegu leyti af því sem „höfð- ingjarnir hafast að“. Vitanlega er erfitt og kannski ósann- gjarnt að alhæfa grimmt um frammistöðu þeirra sem bera ábyrgð á ýmislegum rekstri í þessu landi. En menn þurfa ekki lengi að skoða íbúðarhallir, glæsiskrifstofur, risnu og furðulegt samkrull einkaneyslu og rekstrar í þessum þjóð- félagshjópi til að skynja í hvaða átt það fordæmi togar alla þá mörgu, sem neðar standa í samfélagsstiganum og ætla sér náttúrlega upp hann eins og lögmál samkeppn- innar heimta. Það er ekki nema satt og rétt að það er heimskulegt að safna neysluskuldum. Og það er siðlaust að slá víxla sem börn okkar sitja uppi með. En það væri ekki úr vegi að Morgunblaðið mannaði sig upp í borgaralega sjálfs- gagnrýni um leið og það bryddar upp á þessum málum. Því svo sannarlega rætist hið fornkveðna í þessu dæmi hér: án er ills gengis nema heiman hafi. ' 'lér hefur komiö f il JnrÆ’rl gar hvort ekki .^•riráðaðhafat.d. lokað fyrir hádegi á mánudögum og þriðjudögum. Jafn- vel mánudaginn allan.“ egaanp Áhugamálin utanveltu í síðasta VR-blaði, ágætu fél- agsriti verslunarmanna í höfuðborginni-, er meðal annars viðtal við ungan verslunarmann sem seiur karlmannaföt, heitir Logi Arnljótsson og er frá Ólafs- vík. í tilefni verslunarvertíðar skulum við grípa þar niður að Logi hefur talið upp nokkur áhugamál sín - þar á meðal fót- bolta og golf - og fer að láta þau passa við launavinnuna: „Nú er vinnutíminn orðinn svo langur að erfitt reynist að finna stundir fyrir áhugamálin. Þegar unnið er alla laugardaga til kl. 4, þá er ekki mikill frítími aflögu. Við erum að reyna að koma á skiptingum þar sem ég starfa, hjá Herragarðinum, þannig að allir eigi frí annan hvern laugardag. En það er snúið að koma á slíkri skiptingu í litlum fyrirtækjum, ef ekki á að koma niður á þjónust- unni. Þetta er sérhæft starf og ekki fyrir skólakrakka að hlaupa í. Svo er laugardagurinn ef til vill besti viðskiptadagurinn. Það er því úr vöndu að ráða. Lokað á mánudögum? „Mér hefur komið til hugar,“ heldur Logi áfram, „hvort ekki væri ráð að hafa til dæmis lokað fyrir hádegi á mánudögum og þriðjudögum. Jafnvel mánudag- inn allan. Aftur á móti þætti mér koma til greina að hafa opið til klukkan tíu á kvöldin, til dæmis á fimmtudögum. Eitthvað þarf að gera varðandi vinnutímann" segir Logi: „Len- ging vinnutímans er tvímælalaust KLIPPT það neikvæðasta við hið annars ágæta verslunarstarf." Logi grípur þarna á málum sem snerta verslunarmenn og kaup- menn sérstaklega en koma við miklu fleirum og reyndar lang- flestum þeim sem lifa og starfa í þéttbýli. Finnst okkur viðskipta- fólki verslunar- og kaupmanna nema eðlilegt að þeir hafi lokað einhvern tíma í vikunni í staðinn fyrir kærkomna laugardagsopn- un? Er enginn vegur að kaup- menn og verslunarmenn geti komið sér saman um slíkt? Eða eru það kannski hin frægu lögmál frjálsrar samkeppni sem hér eru að verki og þurfa strangar og stíf- ar reglur og höft til að verslunar- menn drepist ekki endanlega úr þreytu og kaupmenn úr streitu? Vinnutíminn undir smásjána? Fyrir utan vinnutímann langa. Kynnu að vera færi á því nú að taka honum tak, þráttfyrir slæma vígstöðu í kjarabaráttunni að öðru leyti? Er hugsanlegt að launamenn geti nú séð sér leik á borði og sótt kjarabætur eftir ára- mót með kröfum um að meira og minna fast yfirvinnukaup leggist ofaná dagvinnuna? Það er einn kostur við annars bölvaða stöðu á vinnumarkaði þessa. mánuði, - hún er alveg ný og hefur ekki komið upp áður. Svör frá sam- tökum launamanna þurfa þess- vegna að vera ný líka, ef menn vilja skora mörk úr þröngum fær- um. OGSKORIÐ Jólin á sinn stai Jólin eru farin að teygja sig að manni blásaklausum fram allan desember, - það er varla liðin vika af mánuðinum og strax Ieggur dísætan væmnisfnykinn úr búðargluggum og sjónvarps- auglýsingunum. Jólin eru góð til síns brúks, en þau verða að fá að hafa sinn stað í tímanum, og þau verða líka að geta haldið réttum blæ. Sá blær er hér á íslandi mjög íslenskur, og í því lýsingarorði felst það meðal annars að góðar tilfinningar eru bæði agaðar og magnaðar með því að halda til hlés allri tilfinn- ingasemi. Uppá stól... Það má ekki síst hafa veður af nánd íslenskra jóla með því að fylgjast með byggðakomum sveinanna sem við þau eru kennd, einum og átta í kveðskap, er. þrettán í flestum öðrum veru- leika. Þetta eru ágætir náungar, hrekjóttir og undirfurðulegir, og hlæja hástöfum að þeim meyra grátfrænda sínum Nikulási, sennilega í einskonar þakkar- skyni fyrir að hafa hnuplað frá honum klæðum rauðum og hvítu síðskeggi. Það er góður nýsiður foreldra að miða skógjafahefð við komur þessara gutta og harðneita öllu jólastússi yfir höfuð áður en Stekkjarstaur höktir fyrstur af sínu hyski í bæinn, sem mun vera á mánudaginn næsta. ...stendur mín kanna Sjónvarpið er hinsvegar löngu búið að þjófstarta jólunum, eins- og vel sæmdi þeim mikla fjölmiðli allra landsmanna, og byrjaði fyrsta desember samkvæmt þeirri nýju kenningu að íslendingar hafi fengið fullveldi sitt 1918 á einhverskonar stórdanskri litlu- jólatombólu í desemberbyrjun. f þessa minning gaf sjónvarp allra landsmanna núna út svok- allað jólaalmanak handa börnum allra landsmanna, og heyrir til að um leið og gluggar eru opnaðir á almanakinu er sýnt barnaefni í imbanum og fjallar um jólaundir- búninginn í Kærabæ. Klippari hefur nokkrum sinn- um orðið fyrir þeim hremming- um að það hefur óvart verið kveikt á sjónvarpinu og stillt á Sjónvarpið þegar þessi daglegu ósköp dynja yfir, og getur þess- vegna sjálfur borið um það að þessi Kærabæjarjólagjöf til barna ailra landsmanna er efni sem nú þegar ætti að taka af dagskránni og koma beint í tunnuna. í þetta vantar allan vott af jólaskapi og það er gjörsamlega laust við að vera sniðugt eða fyndið, persónu- sköpun er með einhverjum bill- egum groddabrag, og höndum kastað svo til alls undirbúnings að manni hlýtur að detta í hug að aðstandendur telji barnaefni í sjónvarpi eitthvert þriðjaflokks- verk þarsem ekkert þurfi á sig að reyna til að peningur streymi inná heftið. Að leika sjónvarpsleik Þetta verður hálfu sorglegra þegar listinn yfir þátttakendur rennur yfir skjáinn og skelkaðir áhorfendur sjá að þarna fer margt góðs listafólks. Eða hvað? Kannski rétt að endurskoða líka það hald. Hvað segja menn til dæmis um þá ís- lensku í Ieiktexta handa börnum síðasta sunnudag þegar það að gera hreint hét ekki bara að „hreingera" (orðabókarorð en klúðurslegt) heldur að „gera hreingerningu" - sem helst minnir á málsóðana í ráðun- eytunum og stórfyrirtækjunum. Skamm, skamm. -m Þjóðviljinn Síðumúla 6 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útg«fandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Möröur Ámason. Fréttastjóri: Lúövík Geirsson. Blaöamenn: Dagur Þorleifsson, Guömundur Rúnar Heiöarsson, Heimir Már Pótursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, LiliaGunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, Siguröur Á. FriöþHófsson (Umsjónarm. Nýs Helgarb.), Sævar Guöbjömsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrfta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. LJósmyndarar: Jim Smart, Þorfinnur Ómarsson. Utlitstelknarar: Kristján Kristjánsson, Kristbergur Ó. Pótursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, ÞorgerÖurSiguröardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóöir: Anna Benediktsdóttir Útbreiöslu- og afgreiöslustjóri: Bjöm Ingi Rafnsson. ' Afgreiösla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumaöur: Katrín Báröardóttir. Útkeyrsla, afgreiösla, ritstjórn: Sföumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýslngar: Siöumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö í lausasölu: 70 kr. Nýtthelgarblaö: 100kr. Áskriftarverö á mánuöi: 800 kr. 6 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmudagur 8. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.