Þjóðviljinn - 10.03.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.03.1989, Blaðsíða 9
• • FQSTUDAGSFR BHMR og kennarar Arangurslitlir samningafundir Páll Halldórsson: Samninganefnd ríkisins dregur samningsrétt okkar íefa. Kennarar telja að samninganefnd ríkisins tefji samningaviðrœður. Verkföllyfirvofandi? Samninganefndir ríkisins og BHMR annars vegar og kenn- ara hins vegar áttu fundi í gær til að ræða kjaramálin. Að sögn Páls Halldórssonar, formanns BHMR kom lítið út úr þeim fundi. Ríkið hafi einfaldlega endurtekið tilboð sitt um að kaupmáttur komandi samninga yrði miðaður við kaup- mátt eins og hann er á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs. „Samninga- nefnd ríkisins dró í raun samn- ingsrétt okkar sem sjálfstæðs fé- lags í efa, þar sem þeir sögðu að við kæmust ekki lengra fyrr en séð væri hvernig öðrum aðilum eins og ASÍ miðaði í sínum við- ræðum. Við reynum þó að knýja málin áfram en viljum ekki láta ríkið draga ferðina alveg niður. En ég verð því miður að segja að ég er fremur svartsýnn á fram- haldið,“ sagði Páll Halldórsson. Allflest félög innan BHMR hafa íhugað atkvæðagreiðslu vegna verkfallsheimildar og hafa sum hver framkvæmt þá at- kvæðagreiðslu. Þannig var t.d. samþykkt í Félagi íslenskra fræða að veita félaginu verkfallsheim- ild, 28 voru með en 7 á móti. Næsti samningafundur BHMR og ríkisins verður nk. miðviku- dag og fram að þeim tíma mun starfa viðræðunefnd aðila til und- irbúnings fundinum. Svipað hijóð var í kennurum eftir fundinn í gær. Telja þeir að ríkið reyni að koma sér hjá því að ræða lykilatriði er varða kaup- mátt, kaupmáttartryggingu, kennsluskyldu og fleira. HÍK hefur þegar gengið til atkvæða um verkfallsboðun og samskonar atkvæðagreiðsla stendur yfir hjá Kennarasambandinu. Þrátt fyrir tilmæli kennara um að halda fund á næstu dögum, féllst samninga- nefnd ríkisins ekki á fund fyrr en 14. mars. phh Vestmannaeyjar Rafmagnsmál í ólestri í gærkvöld var búist við að tækist að ljúka viðgerð á vararaf- strengnum til Vestmannaeyja en undanfarna 2 sólarhringa hafa eyjarskeggjar orðið að búa við hvimleiðar rafmagnsskammtan- ir. Aðalrafstrengurinn til Eyja hefur verið í lamasessi frá því í janúarbyrjun og ekki vitað hve- nær hann kemst í gagnið á ný: Á fundi bæjarstjórnar í gær- kvöld var samþykkt ályktun þar sem skorað er á iðnaðarráðu-. neytið og Rafmagnsveitur ríkis- ins að leita leiða til að auka ör- yggið í raforkuflutningum frá. landi til Eyja. -grh Meistari Þórbergur Stílverðlaun Á sunnudag, 12. mars, er rétt öld liðin frá því meistari Þórberg- ur Þórðarson var í heiminn bor- inn. Þessa er nú minnst með ýms- um hætti og handhöfum höfundar- og útgáfuréttar verka Þórbergs, Háskóla íslands og Máli og menningu, þykir við hæfi að byrja af þessu tilefni að gera vel við sporgöngumenn meistar- ans. Stofnuð hafa sem sé verið Stflverðlaun Þórbergs Þórðar- sonar. Verðlaunin verða veitt í fyrsta skipti í hófi á sunnudaginn og hef- ur úthlutunarnefnd, þrír valin- kunnir sómamenn og íslensku- fræðingar, kjörið mann til sómans. 150 þúsund króna ávís- unar. ks Samtök kvenna á vinnumarkaði Aðalfundi frestað Aðalfundi Samtaka kvenna á vinnumarkaði sem halda átti þann 11. mars kl. 13.30 að Hallveigarstöðum hefur verið frestað. Fundurinn verður þess í stað haldinn mánudaginn 20. mars og byrjar kl. 20.00. Fundað verður á Hallveigarstöðum. Gamla sjúkrahúsið á isafirði, sem reist var árið 1925 hefur nú lokið hlutverki sínu í heilbrigðismálum Isfirðinga en nýtt hlutverk bíður þess nú sem miðstöðvar lista og menningar. ísafjörður 14 ára bið á enda Nýja sjúkrahúsið formlega tekið ínoktun ídag. Gamla húsinu verður breytt í bóka- og listasafn Idag verður nýja sjúkrahúsið á ísafirði tekið formlega í noktun og eru þá liðinn 14 ár frá því fyrsta skóflustungan var tekin að byggingu þess. Kostnaður við bygginguna, framreiknaður nemur um 500-600 miljónum króna. í gær voru allir sjúklingar flutt- ir yfir í nýja sjúkrahúsið alls 30 talsins. Þessi áfangi sem núna er tekin í noktun er sá 4. en í 5. og síðasta áfanga verða pláss fyrir 26 sjúkrarúm til viðbótar. Með til- komu nýja sjúkrahússins stækkar sjúkrahúsplássið á ísafirði 7 falt og aðstaða starfsfólks og sjúkl- inga verður allt önnur og betri. Þegar búið verður að flytja allt dót og annað úr gamla húsinu, sem var tekið í notkun 1925, verður því breytt í bóka- og lista- safn. Þegar hafa verið teknir í notkun fyrstu 3 áfangar nýja sjúkrahússins sem eru heilsu- gæsluálma, röntgen- og rann- sóknaálma og endurhæfingar- deild þar sem eru ma. þreksalur og sundlaug. Að sögn Fylkis Ágústssonar stjórnarformanns sjúkrahús- stjórnar eru bæjarbúar ánægðir með að nýja húsið skuli loksins komast í gagnið eftir allt það sem á undan hefur gengið. Varðandi hættuna á mengun af völdum ger- og steinullar í lofti hússins sagði Fylkir að í ljósi þess lélega frá- gangs sem þar kom fram verða allt önnur vinnubrögð viðhöfð í 5. og síðasta áfanga hússins. -grh Lánskjaravísitalan Breyting fyrir dómstóla SAL: Harmar ósveigjanleika stjórnvalda Sambandsstjórn almennra líf- eyrissjóða telur nauðsynlegt að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort stjórnvöld geti hlutast til um breytingar á verðtryggingar- ákvæðum gildandi lánssamninga með setningu reglugerðar. Þegar liggur fyrir lögfræðileg álitsgerð, sem unnin var af hæst- aréttarlögmönnunum Jóni- Steinari Gunnlaugssyni og Ragn- ari Aðalsteinssyni samkvæmt beiðni samtaka lífeyrissjóðanna. Niðurstaða þeirra er að hvorki er heimilt að taka upp beina viðmið- un við launabreytingar á grund- velli lánskjaravísitölu né er hægt að breyta efni verðtryggingar í gildandi lánssamningum. Sambandsstjórnin harmar ósveigjanleika stjórnvalda í mál- inu sem hafa hafnað öllum samkomulagsleiðum og ma. að málinu verði vísað í sérstakan gerðardóm. -grh Forsætisráðherra Leita ber um- sagnar Stefáns Forsœtisráðherra Engar skuklbindingar í Osló Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra mun ekki skrifa undir skuldbindingar sem fela í sér að Islendingar afsali sér rétti eða einhverjum þætti fullveldis síns á forsætisráðhcrrafundi Eftaríkja sem hefst í Osló í næstu viku. Þetta kom fram í máli hans í utandagskrárumræðu um Efta- fundinn á alþingi í gær. Málshefj- andi, Kristín Einarsdóttir, gagn- rýndi hve lítið samráð forsætis- ráðherra hefði haft við alþingi og utanríkismálanefnd fyrir fund þenna. Kvaðst hún bera kvíðboga fyrir því að stórpólitískar ákvarðanir yrðu teknar í Osló, ákvarðanir sem fælu í sér róttækar breytingar fyrir íslendinga, og yrði alþingi gert að leggja blessun sína yfir þær teknar. ks Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra harmar það ef Stefán Valgeirsson og félagar hans í Samtökum jafnréttis og fé- lagshyggju hafa ekki fengið drög að stjórnarfrumvörpum til ígrundunar og umsagnar áður en þau hafa verið lögð fram á al- þingi. Forsætisráðherra sagði við Nýja Helgarblaðið í gær að eng- um blöðum væri um það að fletta að Stefánsfólki bæri, sem aðiljum að ríkisstjórninni, að fá drögin í hendur með góðum fyrirvara. Það væri fagráðherranna að koma frumvarpsdrögum í hendur þingflokka stjórnarflokkanna og væri misbrestur á því væri við þá að sakast en ekki ríkisstjórnina í heild. Engu að síður hygðist hann hreyfa þessu máli á næsta rfkis- stjórnarfundi. Sjálfur hefði hann gætt þess að hafa Samtök jafnréttis og félags- hyggju með f ráðum en það kynni að hafa valdið losi í skiptum ann- arra ráðherra við þau hve lengi Stefán sjálfur hefði verið frá þingstörfum. ks Föstudagur 10. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.