Þjóðviljinn - 10.03.1989, Blaðsíða 13
Föstudagur 10. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13
Utlitið er beggja blands í Mið-
Ameríku um þessar mundir,
einkum í þremur ríkjanna þar,
Níkaragva, Hondúras og Salva-
dor. I Níkaragva og Salvador
hafa geisað borgarastríð af
grimmasta tagi í næstum áratug,
og vissar líkur eru nú á því að
endir verði bundinn á það ástand.
En allt er þó í tvísýnu um það, og
þegar þetta er ritað er öllu lík-
legra að stríðið í Salvador færist í
aukana enn á ný á næstunni.
í s.l. mánuði tókst forsetum
fimm Mið-Ameríkuríkja, Kost-
aríku, Níkaragva, Hondúras,
Salvadors og Gúatemala, að
komast að samkomulagi um ráð-
stafanir til að binda endi á stríðið
í Níkaragva. f>ær eru á þá leið að
kontraliðið skuli leyst upp, kosn-
ingar verði í Níkaragva næsta ár
og að pólitískir fangar þar skuli
látnir lausir. (Hér er um að ræða
hin „eiginlegu" Mið-Ameríku-
ríki; Panama var upphaflega hluti
af Kólombíu og hefur síðan haft
sérstöðu vegna Panamaskurðar-
ins og sérstaks sambands við
Bandaríkin í því sambandi og
Belize, áður breska Hondúras, er
enskumælandi og leggur áherslu
á sambönd við enskumælandi
heiminn.)
Harðlínumenn
frá tíð Reagans
Samkomulag þetta kom nokk-
uð á óvart. í fyrstu var álitið að
Bandaríkjastjórn hefði verið
með í ráðum, en ýmislegt sem
síðan hefur komið fram bendir til
þess að svo hafi ekki verið. Svo er
raunar að sjá af ýmsu að stjórn
Bush sé nokkuð óráðin í því,
hvað hún eigi að taka til bragðs í
þessum heimshluta, sem mjög
hefur verið háður Bandaríkjun-
um frá því á 19. öld. Hinsvegar er
varla vafi á því að þar verði um
áframhaldandi afskipti Banda-
ríkjanna að ræða. Frá almennum
bandarískum sjónarhóli séð er
það nánast sjálfsagður hlutur að
Bandaríkin hlutist til um innan-
landsmál Mið-Ameríkuríkja og
tryggi að minnsta kosti að ríki
þessi séu hliðholl Bandaríkjun-
um í utanríkismálum. „Baráttan
gegn kommúnismanum" er ekk-
ert nýtt í því sambandi; á 19. öld
linntu Bandaríkjamenn ekki
látum fyrr en þeir höfðu bægt
frændum sínum Bretum frá
ítökum þar (nema frá Belize) og í
byrjun þessarar aldar steyptu
þeir af stóli forseta einum í Níkar-
agva, af því að þeir höfðu hann
grunaðan um sambönd við Breta
og Þjóðverja.
Eitt innilegasta áhugamál Re-
agans í forsetatíð hans var að
steypa sandinistastjórninni í Ník-
aragva. Þegar hann tók við völd-
um fyrir átta árum skipaði hann
harðlínumenn í sínum anda amb-
assadora í Mið-Ameríkuríkjum
og fyllti með þeim þá deild utan-
ríkisráðuneytisins, sem hefur
með Mið-Ameríkumál að gera.
Vaninn er, þegar nýr forseti
tekur við í Bandaríkjunum, að
hann endurnýi stjórnarstofnanir
að meira eða minna leyti með því
að setja inn í þær sína menn. Það
hefur Bush ekki enn gert, hvað
Mið-Ameríkudeild utanríkisráð-
uneytisins viðvíkur. Það gæti ver-
ið merki þess, að hann hyggist
halda sig við stefnu Reagans í
heimshluta þessum í megindrátt-
um, þó trúlega með minni
krossfarastíl, eða þá að nýja
daufasta móti þessa stundina.
Tortryggnin er mikil milli stríðs-
aðila og ganga klögumálin á víxl
um óheilindi og launráð. Stjórnin
og þingið, þar sem öfgasinnaðir
hægrimenn ráða mestu, virðast
nú hafa ákveðið að forsetakosn-
ingar fari fram 19. mars, eins og
upphaflega hafði verið ráð fyrir
gert, en það þýðir að skæruliðar
taka ekki þátt í þeim. Ef Salva-
dorsstjórn gefur ekki eftir í þessu
eru því allar líkur á að stríðið
haldi áfram, enda þótt sagt sé að
jafnvel foringjar hersins séu nú
komnir á þá skoðun, að hernum
sé um megn að vinna það.
Kaupa vopn
af kontrum
Skæruliðar hafa hinsvegar eflst
undanfarið og munu gera sér
vonir um að geta knúið andstæð-
ingana til samninga síðar, ef ekki
nú. Hryðjuverk hersins og
morðsveita hægrimanna, sem
færst hafa í vöxt upp á síðkastið,
hafa orðið til þess fjöldi fólks,
einkum ungmenna, hefur leitað á
náðir skæruliða og gengið í lið
með þeim. Síðustu mánuðina
hefur skæruherinn þannig stækk-
að úr 6000 manns upp í um
10.000. Þar að auki hafa skæru-
liðar eflst að vopnabúnaði með
því að taka vopn og skotfæri her-
fangi af stjórnarhernum og einnig
kaupa þeir að eigin sögn mikið af
kínverskum AK-rifflum af kontr-
um, stríðsþreyttum og aura-
lausum í útlegðinni í Hondúras.
Rifflar af þessari gerð, sem bæði
Sovétmenn og Kínverjar fram-
leiða, eru sagðir vera eftirlætis-
vopn skæruliða um allan heim og
langdrægari, endingarbetri og
þægilegri í meðförum en banda-
rísku M-16 rifflarnir, sem salva-
dorski stjórnarherinn brúkar.
Skæruliðar hafa eftirminnilega
auglýst mátt sinn undanfarið með
því að knýja um helming borgar-
stjóra þeirra, sem kjörnir voru í
byggðarstjórnakosningunum
þarlendis fyrir um ári, til að segja
af sér.
Daniel Ortega Saavedra, Níkara-
gvaforseti - efnahagur lands
hans er í rúst af völdum stríðs og
bandarísks viðskiptabanns.
Salvadorskir skæruliðar - nú selja kontrar þeim vopn.
Bjargarlausir
um mánaöamótin?
Bandaríkjastjórnin bíði enn
átekta um það, hvað gera skuli á
þessum vettvangi.
Samstaöa
með óvinum
Hinsvegar liggur nokkuð ljóst
fyrir, hvað stjórnir Hondúras og
Níkaragva vilja í þessu máli og
hversvegna. Ráðamenn þessara
ríkja eru vitaskuld engir vinir, en
á hinn bóginn er nú svo komið, að
báðum er orðið það nokk-
Alla tíð frá því að Mið-Ameríku-
ríkin urðu til laust fyrir miðja s.l.
öld hefur Hondúras verið það
aumasta af öllum aumum í þeim
hópi. Miðstjórn hefur þar
löngum verið veik, m.a. vegna
þess að landið skiptist í marga
djúpa dali milli fjalla með tak-
mörkuðum samgöngum. Ráða-
menn í höfuðborginni hafa því
jafnan haft ástæður til að óttast,
að sveitarhöfðingjar ýmsir efld-
ust á kostnað þeirra með stuðn-
ingi utanaðkomandi aðila, og í
fæst til að fara. Samkvæmt sam-
komulagi Mið-Ameríkuforseta á
það að velja um að setjast að í
Níkaragva eða einhversstaðar
annarsstaðar utan Hondúras. En
í Níkaragva eru kontrar illa liðn-
ir; samkvæmt niðurstöðum ný-
legrar skoðanakönnunar þar, að
sögn gerðrar af óháðum aðilum,
eru aðeins 2 af hundraði lands-
manna þeim hlynntir. Margir
kontra munu vilja flytja til
Bandaríkjanna, þangað sem fjöl-
di landa þeirra hefur flutt undan-
farið, en það liggur í loftinu að
Bandaríkjastjórn sé ekkert
spennt fyrir því að taka við þess-
um skjólstæðingum sínum.
Mörgum þarlendis finnst nóg um
fólksflutningana þangað frá
Rómönsku Ameríku, og inns-
treymi Níkaragvamanna til Flórí-
da var t.d. ásamt með öðru undir-
rót óeirða í Miami fyrir skömmu.
Bandaríkin hafa lofað að fóðra
kontrana og fylgilið þeirra til
endaðs þessa mánaðar. Ekki er
enn vitað hvort framhald verður
á þeirri hjálp, en Hondúrar sár-
biðja nú Bandaríkjastjórn að
framlengja hana, enda augljóst
hvílíkt sprengiefni gæti orðið úr
kontrunum ef þeir stæðu allt í
einu uppi bjargarlausir.
Að minnsta kosti sumir for-
ustumanna kontra virðast helst
hugsa sér að sitja meðan sætt er í
Hondúras, í von um að Bandarík-
in taki á ný að styrkja þá til hern-
aðar í Níkaragva. Og vera má að
stjórn Bush hafi þann valkost enn
til athugunar, ásamt öðru.
Salvadorsher von-
daufur um sigur
í Salvador eru horfurnar einnig
tvísýnar og ef nokkru munar ívið
ískyggilegri. í jan. s.l. bauðst
skæruliðahreyfingin þar, Fara-
bundo Martí-þjóðfrelsisfylking-
in, til þess að taka þátt í næstu
forsetakosningum þarlendis og
virða úrslit þeirra, gegn því að
kosningunum yrði frestað um sex
mánuði, svo að skæruliðum og
stuðningsmönnum þeirra gæfist
ráðrúm til að skipuleggja kosn-
ingabaráttu. Síðan hefur öðru
hverju staðið yfir samningastapp
milli skæruliða, hersins og stjórn-
arinnar undir forustu Napoleons
forseta Duarte, og meira að segja
kváðu skæruliðar hafa rætt á laun
við fulltrúa Bandaríkjastjórnar,
sem sér Salvadorsher fyrir vopn-
um og hernaðarráðgjöfum, er
sfjórna honum að miklu leyti. f
þessu sambandi hafa vaknað von-
ir um að endir yr$i bundinn á
ófrið þennan, sem að sögn hefur
nú orðið um 70.000 Salvadorum
ajð giandi. En þær vonir eru með
urnveginn jafnmikið áhugamál
að losna við kontrana. Atvinnu-
og efnahagslíf Níkaragva er
hörmulega á sig komið eftir
stríðið og viðskiptabann Banda-
ríkjanna. Kontrar eru að vísu
fyrst og fremst málaliðar Banda-
ríkjanna, eins og best sýndi sig
með því að þeim þvarr svo að
segja allur baráttumóður fyrir
rúmu ári, er Bandaríkjaþing
stöðvaði hernaðarstuðning til
þeirra. En þeir halda enn áfram
árásum inn í Níkaragva, þótt sá
hernaður sé lítill hjá því sem áður
var, og Bandaríkin borga fyrir þá
matinn og aðrar nauðsynjar. Enn
hafa kontrar 10-13 þús. manns
undir vopnum og meðan Níkar-
agvastjórn á þá yfir höfði sér þor-
ir hún vart að fækka í her sínum
miklum, sem er þungur baggi á
þessu sárfátæka ríki.
Hondúrasstjórn hefur fyrir sitt
leyti leyft kontrum að hafa bæki-
stöðvar í landi sínu og nota það
að vild til að herja þaðan inn í
Níkaragva, gegn drjúgri hjálp frá
Bandaríkjunum, efnahagslegri
og hernaðarlegri. En nú eru
Hondúrar farnir að óttast, að þar
hafi þeir alið við brjóst sér
skrímsli, sem aldrei sé að vita
nema snúist gegn þeim sjálfum.
því sambandi koma kontrar til
greina. Hættan á íhlutun af þeirra
hálfu er talin fara vaxandi með
minnkandi vígsgengi þeirra í Ník-
aragva, en það eykur líkur á því
að þeir reyni að tryggja sér að-
stöðu í Hondúras til frambúðar.
Hver vill
taka viö kontrum?
Hondúras á í hinum mestu
efnahagsörðugleikum, þrátt fyrir
bandarísku hjálpina og sæmilega
fyrirgreiðslu af hálfu alþjóðlegra
fjármálastofnana. Nú er svo
komið að Alþjóðlegi gjaldeyris-
sjóðurinn og Alþjóðabankinn
neita Hondúras um frekari fyrir-
greiðslu nema með því skilyrði að
stjórnin þar grípi til víðtækra
sparnaðarráðstafana. Slíkar ráð-
stafanir myndu rýra lífskjör al-
mennings, sem eru sáraléleg
fyrir, og óeirðirnar nýverið í Ven-
esúelu sýna best hvað af slíku get-
ur leitt. Óspektir af því tagi gætu
orðið kontrum tilefni og tækifæri
til íhlutunar.
En ekki er sopið kálið, þótt í
ausuna sé komið, og það geta
Hondúrar og grannar þeirra átt
eftir að sanna, hvað kontrum við-
víkur. Auk vopnaðs liðs þeirra
eru í búðum þeirra í Hondúras
um 50.000 manns, venslafólk
þeirra og fylgifiskar ýmiskonar.
Spurning er hver fæst til að taka
við öllu þessu fólki og hvort það
DAGUR
ÞORLEIFSSQN
Múgur kontra í Hondúras - ráðamenn þar óttast að þeir hafi alið við
brjóst sér skrímsli, sem kunni að snúast gegn þeim sjálfum.
Tvísýna í Mið-Ameríku
Hondúrasstjórn er orðin hrædd við kontra og vill losna við þá.
ÓvístumfyrirætlanirBandaríkjastjórnar. Friðarvonir dvína í Salvador en skæruliðar eflast